Þjóðólfur - 19.05.1893, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.05.1893, Blaðsíða 3
91 ekki vamm sitt vita. Hann var sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna næstl. ár. Með fyrri konu sinni Herdísi Ásmunds- dóttur frá Stóruvöllum í Bárðardal Davíðs- sonar átti hann 6 börn, er upp komust: Benedikt á Auðnum, Snorra á Öndótts- stöðum, Jón á Þverá, Guðnýju seinni konu Baldvins Sigurðssonar í Garði, Aðalbjörgu konu Hólmgeirs Þorsteinssonar á Ljóts- stöðum og Maríu konu Sigurgeirs í Reykja- hlíð. Með síðari konu sinni Bergljótu Guttormsdóttur stúdents á Arnheiðarstöð- um Vigfússonar prófasts Ormssonar átti hann ekki börn. Jóhanna Jónsdóttir (prófasts í Glaum- bæ Hallssonar), síðari kona Einars danne- drogsmanns Guðmundssouar á Hraunum í Fljótum, andaðist 16. apríl, merk kona og vel látin. Sigurlaug Gísladóttir (bónda á Kálfs- 8töðum í Hjaltadal Ásgrímssonar og Þór- dísar Eiríksdóttur prests á Staðarbakka Bjarnasonar), háöldruð merkiskona, andað- ist fyrir skömmu á Víðivöllum í Skaga- firði, til heimilis hjá Gísla syni sínum bónda þar. Hún var ekkja merkismannsins Sig- urðar Jónatanssonar á Víðivöllum, bróður samfeðra Þorfinns heitins Jónatanssonar kaupmanns. Guðmundur Einarsson bóndi á Hafnar- nesi í Stöðvarfirði andaðist 7. marz 66 ára að aldri, „maður áreiðanlegur í viðskipt- um og vel metinn“. (A. Þ.) Björgólfur Stefánsson bóndi á Kömb- um í Stöðvarfirði andaðist 12. marz. „Hann var vel-gáfaður og bókavinur mikill, en fátækur alla æfi, þó höfðingi í lund og gestrisinn“. (A. Þ.) Edvald Jacob Johnsen, læknir í Kaup- mannahöfn, andaðist þar 25. f. m. (f. 1838). Hann var íslenzkur í báðar ættir og um tíma settur héraðslæknir í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Einna kunnastur er hann fyrir „nudd“-lækningar (massage) gegn gigtsjúkdómum og hafði hann numið þá aðferð hjá frægum lækni í Hollandi. Nýdánar eru og 2 merkar konur eystra: GuSlaug Árnadóttir gipt kona á Þver- hamri í Breiðdal og Guðlaug Indricfadóttir ekkja á Eyri í Fáskrúðsfirði. Páll Jónsson snikkari hér í bænum, souur Jóns prentara Jónssonar og Solveig- ar Ottadóttur (sýslumanns Efíersöe’s Guð- mundssonar), andaðist suður við sjó 8. þ. m. Hann var maður á bezta aldri og smiður góður. Slysfarir. Einn meðal hinna helztu bænda eystra, Jónas Símonarson á Svína- skála, skaut sig til bana 19. apríl (síðasta vetrardag), og er ætlun manna, að það hafi ekki verið óviljaverk; hann var sagð- ur þunglyndur, og hafði að sumu leyti átt andstætt á síðari árum, og efni hans gengið til þurðar. Hann var áhuga- og kapps- maður, hafði bætt mikið ábúðar- og eignar- jörð sína og stuðlað að ýmsum framkvæmd- um í sveit sinni. Hann lætur eptir ekkju og mörg börn. Seint í f. m. féil maður útbyrðis af báti á Skagafirði og drukknaði. Hann hét Sig- urður Halldórsson, búandi á Bakka í Við- víkursveit. Var á heimleið af Sauðárkrók með 2 mönnum öðrum. Danska kerskipið „Diana“ kom hing- að vestan af ísafirði 12. þ. m. Með henni kom hinn setti sýslumaður ísfirðinga og rannsóknardómari í Skúla-málinu Lárus Bjarnason, og fór hann aptur með henni að morgni 15. þ. m. Um erindi haus hing- að er ókunnugt. Rannsókninni í málinu var lokið 1. maí, en óvist, hvenær dómur verður upp kveðinn. Póstskipið „Laura“ lagði af stað héð- an áleiðis til Hafnar aðfaranóttina 14. þ. m. Með því sigldu: Jón Helgason cand. theol- frú Torfhildur Þ. Hólm og Sigm. Guð- mundsson prentari. Aflabrögð. Sami ágætisafinn helzt enn við Faxaflóa. Fiskur genginn jafnvel innst inn á Kollafjörð. Einn daginn kvað bát- ur frá Álfsnesi hafa fengið 100 í hlut og frá Leirvogstungu 90, þar rétt fýrir utan á firðinum, og er það óvenjulegt. Norðurmúlasýslu 26. apríl: „Tíðarfar hefur verið ágætt síðan brá til batnaðar um ein- mánaðar komu. — Lungnabólga