Þjóðólfur - 17.06.1893, Page 2

Þjóðólfur - 17.06.1893, Page 2
110 Höf. segir, að „ráðstöfun neðri deildar alþingis (1891), um að láta aðalpðstinn milli Akureyrar og Seyðisfjarðar ganga eptir sveitum, án þess að ganga um Núpasveit og Sléttu og 1 til 2 bæi í utan- verðurn Þistilfirði, sé í ýmsum greinum mjög ó- beppileg“. Detta var blaðran, sem sprakk, og þar um vefur höf. ruglvef sinn. Við það, að aðalpðstur- inn fer beint yfir Axarfjarðarheiði, gæti að vísu verzlunarstjðrinn á Raufarhöfn ekki svarað einstöku bréfum sínum aptur um hæl með sama pðsti, eins og hann gerir nú, með því að fá póstana þvert á mðti því, sem þeir mega og er skipað fyrir, að bíða eptir bréfum hans. Það er aðgætandi, að þetta getur enginn brallað, nema verzluuarstjðrinn á Raufarhöfn, af þvi að hann er allra manna penna- færastur. — Væri þar á móti aukapðstur, eins og bæði alþingi og sýslunefnd Norður-Þingeyinga og amtsráðsmennirnir séra Einar í Kirkjubæ og Sig- urður á Hafursá vilja, frá Skinnastað út eptir, ætti hann að ganga út Núpasveit og út að Grjótnesi og eptir Sléttunni á Raufarhöfn. Þessa væri fylli- lega þörf, því að Sléttungar eru með þessu lagi, sem nú er, mjög útúrskotnir, en bættist alveg úr því, ef aukapósturinn væri látinn ganga á þann hátt, er nú var sagt. Engin hæfa er i því, sem höf. „Bréfs af Sléttu“ segir viðvikjandi vegalengd o. s. frv. á Hólsstíg og AxarfjaTÖarheiði. Hólsstígur er opt bráðófær á vetrardag og ekki fjölfarinn hvorki vetur, vor né sumar, síðan uppsigling fékkst til Kópaskers; á honum cr slæmur vegur, og mjög villugjarn á vetr- um. Hann er jafnlangur (o: úr Núpasveit út á Raufarhöfn) Axarfjarðarheiði eptir mælingu lieuten- ants Borns frá 1817. Axarfjarðarheiði er með betri heiðum hér í Þingeyjarsýslu bæði að Jjví, hve góð- ur vegur er á henni frá náttúrunnar hendi, og að því, hve opt góð færi eru á henni á vetrum, enda nú þegar fyrir nokkru vörðuð góðum vörðum bæja á milli. Hún má heita sem optast vel fær allan veturinn, og það þó að Hólsstígur sé bráð-ófær. Það getur að minnsta kosti á vetrardag munað um eina viku, sem póstur yrði lengur að fara ytri veginn, heldur en Axarfjarðarheiðina. Til þess að ekki sé hægt að fara yfir hana á dag í skammdegi, sé eg ekki neina ástæðu næstum í hverju veðri sem væri, enda veit eg ekki betur, en að enn í dag standi nýlegur kofi á miðri heiðinni (í Hrauntanga, sem er niðurlagt býli fyrir 4 árum), til að setjast að í, ef endilega þarf; en í flestum vetrum mun þó slikt ekki koma fyrir að þurfi. Sjálfsagt er, að láta ekki aðalpóstinn fara nema i lengsta lagi út að Þórshöfn á Langanesi, og það- an yfir Brekknaheiði, sem, eins og höf. „Bréfs af Sléttu“ segir, er fjölförnust, enda miklu betri veg- ur en hinn sjaldfarni Sauðanesháls, sem er ótræði, — eða þá um Hallgilsstaði yfir Helkunduheiði. Það, sem þá er eptir að minnast á í „Bréfi af Sléttir (endirinn), er tómt bull, og sé eg því enga ástæðu til að eyða oröum um það og elta ólar við slíkar lokleysur, sem öllum skynberandi mönnum hljóta að liggja í augum uppi. 2. Sama og um endann á „Bréfi af Sléttu" má að mestu leyti segja um flest í „Nokkur orð um vegi og samgöngur (í „Austra“ II, 19.). Hálfur þriðji dálkur (c: fyrri helmingur) er eintómt lok- leysuhjal. A allt er litið á landi voru geguum sótsvört gleraugu, og sjá allir heilvita menn, hví- lík fjarstæða slíkt er.'fjam þar er borið á borð. Það er að vísu vitanlegt, að oss íslendingum er eins og öðrum mönnum ábótavant, enda „fáir smiðir í fyrsta sinn“ meðan viðvaningar eru. Það er eins og annað hjá þessum höf. skrítin kenning, að ekki neitt gagn sé að póstgöngum nema það, að góður vegur verði lagður. Fyrir hví er þá verið að hafa nokkurn póst, ef þetta væri satt ? En það er sem betur fer ósatt hjá höf., eins og eg vona að allir viðurkenni, og þarf ekki annars hrakningB, enda er það fífldirfska og öfgar, að gera sýslunefnd Norður-Þingeyinga, sem hefur á- byrgð gerða sinna, slíkar órýmilegar getsakir, sem þessi höf. gerir. Eg nenni nú ekki í þetta sinn, að vera að setja ofan í við höf. þennan meir en orðið er. Að eins gleður það mig, að Norður-Mýlingar eru með oss Norður-Þingeyingum yfirhöfuð í því, að haga póst- göngunum eins og neðri deild alþingis samþykkti 