Þjóðólfur


Þjóðólfur - 03.02.1893, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 03.02.1893, Qupperneq 3
19 sagt urn Franklín, Priestley og náttúru- fræðinginn Bufíon, sem gaf þjóni sínum eina krónu á hverjum degi fyrir að vekja sig á morgnana og reka sig á fætur með valdi fyrir kl. 6. Hafa víst margir heyrt smásögu um það, þegar þjónninn hellti köldu vatni yfir Bufíon i rúminu, þegar hann var orðinn ráðalaus með að koma honum á fætur. Napóleon mikli, Friðrik mikli og Karl 12. fóru allir snemma á fætur, og mörg fleiri dæmi mætti nefna. (Framh.). Fyrirspurnir og svör. 1. í „ísafold11 5. marz f. á., nr. 19, var Bpurt: „Er það beinlínie skylda safnaðarins að sjá um og kosta grindverk í sáluhlið í kirkjugarð? eða á ekki kirkjan að kosta það“. ,.ísafold“ svarar, að kirkj- an en ekki söfnuður muni eiga að gera það. Próf- astur var hér á ferð að vísitera, og segir sama og „ísafold11. Sýelumaður fór hér og um, og var spurður um þetta. Hann segir, að löghelguð venja leggi söfnuðum þessa skyldu á herðar, en kirkjan sé lauB við hana. Sóknarmenn eigi að gera grip- heldan garð umhverfis kirkjuna, og þeir hafi rétti- lega tekið það svo, sem þeir líka ættu að láta í hliðið, svo að garðurinn hefði nokkra þýðingu. Hvort er réttara, eða hvað er hið rétta í þessu efni? Svar: Sýslumaðurinn mun hafa lög að mæla. 2. Eg hef Jénað manni í tómthúsi til umsjónar og hirðingar fyrir mig óbyggða varpeyju tilheyr- andi prestakalli því, sem eg þjóna til árs og árs, mót vissri upphæð til mín af afrakstri hennar í krónutali, sem ekki hefur til þrætu kornið, en ekk- ert bréf gefið honum fyrir þessu, og að byggja honum hana hef eg stöðugt færst undan, sem hann sjálfur hefur viðurkennt. Getur nú þessi sami maður, — er eg vil taka þetta lén eða hlunnindi frá honum af vissum orsökum — þar á meðal orðasveim um það, að hann gangi of nærri varpinu, sér í lagi eggjatöku — og eptir að eg hef aðvarað liann um það áður — neitað að sleppa þegar við mig varp- eyju þessari, og getur hann hvað hana snertir vitnað til laga 1884 um ábúð og úttekt jarða, í þvi Bkyni, að halda eyju þessari fyrir mér, svo sem hún jörð væri eða býli, eða getur hann gert þetta nokkrum lögum samkvæmt? Svar: Ef leigusamningnum er löglega sagt upp getur leigjandi ekki haldið eyjunni fyrir spyrjanda. Leigjandi getur okki borið fyrir sig ákvæði laga 12. jau. 1884. 3. Eg er emerit-prestur og hef auk annars að skila kirkju, sem eg hef þjónað við í um 3 ár; kirkja þeBsi hálfhrörleg, sem er og var þá í miklum skuldum, var aldrei tekin út í mínar hend- ur né nokkurt álag á hana gert, og cg hafði em- bættislega tjáð prófasti mínum, að eg afsalaði mér allri peningalegri ábyrgð af henni sökum þessa, en siðan hefur það legið í logni allt með hana — get eg nú, er eg fer frá og kirkjan er“tekin út og álag gert á hana, verið löglega skyldugur að borga það álag, eða er hægt að skylda mig þar til undir svona lög- uðum kringumstæðum ? Svar: Ef það er vanrækslu prófastBÍns að kenna að kirkjan ekki hefur verið tekin út og hafi spyrj- andi sökum þess afsalað Bér allri peningalegri á- byrgð, getur hann naumast orðið skyldaður til að borga álag. 4. Eru prestar skyldir til að taka fé eptir verS- lagsskrárverBi upp í gjöld sín? Svar: Já, ef gjaidandi enga peninga hefur. 