hefur gert vart við sig hér og hvar og verið mannskæð, því margir hafa látizt, er hana hafa fengið. Sýslufundur fyrir Norðurmúlasýslu stóð 24. og 25. apríl. Ýms mál voru tii umræðu, þar á meðal beiðni frá 3 landsetum þjóðjarða, að fá keyptar á- býlisjarðir sínar, er nýmæli getur talizt á Austfjörð- um. Þá var annað mál frá Jökuldælingum, er virðingarvert þykir: óskað að fá samþykki sýslu- nefndarinnar að mega verja kreppavegafé til að setja drætti á ár í hreppnum og brúa þær, en hver landseti ætlar að sjá um landveginn í sínu landi. Það er kunnara, en frá þurfi að segja, að eptir endilöngum Jökuldal rennur eitthvert versta vatns- fall landsins, Jökulsá á brú, og í hana falla ótal stórgrýttar og straumharðar þverár“. Suðurmúlasýslu (Mjóafirði) 12. maí: „Góð og ákjósanleg liefur tíðin verið hér siðan um páska, hver dagurinn má segja öðrum blíðari; tún og út- engi nú orðin eins gróin eins og í 9. viku sumars í fyrra, svo að ef slík tíð helzt lítur út fyrir gott sumar til lands og grassprettu góða. Illa settu menn hér á veturinn i haust sem leið; sumir hér alveg orðnir heylausir þegar batnaði, eigi einungis fyrir fénað, heldur líka fyrir nautpening, og ein- stöku menn voru farnir að lóga af fénaði sínum, t. d. kúm; sumir leystu kýr s'mar út um páska, og þó fannst mér veturinn alls eigi harðari en í meðal- lagi. Mikið hefur hér breytzt til hins betra með messu- gerðir síðan kirkjan var fluttt hér út að Brekku frá Firði. Meðan kirkjan stóð þar, var messað að eins 3—4 sinnum á ári, að undanteknu ef ein- hver þurfti að kvænast; nú er messað nærfellt undantekningarlaust á hverjum helgum degi. Eg læt línur þossar hlaupa með „Ernst“, norsku gufuskipi, sem liggur hér og kom hingað með salt- farm, sem ýmsir efnamenn hafa pantað ásamt ýmsu fleiru. „Ernst“ skreppur nú snögga ferð suður til Reykjavikur, til að vita, hve margir Sunnlending- ar muni ætla austur í sumar, skreppur þaðan til Færeyja til að flytja Færeyinga til Austfjarða, og svo suður aptur i næsta mánuði að sækja Sunnlond- inga. Skipstjórinn heitir Bandulff, lipur maður og hefur komið hér fram sem vandaður og góður drengur. Ættu Sunnlondingar nú að vera sam- haldssamir og semja við hann að flytja sig aptur suður að hausti, og vera nú einhuga um burtfarar- tímann héðan, sem cg álít hentugastau eigi fyr en um októbermánaðarlok. „Ernst“ er mjög hentugt skip til fólksflutninga; það er nefnil. skýli yfir öllu þilfarinu". „Ernst“ kom suður hingað að morgni hins 15. þ. m. og fór aptur aðfaranótt hins 16. áleiðis til Færeyja. Kemur hingað að sækja Snnnlendinga fyrir 7. júní. Ósköp vandræðalegir eru báðir litlu pistlarnir, sem beint er til vor í 28. tbl. „ísafoldar“. Vér hugðum, að ritstj. gæti varla verið þekktur fyrir að bera slíkt þunnmeti á borð, innan um alla hina kraptafæðuna (1) í blaði hans. Eins og hver maður getur séð, er í fyrra pistlinum (um Matthi- asar-málið) engu svarað, er svara átti, ekkert sann- að, er sanna skyldi. Það er blátt áfram markleysu- hjal um ekki neitt, og sama er að segja um hinn síðara. Þar er að eins heilmikið hrúgald af þessum útslitnu, afllausu „ísafoldar“-skeytum, er ávallt fljúga ýmist fyrir ofan garð eða neðan. Þar bregð- ur og fyrir einskonar harmagrát yfir heimsins vanþakklæti, og vill ritstj. auðsjáanlega fá fólk til að trfia þvi, að hann biði stórau hnekki(!) við að fylgja skoðunum hinna fáu. Þeir fara að fjölga „pislarvottarnir“ á yfirstandaudi tíð. Þar eð eg dvel erlendis næstu 3 mán- uðina, hefur herra snikkari Erlendur Arna- son, Skólastræti nr. 5, lofað að afhenda bækur og taka á móti peningum og öðru, sem mér við kemur. Bið eg því þá, sem hafa eitthvað að borga mér, að snúa sér til hans. Reykjavík 12. maí 1893. 174 T. Þ. Holm.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.