Þjóðólfur - 28.07.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. júli.
Uppsogn.bundin við áramót,
ógild nema komi til útgef-
anda fyrir 1. október.
ÓLFUR
@
XLY. árgc
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn 13. júlí.
Danmörlt. Hér var nýlega reynt
að stofna eins konar risavaxið verzl-
unarfélag eða kaupfélag (Husholdn-
ings Stores). Pað átti að vera hluta-
veltufélag (hluturinn 18 krónur). Hlut-
eigendur áttu að geta fengið allar nauð-
synjar sínar við innkaupsverði, en þá áttu
þeir líka að borga út í hönd. Bændum
var gefin von um hærra verð á varningi
þeirra. Fólag þetta átti að hafa aðalstöð
hér í Höfn, en útibú í öllum sveitum lands-
ins. Kaupmannastéttinni leizt ekki á blik-
una, eins og nærri má geta. Héldu þeir
nú ótal mót kaupmennirnir og kom þeim
alstaðar saman um það, að beita öllum
brögðum til þess að bana kaupfélaginu
mikla. Þjóðin kenndi í brjósti um þá,
veslings kaupmennina, og blöðin aumkuð-
ust yfir þá. Upphafsmenn verzlunarfélags-
ins fengu þungar átölur úr öllum áttum,
og sáu sér loks ekki annað fært, en að
hætta við allt saman. Kaupmannagrúan-
um er borgið í bráðina.
Esbjærg á Jótlandi, yngsti bærinn í
Danmörku, hélt fyrir skömmu 25 ára af-
mæli sitt. Það er verzlunarbær, íbúarnir
rúm 4000.
Konungur vor og drottning eru farin
til Englands. Þau ætla að sitja brúðkaup
Gleorgs dóttursonar síns.
Skáldið H. P. Holst er nýdáinn.
Noregur. Stórþingið hefur samþykkt
að veita umboðsmönnum engin laun nema
því að eins, að konungur og stjórn lofi
þvi statt og stöðugt, að Norðmenn skuli
fá sérstaka umboðsmenn ekki seinna en
1. janúar 1895.
Á Jónsmessu samþykkti þingið að taka
sambandsmerkið burt úr norska fánanum.
Sama daginn Iét Friðþjófur Nansen í
haf. Hann ætlar norður á heimskaut, eins
eins og flestum mun kunnugt. Skip hans
heitir „Fram“. Það er úr eik og ramgert
mjög. Þeir eru 10 saman í ferðinni og
búast við 2 ára útivist, en hafa þó 5 ára
forða innan borðs. Friðþjófur hefur orðið
þess áskynja, að flök af skipinu ,Jeannette‘,
sem fórst 1881 í Beringssundinu, hefur
rakið til G-rænlands. Heldur hann, að
Reykjavík, föstudagiim 28. júlí 1893.
straumur gangi úr sundinu beina leið norð-
ur á heimskaut. Það ætlar hann að nota
sér. Betur að vel fari.
,Víkingur‘ kom til Chicago í gær. Hann
hreppti veður mikil á Atlantshafinu og
kvað vera allra bezta sjóskip.
Þýzkaland. Þingkosningunum er lok-
ið — og þingið sett. Miðmenn misstu 10
kjördæmi, Richter missti 28 úr sinum
flokki. Þjóðfrelsismenn unnu 4 kjördæmi,
jafnaðarmenn 9 — þeir spjara sig —. Að
öðru leyti er flokkaskipunin rétt eins og
hún var áður. Virchow gamli féll. Hann
hefur verið þingmaður í 20 ár. Jafnaðar-
mennirnir unnu á honum. Það er talið
víst, að nýja þingið muni samþykkja her-
lögin hér um bil óbreytt. Til þess var
líka leikurinn gerður.
England. Seigt gengur með írsku
stjórnarskrána. Gladstone hefur lofað fénd-
um sínum að láta öllum illum látum utan-
um fyrstu greinarnar; þeir hafa lika beitt
öllum brögðum til þess að lengja umræð-
una, vafið og vefengt hvert einasta smá-
atriði, enda var ekki lengra komið en apt-
ur að 5. greininni í lok fyrra mánaðar.
