Þjóðólfur


Þjóðólfur - 09.12.1892, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 09.12.1892, Qupperneq 2
226 fellt undan, nema inngang sögunnar, sem oss hefði þótt réttara, að hann hefði látið fylgja með, enda þótt ekki sé sérlega mikið á honum að græða. Haggard setur þar fram hugleiðingar sínar um fornsögur vor- ar, og er hann hrifinn af þeim. Það yrði oflangt mál að rekja hér þráðinn í skáldsögu þessari eða skýra greinilega frá aðalinnihaldi hennar, en af því að dr. Jón Stefánsson hefur í bók- menntaritgerðinni nafnkunnu í Skírni síð- ast (bls. 61—62) skýrt svo herfilega rangt frá efni hennar, getum vér ekki stillt oss um að fara um það nokkrum orðum. Sagan er látin fara fram á íslandi á 10. öld, en að nokkru leyti gerist hún á Orkneyjum og Englandi. Aðalhetjan Ei- ríkur fráneygi, sonur Þorgríms járnfótar, er fæddur og uppalinn á Suðurlandi (Eang- árvöllum). Hann var manna vænstur og sterkastur. Ásmundur goði á Meðalhofi, „manna spakastur að viti og auðugastur á öllu Suðurlandi", átti dætur tvær, aðra skil- getna, Guðrúnu að nafni (í enskunni Gud- ruda, Guðríður?), en hina óskilgetna, Svanhildi að nafni, með finnskri seiðkonu. Báðar systurnar voru allra kvenna fríð- astar sýnum, en Svanhildur sór sig í ætt- ina. Hún var fjölkunnug og grimmúðug í skapi og Iagði hatur mikið á systur sína, sakir þess, að þau Eiríkur unnust, en Svanhildur vildi vera ein um hituna, því að hún unni Eiríki mjög, og reyndi á allan hátt að ná ástum hans, en árangurs- laust. Af þessu gerist saga Eiriks. Hann verður útlagi fyrir vígasakir og fer utan til Englands og Orkneyja. í Orkneyjum kemst hann í kynni við Atla jarl, er þá var kvæntur Svanhildi. En svo fer að lokum, að Eiríkur vegur jarl, og verður það af völdurn Svanhildar, en eptir það snýst Eiríki flest til ógæfu. Einn maður, sem kemur mikið við þessa sögu, er Óspakur nokkur, að auknefni „svartatönn“ (blátönn), maður hamramur, svartur útlits og illmannlegur. Vildi hann fá Guðrúnar, en það gekk lengi tregt, þangað til lognar fregnir bárust hingað til lands um ótryggð Eiríks og samlag lians við Svanhildi, er hún var gipt Atla jarli. Var þá komið svo langt, að Guðrún sett- ist á brúðarbekk hjá Óspaki, en þá er veizlan stóð sem hæst, kom Eiríkur í opna skjöldu, og varð þá bardagi í veizluskál- anum og drap Eiríkur Óspak. Eptir það hafðist hann við í helli nokkrum (í Mos- felli), kvæntist þó Guðrúnu og ætlaði að sigla af landi burt með hana, en fyrstu nóttina, er þau gengu í eina sæng, lét Svanhildur (er þá var komin út hingað) Qissur son Óspaks myrða hana sofandi í sænginni og litlu síð- ar féll Eiríkur í bardaga og þar lézt Gissur einnig, en Svanhildur lét taka lík Eiríks og allra þeirra, er þar féllu, og bera á knör einn mikinn, er hún átti, Að því búnu vatt hún upp segl og steig á skip ein saman, hjó í sundur akkerisstrengina og sigldi á haf út. Stóð hún þar i stafni, klædd purpurakápu og söng inndæla, hugfangandi töfra- söngva. Og svo hvarf allt út í njyrkrið og hefur ekki sézt síðan. Hér er vitanlega mjög fljótt og ófullkomlega yfir sögu