Þjóðólfur - 22.07.1893, Blaðsíða 2
138
seint auðið verða á annan hátt. Það er
spá vor.
Að síðustu viljum vér leyfa oss að gera
þá athugasemd, að verði frumvarpið um
lagaskólann enn einu sinni samþykkt af
þinginu og nái ekki staðfestingu konungs,
þá eigum vér eindregið að krefjast háskóla
þangað til stjórnin sér sér ekki annað
fært, en að sinna þeirri kröfu vorri, því
að það hlýtur hún að gera fyr eða síðar,
þótt henni verði það eflaust harla óljúft.
Um Chicago-sýninguna.
Frá merkum íslendingi, sem Iengi hef-
ur verið búsettur í Chicago, hefur blaði
voru verið send eptirfyigjandi skýrsla
dags. 17. f. m.:
„Eins og kunnugt er var heimssýning-
in mikla opnuð hér í bænum af hálfu
stjórnarinnar 1. dag maímán., en þó svo
væri, var hún þá ekki fullbúiu. Óvana-
lega mikil óveður og dráttur á komu sýn-
ingarmuna eru mest orsök í því, að þessi
töf hefur orðið. Nú í miðjum júní eru
jafnvel sumar deildir sýningarinnar ekki
enn opnar fyrir aimenningi.
Allmikið þref hefur orðið um fyrirskip-
un þá, sem Bandarikjaþingið lét fylgja
fjárveitingu sinni til sýningariunar — að
hún skyldi lokuð vera á sunnudögum.
Sýningarstjórnin féllst á skilmálana, eins
og þeir komu frá þinginu í fyrstu. En
þá er seinasta þingi var slitið, kom það í
ljós, að x/s fjárveitingarinnar hafði verið
ráðstafað af þinginu sjálfu til sérstakra
nota. Með þessu fannst sýningarstjórninni
samningurinn rofinn, og þóttist ekki vera
bundin við þá skilmála, sem gerðir höfðu
verið. Sýningin var því næst opnuð 28.
maí fyrsta sinn á sunnudag. Þegar frétt-
in barst til Washington var afráðið að
leggja málið í dóm að vörmu spori. í
hinni fyrstu dómsnefnd urðu dómendur
ekki ásáttir. Þá var málið Iagt fyrir
„United States federal Court of Appeals“.
Úrskurður þess dóms féll í málinu í dag
(17. júní) þannig, að sýningin skyldi opin
vera á sunnudögum. Óvíst er, livort mál-
ið fer lengra.
Allsherjarfundir þeir, sem haldnir eru
jafnhliða sýningunni, hófust lð.maí. Kvenn-
fundurinn var fyrstur (Congress of re-
presentative women). Sá fundur var sótt-
ur af konum úr nálega öllum löndum.
Síðan hafa aðrir fundir verið halduir í
þarfir sérstakra málefna.
Á kvennfundinn hafði frú Sigríöur
Magnússon frá Cambridge ætlað sér að
koma fyrir hönd íslands, en gat ekki
af vissum atvikum komizt hingað nógu
snemma. Jafnskjótt og heuni var það unnt
bjóst hún til heimanferðar, og er hún hér
í bænum um þessar mundir. Þó að henni
tækist ekki að vera við hinn mikla kvenn-
fund, verður ferð hennar að líkindum ekki
árangurslaus, því að hún hefur meðferðis
allmikið af íslenzkum munum, sem hún
hefur feugið rúm fyrir í kvenubyggingu
sýningariunar.
Enn sem komið er getur varia heitið
að sýniugin hafi verið fjölsótt af mönnum
úr íslendingabyggðum. Að sönnu er þeim
ekki láandi, þótt þeir vilji sjá vaðið reynt
áður en þeir leggja út í það, því þeir hafa,
eins og aðrir, skelkast af óhróðurssögum,
sem ganga um Chicago landið á enda.
Þeir álíta, að ferð til Chicago ldjóti að
vera nokkurs konar leiðangur gegn þjóf-
um, morðingjum og stjórnleysingjum. Fjór-
ir menn frá Manitoba (tveir á heimleið úr
skóla) hafa þó haft hugrekki til að leggja
út í hættuna, og at því svo virtist, sem
þeim geðjaðist vel að því, sem þeir heyrðu
og sáu, má vona, að aðrir komi á eptir.
