Þjóðólfur - 13.01.1893, Síða 2
6
Svefn og draumar.
[Að mestu eptir ritgerð 1 ensku blaði: Newa oftlie World].
Margir hafa leitazt við að gera sér
ljóst, hvað svefninn í raun og veru sé, en
það hefur enn ekki orðið skýrt til hlítar.
Gramali enskur rithöfundur lýsir heppilega
hinu fyrsta stigi, þegar svefnhöfginn er að
siga á augu vor. Hann segir svo: „Það
er sannarlega mjög þægileg tilfinning, sem
gagntekur oss, þegar vér leggjumst til
hvíldar og ætlum að fara að sofa. Hið
géða er ókomið, dagsins erfiði er lokið og
það er svo þægilegt fyrir hina þreyttu
limi vora að liggja hreyfingarlausir i sömu
stellingunum. Smátt og smátt minnka
varurðirnar og meðvitundin hverfur hægt
og jafnt, eins og þegar móðirin dregur
Ijúflega hönd sína af hinu sofandi barni
sínu. Eins konar þægindaværð dregur
íjörið úr líkama vorum, augun fara að
lykjast aptur og loks lokast þau alveg og
hinn dularfulli andi tekur að dansa hring-
dans sinn“.
Orsök svefnsins getum vér hæglega
gert oss skiljanlega, með því að athuga
það ástand, er vér köllum svefndrunga.
Likaminn þarf allmikinn styrk til þess
að halda sér í hreyfingu, og þegar þessi
styrkleiki eða taugaþróttur er veiklaður
orðinn við áreynslu, þverrar fjörið og hin
einstöku líffæri líkamans þreytast. Augna-
lokin lykjast aptur af sjálfu sér, höfuðið
sigur niður á bringuna eða til hliðar, og
allur líkaminn vill leggjast til hvildar.
Heyrnin varir þó enn stutta stund, svo
að vér getum heyrt samræður manna í
nánd við oss án þess að sjá neitt. í þess-
um þægilega dvala liggjum vér nokkra
stund, unz hin síðasta meðvitundarskíma
hverfur, þegar svefninn algerlega hefur
sigrað oss. Sé þetta rétt, að svefninn eigi
rót sína að rekja til sljófgunar taugastyrk-
leikans, hlýtur einnig að þurfa því meiri
svefn til að endurnýja þennan þrótt, eptir
því sem taugakerfið er fullkomuara. Þetta
sjáum vér Ijóslega af ýmsum tegundum í
dýraríkinu. Skorkvikindin t. d. sofa í raun-
inni alls ekki; þau eru mestan hluta árs-
ins á sífelldu iði, þótt mörg þeirra liggi i
eins konar dvala nokkra mánuði. Yér
vitum ennfremur að taugakerfi fiskanna
er mjög ófullkomið, og þess vegna þurfa
þeir mjög lítinn eða nær engan svefn.
Þá er þeir sofa, liggja þeir næstum hreyf-
ingarlausir í vatninu; að eins hreyfa þeir
sporðinn lítið eitt og má þá jafnvel taka
þá með höndunum, sé mjög varlega farið.
Höggormarnir, er hafa nokkru fullkomnari
líffæri, geta vakað marga sólarhringa í
senn, en Iiggja svo aptur hreyfingarlausir
í eins konar dvala langan tíma, einkum er
þeir hafa fengið fylli sína.
Þá er vér færum oss lengra upp eptir,
sjáum vér, að fuglarnir sofa miklu meir
en fiskarnir og skriðdýrin, en þeir eru
mjög svefnstyggir, svo að þeir vakna við
hversu litla ókyrð eða hreyfingu, sem er.
Hjá ferfætlingunum er heilinn og mænu-
kerfið fullkomnara en hjá fuglunum, og
þar af leiðir, að þau dýr, sem samkvæmt
eðlishvöt sinni eru á ferli um daga, sofa
á næturnar, en hin, sem leita sér að bráð
á næturnar, sofa á daginn. Það er eptir-
tektavert, að þessi náttúruregla dýranna
breytist, þegar þau eru höfð í varðhaldi,
því að ljón, tigrisdýr, hýenur o. s. frv.,
sem höfð eru í dýragörðum, vaka á dag-
inn, en sofa á næturnar, eflaust af því, að
þau verða að neyta fæðu sinnar á daginn,
gagnstætt eðlisvenju sinni. Hinar minni
tegundir apa sofa lítið, en aptur á móti
sefur hinn stóri „bavian“, er hefur heila
mjög líkt byggðan sem mannlegau heila,
6—8 stundir á sólarhring. Af þessu drög-
um vér þá ályktun, að eptir því sem
taugakerfið er fullkomnara, og eptir því
sem taugaaflið, sem smátt og smátt fram-
leiðist og eyðist, er meira, því meiri er
svefnþörfin, og það er þess vegna eðlilegt,
að maðuriun sofi meir, en nokkurt anuað
dýr, þar eð bygging taugakerfisins er full-
komnust hjá honum.
