Þjóðólfur - 21.10.1892, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 21.10.1892, Blaðsíða 4
196 ember. Báturinn er að mestu gerður af pappír og vegur að eins 20 fjórðunga. Hann er 14% fet á lengd og 4 fet á breidd. Pappírsverksmiðja í Ameríku lét smíða hann og fékk Andrews þennan, sem kvað vera mesti sjógarpur, til að fara glæfraför þessa, en svo er í ráði að sýna kugginn í Chicago að sumri, og getur verksmiðjunni sjálfsagt orðið matur úr því. Báturinn heitir „Sapolio“. Á 4 mínútam hefur hraðfrétt borizt skjótast eptir neðansjávarfréttaþræði milli Lundúna og New-York, en venjulega er tíminn þó lengri. Tala hraðfréttanna mill- um þessara stórborga er að meðaltali 900 á dag. I Oberammergau, smáþorpi nokkru afskekktu á Þýzkalandi, hefur píningar- saga Krists verið leikin um langan aldur einu sinni á ári um páskana. Þykir leik- urinn að vonum mjög einkennilegur og tilkomumikill, enda kvað leikendurnir, sem allir eiga heima í þorpinu, Ieysa hlutverk sín prýðisvel af hendi. Fara menn opt hópum saman til þorpsins til að horfa á hann. Nú hafa leikendur þessir fengið tilmæli um, að koma til Chicagosýningar- innar og leika þar, en óvíst er enn, hvort af því verður. Hafa ýms kirkjuleg blöð í Ameríku hafið sterk andmæli gegn þessu og telja það svívirðilegt guðlast að sýna leik þennan þar, innan um allan hávaðann og gauraganginn. Út er komin á kostnað Gyldendals bókaverzlunar Saga iörundar hundadagakóngs eptir Jún Þorkelsson dr. phil. Verðnr send til bóksala út um land með vorinu. Kostar 3 kr. Aðalútsala í Bókaverzlun Sigf, Eymundssonar. Skófatnaður fæst hvergi jafn góður og ódýr sem hjá Rafni Sigurðssyni, skósmið. 566 Keykjavík. JtLig undirskrifuð tek að mér að sauma alls konar kvennfólks utanyfir-klæðnað, svo sem kjóla, vetrarkápur, sumar-yfir- stykki, sömuleiðis að „punta“ hatta. Iieykjavík, Austurstræti 5. 557 Helga Sigurðson. Hinn eini ekta Brama-Ljífs»E!lixír. (Heilbrigðis matbitter). í þau 20 ár, sem almenningur hefur notað bitter þennan, hefur hann rutt sér í fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim. Honum hafa hlotnazt hæstu verðlaun. Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum Iíkamanum þróttur og þol, sálin endurlifnar og fjörgast, maður verður glaðlyndur, hugraJckur og starffús, sláln- ingarvitin verða nœmari og menn hafa meiri ánægju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefur sýnt betur að hann beri nafn með rentu en Brama-lífs- elixír, en sú hylli, sem hann hefur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis- nýtra eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akureyri: Hr. Carl Höepfner. -----Oránufélagiö. Borgarnes : Hr. Johan Lange. Dýrafjörður: Hr. N. Chr. Öram. Húsavík: Örwm & Wulff’s verzlim. Keflavík: II. P. Duus verzlum. -----Knudtzon’s verzlun. Keykjavík: Hr. W. Fischer. ---Hr. Jón O. Thorsteinson. Raufarhöfn: Gránufélagið. Sauðárkrókur: ---- Seyðisfjörður:-------- Siglufjörður: ---- Stykkishólmur: Hr. N. Chr. Gram. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. Vík í Mýrdal: Hr. Halldór Jónsson. Ærlækjarscl: Hr. Sigurður Gunnlógsson. Einkenni: Blátt Ijón og gullhani á einkennismiðanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, hinir einu, sem húa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-Elixír. 558 Kaupmannahöfn, Nörregade 6. Til kaupenda vorra á íslandi. Hér með auglýsist, að eptir þessa póst- ferð verður hætt að senda blað vort ýms- um kaupendum þess á íslandi, sem standa í vanskilum við oss méð borgun. Og engum manni, sem ekki verður komin full borgun frá til vor fyrir nýár næstkom- andi verður sent blaðið eptir nýár — nema útsölumönnum hins ísl. Bóksalafjelags, ef til vor verður komin frá þeim fyrir nýár viðurkenning fyrir skuld þeirra og loforð um, að þeir borgi hana í vetur í reikning vorn annaðhvort til hr. Sig. Kristjánssonar bóksala í Reykjavík eða Sigf. Eymunds- sonar bóksala í Reykjavík. Winnipeg, Man., 14. sept. 1892. úigáfufélag Heimslcringlu. 559 E. Ólafsson. Óþrjótandi birgðir til af hinum al- þekkta vatnsstígvélaáburði, sem enginn hef- ur til annan eins og Rafn Sigurðsson 560 Reykjavík. Galeasen „Betyg“, 5ö Reg. Tons (laster ca. 80 T.), bygget i Stavanger Febr. 92, er til Salgs. Galeasen er ind- reg. i norsk Veritas, Klasse A. 1. paa 5 Aar, Bæreevne 1. K. Fartöjet er be- liggende i Kjöbenhavn, hvor nærmere Op- lysninger faas ved Henvendelse til Hr. Carl Bergh, Nörregade Nr. 1. 500 Smáar blikkdósir kaupir 561 Bafn Sigurðsson. Menn verQa illi- lega á tálar drognir, er menn kaupa sér Kína-Lífs-Elixir og sú verður raunin á, að það er ekki hinn elcta Elíxír, heldur léleg eptirstæling. Þar eð eg hef fengið vitneskju urn, að á íslandi er haft á boðstólum ónytju- lyf á sams konar flöskum og með sama éinkennismiða og elcta Kína-Lífs-EUxír, og er hvorttveggja gert svo nauðalíJct, að eigi verður séð, að það sé falsað, nema með mjög granngætilegri atliygli, þá er það skylda mín, að vara kaupendur mjög alvar- lega við þessari lélegu eptirstæling, sem eigi kemst í nokkurn samjöfnuð við hinn alkunna eJcta Kína-Lífs-Elixír frá Valde- mar Petersen, FriðriJcsJiöfn, DanmörJc, er bæði lœJcnar og þeir sem reyna Jiann meta svo miJcils. Oætið því fyrir allan mun náJcvæmlega að því, er þér viljið fá Jiinn eina ekta Kína-Lífs-Elixír, að á einkunnarmiðanum stendur verzlunarhúsið: Valdemar Petersen, FrederiJcshavn, Dan- mark, og vþp' i grænu lakki á hverjum flöskustút. Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark, sá, er býr til hinn ekta Kína-Lífs-Elixír. 662 Kirkjuréttur, 2. útg. aukin og endurbætt, f'er til sölu á skrifstofu Djóðólfs. 663 Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. tlieol. Eélagsprentsmiöjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.