Þjóðólfur


Þjóðólfur - 13.01.1893, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 13.01.1893, Qupperneq 1
Árg. (60 arkir) kostar 4kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. Uppsögn, bundin vi5 áramót ógild nema komi til útgef- anda fyrir 1. október. ÞJÓÐÓLFUR XLY. árg. Reykjavík, fostudaginn 13. janúar 1893. Nr. 2. Gömlu málin og gagnfræðakennslan. Á síðasta jiingi var afgreitt frá neðri deild þingsályktun þess efnis, að skora á stjórnina að sjá um, að gagnfræðakennsla kæmist á við lærða skólann, og að Möðru- vallaskólinn yrði settur í samband við hann þannig, að latína yrði afnumin við inntökupróf í lærða skólanum, og að læri- sveinum þeim, er tekið liefðu þurtfararpróf á Möðruvöllum væri leyft að ganga próf- laust inn í iærða skólann, og skyldi þá jafnframt reglugerð hans breytt á þann hátt að takmarka kennsluna í grísku og latínu- Jón Hjaltalín skólastjöri og Júlíus Havsteen amtmaður báru upphaflega tillögu þessa fram í efri deild nokkuð öðruvísi lagaða- Fóru þeir meðal annars fram á það í aðal- tillögu sinni, að í tveim neðstu bekkjum lærða skólans kæmist á gagnfræðakennsla eingöngu, samskonar og á Möðruvöllum, og að realstúdentar þaðau gætu sezt próf- laust í 3. bekk. En er fiutningsmenn sáu, að tillagan í þessu formi fékk ekki byr í efri deild, breyttu þeir henni og var hún þá samþykkt þar og þvi næst í neðri deild nokkru fyllri, að því leyti, að þar var á- kveðið, hverjar skyldugreinir lærða skól- ans (o: latína og gríska) skyldu lúta í lægra haldi, þá er gagnfræðakennslan kæmist á. í efri deild barðist dr. Grímur Thomsen allsnarplega gegu þessari tillögu, er hún kom fyrst fram. Það var eins og hann sæi opinn dauðann fyrir óskabörnum sín- um — latínunni og grískunni — ef þessi breyting kæmist á, en þá er hann sá, að hann mundi verða ofurliði borinn, vildi hann gera þá tilslökun, að leyfa Möðru- vallastúdentum inngöngu í lærða skólann án nokkurs undirbúnings í latinn, en aðr- ir piltar skyldu Ækki njóta þeirra hlunn- inda. En þetta var ekki tekið til greina, sem eðlilegt var, enda mundi kepnslan hafa orðið einhvern veginn undarlega hött- ótt með því fyrirkomulagi. Nefnd sú, er sett var i neðri deild til að (huga tillögu efri deildar, var raáli þessu mjög hlynnt, og var tillggan sam- Þykkt þar umræðulaust með einni við- aukagrein (um breytingu á reglugj. lærða skólans). Síðan hefur mál þetta Iegið í þagnargildi. Það hefur enn ekkert heyrzt um það, að Iandshöfðingi eða stjórnin hafi Jtilutazt til um að koma þessu til fram- kvæmdar, enda mun það verða að bíða næsta þings, með því að það á að veita samþykki sitt til fjárveitingar, sem líklega er óhjákvæmileg til að koma breytingu þessari á. Hvað landsh. eða stiptsyfir- völdunum annars vegar og kennurum skól- ans liins vegar kann að hafa farið á milli í þessu máli síðan á næsta þingi, er oss ókunnugt um, en hitt mun víst, að bæði rektor og flestir kennaranna hafa verið henni móthverfir, að dr. B. Ólsen undan- skOdum, er mun hafa verið tillögunni með- mæltur, þá er álits kennaranna var leitað um hana í fyrstu, áður en hún kom fyrir þiugið. Mun hinum kennurunum hafa þptt tign lærða skólans misboðið, með því að gera hann að