1891 og sýslunefnd Norður-Þingeyinga hefur aptur og aptur farið fram á og mun enn halda fram, þrátt fyrir mótþróa amtmanns vors og amtsráðs- manns. Það voru einmitt Norður-Mýlingar, er vér Norður-Þingeyingar að upphafi vorum hræddir um, að mundu verða á móti þessu, einkum Seyðfirðing- ar, af því að þeir fá liklega ofurlitið seinna bréf af Akureyri, ef pósturinn er látinn ganga eptir sveitum, í stað þess sem nú er yfir öræfi. Mér er óhætt að segja, að vér Norður-Þingey- ingar erum þeim, og sérstaklega amtsráðsmönnum þeirra séra Einari og Sigurði að Hafursá, mjög þakklátir fyrir það, að þeir liafa tekið eins og góðir drengir undir þetta áhuga- og velferðarmál vort, er oss finnst vera, og ekki látið villa sig af ranghermi misjafnrar raddar, er, sem betur fer, inun ein uppi standa í öllum Austfirðingafjórðungi. Skinnastað, 21. sept. 1892. Þórleifr Jónsson. Dáin er ytra frú Soffía Amalía Bar- denfleth (fædd Schmettau), ekkja C. E. Bardenfleths (f 1857), er hér var stiptamt- maður 1837—41. Hún var 83 ára gömul (f. 1810) og hafði alllengi verið forstöðu- kona Valleyjarklausturs á Sjálandi, er brann í næstJ. marzmánuði. Dr. Jón Stef'ánsson hefur verið svipt- ur sýslaninni sem aðstoðarbókavörður við konungl. bókasafnið í Khöfn, en heldur þó fullum launum til 1. apríl 1894. Er svo að sjá, sem dr. Jón eigi ekki upp á pall- borðið hjá Dönum nú á síðustu tímum. Sifjaspellsmál G-uðmundar á Úlfá, er barn gat með dóttur sinni, hefur verið dæmt í hæstarétti og fékk Gruðm. 8 ára hegningarhúsvinnu (í landsyfirrétti 10). liruni. Sú fregn hefur borizt hingað bréflega (frá Winnipeg?), að aleiga blaðs- ins „Heimskringlu“ hafi brunnið 22. f. m. Áhöldin kváðu hafa verið vátryggð fyrir 1000 doll., en virt á 1700. Sagt er og, að Jón Ólafsson ritstj. hafi beðið þar mikið tjón, misst upplag kvæða sinna og m. fl., allt óvátryggt, og er sá skaði allur mik- ill og tilfinnanlegur, sé fregnin sönn, sem líklegt er. Nýr löggiltur dýrlingur. „Sunnan- fari“ getur þess í síðasta blaði (júní-nr.), að Leó páfi 13. hafi „kanoníserað“ (þ. e. tekið í heilagra manna tölu) Ólaf Haralds- son Noregskonung, er féll á Stiklastöðum 1031. Það var furðu seint, sem hinum heilaga Ólafi kóngi hlotnaðist þessi vegur. Nýfundið er í klaustri á Síuaí pergaments-handrit á sýrlenzku af öllum 4 guðspjöllunum nálega í heilu lagi. Hef- ur það komið í Ijós, að textinn er ná- skyldur hinum svonefnda Curetons (sýr- lenzka) texta, sem öllum ber saman um, að sé elzti guðspjallatextinn, en af þessu Curetons-haudriti hefur hingað til ekki verið þekkt nema dálítið brot í British Museum og tvö blöð, sem geymd eru í Berlín. Eptir því sem J. B. Harris háskóla- kennari í Cambridge skýrir frá, hefur frændkona lians, frú Lewis, fundið liand- rit þetta, og var það þá mjög illa útlít- andi, blöðin límd saman og mjög ólirein, en lienni tókst með gufu að ná þeim sund- ur hverju fyrir sig, og tók hún svo ljós- myndir af öllum textanum, um 3—400 bls. Það er kunnugt, að Tischendorf fann í þessu sama klaustri árið 1859 liið ágæta gríska handrit af guðspjöllunum, er nefn- ist „Codex Sinaiticus11. Síðan hafa marg- ir aptur og aptur leitað þar í handritun- um og þar á meðal Harris, er fyr var nefndur, en ekki tókst honum samt að finna þetta sýrlenzka handrit. Frændkona hans varð hlutskarpari. Meir en hundrað ára gamall dverg- ur, að nafni Theodulf Ecofíire, hefur dvalið 80 ár í sama þorpiuu í fylkinu Wallis í Sviss. í rauninni vita menn ekki með vissu, hve gamall hann er, því að það var ómögulegt að ákveða fæðingarár hans með vissu, þá er síðasta manntal var tekið og karlskepnan vissi ekkert um það sjálf- ur. En svo langt sem elztu menn í þorp- inu muna var hann jafnellilegur útlits þá (fyrir hér um bil 60 árum) sem nú. Ætla menn að liann sé að minnsta kosti 110 ára gamall. Hann er að eins la/2 alin á hæð. Man hann enn glögglega eptir því, er Frakkar brutust inn í Wallisárið 1798 og alla atburði, er þá gerðust. Stærsta bókasafn í heimi er þjóðbóka- safnið í París með rúmum 2 miljónum prentaðra bóka og um 200,000 handrita. Þar næst er „British Museum“ í Lund- únum með l1/^ miljón binda og keisara- bókasafnið í Pétursborg með 1 miljón.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.