Þjóðólfur - 14.06.1893, Page 2

Þjóðólfur - 14.06.1893, Page 2
106 Nýtt flugrit eða Vesturheimsferða- agn, er nefnist: „Ágrip af fyrirlestri um bæjalíf íslendinga í Canada“ eptir B. L. Baldvinsson, er nú nýprentað sérstaklega (og auk þess í „Landnemanum11). Pési þessi er 2 arkir að stærð með smáletri og upplagið um 2000, er öllu verður útbýtt eins og nokkurs konar „sakramenti11 handa trúuðum og vantrúuðum um land allt. Það er hvimleitt fyrir „agentana" að eptirtekj- an í ár skuli verða svo rýr, eins og nú lítur út fyrir. Það má segja, að þeir hafi til lítils barizt, þótt þeim öllum í samein- ingu takist að veiða fáeinar sálir. Þær verða nokkuð dýrar áður en lýkur. Um efni þessa fyrirlesturs þarf ekki að tala. Gumið um vellíðan landa vestra og gorgeirinn um þægindin í Kanada ganga fjöllunum hærra, eins og nærri má geta. Dálítið sýnishorn af því er prentað í 10. tölubl. „Þjóðólfsu þ. á. (Sauðárkróks-fyrir- lesturinn), en hér er það auðvitað allt fyilra og freklegar orðað, og þó kemst það sjálfsagt ekki í hálfkvisti við hið lifandi orð, eins og það hefur runnið af vörum agentanna á þeim og þeim staðnum. Aðallofgerðarrolian um kosti Kanada endar með nokkuð kynlegri samlíkingu (bls. 28 í fyrirlestrinum). Þar er útflytj- endunum líkt við sauði, er menn vilji hafa vel rúna, áður en þeim sé sleppt á af- réttina. Það hefur víst orðið einhvern veginn óvart hjá agentinum að líkja slétt- unum í Manitoba við afrétt (c. óbyggðir), en frá voru sjónarmiði er það heppilega orðað. Agentinn hefur haft allan hugann á sauðunum, er menn vildu rýja sem bezt, áður en þeir væru fluttir út. En nú vilj- um vér spyrja: Hverjir eru þeir flokkar hér á landi, sem vilja halda fólkinu hér kyrru til þess að geta féftett Jjað sem ræki- legast? Vér þekkjum ekki þá menn, enda mundi agentinum veita erfitt að færa sönnur á slíka kenningu, ef í það færi. Svona lagaðar getsakir eru bæði ódrengi- legar og mjög vítaverðar gagnvart hverj- um sem er. En tilgangurinn er auðsær: að varpa sandi í augu alþýðu og villa henni sjónir með því að klifa á því leynt og ljóst, að öll mótspyrna gegn útflutning- ingum sé sprottin af eigingirni og óhrein- um hvötum. Agentarnir vita, að slíkar og þvílíkar prédikanir falla í góða jörð hjá raörgum. Þeir vita, að þetta er þjóð- ráð til að teygja menn af landi burt und- an kúguninni, sem á að vera hér heima, og þeir vita fullvel, að það dugar ekki að hafa lireint mjöl í pokanum, ef þeim á að verða eittkvað ágengt til að byggja af- réttina í Manitoba. Markamálið. er betur rætt orðið í blöðunum en mörg önnur, sem nú Btanda hæst á baugi. Þ6 vil eg gera fáeinar athugasemdir við það. Eins og eðlilegt er hafa fleiri orðið til með góð- um ástæðum að mæla með breytingunni en móti. Af beinum tillögum um mörkin felli eg mig bezt við tillögu eyfirzka bóndans í „Stefni“: að hafa undirbenjar fyrir héraðamörk og skipta suinum sýsl- um í tvö markahéruð. Á sama hátt ætti að skipta Btærstu hreppunum í tvær markasveitir. Við marka- tillögu eyfirzka bóndans („Stefni“ 1. apríl) vil eg gera breytingu, þannig: Biti apt.: V..Skaptaf., Borgarf., N.-ísaf., N.Þingey. Biti fr.: Rangárv., V.-Húnav., N.-Múlasýsla. Bragð apt.: Strandasýsla, A.-Skaptafellssýsla. Bragð fr.: Mýrasýsla. Fjöður apt.: Austur-Árnessýsla, Barðastrandarsýsla. Fjöður fr.: Dalasýsla, Eyjaíjarðarsýsla. Hangfj. apt.: Húnavatnssýsla, eystri liluti. Hóbiti1 apt.: Árnessýsla, vestri hluti. Hóbiti fr.: Kjósarsýsla með Bvík og Seltjarnarnesi. Stig apt.: Snæfellsness, Skagafj., S.-Múlasýsla. Stig fr.: Gullbringu, V.-lsafjarðar, S.-Þingeyjars. Bita og stig, sem eg álít glöggustu mörkin, nota eg meira en eyfirzki bóndinn, og þó þannig, að þau vegna fjarlægðar milli sammerkjanna og hinna líku benja eigi geti valdið misdrætti. Fjöð- ur álít eg glöggt og gott mark, hef þó fjarlægt hana nokkuð frá stiginu, ef ske kynni að hún félli af. Líkt er um bragðið; það tel eg gott. Hóbita vil eg spara, þó glöggt mark sé, og hangfjöður því fremur; henni sleppi eg framan; þar er henni hættast við skemmdum (t. d. af hornum). Þessi mörk vil eg því nota minnst og að eins til aðgrein- ingar milli hinna, eða til að fjarlægja þau. Með samþykktarlögum vil eg leyfa sýslunefnd- um að taka upp þessi mörk, og ákveða yfirmörk á hægra eyra fyrir sveitamörk, eins og eyfirzki bónd- inn leggur til; löggin sé ógildingarmark samkvæmt tillögu „Hauks í horni“. Þegar sýslunefnd hefur samþykkt markareglur, er