Þjóðólfur - 04.08.1893, Blaðsíða 4
148
i Biskupstunjnim, Þórarinsson frá Iðu E>or-
steinssonar og Guðríður Jónsdóttir frá
Keldiiahoiti (nú afbakað: Kjarnholt) Gísla-
sonar samastaðar Jónssonar s. st. Jónsson-
ar. Hann ólst upp hjá Jóni bónda ívars-
syni í Einholti (föður Halldórs, er þar
býr nú), en var síðan nokkra hríð hjá for-
eldrum sínum, unz hann reisti bú á hálfum
Drumboddsstöðum og kvæntist Gróu dótt-
ur Þorsteins hreppstjóra Tómassonar og
Sigríðar Knútsdóttur Björnssonar Högna-
sonar lögréttumanns á Laugarvatni, er var
bróðir Sigríðar Björnsdóttur, móður Finns
biskups. Þau hjón eignuðust 9 börn og
eru 4 þeirra á lífi. Þórarinn sál. var
fjörmaður hinn mesti, skemmtinn og glað-
vær, starfsmaður mikill og áhugamað-
ur, snarráður og úrræðagóður. Með dugn-
aði sínum og fyrirhyggju kom hann sér
upp góðu búi, og var jafnan fús á að rétta
þeim hjálparhönd, er hans leituðu, auk þess
sem heimili þeirra hjóna var alkunnugt
fyrir gestrisni og reglusemi. Hefur sveitar-
félagið mikiis misst við fráfall hans, því að
hann var mjög nýtur maður í sinni stétt.
31. f. m. andaðist Kristinn Magnússon
óðalsbóndi í Engey (f. 2. marz 1827). Hafði
leng'i verið blindur. Helztu æfiatriða þessa
merkismanns er getið í „Sunnanf." 2. árg.
(sepr. 1892, nr. 3 A.).
Tllboð um strandferðir næstu tvö ár
hafa nfi komið til þingsins úr þremur áttum, eitt
frá Otto Wathne í þrennu lagi (bæði strandferðir
og ferðir til útlanda), annað frá Birni kaupmanni
Kristjánssyni (strandferðir frá Reykjavík til Seyðie-
fjarðar) og hið þriðja frá J. J. Randulff, sem ný-
korninn er hingað frá Austfjörðum á „Ernst“, cr
hann ætlar að hafa til strandferða. Yill Wathne
fá 50,000 kr. styrk á ári fyrir ferðir til ötlanda
og með ströndum fram, eða 35,000 fyrir sams kon-
ar ferðir með færri viðkomustöðum eða í 3. lagi
35,000 kr. fyrir strandferðir eingöngu. En
ferðaáætlanir hans munu flestum virðast lítt fram-
kvæmanlegar enda styrkurinn hár og koma því til-
boð hans líklega ekki til álita,
Öðru máli er að gegna með tilboð Randulffs,
því að hann býðst til að fara 10 ferðir á ári fyrir
að eins 25,000 kr., samkvæmt ferðaáætlun, er þing-
ið semur. Munu allmargir þingmenn hafaíhyggju
að sinna þessu tilboði, og virðist oss þá sjálfsagt
að láta danska gufuskipafélagið eiga sig, því að
það er lítt tiltækilegt að afnema t. d. allan styrk
til gufubáta innfjarða, en láta gufuskipafélagið fá
18,000 kr. til að keppa við Randulff, láta það fá
18,000 kr. fyrir ferðir, sem vér annars, að öllum
líkindum mundnm fá fyrir ekki neitt, eins og nfl.
Það er fremur lítil hagsýni í þeirri fjármálapðlitík,
að vorri ætlun. Yér ættum hcldur að lofa gufu-
skipafélaginu að keppa við landsjóðsstrandferðirnar
upp á eigin spýtur, en ekki hjálpa því til þess með
fjárframlögum, svo að það geti náð sem fyrst fullu
einveldi aptur, þá er enginn fengist til að taka að
sér strandferðiruar. Heppilegasta ráðið í þetta
skipti mundi því, að taka tilboði Randulffs, halda
gufubátastyrknum en sleppa öllu makki við 'gufu-
skipafélagið og sjá, hvað það gerir En að styrkja
tvo keppinauta, það getur aldrei orðið affarasælt,
til lengdar og er fremur óviðkunnanlegt. Það verða
eflaust harðar u'mræður á þingi um þetta strand-
ferðafyrirkomulag.
Skemmtiferðaflokkurinn útlendi kom
hingað til bæjarins 31. f. m. frá Geysi og Gull-
fossi. Hafði hreppt dágott veður á leiðinni og lét
vel yfir förinni. Nokkrir úr hópnum, þeir er ekki
fóru að skoða Gullfoss gengu upp á Bjarnarfell
fyrir ofan Helludal og voru hrifnir af útsjóninni
þaðan og líktu því við Rigi í Sviss, enda sézt af
Bjarnarfelli yfir mestallt undirlendið i Árnes- og
Rangárvallasýslum niður til sjávar og langt norð-
ur og vestur á öræfi. Ekki heppnaðist þeim samt
að sjá Geysi gjósa, enda er því valt að treysta við
svo stutta dvöl. Enn fremur tókst nfl svo óheppi-
lega til, að þeir gátn ekki heldur séð Strokk gjósa
þótt borið væri ofan í hann; er mælt að hann hafi
verið skemmdur um stund af ógætilegum ofaníburði
sköramu áður og má telja það illa farið. Ei að
síður kváðu þeir hafa verið mjög ánægðir yfir ferð-
inni, og luku miklu lofsorði á náttúrufegurðina hér,
einkum á Þingvöllum. Yonandi er, að ferðuin öt-
lendinga hingað fjölgi og þess vegna ætti nö
þegar að hugsa eitthvað fyrir því, að gera þeim
dvölina hér þægilegri, einkum með því að stofna
gistihús við Geysi, eins og optar hefur verið minuzt
á hér í blaðinu.
