Þjóðólfur - 26.08.1893, Side 2

Þjóðólfur - 26.08.1893, Side 2
162 l ur þjóuað embætti 30 ár. Eptir núgild- audi lögum fær lianu 2/8 í eptirlaun eða 3333 kr. 33 aura. en eptir þessu lagafrv. ekki nema 1000 + 600 kr. = 1600 kr., þ. e. meira en helmingi minni eptirlaun en nú o. s. frv. Að vísu verður munuriun minni millum núgildandi laga og frumv., þá er þjónustuárin eru fá, með því að eptirlaun- in samkvæmt frumv. fara svo lítið hækk- andi eptir embættisaldrinum, þar sem við- bótin er ekki nema 20 kr. fyrir hvert ár, en eptir núgildandi lögum er hækkuniu, miðuð við þjónustuárin, hlutfallslega miklu meiri. Með frumv. þessu — þótt það gangi ekki lengra — er yíirhöfuð lagður góður grundvöllur fyrir úrlausn þessa máls á æskilegan hátt, þótt það verði ekki að lögum í þetta sinn, sem er alltvísýnt, þar eð landshöfðingi mun ekki vera því sér- lega hlynntur. Bókmenntir. Drauina-Jóns saga. Erster druck von Hugo Oering. Halle 1893. 4+21 bls. Saga þessi er æfintýri eitt lítið af bónda- syni einum í Saxlandi, er Jón hét og var svo frábærrar náttúru, að hann gat ráðið allra manna drauma ósagða. Hann var í ríki Heinreks jarls, er réð hvers manns drauma, er honum voru sagðir þeir. Ein- hverju sinni réð Jón draum bónda nokk- urs og kvað vera fyrir hallæri, en bóndi trúði honum eigi meir en svo og fór á fund jarls, en hann réð drauminn á sama hátt; síðan segir bóndi jarli frá kunnáttu bóndasonar, en hann býður honum að koma á sinn fund; eptir það ræður jarl með aðstoð Jóns alla drauma ósagða, og barst frægð hans nú um öll lönd. í þennan tíma dreymdi keisarann í Saxlandi draum einn og fer á fund Heinreks jarls, er var mágur hans, og biður hann ráða draum- inn. En skömmu áður hafði jarl boðið frú sinni, er Ingibjörg hét, að láta drepa Jón og gefa sér hjarta hans að eta, en hún skaut lionum undan og gaf jarli hjarta úr hundi í þess stað. En jarl verður engu fróðari fyrir það og hefur nú engar nytjar Jóns framar. Pykist hann nú með engu móti geta ráðið draum keisarans og verða þau að segja honum upp alla sögu um fráfali Jóns. Er hann nú sóttur og ræð- ur hann draum keisarans og reynist það satt, er hann segir. Síðan rekur keisari Heinrek jarl úr landi og gefur Jóni jarl- dóm hans og svo konuna, og „tók hann síðan fagra landsstjórn lofaður af hverri tungu fyrir sitt frelsi og frábæra vizku“. Sagan er gefin út eptir 4 skinnhand- ritum frá 14. og 15. öld og er allur frá- gangur á útgáfunui hinn vandaðasti, svo sem útgefandans var von og vísa, því að hann er mjög vel að sér í fornum íslenzk- um fræðum og hefur áður gefið út Ölkofra þátt, Fiunboga sögu og íslenzk ævintýri, stórt rit með ágætum skýringum um ald- ur og uppruna saguanna og orðasafui. Sagan af Drauma-Jóni mun upphaflega færð í letur hér á landi af þeim liiuum sama manni, er á dögum Jóns biskups Halldórssonar (f 1339) eða skömmu síðar safnaði í eina bók (sbr. A. M. 567, A og B 4to og 764, B 4to) æfintýrum þeim og smásögum, er biskupinn hafði sagt hér til skemmtunar mönnum, en sjálfur var bisk- upinn lærður vel og hafði numið sögurnar, er hann var við nám suður i löndum eða lesið þær í útlendum bókum. En bæði í sögunni af Drauma Jóni og í æfiutýrum þessa safnara eru ýras hin sömu orðtök, er sýna, að sami maðurinn hefur saman- sett hvorttveggja, því að enginu hefur hvorki fyr né síðar í riti viðhaft þessi hin sömu orðtök nema hann, svo að kunuugt sé. Eg tel því mjög sennilegt. að sagan eigi kyn sitt að rekja til Jóns biskups Halldórssonar, eu get ekki hér farið út í að gera glöggvari grein fyrir þessari skoð- un minni, en áður var sagt. Útgefandinn getur þess, að haun muni siðar að vonum geta skýrt betur frá því, livaðan sagau muni til íslands komin, og væri óskandi, að honum tækist það, því að það er ávallt mjög mikilsvert atriði í sögu bókmennt- anna, að finna uppruua sagnanna og geta rakið slóð þeirra land úr laudi. Eg skal leyfa mér að benda hér á fá- einar villur í textanum. Á bls. 800 stend- ur: landviðri fyrir landnorðri, 871: