Þjóðólfur - 25.11.1892, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.11.1892, Blaðsíða 2
214 um fásinnu stjúrnarinnar. Þykir mikið koma til þess, sem hann segir, enda er það jafnan gott, sem gamlir kveða, og ekki síst, þar sem það er B. gamli. Svíþjóð og- Noregur. Anna Charlotta Leffler er dáin. Hún var skáld gott og kunn um öll Norðurlönd og víðar. — Sig- urður souur Hinriks Ibsen og Bergljót dóttir Björnstjerne Björnsons eru gipt. Ibseu hefur ritað nýtt leikrit. Það kom til Hafnar fyrir fám dögum, og á að prenta það hér, en fáir eða engir vita enn um efni þess. Danmörk. Hér gerist fátt sögulegt, nema sjálfsmorðin. Á fám dögum hafa milli 10 og 20 manns ráðið sér baua með ýmsu móti, og auk þess hefur mörgum mistekizt. Fuílur helmingur er kvennfólk. Það er víst að 5 eða 6 hafa gert það sökum þess, að þær hafa lent í höndum flagara eins, er Sauvlet lieitir. Hann hafði á skömmum tíma tælt um hundrað heiðarlegar stúikur. Nú situr hann fastur og bíður dóms. Ameríka. 21. október var haldin risuhátíð sýuingarhúsanna í Chicago, voru þar viðstaddar 90,000 manna og var mik- ið um dýrðir. Ameríkumenn hafa og haklið hátíð í minniiigu Kolumbusar með mikilli viðhöfn. Undirróðurinu undir forsetakosninguna hefur verið sóttur nokkru linar en við var búizt og hefur allt farið fram með spekt og ró. Yiðauki. (Eptir „Times" 10. 1>. m.). Forsetakosningin í Bandaríkjunum fór svo, að „demókratar11 báru glæsilegan sigur úr býtum. Fékk forsetaefni jþeirra Cleveland 273 atkvæði kjör- nefndarinnar og er því orðinn forseti Bandaríkj- anna annað sinn en varaforsetiinn heitir Stevenson. Harrison, hinn fyrv. forseti fékk 145 atkvæði og Weawer hershöfðingi, forsetaefni bændasambandsins eða lýðílokksinB 26 atkvæði. í kjörnefndinni (Elee- toral College) eiga sæti 444 kosnir fnlltrúar úr öllum Baudaríkjunum. Hinn mikli ósigur „repú- blikana“ við þessa kosniugu stafar einkum af 6- vildiuni gegn tollögum Me Kinley’s, sem nýja stjórn- in nemur auðvitað úr gildi sem allrafyrst. Forseti ráðaneytisins á Ungverjalandi Szapary hefur sagt af sér ásamt öllu ráðaneytinu og keis- arinn þegar tekinn að mynda annað í stað þess, en því makki ekki lokið. Szapary var lítt vinsæll. Óaldarmönnum er kennt um voðalega spreng- ingu, er framin var i París 8. þ. m. Kvað þar hafa verið ljótt um að litast, því að kjötflyksurnar úr líkunum héngu t. d. hingað og þangað á veggj- unum, og einn lögregluþjónn hné niður við þá sjón og var þegar örendur. Þetta nýja illræði hefur vakið mikinn óhug meðal borgarbúa og ásaka stjórnina um ónytjungsskap. Yar skorað á Loubet ráðaneytisforseta að segja af sér, en sú uppástunga var felld á þinginu. Dáinn er (auk hinna áðurtöidu) merkur þýzkur sagnfræðingur Maurenbrecker í Leipzig. Póstskipid „Laura“ kom í gærkveldi. Með því komu Chr. Zimsen fyr kaupm., Paterson konsúll, Toríi Bjarnason frá Olafsdai og Ásmundur Sveinsson. Sala á íslenzka fénu á Englandi hefur gengið illa. Vænstu sauðir selst á 14—15 kr. að meðal- tali. Heiðursmerki. Eelgi Eálfdanaraon lektor r. af dbr. er orðinn dannebrogsmaður. Amtmannsembættið