Þjóðólfur - 13.01.1893, Qupperneq 4
8
Öll verzlunarhús
Salomons Dayidsens íi Akranesi:
íbúðarhús, stórt búðarhús með sölnbúð,
geymsluherbergjum, kjallara og kornlopti,
salthús og stórt pakkhús með kjallara og
lopti ásamt bryggju og stórri lóð, svo og
hesthús, heyhlaða og tún
fæst til kaups eða leigu.
Menn geta samið við cand. polit. Sig-
urð Briem í Reykjavík. » 7
□ajA mér hefur verið í óskilum síðan um réttir:
svartur Bauður tvævetur, mark: stýft, biti, standfj.
apt. h.j stýft, oddfj. apt. v.; á hornum: standfj.
apt. bæði, Þar eð eigandi sauðar pessa hefur enn
ekki spurzt uppi, verður bann að borga áfallinn
kostnað.
Ægissiðu í Holtum, 4. janúar 1893.
8 Jðn Ouðmundsson.
Vottorð.
í mörg ár hef eg þjáðzt af innvortis-
sjúkdómum, slímbimnubólgu o. fl. Árang-
urslaust peyniji eg margar pieðalategundir,
þar til mér var ráðlagt að brúka hinn á-
gæta bitter: „Kína-lífs-elixír“ hr. V. Pet-
ersens, Fredrikshavn. Er mér sönn á-
nægja að votta, að hann og engin önnur
reynd meðul hefur ráðið mikla bót á sjúk-
dómum míuum, þrátt fyrir það, að eg sökr
um fátæktar gat ekki aflað mér haus
nema einstöku sinnum og því ekki brúk-
að hann svo reglulega sem skyldi.
Þetta votta eg upp á æru og sam-
vizku.
Hvítanesi í Kjós 8. jan. 1893.
9 Sigríður Þorkelsdóttir.
IJllg li.2snerambær, í góðri
nyt, óskast til kaups. Ritstj. vísar á.
Áuglýsing
um seldau óskilafénað í Mosfellslircppi
haustið 1892.
Grár sauður, veturg., mark: gat h.; heilrifað v.
Hvítkollótt ær, tvævetur, mark: tvírifað í stúf,
gagnbitað h., sneitt og stig fr. v.
------— veturg., mark: (ólæsilegt á hægra
eyra), sneiðrifað fr., gagnbitað v.
Svartur lambhrútur, mark: hangandi fj. apt. h.
—----------mark: lögg apt., bragð fr. h.;
blaðstýft fr. v.
Hvítur--------mark: sneitt apt., biti fr. h.;
hálftaf apt. v.
Svart geldingslamb, mark: sýlt, stig apt. h.; tví-
stýft og fjöður apt. v.
— -----mark: sneiðrifað fr., biti apt. h.;
tvístýft apt. v.
Hvítt gimbrarlamb, mark: 2 fjaðrir aptan v.
Svart---------mark: sneitt fr. h.
Hvítt---------mtp'lf: hamrað, fj. apt. h.; hálftaf
apt., fj. fr. v.
— -----mark: hamrað, fj. apt. h.; hálftaf
apt., fj. fr. v.
Hvítt gimbrarlamb, mark: sýlt, fjöður fr.,biti apt.h.;
(kalið v.).
— -----stúfrifað, biti fr. h.; stýft, lögg
apt. v.
Svart----------mark: sneitt fr., gagnbitað h.;
hvatt, gagnbitað v.
Hvítur lambhrútur, mark: tvírifað í sneitt flr. h.;
gagnfjaðrað v.
— ;—- mark: sýlt, fj. fr. h.; sneiðrifað
apt., fj. fr. v.
Svart gimbrarlamb, mark: sýlt, biti fr. h.; vagl-
skorað fr. v.
Mórautt geldingalamb, mark: beilhamrað h.; tví-
stýft v.
Hvítkollótt gimbrarlamb, mark: biti apt., gat h.;
sneitt apt. v.
