Þjóðólfur


Þjóðólfur - 27.01.1893, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 27.01.1893, Qupperneq 1
Uppsögn, bundin viö áramöt ógild nema komi til útgef- anda fyrir 1. október. irg. (60 arliir) kostar 4kr. | 1I V 'W" V ^ "T "T' ' V 'T, “ pJ UuULr U K XLY. árg. Verzlunarmálefni. Hugvelcja frá alþýðumanni. I. Opt hefur verzlun íslands verið hörm- ungum undirorpin, opt hefur viðskipta- þörfin lagt þann læðing á oss, er erfitt var að leysa, en aldrei hefur þó — síðan vér fengum alfrjálsa verzlun — keyrt eins úr hófi og á næstliðnu sumri. Sé nokkurt málefni þess vert, að um það sé ritað, og það sé tekið til ítarlegr- ar athugunar, þá er það verzlunarmálið. Þetta alþjóðamál, er öllum heimi er um að gera, að halda í áliti, og starfa að með elju og dugnaði. Ávextir góðrar verzlunar eru gullknapp- ar þjóðanna; af þeim fæðast visindi, þægilegt samlíf og álit umheimsins. Þeg- ar verzlunin er í góðu lagi, þá fyrst er maðurinm sannur herra sköpunarverksins, neytandi náðargjafa náttúrunnar. Eg ætla eigi að skyggnast langt fram í tímann, eða minnast mikið á hina hörmu- legu meðferð Dana á oss á einokunartíman- um, þegar þeir skiptu landinu í tilteknar kaupsveitir, þannig: að enginn mátti verzla utan umdæmis síns kaupmanns. Þessar dönsku bl..... sýndu landsmönnum eng- an mannkærleika, heldur notuðu þenna lúalega rétt í fyllsta máta, og hnepptu menn frá búi á Brimarhólm, ef út af var brugðið. Þegar skórinn kreppir mest, þá verður eitthvað til bragðs að taka, helzt að reyna að rýmka hann, því illt er, að taka öllu með afskiptaleysi, og reyna ekkert til að bæta kjör sín. Verzlun og viðskipti eru nauðsynleg fyrir oss eins og aðrar þjóðir, þar sem géð verzlun má lieita aðal-lífæð þjóðlík- amans. gé hún hagfelld, þá er vöxtur og viðgangur þjóðanna í nokkurn veginn góðu lagi, en sé hún vond, þá er kyrk- ingur og eyðing í þjóðinni; hún fær eigi haldið sér, verður vanmegna og til einskis fær. Þetta ár hefur verið sannkallað hörm- unga-ár í verzlunarsökum. Útlend vara í afar-háu verði og innlendar afurðir lítils virði. 011 t. d. c. 55 aura, kjöt 10—16 aura pundið, sauðir á fæti — aðal-verzl- Reykjavík, föstudaginn 27. janúar 1893. unarvara sveitamanna — 10—13 kr. og annað eptir þessu. Þetta er hörmulegt verð, hér um bil hálfu minna en fékkst fyrir samskonar vöru fyrir nokkrum ár- um, og þó veitti oss eigi af í afkomunni. Hvernig skyldi þá afkoman verða nú, þeg- ar vér förum að uppskera ávexti þessa yfirstandandi árs? Um það er ægilegt að hugsa. Vér þurfum þó enn, þrátt fyrir minnk- aða „umsetningu11, að lifa eins og menn, bæði sem „prívatmenn11 hver í sínu horni og líka sem þjóð í heild sinni. Vér þurf- um að sjá fyrir daglegum þörfum vorum, svo sem fæði og klæði, og einnig gjalda til almennra þarfa, til þess að embættling- ar og námsmenn geti lifað; þeir nærast sem kunnugt er á brjóstum alþýðunnar, og ganga ósleitulega að henni, vitandi að þeir standa i sínum fulla rétti, maklegir launanna fyrir sinn þarfa starfa. G-ætum vér efast um, að þeir ynni með alúð og trúmennsku — sumir — fyrir þjóðina, og hefðu kærari ölkrúsir og kyrsetur en gagn og hagsmuni landsins, þá