Þjóðólfur - 04.08.1893, Side 2
146
Á leið til Chicago.
(iiréf frá séra Matlh. Jochumssyni, dags. í Liverpool 20. júní).
I.
Ekki má það minna vera, „Pjóðólfur“,
en að eg sendi þér fyrstum kveðju-línur,
úr því eg þó komst út fyrir landsteinana
og er kominn þetta á leið með liina marg-
ræddu Chicago-för. Fyrir milligöngu herra
Sigtryggs Jónassonar í Winnipeg fékk eg
í dag beztu ákeyrn hjá formanni Beaver-
línunnar hér og er ráðinn með þeirri línu
alla leið til Winnipeg — sjóleiðina til
Montreal og þaðan beina leið á járnbraut-
inni. Á skipið að leggja af stað næsta
laugardag, og skrepp eg á meðan til
Lundúna. Nálægt 80 ísl. vesturfarar verða
með sama skipi og hef eg lofað að líta til
með þeim — verði eg aflagsfær, því mér
er vandfarið með heilsuna, einkum ef heitt
er, eins og nú er, 20° R. í skugganum
(25° var kitinn í fyrra dag norður í Edin-
borg).
En ferðasagan? Hún er fljótsögð: Eg
kvaddi Akureyri þann 11. júní síðastl. um
kveldið, því „Tiiyra“ lagði þaðan af stað
austur fyrir kl. 12. Það er harðara handar-
vik en margur másko hyggur, að kveðja
góða konu og keilan hóp af ungum börn-
um sínum og ætla að flana frá þeim á
sextugsaldri vestur yfir Atlantskaf. Þegar
eg fór um borð mætti eg af hendingu
vini mínum séra Árna á Skútustöðnm;
hann bauðst til að fylgja mér fram í skipið.
Hann gerði það drengilega; menn með
mínu lagi hafa stundum barnaskap. Veð-
ur var hið blíðasta og sá eg þá hina svip-
stóru Austfirði í fyrsta sinn. Fjöli eru
þar hærri og tindóttari en á Vestfjörðum
og horfa harðlega móti kafinu, enda fast-
ari í sér og gróðurmeiri en önnur út-
kjálkafjöll lands vors. Inui á Seyðisfirði
er sumarfagurt og kaupstaðuriun þar í
töluverðum uppgangi — þangað til sigling-
in hefst við Lagarfljótsós. Sem stendúr
vanta Austfirði mest tvennt: akveg yfir
til Héraðsins og gufubát milli fjarða.
Reyðarfjörður er svipmestur og álitlegast-
ur. Þegar við kvöddum hann laust yfir
þokuuni austflrzku, en fjöllin skiptust til
að teygja upp kollana og segja: far vel!
far vel! Við Færeyjar láguin við nál.
sólarhring, fyllti „Thyra“ þar farm sifin,
enda var óveður og hvassviðri. Eg fór
ekki í land, því frá skipinu sá eg það,
sem merkast er að sjá á þeim eyjum, en
það er aðfarir og vaskleiki Færeyinga. Eg
hef opt séð til duglegra drengja við sjó-
mennsku á voru landi, en útskipunarmenn-
irnir í Þórshöfn þóttu mér taka öllum
fram; eg horfði á þá með undrun, þar
sem þeir í storminum eins og léku sér um
höfnina með hlaðna bátana, marga í senn,
og létu hvergi gefa á né nokkuð misfar-
ast; mátti þar segja, að hver væri öðrum
kænni, eins og Sturlunga segir um Vestan-
mennina á Flóanum með Þórði kakala.
Sjómenuskan hefur eigi einungis hert og
lagað limi Færeyinga, heldur og heila
þeirra eða höfúð. Enda er sjómennskan
enn þeirra allt og sumt, en mjög merki-
legt er, að svo afskekkt og fámennt fólk
skuli enn halda fornri heilsu og hreysti.
Þó er nú töluverð ,framfara‘-hreyfing vökn-
uð á eyjunum, sem eflaust fer í sviplíka
stefnu og „framfarirnar“ hjá oss-----------.
(Eg enda á þremur þankastrykum, því
orðið „framfarir“ útheimtir þau að svo
stöddu).
