Þjóðólfur - 24.03.1893, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.03.1893, Blaðsíða 2
54 Þrjú kvæði eptir Áskel Unnarson. Man eg það. Man ég það: — á æskuárum allskyns dýrð ég sá; hlýja ferð á hægum bárum hélt ég lífið þá mundi verða — svona síðar sjaldan las ég rúnir tíðar. — Voðir fyllti vonarandi, vindur stóð af landi. Man ég ljós úr hafi hafið haida um fribinn vörð. Þá fannst mér ég gæti grafið gull úr hverri jörð; snúið eptir höfði heimi, hlaðið múr af ást og seimi. Undir frægðar hlífihendi hægur skyldi endi. En svo komu aðrar stundir: alda reis á sjó; horfnar voru grónar grundir — grálega vinur hló. Upp að fjalli ílcyið barði; fátt er traust í norðangarði; síðan gengur skrykkjótt skeiðin; skuggasöm er leiðin. Gtleðin. Hún kom sem eygló um árdags stund, sem andar lifi á jarðar fund. Svo hvarf hún aptur sem settist sól við svartrar náttgyðju höfuðból. Hún kom sem vorið með ástar-auð með óðarlykla og vonar-brauð. Hún hvarf, sem haustið, er hrímgan baðm sér helgar í köldum vetrarfaðm. Sem léki gustur um Iiljublað hún létt og hvikul mér vafðist að. Og eins og þytur, sem fram hjá fer í fjallagolu — svo hvarf hún mér. I^engra! Áfram! — yfir grænar grundir! Gaman er að sjá og skilja. Áfram nú á allar lundir! Allra fyrst er það: — að vilja. Áíram! — gegnum holt og hæðir! hugurinn þráir fleira en gaman. Forynjur á vegi verða, vöðvar titra og dragast saman. Gegnum leir og gegnum urðir! — gangrúm verður dimmra og þrengra. Nú skal knýja hamra hurðir og hugsa bara: lengra! Iengra ! Sýnist mér þar innar urðum á undur fagra perlu glampi; — eins og gyðja í geysi-fjarlægð gæfu í þoku-reifum hampi. Svefh og draumar. (Framh.J. Einhver hinn undrunarverðasti eiginlegleiki mannlegs anda er hraðfleygi hugarins, en þó er það ekkert að reikna í samanburði við þann feiknahraða, sem lýs- ir sér i draumum vorum, því að rúm og tími hverfa þá algerlega. í einni svipan erum vér í svefninum komnir í fjarlæg lönd og margra ára atburðir gerast á fá- um sekúndum. í sama vetfangi, sem ein- hver hávaði verkar á oss, hefur hann jafnframt framleitt langan draum, áður en hann vekur oss. Einhverju sinni dreymdi t. d. mann nokkurn, að hann væri orðinn hermaður, stryki svo burtu, væri tekinn höndum, dæmdur til að skjótast og leidd- ur út til aftökustaðarins. Eptir liinn venju- lega undirbúuing til aftökunnar, var hleypt af byssunni, og þá vaknaði hann við hvellinn og varð var við, að það var hávaði í næsta herbergi, sem í sömu svip- an hafði komið draumnum til leiðar og vakið hann. Einn af vinum Abercromby’s heimspekings, sem fyr er getið, sagði hon- um, að sig hefði dreymt, að hann hefði siglt yfir Atlantshafið, dvalið 14 daga í Ameríku, dottið í sjóinn, er hann ætlaði heim aptur og vaknað við það; kvaðst hann þá hafa séð, að hann hefði ekki sof- ið fullar 10 mínútur. Það eru ekki að eins endurminningar um atburði frá æskuárunum, sem svífa fyrir oss í draumum vorum, heldur endur- kallast stundum allt í einu fram fyrir hugskotssjónir vorar nýir viðburðir, sem vér í vökunni gáfum ekki gætur að, eða festum ekki í minni. í athugasemdunum við Wawerley segir Walter Scott frá smá- sögu þessari: Gjaldkeri nokkur við bankann í Glas- gow var einhverju sinni krafinn um að greiða ávísun upp á 6 pund sterl. á öðr- um tíma, en venjulegt-var. Gjaldkerinn greiddi krefjandanum loks féð, en þó mjög nauðugur, og hugsaði svo ekki frekar um það. Yið árslokin, 8—9 mánuðum síðar, urðu reikningarnir samkvæmt bókunum ekki samhljóða, og þótt á allan hátt væri reynt að komast að því, í hverju villan væri fólgin, varð það árangurslaust, og gjaldkerinn gekk óánægður og hryggur til sængur. Þegar hann var sofnaður, dreymdi hann, að liann væri í bankanum og þá þótti honum koma aptur maðurinn með 6 punda ávisunina og heimta hana út- borgaða eins og fyr. Við nánari athug- un kom það svo í ljós, að þessi upphæð, sem ekki hafði verið skrifuð í bækurnar, var einmitt hin sama, sem gert hafði rugl- ing í reikningnum. Allir þessir draumar, sem nú hefur verið minnzt á, snerta umliðna atburði. Annars konar eru þeir draumar, sem gefa vitneskju um atburði, er gerast samtímis langt í burtu; þá er eius og dreymandinn sjái gegnum holt og hæðir í svefninum. Þegar Katrín af Medici Frakkadrottning lá veik í Metz 1569 sá hún í svefninum prinzinn af Condé dauðan og son sinn, hertogann af Anjou falla af hestbaki á or- ustuvellinum við Jarnac og þetta gerðist einmitt á sama tíma. Frá þessu hefur Margrét af Valois, dóttir Katrínar, sagt í minningarriti sínu. Saga sú, er hér fylgir á eptir, sýnir ljóslega, hversu draum- arnir geta stundum verið í undrunarverðu samræmi við tilvistina: Ung stúlka, sem átti heima í Roschire á Englandi, var trúlofuð sveitarforingja nokkrum, sem tók þátt í ófriðnum á Spáni gegn Napóleon undir forustu Sir John’s Moore’s. Hin sífellda hætta, er hann var staddur í, hafði auðsjáanlega skaðleg áhrif á heilsu hennar. Hún varð fölleit og þunglynd, með því að hugur hennar var ávallt hjá honum, og þrátt fyrir allar huggandi fortölur skynseminnar, þóttist hún sannfærð um, er hún kvaddi hann síðast, að hún sæi hann aldrei framar í þessu lífi. Á örstuttum tíma hnignaði henni svo, að furðu gegndi, og hröðum fetum virtist hún færast nær og nær gröf sinni. Þá dreymdi hana draum, er stað- festi það, sem hana hafði lengi grunað. Eina nótt, er hún var sofnuð, virtist henni hún sjá unnusta sinn koma inn í herberg- ið, náfölan, blóðugan og særðan á brjóst- inu; hann dró rúmtjaldið til hliðar, liorfði á hana með blíðu augnaráði og sagði henni, að hann hefði verið drepinn í bardaga; jafnframt bað hann hana um að bera sig vel og taka sér ekki of nærri lát haus. Þess er óþarft að geta, hvíiík áhrif draum- sýn þessi hafði á hana. Henni elnaði sótt- in meir og meir og hún andaðist fáum dögum síðar, en bað ættiugja sína áður að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.