Yið opnun sýningarinnar var staddur
einn af afkomendum hins fræga Colum-
busar, Christobal Colon að nafui, hertogi
af Veragua. Yar honum fagnað af hendi
stjórnarinnar sem gesti þjóðarinnar. Ann-
ar gestur við sýninguna var hin spanska
prinsessa Eulalia. Hún var hér, sem full-
trúi hinnar spönsku stjórnar, um byrjun
þessa mánaðar, ásamt manni sínum prinz
Antoine. Að dæma eptir því, hversu mik-
ið umstang og vandræði urðu við komu
þessara tiginbornu hjóna hingað til lands,
má með sanni segja, að hinir látlausu
Ameríkumenn vita varla, hvernig þeir eiga
að sitja og standa, þegar þeim er lagt
það ok á herðar, að veita konungfólki
móttöku".
Alþingi.
v.
Eptirlaun. Frumv. um lækkun þeirra
hefur verið borið upp í efri deild af Sig-
urði Stefánssyni og Sigurði Jenssyni, og
hafa þeir stungið upp á, áð eptirlaunin
verði launaupphæðarinnar og 20 kr. að
auki fyrir hvert embættisár, en breytiug-
ar hafa verið gerðar á frumv. aptur í þá
átt, að liækka eptirlaunin. Þeir vilja sum-
ir halda dauðahaldi í há eptirlaun, halda
að embættismeun fari á hreppinn, ef þau
verða skert að nokkrum mun. Allliklegt
er samt, að takast muni að lækka þau
nokkuð á þessu þingi, þótt það verði ef-
lanst ekki nándanærri jafnmikið, sem þjóð-
in óskar. En betri er hálfur sigur en
engiun.
Afnám hæstaréttar. Fjórir þingm.
í Nd. hafa borið upp frv. um afnám dóms-
valds hæstaréttar í íslenzkum málum, sam-
hljóða því frv. er Nd. samþykkti 1891.
Prestkosningarlög'in. Nd. hefur sam-
þykkt frv. um breytingu á lögum 8. jan.
1886 um hluttöku safnaða í veitiugu
brauða, í þá átt, að söfnuðir fái að velja
um alla umsækjendur. Tveimur umræðum
um þetta mál er þegar lokið í Ed. og hef-
nr frv. Nd. verið nokkuð breytt. Biskup
(Hallgr. Sveinsson) talaði allhart gegn frv.
við 1. umr., en þingm. Strandam. (Guðjón
Guðlaugsson, einn meðal hinna efnilegustu
nýju þiugmauua) svaraði honum einarðlega
og lét hvergi hlut sinn. Vildi biskup við 2.
umr. málsins í gær fá hann til að taka
fyrri ummæli sín aptur, og þótti mörgum
það allkynleg tilmæli, en eins og við var
að búast sá Jnugm. Strandamanna enga á-
Stæðu til þess og lauk við það umræðuuni.
Ycgalög. Séra Jens Pálsson hefur
borið upp í Nd. vegafrv. það, er hann flutti
á síðasta þingi. Fimm manna nefnd kos-
in til að íhuga það: séra Jens, Ól. Br.,
Jón próf. Jónsson, Sig. Gunnarsson, Sighv.
Árnason.
Sinjörlíkistollur. Sex þingmenn í
Nd. stinga upp á 15 aura tolli á hverju
pd. af smjörlíki (margarine) og vilja ekki
láta flytja þá vöru til landsins uema hún
sé einkeund með ákveðnu vörumerki, að
viðlagðri allt að 500 kr. sekt. Það ætla
menu, að frumvarp þetta sæti allmikilli
mótspyrnu á þinginu, því að mörgum
þykir varhugavert, að gera fátækling-
um í sjóplássum þessa nauðsynjavöru þeirra
dýrari en verið hefur. Það er reynsla
fyrir því, að íslenzkt smjör er opt öldung-
is ófáanlegt í kaupstöðum, einkum á vet-
urna.
Ný útflutningalög. Fimm þingmenn
í Nd. (Einar Jónsson, Jón Þorkelsson, Jón
Jónsson 2. þm. N.-Múlasýslu, Björn Sigfús-
son og Ól. Briem) bera upp frv. til breyt-
inga á útflutningalögunum, einkum í til-
liti til þess, að rammari skorður verði
reistar hér eptir fyrir ýmsu athæfi „agent-
anna“ alkunnu. Þar á meðal er tekið
fram í þessu írv., að ef einhver maður,
hvort sem haun er innlendur eða útlendur,
gerist til þess, að æsa menn til að flytja