Til Granton komum við um kveldið
þ. 18. í logni og hita miklum. Mikil eru
viðbrigðin, er menn koma hér að laudi
norðan frá voru heimkyuni. Suðurhluti
Skotlands má heita tómir aldiugarðar og
og stórborgir, svo hefur duguaður Skota,
auðurinn enski og lega landsins lagzt á
eitt til að koma upp landinu. Og nálega
allur sá uppgangur hefur gerzt á þessari
öld; elztu monn muna þá tíð, að víða þar
sem búnaður manna var lítið skárri eu
nú er í skárstu byggðum hjá oss, þar er
sveitin orðin einn hveitiakur, torfbæirnir
að steinhöllum og vegir eða vegleysur að
járnbrautum. íslenzkur maður, sem stíg-
ur í fyrsta sinn á land í Leith eða Edin-
borg, sér sig kominu í nýjan heim og það
töfraheim, og sé hann ungur og „ferskur11
finnst lionum þar gott að vera. En eins
og þorstinn var það eina, sem benti Jeppa
í leikriti Holbergs á, að stofa barónsius
væri ekki himnaríkis höll, eins er það eitt
í Edinborg, sem segir landa vorum, að
haun sé á syndugri jörð, og það er, að
allt kostar peninga, jafnvel að mega ganga
erinda sinua. Síðan þessi öld, járnöldin
nýja, hófst, hefur líf manna fengið nýtt
snið, og þýðing ótal hversdags orða er orð-
in önnur. Spyrji menn, hve sá eða sá
vegur sé Iangur, er svarað með tímalengd-
inni að fara þangað. Spyrji enskur mað-
ur Reykvíking og segi: „hvað er laugt
héðan upp í Borgarfjörð?“ er bezt að svara:
20 klukkutímar. Hann skilur það betur
en segði maður: 80 enskar mílur.
Frá Edinborg fórum við á 6—7 tímum
með hraðlest suður í Liverpool. Það er
eins langt eins og af Austfjörðum vestur
að Breiðafirði. Ferð hraðlesta er ógurleg
þeim, sem hana reyna í fyrsta sinn. Okk-
ar vesturfarar höfðu talsverða nauð í þeirri
ferð, þeir urðu að sitja í svækju-hita með
kvennfólki og börnum alla leiðina inni-
byrgð í vögnuuum; að eins á einum stöðv-
um var 5 mín. viðdvöl. Það bætti að visu
úr, að Sveinn Brynjólfsson frá Vopuafirði,
lipur og góður drengur, hafði aðvarað
fólkið og áminnt það Um, að liafa allt hið
nauðsynlegasta með sér, svo sem mjólk o. fl.,
en þess konar boðorðum er misjafnlega
hlýtt og laudar vorir optast ærið seinlátir;
eru því agentar og túlkar sjaldnast öfuuds-
verðir. Það sá eg bezt þegar við lentum
í Liverpool. Það var komið myrkur og
hafði lestin komið að öðrum stöðvum en
gert var ráð fyrir. Varð fólkið því að
þramma Iangan veg og agentarnir á und-
an tii herbergis. Það var allþung píla-
grímsganga, einkum fyrir vesælt fólk og
þá, sem báru börn í fangi. Opt var staldr-
að við og beðið til þess að sjá um, að ekk-
ert týndist úr hjörðinni, því margir eru
krókarnir og margt ber fyrir útlend augu,
þó skuggsýnt sé orðið. Um það leyti, sem
búðum er lokað, byrjar nýr bragur á
strætum slíkra stórborga, sem Liverpool
er, slark og flan og annað siðleysi, eiuk-
um nærri sjó og höfnum. Á þessari kross-
göngu raulaði eg í hljóði: „Þá ísraels lýð-
ur einka-fríður úr Egyptó“. Loks fékk
fólkið hvíld og börniu mjólk, og var þá
liðið að miðnætti.
II.
„Meistari UöSlaus“. Ekkert einkennir
eins hið óðslega nútíma-lif eius og eim-
vagninn. Standi maður á víðsýnni hæð,
t. d. Calton Hill í Edinborg og sé gott
sýni, sem þó er sjaldnast, má sjá eimlest-
ir tugum saman koma og fara, birtast og
liverfa; sjást þær langt frá, skríðandi eins
og svartir ormar, gjósandi glóð og reyk,
smjúgandi þarna inn í skóginn og kom-
andi aptur fram, enda dynur án afláts í
eyrunum rödd hins blóðlausa. Hún er
hörð og heljarleg og miklu magnaðri en
öskur Ijónsins, sem hún þó að nokkru ieyti
líkist. Á Englandi festa menn hvergi svo
svefn nótt eða dag, að menn sofni ekki
frá og vakui aptur til að heyra lætin í
þessum ægilega óvætti. Mikill er manns-
heilinn og hög er hans hönd að hafa tam-
ið slíkt heljarafl, svo það hleypur með hús
og hlaðfermi fljótara en fugl og sterkara
en stormur, og hlýðir þó hálfrar sekúndu
vísi! Þó er annar kraptur enn meira
undraverður. Það er rafaflið, hijóðberinn.
Hann er fínni, andlegri, hann ber orðið.
Sá blóðlausi táknar hönd mannsins, hinn