Nú er kunnigt f. Nú er þér kunnigt, sem eitt handritið liefur og fer betur, IOiob: tunga f. þunga, IO104: bak (er þannig ranglega leiðrétt af útg. eptir einu handr., sem hef- ur ,,bag“) f. vág (sem hin öll hafa) 0: ok finnr fé .... svá milcit er saman kom, at þat nenti engi maðr á vág at bera (fœra) = vega, 134o: ligi í.liggi, 13r>2: orð fieytir f. orðfieytir (í einu orði), I644: fordœðaskap f. fordæðuslcap, I821: drengt f. þrengt, 19uo: Vil f. Vill. FJest af þessu er bersýniiega að eius prentvillur, sem hver getur lesið í málið P. P. Ein hrakförin enn. Síðaa fjárlögia voru fyrst til uinræðu í neðri deild, hefur eitt raál verið efst á dagskrá „ísafoldar11, mál, sein auðsjáanlega hefur verið hið mesta áhuga- mál ritstj. á þessu þiugi, aanað en Chicago-sendi- föriu hans séra Odds, og það er „landskjalasafns- pakkaniðurröðunarmálið“ (!) eins og ritstj. sjálfur nefnir það. Einhver huldumaður, er nefnist X, hef- ur gert ritstj. þá áuægju, að fylla hvað eptir ann- að heila dálka blaðsins með fákænlegu rausi um þetta landsvelferðarmál þeirra beggja. Tilgangur- inn var eingöngu sá, að koma í veg fyrir, að þing- ið veitti mér nokkurt fé til að halda áfram og ljúka við byrjað starf, nfl. skrásetningu og niðurröðun stiptsskjalasafusins, en það mistókst með öllu, enda sáu allir, að þetta var að eins löðurmanuleg til- raun til að rægja mig persónulega í augurn al- mennings, eins og berlega hefur komið í ljós í greinuin hans, einkum hinni siðustu, þar sem haun ber mér á brýn, að eg hafi ekki unnið neitt sem gagu sé að í þarfir safnsins og þar fram eptir göt- unum. Eu þessi og þvilík ummæli hans hafa ekk- ert gildi, engau sönuuuarkrapt, þá er hanu skortir hug til að rita með nafni. Eu það er skiljanlegt, hvers vegna hanu vill heldur laumast í skugganum. Það er ábyrgðarlítið. Eg skal að eius geta þess að eg voit ekki til, að eg þurfi að standa þessuin X neinn reikuiugsskap af störfum minum við safn þetta. Það er þingið og landstjðrnin, sem á að sjá um, að þau séu viðuuanlega af hendi leyst, enda skal þess gotið, að sfi aðferð, sem eg hingað tii hef haft við skrásetningu þess, er samkvæm því, sem landritari H. Hafstein lagði fyrir mig að fylgja, og eg veit ekki betur, en að laudshöfðiugi væri því fyllilega samþykkur, að sú aðferð vær. eiumitt hin rétta, eu hitt er annað mál, þótt sumum þyki of kostnaðarsamt að veita fé til að semja sams kouar skrá yfir allt safnið. £>að sannar alls ekki, að aðferðin sé röng. Hún getur verið eins gild og góð fyrir það. Þessi hr. X talar mikið um það í síðustu ísa- foldargrcin siuni, að eg hafl ekkert hrakið af því sem liaun sagði, en beitt stóryrðum og fjarmælum 0. s. frv. Það er hægt að segja, en eríiðara að sanna. Eg skal uú leyfa mér að benda lionum á að það voru alls engin stóryrði í greiu miuni. Eg, nefudi að eins greinar haus róggreinar, og lýsti höf. ósannindamann tneð fullum rölcum, er voru greinilega tekin fram í 6 atriðum, og það ætla eg að standa við, enda getur hr. X ekki borið þau ummæli af sér, hvernig som hann hriugar sig ut- an um þenna rógvef sinn. Það getur hver og einn borið saman siðustu greinarnar okkar, og séð hver gengur framar í fjarmælunum. En hvort þetta flapur hans er sprottið af vanþekkíngu eða illvilja eða hvorutveggja, skiptir i sjálfu sér litlu. Það sýnir ljósast, hveruig þingmenn hafa litið á þessar X-greinar, að þær hafa haft alveg gagnstæð áhrif við það, sem höf. hefur ætlazt til. Þessi ómerkingur X verður nú að sætta sig við beðinn ósigur í þessu flani sínu, sætta sig við það, að hann hofur ekkert áunnið, heldur orðið sér til minnkunar fyrir allt saman. Það er eina líkn- in, að fáir munu vita, hver þessi meistari er, enda mun hann ekki hafa mikla ánægju af að láta nafns síiis getið úr þessu. En það eitt vita menn með vissu, að höf. er einhver grjótpáll ísafoldar-ritstj., einhver hjartfólginn vinur, sem hefur ætlað að gera honuin stóran greiða, þótt óhönduglega tækist.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.