Þjóðólfur - 28.03.1893, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.03.1893, Blaðsíða 3
59 „Dagsbrún44 heitir mánaðarblað kirkju- legs efnis, er séra Magnús Skaptason er tek- inn að gefa út í Vesturheimi. Það er á stærð við „Sameininguna" og kostar 3 kr. Gtufubátur á FaxaHóa. Það er nú komið svo langt, að telja má nokkurn veginn víst, að gufubátur fáist hér á fió- ann í sumar. Hefur Fr. Fischer stórkaup- maður tekizt fúslega á hendur að útvega hann með þeim kjörum, er áður hefur verið getið um hér í blaðinu. Var hann jafnvel undir eins áður en skipið fór frá Höfn búinn að fá tilboð um einn gufubát smíðaðan í fyrra. Vér óskum fyrirtæki þessu allra heilla og vonum, að það verði þýðingarmikið stig til annara og meiri framfara. Til „gamla mannsins“ í dularklæöunum. „Gamli pingmaðurinn", sem ritaði svo öflugt gegn sendiför séra Mattii. til Chicagosýningarinnar í 14. tölubl. „ísafoldar11, var ekki lengi að læðast aptur fram á vígvöllinn í sama blaði 25. ]). m., Út af ummælum vorum í 13. tölubl. „Þj6ðólfs“. En eins og við mátti búast, hefur hann brostið elnurð og kjark til að varpa af sér dularbúningn- um, enda þótt vér skoruðum alvarlega á hann, að skriða fram úr Bkugganum. Það er líka miklu þægilegra að hýma í einhverju skúmaskotinu, og geta að ðsekju varpað þaðan Baur á mótstöðumann siun, án þess hann viti, hvaðan ðþverrinn kemur. En aðferð þessi hefur jafnan þðtt bera vott um 6- drengskap og lítilmennsku, enda eru blöð þau, er flytja nafulausan ðhróður um einstaka menn, í litlum hávegum höfð og stundum nefnd lítt virðu- legum nöfnum, eins og maklegt er. Það er reyndar ekki svo að skilja, að oss standi ekki nokkurn veginn á sama, þðtt þossi „gamli maður“ læðist í skugganum. Það er hvort sem er nokkurn veginn ljóst, að hann er hér á næstu grösum, og vill þá svo vel til, að eigi er um marga að villast, er geta verið feður þessara Isa- foldargreina. Um siðari grein „gamla mannsins" er í stuttu máli það að segja, að hún dæmir sig bezt sjálf, þvi þar er að heita má ekkert minnzt á málefnið sjálft, sem um er að ræða, heldur berst;höf. um á hæl og hnakka gagnvart oss persónulega, og hrúg- ar saman fákænlegum brigzlyrðum, með svo mik- illi ákefð, eins og hann sé að hamast í að kasta hnausum upp úr mógröf. „Gamla manninum11 hefur líklega þótt það frem- ur leiðinlegt, er vér minntumst á í grein vorri, að hann mundi hafa „alið aldur sinn neðst á ask- botni, með asklok fyrir himin“, þvi að hann fer að tala um „lokaða farðakirnu11. Það hefur löngum verið talið fremur vandræðalegt að japla sömu hugsunina upp eptir andstæðing sínum. En mann- garmurinn hefur eitthvað viljað segja, i likingu við askinn, og þá hefur hann einhvern veginn ð- sjálfrátt rámað í farðann. Það er ósköp skiljan- legt. Það sem oss þykir mestu skipta, er að „gamli maðurinn" treystir sér okki til að sanna það, sem vér skoruðum á hann að sanna; það stendur því enn ósannað, sem eðlilegt er, og verður hann þvi að sætta sig við að bera það nafn, sem vér gáfum honum i grein vorri í 13. tölubl. Hann ætla^ reyndar, að því er virðist, að þvo sig hreinan með því, að hann hafi misskilið þau orð vor í 11. tölu- bl. sem um var að ræða. En það er léleg afsök- un. Hann játar, að hann sé svo skilningssljór. En geti hann ekki skilið það, sem hvert barnið skilur, skulum vér gjarnan gefa honum vottorð um, að hann