Þjóðólfur - 17.03.1893, Blaðsíða 2
46
áfram næsta ár, því „umsetningin“ minnk-
ar svo mikið, að hún er fullhert með að
bera kostnaðinn. Það dregur alltaf úr
gengi félagsins, að kaupmennirnir á Borð-
eyri og Skarðstöð eru mestu lipurmenni,
mjög mannúðlegir í allri viðkynningu við
almenning og einkar orðheldnir með allt,
sem þeir lofa, og það er óneitanlegt, að
þessi gæði eru mikils virði, en það má þó
kaupa þau allt of dýrt; það mundi hyggi-
legast að borga þau í sama, en ekki bein-
línis í útbornum eyri.
Það mun nú vera komið að því, að
pöntunarfélögin falli algerlega úr „móð“,
en að kaupfélagsstefnan þyki fara betur.
Því til sönnunar, að þetta sé meira en
ástæðulaus tilgáta, skal þess getið, að á
umgetnum fundi í janúar, sem haldinn
var í Hjarðarholti í Dölum, kom til um-
ræðu að breyta verzlunarfélagi Dalasýslu
í kaupfélag með sama sniði og kvað
vera á liinum ensku kaupfélögum, og þessu
til undirbúnings samþykkti fundurinn, að
leggja 4°/0 af andvirði allrar pantaðrar
vöru næsta ár og framvegis í sjóð, er hver
einstakur félagsmaður skyldi skrifast fyrir
að réttri tiltölu við verzlun hans í félag-
inu. Hið sama var ákveðið með þann
sjóð, sem félagið er þegar búið að eignast
(þ. e. skrifa félagsmenn fyrir honum). Þessi
sjóður á svo að vera á vöxtum þar til
kaupfélag verður stofnað í stað verzlunar-
félagsins og hver eigandi á þá að íá sinn
hluta, til þess að leggja sem stofnfé í
kaupfélagið. Yerði kaupfélagið ekki kom-
ið á fót að 10 árum liðnum, á að skila
hverjum sínu innlagi, sem óskar þess, en
verði það stofnað á þessu tímabili, fær
enginn sitt tillag til annars en að leggja
það sjálfur í kaupfélagið, eða selja það öðr-
um til hins sama. Deyi félagsmaður, hafa
erfingjar hans sama rétt og skyldur, sem
hann sjálfur. Til þess svo að flýta fyrir
stofnun þessa kaupfélags, er ætlazt til, að
félagsmenn, annaðhvort hver í sínu lagi,
eða allir i sameiningu, leggi fram auk
þessa, það fé, sem viðþarf', til þess að
kaupfélagið verði stofnað með fullkomnu
kaupfélagssniði.
Ennfremur las formaður Dalafélagsins
upp á fundinum frumvarp til laga fyrir
þetta væntanlega kaupfélag, er hann hafði
samið, og var kosin 5 manna nefnd til
þess að endurskoða það, einhverntíma á
áliðnum þessum vetri.
Það er mjög líklegt, að kaupfélögin,
þegar þau eru komin á fót, séu stór-ágæt
og hafi mikla yfirburði yfir pöntunarfélög-
in, en að þau séu ódrepandi, þegar pönt-
unarfélögin þola ekki svona lítinn áblást-
ur, það er allt annað mál.
t Séra Eggert Ó. Brím, er andaðist
hér í bænum 9. þ. m. (sbr. síðasta tölubl.
,,Þjóðólfs“), var eins og kunnugt er al-
bróðir séra Vald. Briems á Stóranúpi og
þeirra systkina. Hann var fæddur á Grund
í Eyjafirði 5. júlí 1840. Voru foreldrar
hans Ólafur Briom timburmeistari (ý 1859)
Gunnlaugsson sýslumanns Briems G-nð-
brandsonar og Dómhildur Þorsteinsdóttir
merkisbónda á Stokkahlöðum Gíslasonar í
Kristnesi Hallgrímssonar, Hallgrímssonar á
Arnarstöðum Jónssonar í Hleiðargarði
Hallgrímssonar. Séra Eggert var settur í
Beykjavíkurskóla 1855 og útskrifaður það-
an 1861 með 2. einkunn, var næstu 4 ár
kennari á ísafirði, gekk á prestaskólann
1865 og tók þar embættispróf 1867 með
1. einkunn, vígður 1. sept. s. á. sem að-
stoðarprestur Þórarins prófasts Erlends-
sonar á Hofi í Álptafirði, fékk Höskulds-
staði 1871, lét af prestskap vorið 1890 og
flutti þá að Gili í Skagafirði, en næsta
vor (1891) suður til Eeykjavíkur og vann
þar að ritstörfum með elju og dugnaði,
einkum í þjónustu ísafoldarprentsmiðju.
Hann var kvæntur Eagnhildi Þorsteins-
dóttur prests á Kálfafellsstað Einarssonar
(systur frú Torfhildar Holm), og lifir hún
mann sinn. Þeim varð eigi barna auðið.
Séra Eggert var miklum hæfileikum
búinn og vel að sér um margt, einkum í
íslenzkri sögu og málfræði, enda ritaði
hann hreint mál með fornlegu sniði og þó
eigi um of. Hefur haun ritað ýmsar
greinir í tímarit, flestar sögulegs og mál-
fræðilegs efnis. Meiri hluta æfi sinnar
var hann þjáður af þungu heilsuleysi, en
bar það með miklu þreki og heyrðist aldrei
kvarta, enda var hann manna harðgerv-
astur. Hann var tryggur í lund, hjálp-
samur og raungóður við vini sína og
vandamenn, er hafa mikils misst við frá-
fall lians.
