Þjóðólfur - 28.03.1893, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.03.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkirj kostar 4 kr. Krlendis ð kr. — Borglst fyrlr 15. jflll. Uppsögn, bundin viö áramót ógild nema komi til útgef- anda fyrir 1. október. ÞJOÐÓLFUR XLY. árg. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 9. marz. Danmörk. Svo hefur vetrarríki verið mikið hér um slóðir, að KaupmanDahöfn var öll ísi horfln til febrúarloka. Eyja- sundin hafa verið í einni hellu og ísrek mikið í hafinu milli Svíþjóðar og Jótlands. ísalög þessi hafa gersamlega stöðvað allar siglingar Dana og hafa þeir beðið stórtjón af. Fyrstu dagana í marz fór að koma los á ísinn í Eyrarsundi og nú er það autt að kalla í miðjunni, en skarir liggja enn með ströndum fram. Nú fara skipaferðir dagvaxandi og batnar hagur bæjarbúa við það, því að atvinnan vex að sama skapi. Bæjarmenn hafa haldið uppteknum hætti að halda uppi beiningahúsum fyrir fátækl- inga, og safna blöð og einstakir menn samskotum til þessa. Beiningahús þessi eru nefnd „samaritanar“ og er nafnið dregið af dæmisögunni um manninn frá Samaríu. Fólksþingið hefur nú lokið umræðum um fjárlögin og er það venju fremur. Þyk- ir nú eigi örvænt um, að semjast muni með stjórn og þingi og Danir fái fjárlög eptir margra ára mæðu. Noregur og Svíþjóð. Þing Norðmanna er tekið tíl starfa aptur og munu Svíar mega vænta þaðan harðrar sóknar, því að framfaramenn í þinginu hafa orðið ásáttir um að láta skríða til skarar um umboðs- mannamálið. íhaldsmenn og miðmenn rísa örðugir í móti þeim og vilja koma á samkomu- lagi og samningum, en lítt munu þeir hafa bolmagn víð hina. Mun því verða fylgt kröfum framfaramanna, að norska þingið ráði málinu til lykta, án hjálpar Svíanna. Kveða framfaramenn það engu varða, hver afdrif málið fær. Rússland. Þess var áður getið, að fjöldi manna var dæmdur til dauða og Síberíuvistar fyrir óspektir, er risu af kólerunni í sumar sem leið. Nú hefur keisarinn gert það drengskaparbragð að náða þá. Sagt er, að keisari leggi mik- inn hug á að manna Síberíu, og mun það satt, því að nú ætlar hann að Iáta gera járnbrautir þar í landi. Þess má enn geta, að samningur er kominn á milli Rússa- Ileykjavík, þriðjudaginn 28. marz 1898. stjórnar og Bandamanna um að selja skuli fram þá keisaramorðingja eða ráðbana, er þangað hafa flúið í Bandaríkin. Enn má telja það til tíðinda, að systir Tolstojs hef- ur verið mjrrt til fjár. — Prestur einn í Rússlandi hafði gert sig sekan í því að gipta rétttrúaðan (þ. e. grísk-katólskan) mann og konu, er var mótmælandatrúar. Hann var dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Má af þessu sjá, hve mikiis kirkjutrúin rússneska metur trúarfrelsi og frjálsan anda. Brikkland. Zante heitir ey ein í íóna- hafi fyrir vestan Grikkland og er hún ein af Grikklandseyjum hinum vestri. Þar kom svo ákafur landskjálfti, að nær því eyddi hann eyna. Fjártjónið varð geysi- mikið og húsahrunið að sama skapi; urðu 26,000 manna húsnæðislausar. Konungur og drottning brugðu við og fóru til eyjar- innar til að hjálpa fátæklingunum. Ítalía. Leó XHL, sá er nú situr í postulasæti í Rómi, hélt fyrir skömmu há- tíð mikla í minningu þess, að hann hafði verið biskup í 50 ár. Eins og nærri má geta, var mikið um dýrðir hjá öllum rétt- trúuðum sálum um allan heim. Leó þyk- ir hygginn maður og hefur hann sýnt það i ýmsum tillögum sínum um stjórnarfar landa, og er það til marks, að hann bauð prestum á Frakklandi að styðja þjóðveldið og telur heimastjórn hjá írum óskaráð. 