5. Ef prestur er búlaus og hefur enga gras- nyt, liefur hann þá ekki rétt til að krefjast þess, að þeir sem eiga að borga honum dagsverk, gjaldi það í einhverju öðru en með því að vinua það af sér, ef hann engrar vinnu þarfnast og enga vinnu getur notað sér til gagns? Svar: Nei, ekki ef hinn gjaldskyldi heimtar að vinna dagsverkið af sér. 6. Er ekki stúlka, sem á tvö óskilgetin börn, sitt með kvorum manni, skyldug til að gefa jafnt með þeim báðum, að svo miklu leyti sem hún get- ur, og ef það er ekki, hvort barnið (hið yngra eða það eldra) á þá forgöngurétt að meðgjöfinni, eða kemur það nokkuð undir ástæðum barnsfeðranna ? Svar: Hversu mikið stúlkan á að borga með hvoru barninu fyrir sig, fer eptir efnaástaaðum barnsfeðranna og upphæð meðlagsins með börnun- um. Hitt og þetta. Lauu sendilierra ensku stjórnarinnar eru ekkert smáræði. Sendiherrann í París (Dufferin lávarður) hefur 180,000 kr. (10,000 pd. sterl.), sendi- herrann i Konstantinopel 144,000 kr., í St. Péturs- borg 140,000, í Eóm 126,000. Paget scndiherra í Vín kcfur 144,000, Malet í Berlín 136,000, Ford í Madrid 99,000, Rumbold í Haag 72,000, Petre í 16 Það var til allrar hamingju, að Guðrún leit ekki framan í Magnús, því að þó að hún væri einföld, hefði hún hlotið að sjá, hvað það var, sem blikaði snöggvast í augum hans, hvað það var, sem kom snöggvast fram í glottinu á vörum hans, og hvað það var, sem allur svipurinn lýsti, er hún líkti honum við guðs engla. Hann hefur fundið, að það átti ekki við. „Það var nú ekkert guðsenglaverk að veita þér húsaskjól, það er eins og hver á að gera, — en eg inni tii þess aptur, að eg vildi svo feginn geta fundið þig við og við í sumar, af því að mér þykir heldur dauf- legt heima síðan þú fórst“. „Æ-já, góði Magnús, gerðu það“. „Já, það er nú hægra að segja en gora, því að varla get eg fundið þig öðruvísi en á nóttuuni, tíl þess að forðast umtal um það — eg vil helzt að það viti enginn, að eg finn þig hérna, nema hann Jón þarna Hálfdanarson. En það er ekki svo hægt um það“. »0-það er ósköp hægt, eg skal bara vaka eptir þér, þegar eg held þú munir koma, eða eg veit það“. „Nei, það er alveg ótækt. Mér er ómögulegt að vita fyrir fram, hvenær eg get komið þvi við að koma, og svo ber svo mikið á því, ef þú háttar ekki, og ert á flakki fram eptir allri nóttu. Fólkið kemst undir eins 13 Hann fór hægt mjög, settist á stól við borðið hjá rúminu, og studdi báðum höndum að enni sér. III. Um miðaptansbil um kveldið var Jón búinn að koma saman tryppunum, og hafa þau heim. Svo hafði hann og lagt á hesta, þann brúna handa Magnúsi sjálfum, en annan liest rauðskjóttan handa sér. Var þá Magnús ferðbúinn. Svo fóru þeir af stað og ráku tryppin með tveim hundum fram allan veg sem leið liggur, fram fyrir ofan Tjarnir, og til Granastaða1; sá bær var nokkuru fyrir framan Tjarnir og er nú löngu kominn í eyði; mun hann ekki hafa verið í byggð siðan í Svartadauða. Þar fór Magnús af baki og sagði: „Ríddu héðan yfir að Úlfá, Jóu, og finndu Guðrúnu að máli, og bið hana að fara ekki svo að hátta í kveld, að eg ekki geti liaft tal af henni, er eg kem framan að“. ') Granastaðir er eyðijörð á móti Úlfá, skammt fyrir framan Tjarnir; mun það liafa verið allmikil jörð, en farið í eyði i Svarta- dauða, og land hennar lagzt undir Tjarnir. Granastaða er getið í Yemundarsögu og Vígaskútu, 11. kap.; er það rétt í eldri útgáf- unni, en breytingin í „Arnarstaðir11 í útg. Bókm.fél. er vitleysa, eins og fleiri nafnabreytingar í Eyjafirði, þó að það standi í ein- hverjum handritum.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.