Vér skulum þá nánar athuga svefninn
sjálfan, með því að veita eptirtekt sofandi
manni. Andardráttur hans er seinni, en
fyllri og dýpri samfara einkennilegu hljóði,
er vér köllum hrotur; þær koma einkum
þá er tungan snertir góminn eða munnurinn
er hálf-opinn og geta opt látið illa í eyr-
um anuara. Loptið, sem menn anda að
sér og frá, kemur titringshreyfingu á góm-
inn, og við það kemur fram þetta soghljóð
— hroturnar —. Hjá mörgum, einkum
veiklulegum ungum mönnum, er þó andar-
drátturinn í svefninum svo hægur, að
hann varla heyrist, og sama er að segja
um ungbörn eða þá er menn liggja sjúkir
í þrótteyðandi veikindum. Hroturnar bera
því fremur vott um heilbrigði og hrausta
líkamsbyggingu.
Lífæðaslættinum eða blóðrásinni er eins
varið og andardrættinum; lífæðin slær hæg-
ara í svefninum en í vökunni. Æðarn-
ar þrútna og útgufanin verður miklu
meiri eu ella. En til allrar brottgufunar
gengur allmikill hiti, sem líkaminn miss-
ir, og þar eð líkaminn framleiðir þá minni
hita, af þvi að andardrátturiun, sem fram-
leiðir hann, er hægari í svefninum, þá leið-
ir þar af, að vér þolum miklu ver áhrif
kuldans sofandi heldur en -vakandi. Þess
vegna er afaráríðandi að halda líkaman-
um heitum, er menn sofa. Af sömu á-
stæðum er mjög hættulegt að sofna í mikl-
um kulda og hefur það margan til heljar
leitt. Margir, sem lengi hafa verið fót-
gangandi á ferð í miklum kulda, hafa
skýrt frá, hversu erfitt þeir hafi átt með
að halda sér vakandi, er þeir tóku að
þreytast, og hversu ljúft þeim þá hafi
fundizt að leggjast niður og sofna, enda
þótt þeim væri fullkomlega ljóst, að sá
svefn væri sama sem dauðinn. Þá er
enski auðmaðurinn Jósep Banks, sem kom
til íslands 1773, ferðaðist einhverju sinni
ásamt félaga sínum dr. Solander og fleir-
um yfir fjöllin milli Svíþjóðar og Noregs,
varaði Solander samferðamenn sina við að
setjast niður, en frost var mikið og þeir
orðnir þreyttir. Hann sagði, að hver sem
settist niður mundi sofna og ekki vakna
frarnar. Þrátt fyrir þessa aðvörun gat
dr. Solauder litlu síðar ekki stillt sig um
að setjast niður, því að houum fannst, að
hann gæti ekki annað. Einn samferða-
mannanna, Eichmond að nafni, gerði hið
sama, því að haun kvaðst einskis annars
fremur óska, en að leggjast niður og
deyja. Þeir lögðust því báðir niður og sofn-
uðu þegar. Jósep Banks sá, að þetta dugði
ekki; lét hann því fylgdarmenn sína brjóta
smágreinar af trjám og kveikja í þeim um-
hverfis hiua sofandi, en að því búnu leit-
aðist hann við að vekja dr. Solander og
tókst honum það að lokum; en þótt hann
hefði ekki sofið lengur en 5 mínútur, gat
hann varla hreyft sig, og vöðvarnir höfðu
dregizt svo saman, að skórnir duttu af
fótunum á honum. Samt gátu þeir feng-
ið hann til að halda áfram ferðinni á
þann hátt, að tveir fylgdarmenn leiddu
hann miilum sín og héldu honum þannig
uppréttum: komst hann svo lifandi til
byggða. Aptur á móti urðu allar tilraunir
til að vekja Richmond árangurslausar.
Hann vaknaði ekki framar til þessa Iífs.
(Framh.).
Atii helzt enn góður sí Garðsjónum,
einkum á færi.
Veðurátta hefur verið hin blíðasta síð-
an fyrir jól, optast staðviðri, en frost þó
ekki teljandi. Má jörð heita alauð til
sveita viðast hvar hér sunnanlands og hef-
ur verið nú um 3 vikur. Er það óvenjulegt
jafnlangan tíma um þetta leyti árs.