1‘ýzkalaild. Frá Þýzkalandi er fátt fréttnæmt að segja. Ekki verður sagt með VÍ8SU ennþá, hvort herlögin ná fram að ganga eða ekki, en þó eru fleiri líkur til að svo verði, því að viðbúið er, að frelsis- flokkurinn klofni á því. En sá flokkur er því andstæðastur. Bismarck kvað vera lasinn. Frakkland. Enn er Panamamálið á dagskrá hjá Frökkum, og er hætt við, að lengi lifi í glæðunum. Mótstöðumenn þjóð- veldisins hafa reynt að færa sér ólagið í nyt á ýmsar lundir, en Ribot og ráðaneyti hans heitir á þjóðveldissinna að duga, svo ekki verði einvaldssinnum kápan úr því klæðinu. Þeir feðgar Ferdinand og Karl Lesseps voru dæmdir í 5 ára varðhald og Nr. 15. stórsektir, en hinir stjórnarmennirnir í hlutafélaginu í 2 ára fangelsi og sömu sektir. Þeir skutu málinu til æðra dóms og standa málaferlin enn yfir. — Ekkjunni eptir Renan hefur verið veittur 6000 fr. styrkur árlega af almannafé. Einhver hinn frægasti rithöfundur Frakka á þess- ari öld, Hyppolite Taine er dáinn. England. 13. febrúar gerði Gladstone heyrum kunnugt frumvarp sitt til heima- stjórnarlaga fyrir íra. Hann hélt langa tölu og snjalla, sem vandi hans er til, og rómuðu menn vel. Þessi eru helztu aðal- atriðin: írland er einn hluti Englaveldis, en hefur sérstakt löggjafarþing. Það er í tveim deildum og eru 48 í efri deild. Þeir eru kosnir til 8 ára. í neðri deild eru 103 og eru þeir kosnir til 5 ára. Þing þetta hefur löggjafarvald í öllum málum, sem varða írland eingöngu. Framkvæmd- arvaldið hefur jarl eða undirkonungur og skal hann hafa ráðaneyti við hlið sér. En til að írar fái og að ráða nokkru um al- menn ríkismál, eiga 80 þjóðkjörnir menn frá þeim að sitja á ríkisþinginu. En ekki mega þeir greiða atkvæði, nema um almenn ríkismál. Frumvarp þetta fellur írum vel, nema Ulsterbúum. Þeir hafa svarið þess dýran eið, að hlýða ekki lögunum, þótt þau komist á, og þó er þeirra hag séð svo vel borgið í frumvarpinu, að 27 af 80 ír- um á ríkisþingi Breta eiga að vera þaðan. Stjórnin er byrjuð á að undirbúa að- skilnað ríkis og kirkju í Wales. Ameríka. Forsetaskipti urðu hérna um daginn og var þá allt á tjá og tundri, er Cleveland ók til hvítu hallarinnar. í ræðu sinni gat hann þess, að hann vildi hafa verzlunina frjálsa og enga tollvernd á innlendum vörum. — Uppreisn varð fyrir skömmu á Sandvíkureyjum. Meykóngur sá, er þar réð ríkjum, reyndi að breyta stjórnarfari eyjanna, en varð ofurliði bor- inu. Eyjarnar gengu því næst undir Banda- ríkin, en meykóngurinn fékk há eptirlaun. „Solness húsasmiður“, nýjasta rit Hin- riks Ibsens, hefur verið leikið í 5 höfuðborg- um og geðjazt vel, en bezt þó í Kristjaníu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.