enn óveitt. Bæjanöfn á íslandi. Þar sem ótal örnefni í öðrum löndum eru ýmist orð, sem enginn skilur, eða afbakanir og nýsmiði, eru einungis örfá keiti, eiginuöfn og örnefni á voru landi, sem vér ekki vitum uppruna til eða hvað þýói, svo sem eru keltnesku(?) orðiu: Dimon, Bjóla, Bjálmholt, Bjalli, Esja(?) o. fl. Þegar nú talin eru og skoðuð keiti og samnefni bæja eptir hinu prent- aða „Bæjataii á íslaudi"' eptir V. Finsen, gegnir furðu, hve landnámsmönnum og öðrum frumbyggj- um jarða hefur borið saman í því að gefa bæjum nöfn eptir einföldustu landsdeilum — ef þeir þá ekki annaðhvort létu tilviljanir ráða nöfnum, t. d. Öxará, Skálabrekka, Reyðarvatn, Faxaós, eða kenndu staðina við sjálfa sig eða létu kenna. Eg hef talið saman ýms hin helztu samnefni bæja þeirra, sem kenndir eru við landadeili eða einkunnir náttúr- unnar, svo og sumra þeirra, sem við dýr, fugla og fiska eru kennd, en þó einungis þau heiti, sem svo byrja, því fjöldi bæjanafna byrja á mannanöfnum og enda á náttúruheitum. Langflestir mannanafna- bæir enda þó á ,,-staðir“, og staðir eöa staður keita flestir bæir á landinu, en tómur Staður hétu þó færri bæir áður en nú. Hófst sá siður á 13. öld að nefna kirkjustaði (o: staði, sem kirkjur áttu) staði; breyttust þá stundum nöfnin: Breiðaból varð Breiðabólstaður eða tómur Staður, Melur hét Mel- staður, Bem helzt enn, Oddi, Oddastaður o. s. frv. Næst „stöðum“ og mannkenndum bæjanöfnum, eru þeir bæir flestir, sem kenndir eru við hola (eða hvol), hér um bil 100, og jafnmargir eða fleiri við skóg, við hrís eða hoW; við livamm eru um 50 kenndir, og við hraun jafnmargir. Bakki heita 68 og Brekka 66. Við hamar, björg, hellu, liéllna, hella, fell og fjall, þúfu, steina, mýri, höfða, sker og þvílik einkenni eru fjöldamargir bæir kenndir; við dal yfir 40, við gröf 30, við tungu 30, við hlíð 30, við skarð (skörð) 25, við garð, garða, gerði nál. 60, við gil 40, við borgir 36, við foss 30, við mél 26, við grund 30. Eof heita um 40, og við kirkjur eru jafnmargir bæir kenndir. Við sel og seli eru 50 kenndir, við ár ótal; Þverá heita um 30; við heiði eru 17 kenndir, við krók enn fleiri; við laugar 27 og við reyk 45; við vatn 55. Við lirafna eru 20 kenndir, við erni 44, við vali og hauka 22, við álptir (svani) 16, við sauðfé 70, við naut 20, við svín, sýr, gélti, grísi um 30, við geitfé, hafra, kið um 30; við birni (eða Björn), beru, birnu 20 —30; við akra yfir 20, við haga 20, við korn 3; við viðartegundir: víði, ösp, greni, furu og rcyni eru og fleiri eða færri bæir kenndir. Við sóleyjar, fífil, fífu, stör, mosa, torf o. fl. eru bæir kenndir. Hér að auki eru ótaldir allir hólar, lækir, holt, ár, gil, vötn, fell, skógar, kamrar, mýrar, hvammar, dalir, hálsar, víkur, Btaðir, og strendur, sem kennt er við menn eða önnur heiti og örnefni, t. d. Reykjakólar, Varmilækur, Steinsholt, Kornsá, Hauka- gil, Elliðavatn, Mosfell, Þykkviskógur, Valsham- ar, Þóreyjarnúpur, Fornihvammur, Haukadalur, Fremriháls, Reykjavík, Orrustuhóll, Æsustaðir, Kotströnd, o. s. frv. Af goðanöfnum í heitum ber