Þjóðólfur - 04.11.1892, Síða 3

Þjóðólfur - 04.11.1892, Síða 3
203 kaupa það til notkunar lianda fé sínu. Ættu þeir svo að skýra frá reynslu sinni opin- berlega, en ekki sinn í hverju lagi heldur margir í senn, til þess að meiri trygging fengist fyrir því, að skýrslur þessar væru áreiðanlegar. Að bregða Lárusi lækni um sviksamlegar fjárgróðabrellur er hvorki sanngjarnt né göfugmannlegt meðan lyf hans er svo lítt reynt. Bráðapestin er svo mikill vogestur og liefur gert svo mikið tjón eignum manna, að sá er fyndi eitt- hvert meðal til að stemma að einhverju leyti stigu fyrir henni ætti mikla sæmd skilið. Yér getum hvort sem er varla búizt við að fá óbrigðult varnarmeðal gegn henni, hvorki frá honum né öðrum. Húnavatnssýslu vestanverðri 24. okt: „Fiskafii er ágætur á Hrútafirði og hefur verið góður á Miðfirði, en liorfinn nú að mestu, að minnsta kosti á sjálfum firðinum. Á Heggstaðanesi eru komnír 8—12 hundraða hlutir af allvænum fiski og er það mikið á hálfum mánuði, eink- um þá er þess er gætt, í hve aumu ástandi allur útvegur var eptir því nær 10 ára hvíld. Tíðin ágæt til lands og sjávar. Þeir sem í gamla daga stunduðu fiskveiði hér við firðina, muna ekki eptir jafnmikl- um gæftum: enginn landlegudagur það sem af er haustvertíðinni. Heyskapur í sumar mun víðast hafa orðið allgóður, þótt töður yrði litlar. Verzlunarvandrœði eru hér eins og annarstaðar. Þó hefur fé hvergi hér nær- lendis verið tekið með jafnháu verði sem á Borðeyri hjá E. P. Riis, 14 aurar bezt fyrir kjötpd. en 9—ll1/,, aur. fyrir pd. í lifandi fé, og er þetta verð allrar virðing- ar vert af kaupmanni, sem hæglega gat fengið eins og hann vildi fyrir mikið lægra verð. Þó vil eg ekki neita því, að verð- munurinn er allt of lítill eptir gæðum á lifandi fé; hefði vel mátt vera 8—12x/2 eyri. Af þessum litla verðmun leiðir það líka, að menn hafa rutt öllu sínu versta fé í kaupmanninn og það tjón, sem hann af því bíður, neyðist hann auðvitað til að jafna upp á öðru. Heilsufar er allgott nema hvað þjófn- aður er að stinga sér niður hingað og þangað. Br svo sagt, að ófrómlega hafi kindur markaðar verið í Miðfjarðardölum og mun málarekstur í hönd farandi síðar nánar greindur. Ekki þykir heldur ör- grannt, að óráðvandlega hafi verið farið með nokkuð af hinu selda strandgóssi á Blönduósi en bófarnir enn ekki allskostar uppvísir en í vændum, að sýslumaður láti nú til sín taka. Fleira hefur og kvisazt, sem ekki verður talið að sinni. Peningaleysi er hér nú svo stórkost- legt, að naumast mundu peningar fyrir finnast, hversu vandlega sem leitað væri. Hvað peningaskuldaendurborgunum viðvík- ur mun að nokkru leyti mega segja, að „allir svíki alla“ og þvoi svo samvizkur sínar í getuleysinu“. Yestur-ísalj'arðarssýslu (Dýrafirði) 12. okt.: „Sumarið var hér afarkalt, og gras- vöxtur lítill; einkum voru tún illa sprottin og töðubrestur því mjög tilfinnanlegur. Útheyskapur í meðallagi víðast hvar og nýtíng allgóð. Með nýlundu má telja það, að kona hér í sveitinni, Ingibjörg Priðriksdóttir að nafni ól þríbura. Leið fullur sólar- hringur milli fæðingar 1. og 2. barnsius og lifa þau bæði, en hið 3. fæddist and- vaua. ÖIl börnin ógu við fæðinguna sam- tals 35 merkur. Konan er á góðum batavegi". Pjármarkaði hélt Tryggvi bankastjóri Gunnarsson norður í Þingeyjarsýslu og líklega víðar í f. m. Verð á tvævetrum sauðum var 10—12 kr., á veturgömlum 7—8 kr., kjöt 10, 13 og 15 a. pd., mör 20 a., gærur 23 a. pd. Ycðurátta var mjög köld í sumar í Norðurlaudi eins og annarstaðar. Má telja til marks um það, að 3. júlí króknuðu 10 kindur á Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði í kalsarigningu og 18. september fennti fé sumstaðar í Fnjóskadal. Eptir jafn- dægur, dagana 27.