farið, en ekki höfum vér raskað efninu eða haft hausavíxl á persónum og öllum örnefnum eins og dr. Jón gerir í sinu ágripi. Til dæmis um mishermi hans og vitleysur skulurn vér geta þess, að hann kallar Ásmund goða á Meðalhoíi Þorgrím og segir, að bóndasonur fátækur hafi beðið hinnar skilgetnu dóttur hans (o: Guðrúnar), en nefnir ekki, að það hafi verið sjálf aðalhetja sögunnar, Eiríkur. Þessi bóndasonur kemur hjá honum eins og skratt- inn úr sauðarleggnum. Óspak kallar hann Þorgils ríka!! og þar sem í sögunni er talað um Gullfoss og Mosfell setur doktorinn í þess stað Skjáifanda- foss!! og Ármannsfell!! En það er ekki þar með búið. Játmundur (Edmund) konungur í sögunni verður að Aðalsteini hjá doktornum, og svo klykk- ir hann út með því, að æfi bóndasonar (nfl. Eiríks) hafi lokið eins og Grettis. Hann hafi þjáðzt af hnémeini!!, fóstbróðir hans hafi „setið dapur daga langa dauðvona bróður hjá“ og gleymt að gæta einstigisins og svo hafi Þorgils ríki (o: Óspakur) ráðið þeim bana. Allt saman tðm endilcysa eptir samanburði við söguna. Eiríkur fékk sár á öxlina við hálsinn og það var algróið, er hann féll. Áttu þeir félagar (hann og Skallagrimur) snarpan bar- daga i einstiginu við Gissur og hans menn og féllu þar eptir drengilega vörn. Og ekki stóð heldur Óspakur, er doktorinn nefnir Þorgils ríka, yfir höfuðsvörðum Eiríks, því að hann var þá dauður. Eiríkur óg hann í veizluskálanum, eins og áður er sagt. Oss er alveg óskiljanlegt, livernig doktorinn hefur farið að snúa þessu öllu svona upp á endann. Dönsku þýðingunni ber alveg saman við enska frumritið, sem vér höfum, en ekki saman við dokt- orinn, enda mun sú „Eiríks saga“, er hann hefur tekið ágrip af í Skirni, alls ekki til. Er þessi rangfærsla þá sprottin af eintómu misminni dokt- orsins eða af öðru lakara, t. d. algerðu hirðuleysi eða hjárænuskap? Það er alls ekki leyfilegt, enda þótt um skáldsögur sé að ræða, að skýra svo frá efni þeirra, að allt standi á apturfótunum. Þetta efniságrip dr. Jðns af sögu þessari er svo undur- hroðvirknislegt, að höf. sjálfum er ekki unnt að mæla þvi bót á nokkurn hátt, þótt hann gæti var- ið allt annað í ritgerð sinni, sem vér nefndum rugl. Vér gátum ekki minnst á þetta, er vér skráðum ritdóminn, af þvi að vér höfðum þá ekki lesið þessa sögu Haggards, en vér hyggjum, að eptir þetta sé alveg óhætt að nefna ritgerðina í Skírni „bók- menntalegt axarskapt11, og þykir oss það þó leitt höfundarins vegna. En það er ekki hægt annað, því að vér erurn sannfærðir um, að enginn nema höf. sjálfur treystir sér til að verja ritgerðina i heild sinni með góðri samvizku, nema hann vilji verða sér til minnkunar fyrir fáfræði og skilnings- sljóleik. Um sögu Haggards er i stuttu máli það að segja, að henni er allmjög ábótavant, ef vér metum hana stranglega í samanburði við sögur vorar. Eirikur er raunar svipaður Gretti og Gísla, og Svanhildur að nokkru leyti ekki ósvipuð Guðrúnu Gjúka- dóttur og Brynhildi, en hið yfirnáttúrlega (töfrar og fyrirburðir) ræður svo miklu og er svo nátvinn- að saman við allt efni sögunnar, að