Allir furðuðu sig á vægð og biðlund Glad-
stones — og eptir því var hann að bíða,
gamli maðurinn. Nú liefur hann tekið í
taumana og fengið því framgengt á þingi,
að umræðunum um stjórnarskrána skuli
lokið 27. júlí. Þessi þingsályktun fór fram
30. júní og þá voru 36 greinar eptir ó-
ræddar. Mótstöðumennirnir æpa og segja,
að stjórnin múlbindi þá, en Gladstone
minnir þá á það, að svona fór Salisbury
foringi þeirra líka að hérna um árið þeg-
ar hann var með írsku hirtingarlögin.
Allur menntaði heimurinn dáist að þreki
og ráðsnilld „öldungsins mikla“.
Georg, elzti sonur prinsins af Wales,
gekk að eiga Maríu prinsesssu af Teck
6. þ. m. Þar var mikið um dýrðir, 5000
brúðargjafir og allt eptir því.
Frakkland. Yfirréttardómur er fall-
inn í máli þeirra Panamagarpanna. Dóm-
ur undirréttarins var ónýttur af þeirri á-
stæðu, að sökin um fjársvik væri úrelt.
Eiffel er sloppinn. Charles Lesseps er ekki
sleppt. Hann bar fé á menn og geldur
þess nú.
Nr. 36.
Vikuna sem leið hefur allt verið í upp-
námi í París, stórorustur milli skrílsins og
lögregluliðsins. Rósta þessi er næsta skríti-
lega tilkomin. Svo er mál með vexti, að
menntamenn og listamenn í París eru vanir
að halda vikivaka tvisvar á ári. Kvenn-
fólkið þeirra kvað vera heldur af lakara
endanum. Seinast höfðu tvær stúlkurnar
búið sig svipað þvi, sem tízka var áður
en syndin kom inn í heiminn. Siðvandir
menn komust á snoðir um þetta og kærðu
unga fólkið fyrir yfirvöldunum. Mennta-
mennirnirnir brugðust illa við, gengu í
fylkingu heim til Loze’s lögreglustjóra og
báðu hann aldrei þrífast. Loze sendi pilta
sina á móti þeim og varð liörð orusta um
kveldið í gildaskála nálægt hýbýlum þeirra
menntamannanna. Margir urðu sárir. Einn
féll af menntamönnum. Næstu dagana
gránaði gamanið meir og meir, því nú
slóst skríllinn í leikinn, hlóð götuvígi, velti
vögnum, brenndi búðir og framdi allskon-
ar óhæfu. Menntamennirnir drógu sig
auðvitað strax í hlé, er þeir sáu hvað
verða vildi. Loks var dreginn saman her
manns, 30,000 manns, úr nærsveitunum,
til þess að bæla niður uppreistina. Nú er
kyrð komin á. Er mælt, að þessi gaura-
gangur hafi kostað ríkið l1/^ miljón franka.
Frakkar eru ólikir öðrum þjóðum að
skapferli. Það hefur jafnan sýnt sig.
Hlægilegt er það, að hugsa sér, að nærri
skuli hafa legið, að stjórnarbyltÍDg hlytist
af tveimur léttklæddum stelpum. Lá við
skömm en varð ei af.
Guy de Maupassant, eitt af góðskáld-
um Frakka, er nýdáinn, hefur verið geð-
veikur síðan í fyrra. Emil Zola liélt lík-
ræðuna. Prestur var þar enginn.
Ameríka. Nýlega hrundi hús hermála-
ráðsins í Washington. 110 manns særð-
ust, sumir til bana.
Ameríkumenn liafa slegið eign sinni á
Sandvicheyjarnar. Drottning þeirra eyja-
skeggja varð að víkja úr sæti, en eptir-
laun hefur hún fengið.
Iíúleran hefur ekki gert vart við sig
á Þýzkalandi að undanförnu, en er ein-
lægt að stinga sér niður á Frakklandi.
Fyrir rúmum mánuði síðan kom hún til