Nokkur ávarpsorö frá Baldvin.
Eitstj. „Djóð61fs“! í síðasta blaði yðar Btendur
grein með yiirskript: „Mikil nýjung! — ,Agenta‘-
hrakfarir11, og er þar skýrt frá jiví, sem fram fór
á fyrirleatrarBamkomu þeirri, er eg boðaði í Good-
templarahúsinu hér í bænum pann 8. ji. m.
Pyrri partur greinar þessarar er að mestu eða
öllu leyti réttur, en i síðari partinum eru setning-
ar, sem eg vil biðja yður að mega leiðrétta. Dór
segið: „Blásendur munu hafa verið um 100 mannB
eða jafnvel fleiri af öllum stéttum". Síðustu 3 orð-
in i þessari setningu eru röng. Blásendur voru
ekki af öllum stéttum; þeir samanstóðu af verzl-
unarmönnum og skólapiltum, þ. e.: af væntanleg-
um embættismönnum. í blásendaflokknum munu
hafa verið mjög fáir eða alls engir, sera tilheyra
þeim flokki manna, sem — í orðanna vanalegu merk-
ingu — „neyta síns brauðs í sveita síns andlitis".
Aptur segið þér: „Þetta tiltæki er heldur ekki
annað en almenn óþóknunaryfirlýsing, er tíðkast
um heim allan gagnvart þeim mönnum, er menn
einhverra hluta vegna ekki vilja hlusta á“.
Hér við er tvennt að athuga:
1. Að óþóknunaryfirlýsingin var alls ekki almenn,
sem sjá má af því, að ekki voru nema um 100
manns, er blésu, af 600 manns eða fleiri, sem sóttu
þessa samkomu í því skyni, að hlusta á fyrirlest-
urinn. Þess utan er það vitanlegt, að þessi blás-
endaflokkur var „organiseraður“ af vissum mönn-
um, til þess að koma fram þeirra vilja. En það
sannar ekki, að það hafi verið almennings vilji.
2. Svona löguð tiltæki tíðkast ekki um heim all-
an. Þau tíðkast mér vitanlega hvergi í heimi.
Það er að visu satt, að ræðumenn eru stundum
hrópaðir niður, þegar þeir i ræðum sínum fara með
einhverjar þær fjarstæður, sem ekki eru sannanleg-
ar og að þoir fyrir þá sök ávinna sér vanþóknun
áheyrenda sinna. En að menn „organiserist" í
hópa til þess að koma í veg fyrir, að mögulegt sé
að setja formlega þær samkomur, sem hafa veríð
auglýstar, og til að koma í veg fyrir að menn
geti sagt svo mikið sem „eitt einsatkvæöisorð“ —
eins og þér komizt að orði — allt til þess að bægja
þeim mörgu hundruðum fullorðinna karla og kvenna
frá að heyra fyrirlesturinn, sem sóttu hann af
hreinum og siðferðislegum hvötum, — til þess held
eg að þér finnið ekkert dæmi í heimi, annað en
það, sem þér hafið skýrt frá og hrósað.
Eg skal láta ósagt, hvernig jarðvegur hér er
fyrir amerískar ýkjur. Það mál á ekkert skylt við
fyrirlesturinn. Menn geta þá fýrst dæmt, er þeir
hafa hoyrt hann fluttan.
Reykjavík 11. marz 1893.
B. L. Baldtviusou.
Atligr. Með því að þessi varnartilraun Bald-
vins „agents“, er hér birtist, er ofurmeiulaus í sjálfu
sér, þótti oss saungjarnt að synja henni ekki rúms
í blaði voru, til þess að almenningur sjái dálítið
sýnishorn af Jþví, hvernig hann reynir að afsaka
hrakfarir þeirra félaga hér í bænum 8. þ. m. Vér
skulum nú í fám orðurn athuga þessi hrakfara-and-
mæli „agentsins“. Hann segir meðal aunars, að
blásendur hafi verið svo fáir, eða ekki neina um
100 af 600 eða fleiri sem sóttu samkomuna (þ. e.
alls og aiis með þeirn er úti Btóðu og þyrptust að
við blásturinn fyrir forvitnÍB sakir). Nú vill svo
vel til, að vér getum frætt „agentinn“ á því, að
blásendur voru um 200, eða jafnvel á 3. hundrað
að þeim meðtöldum, er úti voru, þvi að þeir blésu
einnig sumir hverjir. Um þetta höfum vér fengið
áreiðanlegar upplýsingar, síðan vér rituðum grein-
ina í síðasta blaði, og er oss ljúft að leiðrétta það
nú, að blásendurnir voru svona margir, eða meir
en helmingi fieiri en vér hugðuui i fyrstu. „Agent-
inn“ hefur því heldur tapað en grætt við að minn-
ast á þetta. Hann hefði alveg átt að þegja um
fjölda blásenda, þvi að þá hefðum vér efiaust ekki
grennBÍazt neitt frekara eptir þessu. En svo kem-
ur aðalmergurinn málsins hjá „agentinum'1, þar
sem hann segir, að vér höfum hermt skakkt frá í