— 28. sept., gerði liret mikið með frosti og fannkoum, og urðu einkum mikil brögð að því í Þingeyjar- sýslu. Fennti þá fjölda fjár einkum í Laxárdal og Mývatnssveit Skúli Thoroddsen sýslumaður, hefur nú tekið við ritstjórn „Þjóðviljans unga“ á ísafirði, og heyrzt hefur, að hann muni ætla að gefa blaðið út hér í Reykjavík eptirleiðis, ef svo fer, að hann verður að sleppa embætti. Fátt hefur enn frétzt um rannsóknina í máli hans, enda kvað henni vera lítt hraðað, því að 20. f. m. eða fullum 7 vikum ept- ir að honum var vikið frá embættinu, var hann fyrst kvaddur fyrir rétt. Mun drátt- ur þessi þó trauðla rannsóknardómaranum að kenna, heldur líklega öllu fremur fyr- irmælum frá „hærri stöðum“. Virðist oss að hr. Tlioroddsen eigi þó sanngjarna heimtingu á, að stjórnin láti hraða rann- sókninni gegn lionum sem mest, þar eð konum er vikið frá embætti að eins „um stundarsakir“. En hver getur sagt við hana: „Hvað gerir þú?“ Hún ein hefur „valdið strangt“. Kaupsijóri Hránufélagsins. Christen Havsteen verzlunarstjóri Gránufélagsins á Oddeyri er sagður orðinn kaupstjóri þess félags í stað Tryggva bankastjóra, og kvað hann ætla að sigla til Hafnar að vori. Skáldið séra Matthías Jochumsson hefur fengið tilboð um að sækja heims- sýninguna í Chicago að sumri, sem kjör- inu fulltrúi fyrir ísland á nokkurs konar alþjóðlegum þjóðsagnafundij (Folklore Con- gress), er þá verður haldinn í Chicago. Velur forstöðunefnd fundar þessa fulltrúa úr öllum löndum, en ætlazt er til, að þeir sjálfir íeggi fé til fararinnar. Er séra Matthíasi sýnd allmikil sæmd með vali þessu, en því miður mun haun ekki fá- tæktar vegna eiga kost á að ráðast í för þessa og er það illa farið, því að hann er manna bezt fallinn til að koma fram sem fulltrúi lands vors við jafnþýðingar- mikið og veglegt tækifæri. Oss virðist, að landsstjórnin ætti að klutast eitthvað til um þetta. Það væri sómastryk. Prestvígsla. 30. f. m. var prestaskóla- kandídat Oísli Jónsson vígður prestur til Meðallandsþinga, er honum voru veitt 25. s. m., samkvæmt yfirlýsingu sóknarnefndar. Prófastur í Dalasýslu er skipaður séra Ólafur Ólafsson á Brunná, er þar kefur verið settur prófastur um hrið. Fiskisamþykktarbrcyting. Á fundi, er sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu hélt í Hafnarfirði í gær var gerð sú breyt- ing á núgildandi fiskisamþykkt, að lóða- órúkun skyldi öllum heimil og engum tak- mörkum bundin. Hinsvegar var ekki að þessu sinni breytt tímaákvæðinu um neta- lagningu. Almennur fundur greiðir síðar atkvæði um þetta nýja frumvarp sýsiu- nefndarinnar. Nýupptekið fjárinark Arinbjaruar ÓlafBSonar í Tjarnarkoti í Njarðvíkum: Stýfður helmingur aptan bæði og biti framan bæði. 682 UNTýprentaður leiðarvísir til lífsábyrgð- ar fæst nú ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. Jónassen, sem einnig gefur allar nauðsynlegar upplýsingar um lífsábyrgð.tsas

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.