Þjóðólfur - 16.12.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.12.1892, Blaðsíða 1
Kenmr öt á. föstndöc;- nm — Terí drg. (60 arha) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. Júli. ÞJÓÐÖLFUR ® Dppsögn skri»eg, bundin viS áramöt, 6glld nema koml til útgefanda íyrir 1. október. XLIV. árg. BeylrjaTÍk, föstudaginn 16. desembér 1892. Nr. 58. Nýir kaupendur aö 45. árg. „Þjóöólfs“ 1893 fá ókeypis Sögusa fn blaðsins 1892 (144 bls.), er verð- Ur sérprentað í árslok og Söguna af Þuriöi formanni og Kambsránsmönnum, er verður byrjað að prenta næsta ár. IjfiS"' Saga þessi kemur út sem sérstakt fylgirit „Þjóðólfs“ handa Öllum kaupendum hans, og verður alls ekki seld í lausa- kaupum. gjÉgT Fyrir árslokin ættu nýir kaupendur að gefa sig fram. íslendingar í Ameríku. Fyrir skömmu eru komnar á prent í ísafoldarprentsmiðju „Hagskýrslur frá Is- lendinga- byggðum í Canada árin 1891— 1892“. Skýrslum þessum liefur agent Kanadastjórnar, Baldvin L. Baldvinsson, safnað fyrir hennar liönd á umferð sinni um íslendinga-byggðir þar vestra og geflð þær út hér, auðvitað á kostnað stjórnar- innar. Allt „fyrir fólkið“. Þessu merkis- riti er nefnil. útbýtt ókeypis!! handa Pétri og Páli hér heima, auðvitað með öruggri von um hundraðfalda uppskeru af þessari dýrmætu, höfðiuglegu stjórnargjöf, með öruggri fullvissu um, að allmargar óþreyju- fullar íslenzkar sálir festist á agninu og „forskrifi“ sig í föðurlega varðveizlu Kan- adastjórnar, með því að útskrifast frá gamla fslandi. Allt saman af eintómri fóðurlandsást skýrsluhöfundarins — agents- ins —, sem ekki þolir að horfa á landa sína dragast hér upp í eymd og volæði á þessum afskekkta, óbyggilega hafísliólma, og neytir því allra krapta sinna til að fá þá flutta vestur yfir hafið, vestur á hina frjósömu, ljómandi fögru „Sæluvelli11 Kan- ada, „sem orðlagðir eru um allan heim fyrir landgæði og einkarblítt og heilnæmt loptslag" (agenta-lýsing). Kuldinn kvað t. d. sjaldan vera þar meiri en 40° C. (!!). Það er ólíklegt, að landar vorir hér lieima verði lengi að binda skóþvengi sína og búa sig til ferðar vestur í þetta Grósen- land. Þá er vér virðum betur fyrir oss þetta nýja vesturfara-agn — hagskýrslurnar — verður ástand landa vorra þar vestra ekki svo óglæsilegt. Skuldlausar eignir sumra bænda (í Argylenýlendunni) eru þar tald- ar um 10,000 dollara (þ. e. um 37,000 kr ), en minnstar eigur 615 dollarar. í hinum nýlendunum eru tölurnar lægri, t. d. í Þingvallanýlendunni mest 3362 dollarar, í Red Deer nýlendunni 2550, í Álptavatns- nýlendunni 2100 og í Nýja-íslandi 3400 langhæst. Setjum svo, að þetta væri allt hnífrétt, getum vér ekki kallað það neinn feiknagróða á mörgum árum. En gætum nú aptur á móti að smáu tölunum. Þær eru lægstar í Nýja-íslandi. Þar eru 43 búendur, sem eiga minna en 200 dollara skuldlaust, þar á meðal 13, sem eiga roinna en 100. Milinst eign er talin 10 dollarar (um 37 kr.). Sá maður er auðvitað öreigi og líklega flestir hinna, sem sagt er, að eigi 100—200 dollara. Hvað áreiðanleik skýrslna þessara snert- ir, skulum vér að eins geta þess, að ná- kunnugir menn liafa skýrt svo frá, að sumstaðar væri ofmikið breitt yfir sann- leikann um efnahag manna. Það virðist t. d. ganga nokkuð langt, þá eí algerlega eignalaus maður er talinn að eiga 11—1200 dollara. Því ffliður vantar óss nmg gögn til að sýna ómótmælanlega fram á, að skýrslurnar séu „humbug“ frá upphafi til enda, en verið getur, að vér fáum síðar nokkrar sannanir í þá átt. Það er eðli- legt, að agentarnir veifi skýrslum þessum framan í fólk og séu ósparir á, að ota fram háu tölunum um fjárgróða landa þeirra vestra. Það er vatn á þeirra mylnu, að grípa sem flesta glóðvolga, meðan ekki er runninn af þeim „idealski“ sviminn um dollara-þúsundirnar í Ameríku. Það þarf ekki annað en krota nafnið sitt, og svo eru menn óðar — að minnsta kosti í anda — komnir yfir á sælulandið. Það væri synd að trúfla þessa unaðs- hugsun landa vorra, og oss dettur ekki i hug að gera það, enda er það þýðingar- laust, því að trúin á Ameríku, sem hið fyrirheitna landið, virðist vera orðin svo bjargföst hér á landi, að trúin á guðlega forsjón er ekki neitt í samanburði við hana. Það má fara að snúa þvi við, sem útlendingar hafa sagt um oss íslendinga, að vér teldum land vort hið bezta, er sólin skín á, því að nú er það í margra augum orðið hið versta eymdarheimkynni undir sólunni, örfátækt, kjarnlaust, kalt og gæðasnautt. Og íslands beztu synir gera sitt til, að þessa lýsingu megi til sanns vegar færa. Þeim stendur hjartan- lega á sama, þótt landið eyðist að fólki og heil héruð leggist í auðn. Að landið geti tekið nokkrum verulegum framförum efast menn mjög um, og segja, að það sé ekkert að marka þetta framfarageip og frelsis-hrókaræður einstakra manna; það sé bara til þess að varpa sandi í augu al- mennings og sækjast eptir skrílhylli með staðlausu-markleysuhjali um þjóðerni og ættjarðarást, er vitanlega sé hvergi að finna meðal íslendinga. Allt þess konar á að vera uppgerð og flapur eitt. Hér á allt að vera í apturför, en enginn vilji þó láta bera neitt á því opinberlega, því að hræsn- in, óhreiníyndið og einurðarleysið, sé al- menn þjóðarfylgja. Þessir og þvílíkir lær- dómar hljóma fyrir eyrum landa vorra af vörum margra manna, sem þykjast sjá i gegnum holt og hæðir. Það eru ekki „landeyðurnar" einár, sem prédika þessa kenningu. Nei, það eru einnig aðstoðar- menn þeirra, sem eru fleiri, en margur ætlar. Það eru þessir innlendu „agenta“- fulltrúar, ef svo má segja, sem eru hættu* legastir, því að þeim er trúað fremur en hinum. Vér hljótum að kosta kapps um að uppræta þennan volæðis-rænuleysis-hugsunarhátt hjá þjóð vorri, því að hann er hið versta átu- mein í íslenzka þjóðlífinu. Þá er von- in um betri framtíð landsins er farin, þá er kippt burtu styrkasta máttarviðnum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.