langmest á Þórs- nafni (Þórsnes, Þórshöfn, Þórsmörk), en af því að (jöldi mannanafna byrjaði í fornöld (og byrjar enn) á Þór, byrja eigi færri bæjanöfn á land- *) Holt þýddi fyr meir = skógarhæð, á þýzku Holz, Bbr. „Opt er í holti heyrandi nærri“. inu á Þór en 80. Við Óðinn er enginn bær kennd- ur og fá örnefni, en stöku keiti eru kennd við Frey (Freyshólar) eða Njörð (Njarðvik). Ýmsir bæir heita nú öðrum nöfnum, eða þá styttum eða breyttum, en þeir hétu á sagnaöldinni^ t. d. Reykjavik hét Reykjarvík, Reykhólar Rcykja- hólar, Bær Saurbær, Skógar Þorskafjarðarskógar, Staðir, eins og fyr segir, o. s. frv., Reynistaður, t. d. Staður i Reynisnesi, Grónes hét Grenitrésnes. Bæir hafa og víða týnzt með nöfnunum, svo sem OBsabær i Njálu og bær Starkaðar „undir Þríhyrn- ingi“. Hvað breytingar nafna snertir, eru þær skemmtilegt efni fyrir fróða og skarpa menn, eins og þeir dr. Björn M. Ólsen (Undornfell) og séra Eggert Ó. Brím (Eið) hafa sýnt. Hvað mig snert- ir, eru enn nökkur bæjanöfn og heiti á landinu, sem mér eru óljós. Upsaströnd hugði eg fyrst að kennd hefði verið við upsa (fisk, er svo lieitír), en Einar Ásmundsson benti mér á bæjarnaínið Upsir, og að nafnið þýddi stöllótta hlíð eða hamraströnd. Bæjarnafnið Vaglir er mér óljóst, Hesjuvellir, (Esja), Kvesta, Kota Hemla, Sneis, Snússa o. fl., auk hiuna keltnesku heita. Hvað er Rangá? og hvað þýðir Kolka (áin)? hvað Skrauma? Hvað þýðir G!áma (jökullinn)? Munaðarnes (-tunga, -hóll)? Iíúðá? Mpnvatn? Ámá? Bár? Býla? Erta? Eyma? Flassi? Glora? o. fl. Það er ekki nóg að segja, að Vaglir sé = hjallar eða sillur (sbr. Upsir), Kvesta sé = hvylft eða gjögur milli hamra, Keta sé = ketill, þ. e. dæld eða djúp laut; eða að skýra Bangá sem = bugða, og komið af rang (röng), tré, sem er bogið. Annars er bugða nafn á á. Kolka rennur úr Kolbeinsdal, og mætti nafn- ið koma af því. Gláma er, ef til vill, eldra jökul- nafn og tröllkynjað eða úr hjátrúarsögum, sbr. Glám- ur og Glaumur, það sem gefur glýju og glámsýni. Kannske einhver vildi taka hér við, sem betri hefur tíma og tæki? Matth. Jochumsson. Sjálfseyöing. [Tekið að nokkru leyti úr ritgerð eptir þýzkt skáld Alfred Meissner, f 1885]. (Niíurl). Ef vér rennum augunum yfir bókmenntasögu heimsins síðastliðin 100 ár, munum vér fljótt veita því eptirtekt, að flest stórskáld á þessum tíma liafa látizt fyrir innan flmmtugt, mörg á fertugsaldri og nokkur á þrítugsaldri. Sakir rúmsius í blaðinu getum vér ekki rökstutt þetta með dæmum. Það yrði oflöng nafnarolla, er enginn hefði skemmtun af að lesa, nema þeir einir, sem þessu eru kunnugir. Vér vitum reyndar fullvel, að allmörg stórskáld hafa komizt yfir fimmtugt og nokkur yfir sextugt en þau eru tiltölulega fá í saman- burði viðhin, er látizt hafa innan þess ald- urs. Goethe, Rúckert, Uhland, Tegnér, Rune- berg, Turgenjew, Longfellow, Yictor Hugo og enda dönsku skáldin Oehlenschlager, Ingemann, Hauch, Chr. Winther, Fr. Palu- dan-Múller og Grundtvig verða víst jafn- an talin stórskáld. Þessir alllir komust

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.