Ferðamenn þessir sigldu héðan með „Laura“ í
gærmorgun. Með benni fóru einnig leikenduruir
dönsku (E. Jensen, frú Olga Jensen og E. Wulff)
og kváðu þeir ætla að koma hingað aptur að snmri.
Frá útlöndum bárust blöð til 27. f. m.
með „Stamford“, er kom í fyrra dag. Þykir það
mestum tíðindum sæta, að til ófriðar horfir millum
Frakklands og konungsríkis þeBs i Asiu, er Siam
nefnist. Höfðu Siamsbúar Jskotið á tvö frakknesk
herskip og okki viljað leyfa þeim uppsiglingu til
höfuðborgarinnar Bangkok, en Frakkastjórn brást
reið við því tiltæki og heimtaði skaðabætur af
Siamskonungi fyrir árásina og drjúgar landspildur
að auki, og gekk í því þrefi alllengi, þvi að Englend-
ingar Iögðu orð í belg og vildu okki láta Frakka
þröngva Siam, enda vilja þeir ógjarnan að þeir
fái mikil ráð í Asíu. Að vísu höfðu þeir ekki sagt
Siam ófrið á hendur 27. f. m., en búizt var við því
á hverri stundu og sent|höfðu Englendingar 2 her-
skip til Bangkok til að vera á verði og gæta rétt-
ar enskra þegna þar i landi. Verið getur að upp-
þot þetta semjist enn án frekari vandræða, en all-
mikill vígahugur kvað vera í Frökkum. Þeir vilja
fara að reyna sig einhversstaðar.
Norska stórþinginu var slitið 22. f. m., en þrem
dögum áður hafði það samþykkt með 62 atkv. gegn
49 að segja slitið konsúlasambandinu við Svíþjóð
frá 1. jan. 1895, og um Baina leyti samþykkti það
með 62 atkv. gegn 52 lækkun á launum konungs
úr 336,000 kr. niður í 256,000 (einn þ. m. stakk
upp á að færa þau niður i 100,000, en það var
fellt). Þá voru einnig laun krónprinsins lækkuð
ofan i 50,000 kr., og strykað alveg burtu borðfé
I handa ráðgjöfunum i Stokkhólmi og Kristjaníu, að
upphæð 25,000 kr. Sviar eru auðvitað óðir og upp-
vægir yfir þessum „niðurskurði“, en það má segja
um Norðmeun, að þeir „kæra sig ekki um kónginn
grand“. Yér íslendingar erum þægari og þýðari
við vora stjórn.
Allmikið verkfall í kolanámum á Englandi og
fjöldi manna atvinnulausir.
Af nafnkenndum mönnum dönskum eru nýdánir:
Chr. Ewaldsen prestur á Friðriksbergi og With
hæstaréttardómari.
Vátryggingarfélagiö
„Commercial Union“
teknr í eldsvoða-úbyrgð hús, bœi, búsgögn,
bœhur og yfir höfuð allshonar lausafé, þar
á meðal shepnur og hey o. fl. fyrir lœgsta
ábyrgðargjald, sem tekið er hér á landi.
Umboðsmaður félagsins er Sighvatur
Bjarnason bankabókari í Reykjavík.
Fyrir Isafjarðarsýslu og haupstað hefur
héraðslæknir Þorvaldur J'onsson á Isafirði
umboð fyrir félagið; þó geta íbúar téðrar
sýslu, ef þeir heldur vilja, snúið sér
beina leið til aðalumboðsmanns félagsins í
Reykjavík.
Vátrygging á húsum hjá Þorvaldi lækni
Jónssyni er tekin gild, að því er snertir
lánveitingu úr landsbankanum.
BCér með flyt eg mitt innilegt þakklæti öllum
þeim, er á einhvern hátt hafa tekið þátt í sorg
minni við fráfall mannsins míns sál. Þorkels dbrm.
Jónssonar, sérstaklega fyrst þeim heiðurshjðnum
hr. Þorkeli suikkara Gíslasyni og kouu hans Guð-
rflnu Thómasdóttur, fyrir þeirra einstöku hjálpBemi
og alla aðhjúkrun við haunj í banalegunni, þar
næst hinum veglyndn sveitungum hans, er gengust
fyrir að flytja hann liðið lík úr Reykjavík að heimili
hans Ormstöðum; ennfremur séra Jóhanni dóm-
kirkjupresti Þorkelssyni fyrir hina fógru huggunar-
ræðu, er hann flutti þar yfir liinum framliðna; og
að síðustu öllum þeim, er heiðruðu útför hans hér
með návist sinni.
Ormstöðum 18. júlí 1893.
324 Ingibjörg Þörðardöttir.
c,veinofja
fæst í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Silfur-cylinderúr með ekta gullrönd
20 kr. Akkerisgangúr, sem ganga í 15
steinum, 16—20 kr. Cylinderúr í nýsilfurs-
hulstrum 10 kr. Búmannsúr 12 kr. Við-
gerðir á allskonar úrum leystar af hendi
með vægu verði. Selzt allt gegn 2 ára
tryggingu og er sent í allar áttir.
S. Rasmusscn, Sværtegade 7.
Kjöbenhavn K. 326
Eigandi og ábyrgöarmaáur:
Hannes Þorstelnsson, cand. theol.
Félagsprentsmiójan