Þjóðólfur - 24.03.1893, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.03.1893, Blaðsíða 3
5B setja á sig, hvenær hana hefði dreymt þetta, til þess að vita, hvort það reyndist ekki satt. Grunur hennar hafði við rétt rök að styðjast, því að innan skamms barst sú fregn til ættingjanna, að unn- usti hennar hefði fallið í orustunni við Corunna (1809), daginn fyrir þá nótt, er unnustu hans liafði birzt draumsjónin. Dæmi eru til þess, að menn hafa hrokkið upp úr svefni við það, að þeim hefur heyrzt vera kallað með nafni á einhvern ættingja sinn eða vin, er einmitt hefur þá andazt á sama tíma einhversstaðar langt í burtu. Eru þetta í raun og veru fyrirburðir, en ekki draumar, þótt náið samband sé þar á milli, því að hvorttveggja heyrir til hinum yflrskilvitlega, andlega heimi, er vér ekki þekkjum. (Niðurl. næst). Prófastur skipaður í Mýraprófasts- dæmi af biskupi 17. þ. m.: séra Einar Friðgeirsson á Borg. Póstskipið enn ókomið, og er allmjög farið að sneiðast um nauðsynjavörur hér í bænum, svo að jafnvel horflr til vand- ræða, ef skipskoman dregst lengi úr þessu. Það er svo að sjá, sem dönsku stjórninni standi nærri því á sama, hvernig allt velt- ist. Það mundi þó hafa verið vinnandi vegur að senda eitthvert skip af stað 1. marz, hafi „Laura" þá enn legið föst í ís, sem mestar líkur eru fyrir. En það hef- ur líklega ekki þótt svara kostnaði, fyrir önnur eins olnbogabörn, sem íslendinga. Ailabrögð. Á föstudaginn var (17.þ.m.) aflaðist fyrirtaksvel á Eyrarbakka, mest ýsa. Hæstur hlutur (165) hjá Jóni Sig- urðssyni í Túni, en meðalhlutarupphæð þá urn daginn um hundrað. ý Hinn 15. okt. f. á. andaðist að Hún- stöðum í Húnavatnssýslu merkisbóndinn Oísli Jönsson. Hann var fæddur 19. marz 1820 á Fremstagili í Langadal; ólst hann þar upp með föður sínum þar til hann var um fermingaraldur, fluttist hann þá að Yztagili í sömu sveit til systur sinnar Helgu og var þar lijá henni nokkur ár þar til hún varð ekkja og fluttist að Orrastöðum á Ásum. Varð hann þá ráðs- maður hjá henni og var það í 8 ár. Síð- an fór hann að Hurðarbaki í sömu sveit og var þar í 2 ár og kvænllst pa 1 fyrra sinn 1847, Sigurbjörgu Kristjánsdóttur merkisbónda, er þar bjó. Fluttist þá Gísli sál. að Húnstöðum og byrjaði þar búskap og bjó 21 ár með fyrri konu sinni, átti með henni 15 börn og lifa af þeim að eins 2 dætur, sem nú eru báðar giptar. Gísli sál. kvæntist í seinna skipti 1870, Þuríði Andrésdóttur; lifðu þau saman í 22 ár og eignuðust 2 dætur, er önnur lifir heima hjá móður sinni. Gísli sál. var einn með fremstu bænd- um í sinni sveit, hygginn og stilltur, gestrisinn og góðsamur við bágstadda. Hann var bezti búhöldur, sem augljóst er af því, hve vel hann sá fyrir börnum sínum og húsi, en græddist þó fé einkum á síðari árum, svo að hann varð með efnaðri bænd- um hér. Hans má því maklega sakna sem sveitar stoðar og sem þess manns, er jafnan var reiðubúinn til að veita þurf- andi hjálparhönd og hýsa gesti og gang- andi, sem opt báru að garði hans. S. Fyrirspurnir og svör. 1. Er sá skyldur að vera í lög-vist, sem er við nám allan veturinn, og er hann skyldur til að láta aukaútsvar, ef hann kostar sig af sinum eigin fjármunum 9 Svar: Sá, sem stundar nám, er undanþeginn vistarskyldunni, en skyldur getur hann verið að borga aukaútsvar, cnda þótt hann kosti sig við námið af eigin fjármunum. 36 Jón gerði svo. Síðan sagði hann eptir litla bið: „Yfir ána get eg komið með yður“. Svo riðu þeir yfir ána, og lítinn spöl frá henni undir holtbarð eitt, litlu austar en Úlfáin fellur í Eyja- fjarðará. Þar fóru þeir enn af baki undir holtinu, og settust niður. „Nú fer eg ekki lengra, hér ætla eg að bíða“, sagði Jón, „ef þér ætlið að fara heim“. „Jæja, þú ræður því, en vita skaltu, að með ertu í förinni, hvað sem í kann að skerast“. „0 — veit eg það. En þar erum við líka báðir í, og vonandi að ekkert komi það fyrir sem er ljótt“. „Ekki skulum við ætla það — en ljáðu mér nú þessa síðhempu, sem þú ert í; eg ætla að vera í henni keirn. Mig gilti einu þó eg þekktist ekki, ef einhver kynni að vera á fótum“. „Uss, það verður enginn á fótum núna, um hálág- nættið. Jú, hérna er síðkempan, hana getið þér fengið — hérna“ — hann smeygði sér úr henni, og færði Magn- ús í kana. En þegar til kom var hún Magnúsi öll of- þröng; gat liann engum hnappnum hneppt, en um herð- arnar gat hún dugað. Tók hann þá snæri upp úr buxna- vasa sínum og hnýtti yfir um sig. Síðan tók hann hest sinn og teymdi fyrst upp eptir. 33 „Já, eg veit það nú varla, við ætlum eitthvað ofan í sveit, en hvað langt, veit eg ekki“. „Þið? — er nokkur með þér?“ „Já, það held eg — húsbóndinn er með mér — hann bíður liérna neðra, og bað mig að spyrja eptir konum Gvendi hérna kaupa, sunnlenzka, hvort hann væri hérna — eg hef boð til hans — er hann liérna núna?“ „Nei, hann er einhversstaðar niðri á Byggð, en kemur líklega hérna í kveld, til þess að sækja kaupið sitt. Hann fer líklega frameptir á morgun, því að á stað trúi eg hann ætli á sunnudaginn“. „Já, það þarf þá engin boð að gera lionum, fyrst hann kemur“. „Það er frá um það — liaun skilar sér víst hann Gvendur gamli — hann vill hafa sitt“. „Jæja — þakka ykkur nú fyrir matinn og verið þið sælir“, sagði Jón, spratt^ upp af hlóðarsteininum og fór út. Hann fór síðan á hest siun og reið ofan í nes; þar var Magnús fyrir og spurði tíðinda, og sagði Jón það, er lianu vissi um Guðmund, og svo það, að hann hefði sagt, að þeir ætluðu eitthvað ofan í sveit. Þeir stóðu enn við um stund. Það var orðið meira en hálfrokkið, komið um mjaltatíma. Magnús ýmist stóð, eða gekk fáein spor, og stóð svo aptur. Hann var

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.