Þjóðólfur - 16.12.1892, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.12.1892, Blaðsíða 3
231 á brýn hlutdrægni í þessu máli. Hauu veit hvað hann syngur, karlinn sá. En umfram allt, trúið ekki eins og nýju neti öllu, sem „ferðaagentarnir" segja ykkur. Þeir geta rauuar verið góðir drengir þrátt fyrir allt, en þeir eru agentar, sem hafa land í Ameríku á boðstóluui fyrir húsbónda sinn, Kanadastjórn, og það er talinn „lak- ur kaupmaður sem lastar sína vöru“. Gætið að því. Að endingu skulum vér geta þess, að á skrifstofu blaðsins verður þakksamlega tekið á móti athugasemdum og leiðrétting- um við „Hagskýrslurnar“ frá nafngreind- um, kunnugum mönnum, en ekki birturn vér nöfn heimildarmauna vorra, nema nauð- syn krefji. Til veraldar-sýningarinnar í Chicago, ódýr skemmtiferö beina leið. Undirskrifaður ætlar að senda gufu- skip að vori beina leið frá íslandi yfir Atlautshaf, og upp eptir St. Lawrence- fljóti og stöðuvatnaleiðina alla leið til Chicago, svo framarlega að nógu margir áskrifendur fáist til ferðarinnar. Svo er ráð fyrir gert, að skipið fari héðau að austan og norður og vestur um land um miðjan raaímánuð, til þess að taka þar farþega, svo framarlega sem hafís eigi bannar þá leið, og leggi síðast vestur frá Beykjavík. Fargjald mun verða fram og aptur alla leið á káetuplássi um 200 kr. Fæðispeningar 2—3 krónnr um dag- inn. í Chicago verður staðið við í hér um bil 14 daga. Öll ferðin fram og aptur mun vara um 6 vikur. Þeir sem vilja sæta þessu tilboði, gerí svo vel og snúi sér bréflega eða muunlega til undirskrifaðs, er býr í vetur í Frede- riksbirggade 41 1. Kjöbenhavn K. Seyðisfirði 20. okt. 1892. 0. Watlme. * * * Ofanritaða auglýsingu, sein er birt í 29. tölubl. „Austra“ 28. okt. þ. á. höfum vér samkvæmt tilmælum tekið í blaðið. Fargjaldið hjá hr. Wathne er mjög lágt, og á hann allar þakkir skilið fyrir tilboð sitt. Værí óskandi, að svo margir landar vorir notuðu þetta tækifæri, að hr. Wathne sæi sér fært að takast ferðina á hend- ur, eri þvi miður eru litlar líkur til að svo verði, því að fáir eru svo efnum búnir, að þeir geti varið 6—700 krónum til að skemmta sér um aðalbjargræðistím- ann, en öllu rninna mundi ferðin varla kosta, þrátt fyrir hlunnindi þau, er „Austri“ segir, að hr. Wathne bjóði farþeguuum: að þeir gætu sofið á skipinu á nóttunni, meðan staðið verður við í Chicago, er auð- vitað munar miklu, þar eð húsaleiga verð- ur eflaust afardýr í borginni um það leyti. Svo ber og þess að gæta, að þótt nokkrir landar vorir gætu sér að meiualausu lagt í þennau kostnað, munu einmitt þeir hin- ir sömu hafa minnstan áhuga á því og telja víst krónum sínum betur varið á annan hátt. En meira en meðal-minnkun má það heita, ef enginn ísleudingur héðan að heiman sækir sýninguna, og eins og vér höfum áður drepið á hér í blaðinu, finnst oss að stjórnin ætíi einmitt að hlut- ast til um, að eiuhver fulltrúi mætti þar fyrir fslands hönd, og þá einkum sá eini íslendingur (séra Matth. Jochumsson) sem fengið hefur tilboð þaðan að vestan um að sækja sýninguna. Lausn frá embætti. Fyrv. prófastur séra Ðaníel Halldörsson á Hólmuin hef- ur fengið lausn frá prestskap frá næst- komaudi fardögum. Hann er nú elztur þjónandi presta álandinu (f. 1820, prest- vígður á páskadaginn 1843). Laust brauð. Hölmar í Reyðarfirði. Metið 1-937 kr. 81 eyri. Uppgjafaprestur- iun nýtur eptirlauna, er af þessu brauði verða 737 kr. 81 eyrir samkv. 