gagnfræðaskóla jafnframt og setja hann þannig að nokkru leyti á bekk með Möðruvallaskólanum. En þessu er ekki þannig varið, því að skólinn get- ur fullkomlega haldið tign sinni sem „lærður skóli“, þótt gagnfræðakennsla komist á 1 neðstu bekkjunum. Hann verð- ur þá síður með réttu nefndur „latínu- skóli“, og þykir oss ekki miklu skipta um það. Þetta nafn hefur loðað við hann frá fyrri tíð, þá er latínan var aðalnámsgreinin, er kennd var, pg má því gjarnan missa sig úr þessu. Yitaskuld er, að ekki að eins latínan, heldur einnig grískan, bíða allmikinn halla við þessa breytingu, þar eð þessi mál verða þá ekki kennd nema í 4 bekkjum, en á hitt verður að líta, hvort hann muni ekki fyllilega vinngst upp við annað hagræði, er lqiddi af þessu fyrir- komulagi, eða hvort haun sé í rauninni svo míkill, að orð sé á gerandi. Að því er snertir gömlu máiin, latin- una og grískuna, mun enginn geta borið á móti því, að þau séu aljmjög farin að hrapa úr tignarsætinu á síðustu tímurn- Þau eru að vísu (einkum Iatínan) all- réttliá enn á mörgupi skólum í samanburði við nýju málin (ensku, þýzku og frakk- nesku), ep þau réttindi eiga fremur rót sína í gamalli hefð og vanafestu, lieldur eu í almennri viðurkenningu úm, að það sé eðlilegt og rétt samkvæmt kröfum nútím- ans. Jafnvel málfræðingar þeir, er gömlu málin kenna eru farnir að viðurkenna, að þau séu ekki hið eina nauðsynlega mennt- unarmeðal og að meiri áherzlu beri að leggja á kennslu nýju málanna í skólun- um. Þar á meðal viljum vér telja fyrst- an og fremstan dr. M. Cl. Gertz kennara í grisku og latínu við Kaupmannahafnar- háskóla, mikinn lærdómsmann, er eflanst hefur miklar mætur á hinum fornu bók- menntum Grikkja og Rómverja og tungu þeirra, svo að honum verður varla borin hlutdrægni á brýn. Hann var fyrir skömmu kosinn í nefnd, er háskólaráðið valdi til að segja álit sitt um fyrirhugaða breytingu á dönsku skólunum, sem meðal annars fór fram á að afnema grísku sem skyldu-námsgrein. Yar Gertz breytingu þessari mjög hlynntur og byggði ástæðux sínar í nefndarálitinu einkum á því, að kennsla sú í grísku, er skólarnir gætfl veitt, væri svo ófullkomin, að jafnvel hin- ir færustu nemendur skildu ekki málið að neinu ráði, er þeir hefðu lokið námi við skólana, og hefðu því sárlítil not af grísku- kunnáttu sinni, er þeir kæmu til háskól- ans til að halda þar áfram námi sínu í þeirri tungu. Hann sagði meixa að segja, að nemendunum (í sumum skólum) væri kennd svo röng aðferð til að nema málið, að sú undirstaða væri verri en ekki neitt og mundi því opt vera heppilegra, að þeir hefðu ekkert lært, áður en þeir kæmu til háskólans. Hann tók það og fram, að í skólunum mundi nægja að láta pilta lesa vandaðar þýðingar af liinum helztu grísku rithöfundum, með því að þekldngin í mál- inu sjálfu yrði hvpr.t sem væri ávallt í molum og allt námið kák eitt o. s. frv. Þetta álit háskólakennara í grísku vakti afarmikla eptirtekt og jafnframt megna óánægju meðal ýmsra málfræðinga, er þótti ;Gertz illa bregðast, en fáir munu þó hafa treyst sér til að lirekja ástæður hans. Þær hafa einnig við mikil rök að styðj- ast. (Níðurl. uæst).

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.