Þjóðólfur - 01.09.1893, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borglst
fyrir 15. júll.
Uppsögn, bundin vi8 áramðt,
ðgiid nema komi til útgef-
anda fyrir 1. október.
ÞJÓÐÓLFUR
XLY. árgo
Reykjayík, föstudaginn 1. september 1893.
Nr. 42.
Ásliorun
um almenn samskot til háskólasjóðs á íslandi.
--1 —:-
í lok alþingis 1893 bundust eptirfylgjandi 30 menn samtökum til að vekja áhuga þjóðarinnar á stofnun háskóla og
gangast fyrir samskotum til að flýta framkvæmdum þess máls.
Þessir menn voru:
Benedilct Kristjánsson Benedikt Sveinsson Björn Bjarnarson
alpingismaður. sýslum., alþingisforseti. alþingismaður.
Björn Bjarnarson
sýslumaður.
Eiríkur Briem Friðrik Jönsson Guttormur Yigfússon Hannes Þorsteinsson
prestaskólakennari. kaupmaður. alþingismaður. ritstjóri.
Bogi Tli. Melsteð
alþingismaður.
Ditlev Thomsen
kaupmaður.
Hélgi Hálfdanarson Jens Pálsson
forstöðum. prestaskólans. prestur, alþm.
Jönas Jónassen
dr. med., héraðslæknir.
Klemens Jónsson
sýslum., alþingism.
Jón Jónsson Jón Jónsson Jón Fétursson Jón Vídalín Jón Þórarinsson
alþm. Eyfirðinga. alþm. N.-Múlasýslu. háyfirdómari. kaupmaður. alþingismaður.
Sighvatur Árnason Sigurður Gunnarsson Sigurður Jensson Sigurður Stefánsson
alþingismaður. próf., alþingism. próf., alþingism. prestur, alþingism.
Jón Þorkelsson
dr. phil., alþingism.
Skúli Thoroddsen
alþingismaður.
Stefán Stefánsson Sturla Jónsson Tómas HaUgrímsson Þórhallur Bjarnarson Þorlákur Guðmundsson
kennari á Möðruvöllum. kaupmaður. læknaskólakennari. prestaskólakennari. alþingismaður.
Á fundi, sem þessir menn áttu með sér í dag, var ákveðið að kjósa 9 manna nefnd: 3 búsetta í Reykjavík, 1 í hverj-
um fjórðnngi landsins og 2 í Kaupmannahöfn til að gangast fyrir framkvæmdum þessa félagsskapar og vorum vér undirritaðir
kosnir til þess.
Hin innlenda lögfræðiskennsla hefur um fullan mannsaldur verið einna efst mála á dagskrá þings og þjóðar, en auk
heunar hafa menn jafnframt fundið til þess æ betur og betur, hve brýn nauðsyn er til að hafa alla hina æðri menntun, að því er
kraptar vorir leyfa, í sjálfu landinu, hvort keldur litið er til þjóðernis vors og landsréttinda eða til vísindalegra og verklegra
framfara.
Krafa vor er því liáskóli, og vér vitum, að í þeirri baráttu höfum vér hluttöku alls hins menntaða heims.
Væntanlega skýra blöðin rækilega þýðingu þessa máls og hvernig því verður bezt framkomið í verki.
Alþingi hefur fyllilega viðurkennt háskólaþörfina, en áhuga þjóðarinnar má ekki bresta tii að halda máli þessu fram til
8teurs og áhuga sinn sýnir þjóðin bezt með nú þegar að byrja samskot til háskólasjóðs, sem fram verður haldið til þess er stofn-
unin kemst á.
Yér skorum því á alla íslendinga hér og erlendis og alla íslandsvini, að styðja mál þetta af alefli í orði og verki.
Sjóðurinn, sem heitir „Háskólasjóður íslands“, ávaxtast í Landsbankanum og hefur bankastjórinn, herra Tryggvi
Gunnarsson, tekið að sjer geymslu fjárins og má senda aliar gjafir beint til hans eða til hvers sem vill af undirrituðum. í byrj-
un hvers árs verður birt á prenti upphæð sjóðsins og auk þess verða allar gjafir tafarlaust auglýstar í blöðunum.
Þegar svo er komið, sem vér vonum að verði innan skamms tíma, að Iöggjafarvaldið er orðið samtaka um stofnun há-
skóla á íandi hér, rennur Háskólasjóðurinn til þeirrar stofnunar eptir nánari ákvörðun alþingis í samráði við kennendur hinna inn-
lendu embættaskóla og öll aðalumsjón sjóðsins er falin alþingi og ber jafnan að gera því skilagrein fyrir sjóðnum.
Reykjavík 27. ágúst 1893.
B. Sveinsson. Hannes Þorsteinsson. Jön Yídalín. Jón Þorkelsson. J. Jónassen. Sighvatur Árnason.
Sigurður Gunnarsson. Sigurður Stefánsson. Þórhallur Bjarnarson.
* * *
„Mjór er mikils vísir“ segir máltækið. Eins og þroski einstaklingsins er lítill á bernskualdrinum, eins eru framfarir
heilla þjóða smástígar í fyrstu, ekki sízt þá, er þær skortir efni til að ráðast í stórvægileg fyrirtæki og koma þeim til fram-
kvæmdar á skömmum tíma. Það eru fleiri þjóðir en vér íslendingar, sem hljóta að feta sig áfram á framfarabrautinni, og ganga
stlg af stigi, unz takmarkinu er náð. En auðvitað verður það ekki varið, að kraptar vorir eru litlir í samanburði við krapta