sé ótilreiknanlegur höfuðsóttarfáráðlingur, sem ekki er til neins að eiga orðastað við. Tilraun sú, er liann gerir til að ðvirða séra Matth. er fremur lúaleg. Hann má vita það, að heiður séra M. er miklu meiri on svo, að ónafn- greindir, gamlir apturhaldsseggir geti rýrt hann að nokkru. Þessi „gamli maður“ hefur víst aldrei verið hálfur maður á við séra Matth., hversu hátt sem hann nú hreykir sér yfir hann. Það eru aðr- ir dómstðlar til, on dömstðll þessa höf. í ísafold. Öll hin íslenzka þjðð á séra Matth. svo margt gott og fagurt að þakka, að það væri henni til mestu vansæmdar að gefa nokkurn gaum að hrðpi ðvildarmanna hans, —• sem því nær eingöngu munu eiga heima hér í höfuðstaðnum, — enda mun cigi hætt við því. Greinar „gamla mannsins11 um þetta málefni munu víðasthvar sæta maklegri fyrirlitn- ingu. Það er allt og sumt, sem hann græðir á öllu þessu frumklaupi sinu. Að síðustu skal þess getið, að oss stendur hjart- anlega á sama, þðtt þessi dularklæddi öldungur haldi áfram ærslum sínum bak við fortjaldið. En það er lakast fyrir hann, að það glittir dálítið í hanu gegnum duluna. 40 Þau stóðu upp og gengu fram á eyrina, allt fram að áuni. Guðrún hélt á tunnunni, en Magnús á pokanum, sem hún var vön að vera í. Guðrúnu var brollkalt. Yið ána bauð hún Magnúsi enn að súpa á tunn- unni -— hann gerði það og sagði: „Þér er kalt, Guðrún* smakkaðu á tuununni, og þá fer úr þér hrollurinn!“ „Æ-nei, mér þykir brennivín ekki gott“. „Jú, það tekur úr þér hrollinn“ —, hann gekk að henni og lagði hægri handlegginn um axlir henni, og hallaði henui upp að sér. Með hinni hendinni ýtti hann hendi hennar með tunnunni upp að munni hennar; í sömu hendi hélt hann og á pokanum. Hún saup á — en í sömu svifunum tók hann hægri hendinni í hálsmálið á skyrtunni og treyjunni að aptan og lierti að; við það vatt Guðrún sér við, og varð henni þá laus tunnan. Henni þrengdi um andrúmið — hún gat að eins pínt þessum orðum fram: „Æ, góði Magnús, góði, því-------— “ En þá kom hann hnénu að miðju baki hennar, og gat svo snúið liana flata niður á eyrina. En um leið og hann sneri hana niður, rak hún upp 37 Svo fór hann á bak. En hann reið hægt — já, dræmt, það var eins og hann þó hikaði við það að framkvæma það, er gera skyldi. Það var engin barátta í sálu hans; hann var búinn að liugsa það svo vel, hvað hann skyldi gera við Guð- rúnu, hugsa um það allt sumarið. En þegar á átti að herða, þegar á hólminn var komið, var eitthvert hik á honum. En það stóð ekki lengi; hann herti sig, reið heim undir lækinn, sem fellur við bæjarvegginn á Úlfá, og fór þar af baki. Hann gekk í kringum bæinn, og gáði vel að öllu. Annar skjárinn á baðstofunni var rifinn, og heyrði hann út, að tveir menn hrutu inni, en kona var að þagga niðri í ungbarni, og raulaði við það andlega vísu. „Enginn er á fótum“, hugsaði hann með sér, „og þá er bezt að hraða sér, fyrst til þessa, og svo til hins“. Hann glotti við tönn, en það sá enginn, nema sá, sem allt sér. Hann gekk að hestinum, leysti af sér snærið, snaraði af sér síðhempunni, lagði hana þvera yfir söðulinn á hestinum, stakk snærinu í vasa sinn, og gekk til bæjardyra. Hann klappaði lauslega á dyrastafinn. Yar þegar opnað að innan. Var það Guðrún; flaug hún þegar upp um háls Magnúsi, og bað hann koma blessaðan með kossi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.