Þjóðólfur - 04.11.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.11.1892, Blaðsíða 2
202 Sjálfseyðing. [Tekið að nokkru leyti úr ritgerð eptir þýzkt skáld Alfred Meissner, f 1885]. Þegar fyrir löngu hafa menn þótzt reita því eptirtekt, að ílest skáld, eink- um stórskáldin yrðu tiltölulega skammlíf, og virðist margt mæla með því, að þessi ætlun sé á talsverðum rökum byggð. En hvernig stendur á því? A. Meissner hygg- ur, að þetta stafi af þvi, að hjá skáldun- urn ráði ímyndunaraflið ofmiklu, svo að hamingja og óhamingja, gleði, sorg og þjáningar liafi miklu meiri og varanlegri áhrif á þá eu aðra menn; þetta eyði svo lífsaflinu, líkaminn og taugar hans eigi erfitt með að þola til lengdar svo mikla andlega áreynslu og þess vegna verði hann óhæfilegur bústaður sálarinnar fyr en elta og þá sé lífinu lokið. Hann segir enn- fremur, að að eins þau skáld hafi komizt til hárrar elli, er ekki hafi ofreynt sig, en að eins ort sér til skemmtunar og fag- urfræðilegrar nautnar, og tekur til dæm- is Tieck, Calderon, Ariosto og síðast Goethc, er hafi forðazt að yrkja nokkuð, er æsti ímyndunaraflið um of, og hafi því ógjarnan viljað skrifa sorgarleiki, enda kemur flestum saman um, að svo hafi ver- ið. Það er ennfremur auðsætt af orðum Goethe’s sjálfs, að hann hefur óttazt liin óhollu áhrif þessa skáldskapar, því að í bréfi til Schillers vinar síns segir hann: „Eg veit, hvað egmá ætla mér; egkynni að geta skrifað sannan sorgarleik, en eg þori ekki að byrja á því, þar eð eg er sannfærður um, að tilraunin ein mundi gera alveg út af við mig“. Öll skáld eru ekki svona varfærin, svona umhyggju- söm fyrir lífi sínu, enda er tilfinningum sumra svo varið, að þeir geta það alls ekki, þó þeir fegnir vildu. Þeir hljóta að fullnægja hinni ómótstæðilegu innri þrá, er knýr þá áfrarn til hvíldarlausrar and- legrar starfsemi í þjónustu skáldskaparins, en þessi sífellda áreynsla, þessi sílogandi eldur ímyndunaraflsins eyðir fyr en varir Iífsaflinu upp til agna. Hjá sumum skáld- um er það aptur á móti ekki þörfin á að yrkja, sem knýr þau áfram hvildarlaust, heldur blátt áfram metorðagirnd, löngun- in til frekari frægðar og upphefðar, en afleiðingarnar verða hinar sömu. Á með- al þeirra skálda, er eýtt hafa sjálfum sér fyrir örlög fram, ef svo má að orði kom- ast, var SehiIIer, því að þegar læknar skoð- uðu lík hans, virtist þeim alveg óskiljan- legt, að hann skyldi hafa getað hjarað svo lengi. Svo mikil óregla var komin á öll líffæri líkamans. Það var að eins hinn afarþróttmikli, stórfengni andi, er hafði haldið líkama hans uppréttum síðustu ár- in. Það er og sagt, að Herder. hafi á gamalsaldri kvartað yfir, hve illa hann hefði farið með sig, hve óskynsamlega hann hefði fórnað lífi sínu á altari skáld- skapargyðjunnar. Enginn þarf heldur að ímynda sér, að Shakespeare, — þessi jþtunvaxni andi — hafi sloppið óskaddur úr helgreipum ástríð- anna eða stigið niður í myrkraheim þeirra, án þess að sæta hegningu. Hann varð snemma sköllóttur og einn samtíðarmað- ur hans ritar, að hann hafi með naum- indum getað gengið sakir óstyrks i fót- unum. Flestir munu einnig hafa veitt því eptirtekt, hversu blærinn á leikritum hans verður ávallt dekkri og dekkri, eptir því sem árin líða og dökkvastur í hinum síð- ustu í „Timon'frá Aþenuborg11, og í „Krók- ur á móti bragði“. Þar er öll glaðværð horfin, og þar er ekkert að sjá nema ein- tómt svartnætti. Það er eins og maður horfi niður í eitthvert voðalegt myrkva- djúp. Hjá Heine sjáum vér þó einna ljósust merki þessarar sjálfseyðingar. Hin sífellda ritdeilu-barátta, er