Þjóðólfur - 04.08.1893, Síða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlenais 5 kr. — Borglst
fyrir 15. júli.
Uppaögn, bundin viö áramót,
ógild nema komi til tltgef-
anda fyrir 1. október.
ÞJÓÐÓLFUR.
XLY. árg.
A1 þ i n g i.
VII.
Varnarþing í skultlamálum (að varnar-
þing skuldunauts sé í þingliá þeirri, sem
skuldin er stofnuð í o. s. frv.; flutnings-
menn Klemens Jónsson og Guðlaugur Guð-
mundsson). Frumv. um þetta hefur verið
samþykkt í neðri deild, en efri deild setti
nefnd í það (Kr. Jónsson, L. E. Svein-
björnsson og Þorkell Bjarnason). Af þess-
um nefndarmönnum er séra Þorkell að
minnsta kosti móthverfur frumv., því að
hann talaði gegn því í deildinni, og kvaðst
vilja láta það ná yfir öll viðskipti, allar
skuldheimtur, hver sem í hlut ætti. Hann
játaði að vísu, að tilgangur frumv. væri
góður, og að það gæti komið að notum,
en vildi ekki hafa það, eins og það kom
frá Nd. Jón A. Hjaltalín talaði einnig á
móti þessu frumv., en komst þó ekki í
nefndina.
Það er annars nokkuð undarlegt, að
menn, sem ættu að þekkja, hvernig við-
skiptalífinu hér á landi er háttað, skuli
ekki vilja styðja að því að eyða skulda-
8úpunni, þessu átumeini alirar verzlunar
vorrar, en frumv. þetta, sem hér er um
að ræða, miðar einmitt til þess að gera
skuldainnheimtuna greiðari, og að skuldu-
nautur geti síður prettazt um borgun, og
er það einkar-þörf réttarbót, er mundi leiða
til þess, að menn önuðu síður í liugsunar-
leysi út í þetta kviksyndi — skuldirnar —,
en alls ekki til þess að þær ykjust,
eins og landsh. o. fl. héldu fram. Frv. er
ekkert óþægiiegt fyrir skilvísa menn og
áreiðanlega, en hinir, sem taka lán ef
til vill með þeirri ætlun að borga aldrei,
Þeir eiga ekki að njóta verndunar í króka-
vef laganna. Það á einmitt að gera að-
ganginn að þeim sem allra greiðastan.
Ennfremur er það nokkuð kátleg skoðun,
sem virtist bóla á í umræðunum um þetta
mál í Nd., að hér geti ekki þrifizt önnur
verzlun en lánsverzlun. Það er eins og
skuldirnar séu ómissandi liður í verzlun
vorri. Annar flutningsmaður málsins (Guðl.
Guðmundsson) mótmælti þessari fásinnu
og tók til dæmis Vesturskaptfellinga, sem
ekki hefðu meiri peningaráð en aðrir, en
Reykjavík, föstudaginn 4. ágúst 1893.
væru þó hér um bil alveg skuldlausir í
kaupstað.
Lagaskóli. Nefndin í því máli hefur
klofnað í tvennt. Meiri hlutinn (Sk. Tlior-
oddsen, Kl. Jónsson, Guðl. Guðm. og Jens
Pálsson) vill láta þingið samþykkja nýtt
frumvarp þess efnis, að setja skuli á stofn
í Reykjavík kennslu í lögfræði, er sérstak-
lega skuli miða að þvi, að kenna þeim
embættismannaefnum, er hafa tekið em-
bættispróf í lögfræði, íslenzka réttarsögu
og réttarfar og veita þeim verklega æfing,
og skal einn kennari með 3,500 kr. laun-
um hafa þá kennslu á hendi. Oss virðist
að með þessu frumv. sé nokkuð langt vik-
ið frá óskum landsmanna um reglulegan
lagaskóla, er verið hefur á dagskrá nál.
