Þjóðólfur - 25.11.1892, Blaðsíða 4
216
margir dóu af afleiðingum drykkjuskaparinB, sumir
dóu af slysfórum, er drykkjuskapurinn var valdur
að, og einn varð morðingi. Einu sinni, þá er eg
blaðaði í minnisbók minni og íhugaði allt þetta,
fékk þetta sorglega ástand mér svo mikila, að
eg ásetti mér að halda ekki einum degi lengur
áfram þeirri atvinnu, er hafði komið svo mikilli
óhamingju til leiðar hjá náungum mínum.
Ætli það væri ekki gott, ef að allir, sem verzla
með áfenga drykki, gæfi sér tómstundir til að hug-
leiða, hvað hlýzt af þessari vínsölu, bæði fyrir
sjálfa þá og aðra. [Snúið úr þýzku dagblaði
„Neue Freie Presse“ í Vínarborg].
Brunabótafélagiö
„Commercial Union“
tekur í eldsvoða-ábyrgð liús, bæi, bús'
gögn alls konar, bækur, yörubirgðir,
skeimur og liey o. fl. o. fl., fyrir lœgsta
ábyrgðargjald, sem tekið er hér á landi.
Umboðsmaður fyrir allt ísland er
Sigkvatur Bjarnason,
606 bankabókari í Eeykjavík.
Aöalfundur í stúdentafélaginu
annaðkveld kl. Q1^. Lagðir fram reikn-
ingar félagsins og kosin ný stjórn. Áríð-
andi að allir mæti. 607
Fjármark Kristins Jónssonar á Önd-
verðarnesi í Grímsnesi er: sneitt fr. hægra,
sýlt vinstra. 608
Ntí komið með „Lauru“
til verzlunar E. Felixsonar:
Epli. Appelsinur.
Vínber. Perur.
Kartöplur ágætar.
Brama-Iífs-elixír. Kína-lífs-elixír
og margt fleira. 609
Híö konunglega octr. almenna
brunabótafélag í Kaupmannahöfn
tekur í ábyrgð kús, kæi, liús- og kús-
gögn, vélar, allskonar verzlunarvörur,
key og skepnur mót ódýru ábyrgðar-
gjaldi (præmie) hvar sem vera skal um
allt land.
Menn snúi sér til
verzlunar J. P. T. Bryde
6io í Beylcjavík.
Tvær skólaskýrslur (frá Bessastöðum
1841—42 og Reykjavík 1847—48) verða
keyptar háu verði á skrifstofu „Þjóðólfs“.
Monn verQa illi-
lega A tálar dregnir,
er menn kaupa sér Kína-Lífs-Elixir og
sú verður raunin á, að það er ekki hinn
ekta Elíxír, heldur léleg eptirstæling.
Þar eð eg hef fengið vitneskju um,
að á íslandi er haft á boðstólum ónytju-
lyf á sams konar flöskum og með sama
einkennismiða og ekta Kína-Lífs-Elixír,
og er hvorttveggja gert svo nauðálíkt, að
eigi verður séð, að það sé falsað, nema með
mjög granngœfilegri athygli, þá er það
skylda mín, að vara kaupendur mjög alvar-
lega við þessari lélegu eptirstœling, sem
eigi kemst í nokkurn samjöfnuð við hinn
álkunna ekta Kína-Lífs-Elixír frá Válde-
mar Petersen, Friðrikshöfn, Danmörk, er
bæði læknar og þeir sem reyna hann
meta svo mikils. Gœtið því fyrir allan
mun nákvœmlega að því, er þér viljið fá
hinn eina ekta Kína-Lífs-Elixír, að á
einkunnarmiðanum stendur verzlunarhúsið:
Valdemar Petersen, Frederikshavn, Dan-
mark, og V'FP' í grænu lakki á hverjum
flöskustút.
Valdcmar Petcrscn,
Frederikshavn, Danmark,
sá, er býr til hinn elita.
Kína-Lífs-Elixir. 612
Næsta klað (aukablað) kemur út
mánudaginn 28. þ. m.
Eigandi og ábyrgóarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Félagsprentsmiðjan.
annað upp úr því, en að þú eignist bláfátækan mann.
Þetta er yfir höfuð ekki þess vert, að við eyðum fleir-
um orðum um það“.
„Aumingja maðurinn er þar að anki svo grunn-
hygginn“, mælti Helena, „það er eins og hann haldi, að
þetta hafl alls enga þýðingu“.
„Það er bezt að þú skrifir honum í skyndi, svo að
hann sjái svart á hvítu. að honum skjátlast þar“.
Helena tók nú ilmsætan, rósrauðan pappír og skrif-
aði með hinni fögru rithönd sinni, er unnusti hennar
hafði svo opt dáðst, að, svo látandi bréf:
„Bezti herra Bronson!
Það hryggir mig mjög bæði vegna mín og yðar að
frétta ógæfu þá, er þér hafið orðið fyrir. Eg hef sýnt
henni mömmu bréf yðar og hún álítur, að það væri á-
kaflega óhyggilegt, að við, eins og nú á stendur, hugs-
uðum frekar um þennan fyrirhugaða ráðahag, og þó að
mér sé það auðvitað þvert um geð, þá hlýt eg þó að
vera á sama máli og hún. Tilfinningar mínar og lífs-
venjur gera mig alveg óhæfa til að eignast félausan
mann, mann, sem yrði að vinna fyrir lífinu.
Eg er viss um að þér fallizt á það, að slíkum
manni yrði eg einungis til byrði í lífinu, en virðingu og
vináttu mun eg ávallt sýna yður.
Helena Carleton11.
Vér vlljum ekki reyna til að Iýsa tilfinningum
Richards, þá er hann las þetta ónotalega, tilfinningar-
lausa bréf; en að nokkrum árum liðnum, þá er hann
var kvongaður og sat hjá konu sinni, þeirri konu, er
sakir gæzku sinnar og göfuglyndis varð honum ávallt
kærari eptir því sem árin færðust yfir þau og hann
þekkti hana betur, þá var honum það fullljóst, að þessi
atburður var meiri heppni fyrir hann en allt annað, er
honum hafði að höndum borið.
Ungfrú Helena litaðist um eptir auðugum manni,
en það vildi ekki ganga greitt að klófesta neinn. Þá
er fegurðin, er var hennar eina skraut, hvarf með ár-
unum, hættu menn að líta við henni, og nú var það
almæli, að hún myndi ekki einungis gera sig ánægða
með fátækan, keiðarlegan mann, heldur jafnvel með
hvern sem væri.