hann átti í, skáldskap- ur hans, metorðagirnd og hégómagirni, æsti hann og þjakaði honum um of. Það hefði mátt segja um hann, sem d’AIem- bert sagði um Voltaire: „Þessi maður á frægð, sem er einnar miljónar virði, og þó vildi hann gjarnan kaupa fyrir einn skilding í viðbót“; og jafnframt þessu var Heine sérstaklega skáld ástarinnar, og það stuðlaði ekki hvað minnst til að gera út af við hann. Hann kvað um ástina fagur- legar og innilegar, en nokkur annar hef- ur gert, hún var kjarni lífs hans, sú ilm- jurt, er kryddaði ljóð hans í hinni von- glöðu æsku og á hinum síðustu þjáninga og eymdaárum hans. Hann var fríður sýn- um og ástúðlegur í viðmóti, og hafði kvennhylli — en hann dvaidi mestan hluta lífs síns í Babylon nútímans. Sá eldur, er hann hafði svo mikla unun af að lifa í, eyddi lífsafli hans og gerði hann að kararmanni á fimmtugsaldri. 1846 sýktist hann afó- læknandi sjúkleika (hryggmænutæringu), og þau 10 ár, er hann þá átti eptir ólif- uð, lá hann optast í rúminu við miklar þjáningar. í maímánuði 1848 gekk hann síðast um Parísargötur. Hann var þá hálf- blindur og hálfvisinn og átti bágt með að ganga, en samt gat hann loksins komizt út úr mannfjöldanum og gekk til Louvre, þar sem hin dýrmætustu iistaverk eru geymd, eins og kunnugt er. Hann gekk inn í hina tómu sali hallarinnar og nam staðar á neðsta lopti meðal hinna fornu guða- og gyðjumynda. Hann vissi ekki fyrri til, en að hann stóð frammi fyrir hugsjón fegurðarinnar, hinni brosandi, töfr- andi gyðju, þessu furðuverki grískrar listar, Venus frá Milo, er fyrir mörgum öldum hefur misst handleggi sína, en ekki ynd- isleik sinn. Við þessa sýn hrökk Heine hrifinn og felmtsfullur aptur á bak og hneig niður á stól, en heit og beisk tár hrundu niður eptir kinnum hans. Hinar fögru varir gyðjunnar, er sýndust bærast, voru svo broshýrar, og frammi fyrir henni var hið óhamingjusama, sjúka skáld, er fórnað hafði allri gleði og ánægju lífs síns á altari hennar — Henrik Heine. (Ni&url.). IJni bráðapestarlyf Lárusar Pálsson- l ar smáskammtalæknis, er allmikið var rætt um í fyrra, hefur oss borizt grein nokkur frá Einari bónda Einarssyni á Gíslastöð- um í Grímsnesi, og tökum vér hér aðal- inntak hennar, svo að almenningur fái að vita, hvernig lyf þetta reyndist honum. Hann kveðst hafa misst 40 fjár úr bráða- j pest haustið 1890 og jafnmargt árið áður og hefði þó tekið allt fé sitt á gjöf af nógum högum snemma vetrar. Svo liefði hann næstliðið haust keypt hjá Lárusi lækni 2 flöskur af lyfi hans handa fé sínu og nokkuð fyrir 3 nágranna sína. Kveðst hann hafa valið vænstu kindurnar, er jafn- aðarlega dræpust helzt úr pestinni og gef- ið þeim inn af lyfi þessu — alls 50 að tölu — og hefði engin þeirra drepizt nema að eins 1 hrútur, en af hinum rýrari, er ekki var gefið inn, hefði hann misst 13 kindur. Hann kveðst heldur ekki hafa heyrt, að þeir 3 grannar sínir, er notuðu lyfþetta, hefðu misst nokkra kind, er gefið var inn. Þessi sami bóndi getur þess einnig, að hrútur, sem pestin var komin í, er hann gaf lion- um inn meðal þetta, hafi lifað eptir það 4 dægur án þess að sýkjast meir, og eign- ar hann það áhrifum lyfsins; segist hann þá hafa skorið hann, þar eð hann taldi honum ekki batavon. Án þess vér viljum mæla sérstaklega með þessu lyfi Lárusar, er enn má kall- ast óreynt, teljum vér samt æskilegt, að ábúendur þeirra jarða, þar sem bráðapest- iu gerir mest tjón, reyndu nú í haust að ganga úr skugga um, hvort meðal þetta sé að nokkru gagui eða ekki, með því að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.