Þjóðólfur - 01.09.1893, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.09.1893, Blaðsíða 4
168 Sýslunefndarfundur varð loks hald- inn í ísafjarðarsýsiu í miðjum f. m., eptir margar árangurslausar tilraunir. Mættu þar sýslunefndarmennirnir úr vesturhluta sýslunnar en úr norðurhlutanum að eins 2—3. Pað hefur lengi verið kappsmál vest- urhlutans að skipta sýslunni í tvö sýslu- félög, og sú skipting var nú loks samþykkt á þessum fundi, enda þykir líklegt, að hann hefði ekki komizt á, ef þetta mál hefði ekki verið á dagskránni, því að tækifærið var nú hið heutugasta fyrir vesturhlutann til að koma máli sínu fram. Ný málaferli er í vændum að hefjist í ísafjarðarsýslu, því að hinn setti sýslu- maðnr þar, Lárus K. Bjarnason, hefur nú fengið sýslumanninn í Dalasýslu, Björn Bjarnarson, skipaðan setudómara í málum, er L. B. ætlar að höfða gegn nokkrum mönnum þar vestra, er rituðu undir kæru- skjöl til aratsins í vor út af embættisfærslu hans. Má ganga að því vísu, að heldur aukist vandræðin, þá er málssóknir þessar hefja3t, og jafnvel ekki ósennilegt, að þá fyrst kasti tólfunum, að því er snertir ó- ánægju og óspektir í héraðinu. Að minnsta kosti eru margir smeikir við það. Það fer líklega svo að lokum, að öll þessi mála- flækja þar vestra verður óleysanlegur Gordionshnútur fyrir stjórnína, er hún neyðist til að höggva einhvern veginn í sundur í vandræðum sínum, eins og Alex- ander hinn mikli gerði forðum til að bjarga virðingu sinni. Bæjarbruni. Bær Ásgeirs bónda Krist- jánssonar á Látrum við Mjóafjörð brann í f. m. til kaldra kola á næturþeli með öllu fémætu en fólkinu varð bjargað fyrir snarræði Gunnars bónda Halldórssonar í Skálavík, (hinumegin fjarðarins gegnt Látrum) þvi hanu fór yfir fjörðinn á 6-mannafari, jafn- skjótt sem eldurinn sást. Á Látrum er þríbýli og brann þar einnig annar bær að mestu. Settur læknir. Jón Jónsson, caud. med. & chir. (frá Hjarðarholti) hefur verið settur læknir í Norðurmúlasýslu (14. lækn- ishéraði) í stað Þorvarðar heit. Kjerúlfs. Yeitt prestakall: BreicHbólsstaður í Vesturliópi séra Hálfdani Guðjónssyni í Goðdölum samkvæmt kosningu safnað- anna. Óveitt prestakall: OoMalir (Goðdala- og Ábæjarsóknir) í Skagafjarðarprófasts- dæmi. Metið 770 kr. 77 a. Augl. 23. ág. Gufuskipið „Stamford" fór héðan til Englands aðfaranóttina 29. f. m. með um 180 hesta. Farþegar með því voru: J. Yídalín kaupmaður og frú hans, al- þingismennirnir: séra Einar Jónsson, séra Sigurður Gunnarsson og Jón Jónsson í Múla; ennfremur cand. med. Jón Jónsson, settur læknir Norð-Mýlinga og stúdent Vilhjálmur Jónsson (til Khafnar). Ætlaði „Stamford“ um hæl aptur frá Englandi upp til Austfjarða. Tíðarfar hefur verið vætusamt nokkra hríð að undanförnu. Heyskapur víðast hvar orðinn í bezta lagi og verður ágætur, ef óþurkar haldast ekki til lengdar. Póstskipið „Laura“ kom í morgun. Útlendar fréttir í næsta blaði. Samskot til „Háskðiasjóðs íslands11. Síðan 28. ágúst hafa þessir menn gefið til sjóðsins: Ben. Sveinsson sýslum. á Héðins- höfða 100 kr.; séra Sigurður Stefánsson alþ.m. í Vigur 25 kr.; Þórhallur Bjarnar- son prestaskólakennari 25 kr.; Hanues Þorsteinsson ritstj. 