6. gr. í eptirlaunalögum presta 27. febr. 1880. Auglýst 10. þ. m. Brauðið veitist af kou- ungi. t Sigurður bóndi íslcifsson á Barkarstöðum. Eg þokkti lund með laufa grænna fjöld, hans limar gnæfðu björt við hiinin-tjöld; hann óx á skauti íslands heiðu fjalla. Og blómin ungu uxu í skjóli hans, og árdagssólin skreytti goisla-kranz hinn fagra lundinn æfidaga alla. Svo komu jel og hret og æfihaust, sem hrjáðu lundinn, stormur áfram brauzt, sem vildi leggja lundinn fagra að velli. En fast hann stóð, þó stormar sveigðu grein, hann studdi jafnan máttarsúla ein: guðs máttarhönd, og hárri náði’ hann elli. En þegar geisar hríðin vetrar hörð, eg heyri, að hann fallinn sé að jörð, og hrimdögg tára hylji blómin ungu. Já, þetta er sagan, elzt sem aldrei fær: hve yndislog og traust sem björkin grær, hún fellur loks und elli-oki þungu, Og þessi lundur, einmitt er það sá, sem engill dauðans hreif nú burt oss frá. Hann ægishjálm of hérað sitt bar lengi; hann átti sterka, hroina hetju-sál, og hjarta viðkvæmt, en þó traust sem stál.— Hans andlát vora hrífur hjarta-strengi. Hann skeytti ekki’ um heimsins hleypidóm, sem heimska fannst hans anda vera tóm; hitt var hans takmark: trúna sönnu að geyma; hún var sú sól, er bliki á veg hans brá; — ei betri stoð mun nokkur maður fá, er örlaganna straumar taka að streyma. Þó fallinn viti’ eg vera nú að grund, hann vin minn, forna BnrlcarstaðaAund, eg veit hann grær á himins Ijósu landi, og árblik drottins dýrðar-stóli frá nú dýrum geislum bregður lauf hans á, þar allt er vor og sólskin síljómandi. Guðm. Guðmundssson. Chicago. Síðan útkljáð var um, að heimssýningin skyldi lialdin í Chicago, hafa landeignir þar í borginni hækkað afar- mikið í verði. Nýlega var seld þar hús- eign nokkur með tilheyrandi „lóð“ við nýju járnbrautarstöðina fyrir 20,000 doll- ara hærra verð, heldur en fengizt hefði fyrir hana næstliðið ár, og önnur eign var seld 60°/0 dýrara, en liún var virt, áður en kunnugt varð, hvar sýningin ætti að vera. í nánd við sýningarsvæðið hef- ur verðgildi landspild.mna fjórfaldast. í- búatala borgarinnar eykst stórkostlega, eöa hér um bil um 100,000 manns á ári. í fyrra voru þar reist 11,805 hús, og sum þeirra eru engin smásmíði, því að í ein- um hluta borgarinnar, er „Ashland“ nefnist, eru nokkur með 17 stafgólfum og þessar risavöxnu byggingar eru fullgerðar utan og innan á tæpum tveim mánuðum, og það jafnvel um hávetur. Járn og stál er nú notað þar miltlu meir til húsagerða en áður, svo að hættan af eldsvoða verði ekki jafn geigvænleg. Beinagrindina af Sveini Danakon- ung'i Eirikssyni, er féll á Gratheheiði 1157, þykist prófessor Henry Petersen í Kaupmannahöfn hafa fundið nálægt Graa á Jótlandi, þar sem meun ætla, að bæn- hús Sveins konungs hafi staðið. Á haus- kúpunni sáust merki eptir axarhögg. Þar fundust einnig 6 aðrar beinagriudur, en engin vopn eða skrautgripir.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.