hálfa öld. Þetta er hvorki heilt né hálft,
það er sama sem ekki neitt eða jafnvel
verra en ekki neitt, því að þetta fyrir-
komulag getur orðið til þess, að vér ís-
lendingar fáum seint eða aldrei viðunan-
lega lagaskólastofnun í landinu sjálfu, eins
og minni hluti nefndarinnar (dr. Jón Þor-
kelsson) hefur tekið fram í ágreiningsáliti
sínu. Hann hefur einnig komið fram með
háskólafrv. það, er neðri deild samþykkti
1891, og hefði verið miklu nær fyrir þing-
ið að halla sér að því í byrjun, en hreyfa
ekki við lagaskóla af ástæðum, er vér höf-
um áður minnzt á liér í blaðinu. Það
hefur einnig komið í ljós, eins og vér gát-
um um, að frumv. um lagaskóla hefði átt
lítið erindi inn á þing í þetta sinn. Vér
erum jafnvel nú sannfærðir um, að það
vekur mikla sundrungu í þinginu i þess-
ari mynd og kemur ringulreið á allt þetta
mál, og mundi því heppilegast, að meiri
hlutinn tæki það aptur og sameinaðist
minni hlutanum. því að fyrst og fremst
munu sárlitlar líkur til, að þetta komist
gegn um þingið — enda þótt landsh. mæli
með því — og svo er háskóli það aðaltak-
mark, sem vér eigum að keppa að ein-
dregið með fullu fylgi. Það er engin fjar-
stæða að hugsa svo hátt, heldur hitt, að
hugsa svo lágt, að láta sér nægja ónýta
bót á gamalt fat, í stað þess að fá sér
nýjan klæðnað. Mál þetta verður fyrst
rætt í dag í Nd.
Ageiittt-frumvarpið er nú loksins kom-
Nr. 37.
ið á dagskrá í Nd., þá er liðinn er fullur
hálfur mánuður frá því, að það var prent-
að. Hvað þessum drætti olli vitum vér
ekki, en ekki virðast oss öll þau mál, er
á dagskrá hafa verið í Nd. svo afarnauð-
synleg, að þetta frumv. hefði aldrei getað
komizt að sakir þess.
Brúartollur. Nefnd sú, er skipuð var til
að íhuga frumv. um tollgreiðslu af brúnum
yfir Ölfusá og Þjórsá, hefur ekki komið
sér saman. Minni hlutinn (Guðl. Guðm.
og Jón Þórarinsson) heldur tollinum ein-
dregið fram, en vill hafa hann nokkru
lægri, en upi)haflega var farið fram á.
Meiri hlutinn (þingmenn Rangvellinga og
1. þm. Árnesinga) vill engan toll hafa, og
hefur komið fram með nýtt frumvarp þess
efnis, að landshöfðingi hafi yíirumsjón með
brúnum, að kostnaðinn við gæzlu þeirra
skuli greiða úr sýslusjóðum Árness- og
Rangárvallasýslu, en allan kostnað, er
viðhald þeirra útheimtir, úr landssjóði. Við
1. umr. þessa máls í Nd. mælti landsh. með
þessu nýja frumv. og í gær var það sam-
þykkt í deildinni við 2. umr. Tollfrumv.
þar með fallið.
Lög afgreidd frá alþingi eru nú orð-
in alls 14. Fjögur liafa áður verið nefnd
hér í blaðinu. Hin eru:
5. Lög urn sérstaka heimild til að afmá
veðskuldbindingar úr veðmálabökum.
6. Lög um kjörgengi kvenna (að ekkjur
og ógiptar konur, er standa fyrir búi,
hafi kjörgengi þá er kjósa á í hrepps-
nefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og á
safnaðarfundum).
7. Lög um samþykktir til að friða sköga
og mel.
8. Samþykktarlög um verndun Safarmýr-
ar í Rangárvallasýslu.
9. —11. Þrenn lög um löggilding verzl-
unarstaða: Búða íFáskrúðsfirði, Hlaðs-
bótar í Arnarfirði og Svalbarðseyrar
við Eyjafjörð.
12. Lög um brúargjörð á Þjörsá (75,000kr.
fjárframlag úr landssjóði til brúar á
Þjórsá hjá Þjótanda).
13. Lög um afnám kóngsbœnadagsins sem
helgidags. KjjSI
14. Lög um að jarðirnar Laugarnes og
KÍeppur séu lagðar undir lögsagnar-
umdæmi Reykjavíkur.