verulegur sam- anburður á persónum hennar við sannsögulegar norrænar persónur getur ekki komizt að. Haggard hættir við þvi, eins og fleiri útlendingum, sem hafa tekið sér yrkisefni af sögum vorum, að blanda of- mörgu saman og leggja mesta áherzlu á hið dular- fulla kyngiaíi, sem athafnir persónanna stjórnast af. Skáldsögurnar geta að vísu á þennan hátt orðið skemmtilegar til lesturs, en sem „historiskar“ skáldsögur hafa þær enga þýðingu. Sum nöfn i sögunni eru og dálitið annarleg og ekki þykir oss fagurt auknefnið „lambsdindill“ (lambstail11) á Skalla- grími félaga Eiriks. En það eru smámunir. Sag- an or einkar skemmtilega rituð með miklu fjöri og verulega skáldlegum tilþrifum hingað og þangað, er hlýtur að halda eptirtekt lesarans vakandi. Prá þvi sjónarmiði sem skemmtisaga er hún ágæt. Það þarf ekki að fletta mörgum blöðutn í henni til að sjá, að höfundurinn er skáld. Danska þýðingin af henni mun fást hér í bókaverzlunum. Horðurmúlasýslu 30. okt.: „Sumarið var svo erfitt sökum grasbrests og óþurka, að elztu menn muna ekki annað oins. í 18. viku sumars þornaði til og máttu heita viðunandi þorrar úr því, það sem eptir var sláttarins. Náðu því flestir seinni heyfeng sínum betur hirt; um entöðunni. Hausttíð- in dágóð til 26. þ. m., þá brá úr Btillum í norð- austanátt. Síðastliðna 3 daga norðaustan kafald, svo orðið er slæmt til jarðar. Þykir veturinn heilsa hranalega. Sig. Johansen kaupm. á Seyðisfirði keypti í haust e. 1900 sauðkindur; gaf 13 kr. fyrir beztu sauði. Pöntunarfélag Fljótsdalshéraös sendi út 4600 sauði. Kvað Ooghill það hinn bezta fjárfarm, er út hefði sendur verið á þessu ári. Aðalfundur þessa pöntunarfélags var haldinn á Ormarsstöðum í Eell- um 25. þ. m. Á fundinum voru rædd venjuleg.fé- lagsmál, og auk þess talað um húsakaup fyrir fé- lagið. Úrskurðað var, að kaupa 2 hús af norsku síldveiðafélagi, fyrir utan hús 0. Wathnes með lóð umhverfis og nótabrúki, sem fylgdi með í kaupinu, og ýmisl. fl. fyrir 4500 kr* Húsin liggja vel við verzlun á sjó; þar er aðdjúpt og örstutta bryggju þarf, til þess að stórskip geti lagzt að henni. Get- ur það orðið stór hagur, bæði með uppskipun á vörum og útskipun á fé. 1 ráði er að fá upp nýtt hús frá Noregi fyrir krambúð, en hafa þessi hús einungis fyrir pakkhús, og selja gömlu krambúðina. Einnig er talað um, að flytja slátrið úr gamla pakkhúsinu út eptir og slá upp kolaskúr úr því. Þegar þetta er komið í kring, verður félagið orðið vel byrgt að húsum. Jökuldælir, Pjallamonu og Vopnfirðingar hafa að undanförnu verið að koma upp pöntunarfélagi, en eru nú hættir við sérstakt félag, og komnir í samband við pöntunarfélag Pljóts- dalshéraðs þannig: þeir heyra undir íélagsstjórnina, panta vörur sínar gegnum félagið, vilja þó helzt fá þær sendar beint frá L. Zöllner til Vopnafjarð- ar, og ætla að útbýta þeim þar. Mælt er að prófasti séra Sigurði Gunnarssyni á *) Llklegt þykir, a& selja megi nótabrúkið, 2 báta, 3 nótir, ein 120 fa&ma löng, fyrir 3000 kr. og eru þá húsin ódýr fyrir 1500 kr.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.