50 kr.; Jón Þorkels- son dr. phil. 25 kr.; Sighvatur Árnason alþ.m. í Eyvindarholti 25 kr.; Sigurður próf. Gunnarsson alþ.m. á Valþjófsstað 25 kr.; J. Jónassen dr. med. héraðslæknir 25 kr.; Jón Vídalín kaupmaður í Khöfn 100 kr.; séra Einar Jónsson alþ.m. í Kirkjubæ 25 kr.; W. Ó. Breiðfjörð kaupm. í Rvík 25 kr.; Klemens Jónsson sýslum. á Akur- eyri 25 kr.; Jón próf. Jónsson alþ.m. á Stafafelli 25 kr.; Jón Þórarinsson skóla- stjóri í Flensborg 25 kr.; séra Jens Páls- son alþ.m. á Útskálum 25 kr.; Jón Péturs- son fyrv. háyfird. 50 kr.; Helgi Hálfdanar- son forstöðum. prestaskólans 25 kr.; Guð- jón Guðlaugsson alþ.m. áLjúfustöðum 10 kr.; Stefán Stefánsson kennari á Möðruvöllum 25 kr.; Sturla Jónsson kaupm. í Rvík 25 kr.; Friðrik Jónsson kaupm. 25 kr.; Jón Jónsson alþ.m. í Bakkagerði 10 kr.; Bened. Kristjánsson præp. hon. alþ.m. í Landakoti 25 kr.; Bogi Th. Melsteð cand. mag. alþ.m. 15 kr.; Sig. próf. Jensson alþ.m. í Flatey 15 kr.; Tómas Hallgrímsson læknaskóla- kennari 10 kr.; Eirikur Briem prestaskóla- kennari 25 kr.; Guttormur Vigfússon alþ.m. á Strönd 5 kr.; Eyþór Felixson kaupm. í Rvík 10 kr.; Skúli Thoroddsen alþ.m. 25 kr.; Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur 25 kr.; D. Thomsen kaupm. í Rvik 25 kr.; Jóhannes Sigfússon kennari í Flensborg 10 kr.; Halldór Þórðarson bókbindari 20 kr.; Sighvatur Bjarnason bankabókari 5 kr. Þj óö vin afélagið selur samstæða árganga Þjóðvinafélags- almanaksins frá 1875 til 1893 — að undan- skildum árg. 1878 — á 5 kr. 50 a. Þar af eru 4 árg. fyrir 1880 50 a. hver og 14 árg., 1880 til 1893, 25 a. hver. Almanok Þjóðvinafélagsins fyrir árið 1878 verða keypt fyrir 75 a. hvert eintak, ef þau eru óskemmd send stjórnarnefnd félagsins í Reykjavik eða aðalútsölumönn- um þess á Seyðisfirði, ísafirði og Akureyri. Öll heptin, 1.—5., af „Dýravininum“ fást samstæð fyrir 3 kr.; einstakt hepti á 65 a. Fjórðungs, þriðjungs og helmings afslátt- ur á bókum félagsins, samkvæmt auglýs- ingu á umslagi almanaksins fyrir 1894, fæst ekki lengur en til 1. nóvemher þ. á. Vel skrifaðar ritgerðir um löggjafarmál landsins, sem komnar eru fyrir 1. apríl n. á., verða teknar í Andvara, ef rúm leyfir. Þeir, sem skulda Þjóðvinafélaginu, eru beðnir að borga í haust. Helgrímur fást hjá undirskrifuðum. Tryggvi Crunnarsson. Þeir fjárhaldsmenn skólapilta, sem ætla að sækja um eitthvað fyrir þá, eru beðn- ir að senda mér umsóknarbréfin fyrir 10. september. 2% ’93. Jön Þorkelsson. Frá 1. septbr. næstkomandi er afgreiðslu- stofa Landsbankans opin kl. lD/a f- h. til S1/^ e. h. hvern virkan dag. Bankastjórn- ina er að hitta kl. 1—2 dag hvern. Tr. (xumiarsson. Landshankinn hefur nú auk Land- mandsbankans í Kaupmannahöfn viðskipti við Brown Brothers & Co. í New York í Ameríku, Nationalhank of Scotland í Edinborg, Bergens Kreditbank i Bergen, Stavangers Privathank í Stavanger og mun innan skamms komast í viðskipta- samband við banka í Winnipeg, Manitoba. Menn geta þannig fengið hjá Lands- bankanum keyptar ávísanir og víxla á alla þessa staði fyrst um sinn fyrir 1/8°/0 eða 33 a. fyrir hverjar 100 kr. — Engin slík viðskipti eru þó gerð fyrir minna en 1 kr. Landsbankinn, Reykjavík 30. ágúst 1893. Tr. Guimarssson. RauSHetta, Bkemmtilegasta barna- bók með skrautlegum myndum, fæst með niðursettu verði á skrifstofu Þjóððlfs. 347 Kigandi og ábyrg&armaður: Haunes Þorstelnsson, cand. theol. Pélagsprentsmiöjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.