væri ástæða til að álasa þeim, þá væri ástæða til, að telja eptir hverja krónu, sem til þeirra gengur frá berum brjóstum fátæklinga, þó sér- staklega það, sem lendir í hin illræmdu og óréttlátu eptirlaun, sem almennings- álitið dæmir óalandi og óferjandi gjalda- grein. Við þetta getum vér eigi að sinni ráðið, en vér getum þó ráðið nokkru um hagi vora með því, að vera árvakrir og forsjál- ir, með þvi, að beina kröptum vorum að þeim málum, er vér getum við ráðið, svo sem verzlunarmálinu, og sýna í því öflug- an viljakrapt og óþreytandi starfsemi. í öllum viðskiptum er nauðsynlegt, að lilutaðeigendur geti treyst hvorir öðrum, að samningar séu sem hreinastir, og að eigi sé ráðizt í það, er auðsætt er, að illa verði haldið. Hjá oss íslendingum, sem búum norður í reginhafi, langt frá öllum siðuð- um þjóðum, umkringdir ís, kulda og ó- stöðugleik náttúrunnar, þar sem meiri part- ur sumarsins er opt í reyndinni vetur og voði, þar sem vandræði, bjargarskortur og óhöpp geta dunið yfir á hverri stundu árs- ins, hjá oss, segi eg, er því meiri ástæða til þess, að vér förum varlega í sakirnar, Nr. 4. hvað viðskipti snertir, og eigum sem minnst undir getu annara. Þegar vér aðgætum þetta nákvæmar, þá hljótum vér að kannast við það, að dagleg reynsla styrkir hið framan talda. Vér hljótum að sjá, hvílíkt átumein í þjóð- þrifum vorum kaupstaðarskuldirnar eru, hvílíkt peningatjón, frelsishnekki og um- svif þær geta aí sér, og livílík fásinna er að kasta frá sér frelsi og sjálfstæði því, er vér getum haft, en ganga í þess stað í ófrelsis- og eymda-snöru skuldaverzlunar- innar. Sá maður getur eigi talizt sjálf- stæður eða frjáls í borgaralegu félagi, sem hefur mestmegnis annara fé undir höndum, og hann mun naumast lifa rólegu og góðu lífi; því síður sáir hann góðu sæði fyrir eptirkomendurna, eða er þeim til góðrar fyrirmyndar. En hvernig eigum vér að forðast skuldirnar? Það er spurn- ing, sem vandi er að leysa og verður eigi að svo stöddu leyst til hlítar, en benda má á ýms atriði, er bætt geta, sé þeim fyigt. Fyrst eru það kaupmenn vorir, er eg sný máli mínu að; það eru þeir, sem hafa í höndum lykilinn að verzlun vorri, þeir eru sjálfráðir, hvernig þeir nota hann, þ. e. hve langt þeir draga lokin frá forðabúr- um sínum. Þeim er hægðarleikur að „tempra“ verzlunina. Til þess að geta þetta nokkurn veginn viðunanlega, þurfa kaup- menn að kynnast vel viðskiptamönnum sínum. Þeir þurfa, svo að segja, að vita um efni og ástæður hvers manns í verzl- unarumdæminu, einkum ef þeir lána að mun, sem ætti þó eigi að eiga sér stað, utan í einstöku tilfellum. Tvö fregnbréf úr sveitinni. Skagafirði 3. janúar. [Tíðarfar. — Heyskapur.—Bráðapest.—Aflabrögð. — Þjófnaður á Sauðárkrók. — Hjátrúarfullir umgangs- kennarar. — Lítil bóka- og blaðakaup. — Viqnufólkið les rímur. — Fyrirhugaður kennarafundur. — Póli- tiskur doði. — Fjör í fótunum]. „Gamla árið er nú liðið og komið nýtt ár. Þegar á allt er litið, mátti árið kalla í betra meðallagi. Hér austan Héraðsvatna mátti síðastl. vetur kallast góður frá ný- ári, allt af nægar jarðir og sjaldan hríðar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.