amtsráð fellst á og lands- höfðingi staðfestir, ætti að birta þær í stjórnar- tíðindunum minnst missiri áður en byrja skyldi að marka samkvæmt þeim. Jafnframt skyldi hver sá, er sammerkt ætti á hœgra eyra í næstu héruðum, þar sem samgöngur eiga Bér stað, að vera með lög- unum skyldaður til að bregða út af því marki svo verulega, að vafalaust yrði. Þotta væri nauðsyn- leg ákvörðun, af því búast má við, að eigi verði öll héruð jafnfljót að taka upp héraðsmörkin, enda er þetta minni sjálfræðistakmörkun, en að lögbjóða markbreytinguna alla í einu um land allt; enda mun hún enn eigi til fulls skilin almennt, svo það yrði óvinsælt; en reynslan mundi fljótt kenna mönn- um að fallast á þessa nýbreytni, sem óefað yrði til mikils hagnaðar. Héraðsmarkið ætti að skera (eða saga) glöggt á hornið á öllu hyrndu fé. Pó að þannig löguð samþykktarlög yrðu samin þegar í sumar, yrðu þau varla óvinsælli né þýð- ingarminni en hestakynbóta-samþykktarlögin frá alþingi síðast. Allt er hér undir héraðsbúum sjálf- um komið. B. B. *) ,Hó‘- mun réttara en ,hóf‘-, dregið af eldhús- Hói (?), sem pottar héngu í yíir eldi. Skaptafellssýslu (miðri) 23. maí: „Veður- áttan hefur verið hagstæð og góð upp á grasvöxt síðan sumarið byrjaði, enda er nú alstaðar kominn góður gróður fyrir allan búpening hér um nálægar sveitir. Skepnuhöld eru því alstaðar með bezta móti. Fiestir hefðu orðið heylausir hefði illa vor- að, eu nú fyrna víst flestir eitthvað af heyi. Illa lítur út með eldivið hjá þeira, sem helzt brúka sauða- og kúa-tað, því það liggur enn hjá flestum á túnunum, og farið að vaxa upp úr því. — Skip kom hér fyrst til Papósverzlunar 29. april. Það fór brátt aptur hlaðið með kjöt, og eitthvað af ull, sem legið hefur þar síðan í vetur. Dýrt þykir okk- ur að kaupa kaffið þar fyrir 1 kr. 25 au. pundið. — Á sýslufundi í Austur-Skaptafellssýslu voru kosnir 2 menn til að vera vörumatsmenn. Þeir eru kost- aðir af sýslusjóði og verzluninni. Ullin verður tekin frá 25. júní til 9. júlí. — Dálítið kefur hér um slóðir rekið af plönkum, sem sýslumaður mun láta selja sem strand-reka. Ekki er ennþá búið að lialda hér þingmálafund, en vissulega heldur séra Jón hann áður hann fer til þings, og hygg eg þar muni koma til umtals helztu ákugamál okkar hér, svo sem: 1. Samgöngu- málið. 2. Bindindismálið. 3. Tiundar- og skatta- málið. 4. Presta- og kirkjumálið. 5. Fastákveðið þingfararkaup. 6. Eptirlaunamálið. 7. Afnám vist- arbandsins. 8. Póstmálið, o. fl.“ Seyðisfirði 31. maí: „Öndvegistíð er hér nú á Austurlandi; má heita að sama veðurblíðan hafi haldizt síðan um jafndægrin í vor, er veðuráttan breyttist, þó fáeinir kuldadagar hafi komið í þess- um mánuði; muna elztu meun naumast eptir jafn- hagstæðri veðuráttu um þetta lcyti. Síldarvart hefur nýlega orðið hér í firðinum; hafa menn nú róið til fiskjar þessa síðustu daga og aflað vel. „Ernst“ kom liingað 28. þ. m. frá Færeyjum og með honum 200 Færeyingar, er hafa dreift sér hér um firðina; von á viðlíka mörgum með „Vágen“. Eins og kunnugt er var lögð fyrir alþingi 1891 bænarskrá þess efnis, að Seyðisfjörður fengi kaup- staðarréttindi, en þar eð láðzt hafði þá, að bera mál þetta undir sýslufund hér, var því vísað heim apt- ur. Mál þetta var nú lagt fyrir sýslunefndarfund hér í vor, og fékk það þar kinn bezta byr; veitti sýslunefndin því samþykki sitt í einu hljóði, og lét í ljósi áhuga á því, að það næði sem fyrst fram að ganga, en benti jafnframt á, að heppilegt mundi vera, máli þessu til fljótrar fyrirgreiðslu, að bera það enn á ný undir almennan sveitarfund, svo vissa fengist fyrir því, hvort vilji sveitarmanna væri eigi hinn sami og 1891, Var fundur haldinn hér í- gær til að ræða um þetta mál, og var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 6, að allar þær ályktanir og ráðstafanir, er gcrðar voru hér 1891 viðvikjandi skiptiugu sveitarinuar i tvennt, og að Seyðisfjarðar- verzlunarstaður fengi kaupstaðarréttindi, skyldu standa óraskaðar. Verður nú mál þetta á ný falið á hendur þingmönnum vorum, og má telja víst, að það nái fljótt og greiðlega frain að ganga“. Herra ritstjóri! í blaði yðar nr. 25 2. þ. m. er prentaður bréf- kafli úr Suðurmúlasýslu, og í honum stendur, að eg hafi skemmt fyrir pöntunarfélagi Austfirðinga með því að spilla lánstrausti þess utanlands. Þetta er að öllu leyti ósatt, og verð eg að lýsa yfir því, að

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.