Hvítt geldjngslamb, mark: biti apt., gat h.; sneitt
apf. v,
Svartbaugótt geldingslamb, mark: boðbíldur fr. h.;
Btýft, gat v.
Hvítt gimbrarlamb, marlc: sýlt, biti fr. h.; stýft,
biti fr. v.
— ----mark: hvatt h.; hvatt v.
— geldingslamb, rnark: tvístýft fr., biti apt. h.;
4ufskprið (illa gert) y.
Þeir, sem sanna fullan eignarrétt sinn að ofan-
skrifuðum kindum, geta fengið andvirði peirra, að
frádregnum kostnaði, til næstkomaudi fardaga 1893,
bjá undirskrif'uðum hreppstjóra.
Mosfellshreppi 27. desember 1892.
Halldór Jónsson. 11
Eigandi og ábyrgBarmaíur:
Hannes Horsteinsson, cand. thcol.
Fólagsiirentsmiftjan.
Eyjafjarðará á Hríshólma, og suður alla Núpufellshólma,
og af suður í Hrísamóa. Var það orðinn svo langur
sprettur, að sá brúni var orðinn lafmóður, enda var
Magnúsi þá tekin að renna hin mesta og sárasta heipt-
in. Lét hann lötra þar fram móana, og hugsaði nú
um hrakyrði þau og brigzl, er Guðbrandur Björnsson
hafði látið á honum dynja. Hann vissi það vel, að
hann átti víða sökótt, og það svo, að honum var víðar
hætt enn óhætt. Mátti svo heita, að hann hefði tekið
að arfi orðróm og álit móður sinnar, ofan á það sem
fyrir var áður, og mátti þó litlu við bæta. Að sönnu
fann hann, að það var hreystimark og hetjuskapur að
láta aldrei undan, bjóða öllu byrginn, en svo má langt
fara að erfitt verði við að eiga, og svo fannst honum
nú. Auk þess hafði hann Ient í ýmsu út af óþægum
kvennamálnm, því að þótt hann væri vel kvæntur, þá
leit hann allmjög utan hjá. En í þá daga voru harðar
refsingar við slíku, einkum ef það kom opt fyrir; en svo
var nú orðið í garðinn búið, að Magnús átti engrar
vægðar von, ef nokkrar stórar málssóknir kæmu á
hendur honum. Hugsaði hann mjög um þetta í vor-
næturrökkrinu fram veginn, tók nokkrum sinnum upp
vasapela sinn, og saup á, en það yildi ekki duga. Loks-
ins keyrði hann þann brúna þungu höggi. Klárinn tók
ógurlegt viðbragð, og hentist á harðastökki alla ieið
utan fyrir Arnarstaði og heim í Hólahlað. Var þá hest-
urinn orðinn lafmóður, og grá svitafroða löðraði um
bógana.
Magnús spretti af hestinum og lét reiðtygin inn í
skemmu. Síðan tók hann beizljð fram af hestinum, og
gekk aptur með honum um leið. Beygði hesturinn höf-
uðið eptir honum, eins og hann vonaðist eptir að hann
klappaði sér fyrir að hafa borið hann svo vel. En
Magnús sló að eins í hann með beizlinu, og þaut klár-
inn þá suður allt tún og suður á veg.
„Það skal enn ekki fá hendur í hári mínu déskot-
ans hyskið að tarna“, sagði Magnús og fór inn.
n.
Morguninn eptir var Magnús snemma á fótum.
Hann gekk út og horfði til veðurs, og skimaði í allar
áttir; síðan gekk hann suður til kirkju, og gekk nokkr-
um sinnum í kringum kirkjuna, og stanzaði við einstöku
leiði og horfði á þau. Á einu þessara leiða hafði hann
seint næstliðinn vetur fundið stúlku eina sitjandi, grát-
andi með hönd undir kinn. Það var á einmánuði síðla
einn aptan; var bjart vel um kveldið og óð tungl í
skýjum. Ætlaði hann þá að ganga suður að kirkju eða
suður í kirkju, því að í kirkjunni geymdi hann ýmislegt