Þjóðólfur - 22.09.1893, Síða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
ErlendiB 5 ltr. — Borgist
fyrir 15. júli.
Uppsögn,bundin við áramðt,
ógild nema komi til útgef-
anda fyrir 1. október.
ÞJÓÐÓLFUR
XLV. árfíc Reykjavík, íöstiuiaginn 22. september 1893. Nr. 45.
Bókmenntir.
íslenzk sönglög. Samið hefur Helgi
Helgason. 1. hepti. 28 bls. 4.
Hepti þetta hefur þegar hlotið loflegt
umtal og á það skilið, bæði sakir þess
gildis, er það hefur í sönglegu tilliti, og
sakir þess áhuga, er höf. hefur nú og
endrarnær sýnt í því, að skipa innlendum
söngvum og lögum í það sæti, er þeim
ber með réttu. Það er iofsvert að liiynna
að öllu þjóðlegu, öllu því, sem einkennir
þjóðlíf vort og er sérstaklegt fyrir það,
og meðal þess er Ijóðagerð og sönglist, er
stendur á innlendum grundveili, mjög þýð-
ingarmikil, einkum til að örfa og glæða
þjóðernismeðvitundina og til að sýna oss,
að vér þurfum livorki að iána Ijóð né lög
frá öðrum þjóðum til að „krydda“ söng-
inn, ef svo má segja. Vér eigum margar
perlur í íslenzkum kveðskap, marga undur-
fagra texta, er frægustu tónskáld mundu
hafa mikla ánægju af að semja sönglög
við. Oss vantar enn hagleg lög við mörg
hin fegurstu kvæði vor.
í þessu 1. hepti hr. H. Helgasouar eru
alls 20 lög; sum þeirra eru þegar orðin
almenningi nokkuð kunn, t. d. „Skarphéð-
inn í brennunni“, „Eyjafjörður“ og „Þing-
vallasöngurinn“ (Öxar við ána o. s. frv.),
en flest þeirra eru ný af nálinni og hafa
eklci áður verið prentuð. Af lögum þess-
um eru 7 við kvæði eptir Steingr. Thor-
steinsson, 4 við kvæði eptir séra Matth.
Jochumsson, þar á meðal „EggertÓlafsson",
eitthvert hið fegursta kvæði skáldsins, og
er lagið við það mjög snoturt og á einkar-
vel við við efnið. Hin lögin eru við kvæði
eptir séra Helga Hálfdanarson (1), séra
Jónas Jónasson (l), séra Stefán Thoraren-
sen (1), Hannes Havstein (2), Br. Jónsson
frá Minna-Núpi (1), Pál Jónsson ritstj. (1,
„Fossinn og eikiu“, fagurt lag) og höf.
(H. Helgason) sjálfan (2).
Yfirhöfuð á hepti þetta skilið að fá
binar beztu viðtökur hjá löndum vorum,
euda verður því fýr framhaldsius að
vænta.
Presturinn og sóknarbörnin. Fyrir-
lestur, sem Ólafar Ólafsson, prestur í
Arnarbæli hélt á Synodus 1893. Kostn-
aðarmaður Sigurður Kristjánsson. 36
bls. 8.
Efni fyrirlcsturs þessa hljóðar einkum
um sambandið millum prests og safnaðar,
um þær skyldur, er presturinn hafi gagn-
vart hjörðinni, sem honum er trúað fyrir
að gæta, og hvernig hann eigi að rækja
hirðisstaríið, svo að það geti borið góða
ávexti. Einkum leggur höf. mikla áherzlu
á húsvitjanirnar, og einn kaflinn um það
er svolátandi:
„Húsvitjanirnar eru að mínu áliti illa
yrktur blettur í akurlendi kristinnar kirkju
hér á landi, blettur,sem gæti gefið af sér marg-
falda uppskeru við það, sem nú er, ef vel
og viturlega væri að farið. Mér dettur i hug
á þessari stundu samlíking, sem jeg vona
og veit, að ekki muni hneyksla yður, hátt-
virtu herrar! Mér detta í hug Ameríku-
agentarnir. Þeir eru sendiboðar, sem fara
um land allt til að bjóða mönnum til fyrir-
heitna landsins fyrir vestan haf. Þeir
safna fólki saman á vissum stöðum og
halda yfir því tölur og flytja fyrir því
fyrirlestra, og með því veiða þeir án efa
marga sál. En flesta veiða þeir með því
að „húsvitja“, með því að fara heim til
manna og tala við menn á heimilum þeirra
í næði um gæðin, sem á boðstóium eru í
landinu fyrir vestan haf, sem flýtur í mjólk
og hunangi. Nú! Vér erum líka sendi-
boðar, sendiboðar Jesú Krists; vér viljum
líka fá fólk til að skrá sig. skrá sig til
guðsríkis og flytja til fyrirheitna landsins.
Vér söfnum fólki saman á vissum tímum
og vissum stöðum og höldum yfir því ræð-
ur; en — flesta mundum vér veiða — eg
blygðast mín ekki fyrir orðið — ef vér
húsvitjuðum rækilegar en vér gerum. Og
vér, sem berjumst fyrir hiriu æzta og helg-
asta málefni mannkynsins og þjónum kon-
ungi konunganna, ættum þó ekki að vera
áliugaminni en þeir, sem þjóua jarðnesk-
um drottnum einungis fyrir hagsmuna
sakir“ \
1) Vér erum höf. alveg Bamdóma nra það, að
„húíivitjanir" agentanna haíi mjög mikil áhrif til að
draga fólkið úr laudinu, og munum aldrei verða
tvúaðir á þá kenningu, að þær hafi ekkert að þýða.
Dæmin eru einuig deginum Ijósari, og þarf ekki
fleiri vitna við. Fólkið fer flest úr þeim héruðum,
sem agentaruir eru ávallt að spigspora um. Það
tjáir ekki að neita því. Lítum á hiun mikla vest-
Um Ameríkuprestana fer höf. allþung-
um orðum, og þykir þeir hafa farið með
ofsa gegn kirkjunni hér heima, og verður
því varla neitað, þá er séra Hafsteinn Pét-
ursson er undanskilinn, því að hann hefur
látið minnst til sín taka út á við, og ritar t. d.
miklu hógværar um trúarmál en séra Fr.
Bergmann. í þessum fyrirlestri séra Ólafs
eru fólgnar ýmsar eptirtektarverðar bend-
ingar, er þjónar kirkjunnar hér á landi
ættu að íhuga rækilega. Höf. segir hisp-
urslaust það, sem honum býr í brjósti og
tekst fimlega að klæða hugsanir sínar í
fagrau, smekklegan búning, því að orða-
valið er gott og allmikið mælskusnið á
meðferð efnisins. Þar er ekki þessi logn-
mollublær áhverri setningu, né þessi livern-
dagslegi, líflausi litur á öllu, sem opt breyt-
ir háfleygasta efni í reglulegt svefnlyf, er
verkar svo notalega svæfandi á lesand-
ann.
Nokkrar sniásögur. Þýðandi og útgef-
andi ólafur Ólafsson, Hountain, Ame-
ríku. 32 bls. 8. (Félagsprentsm.).
Sögur þessar eru flestar siðferðislegs efn-
is og vel valdar, þótt stuttar séu. Eru þær
ekki ósvipaðar „sögum biskupsins“ er hafa
náð svo mikiíli liylli meðal alþýðu hér á
landi. Þýðandinn er fátækur maður, sem
hefur varið tómstundum sínum til að snúa
útlendum sögum á móðurmál sitt, og er
þýðingin á smásögum þessum vonum fram-
ar hjá ómenntuðum almúgamanni. Það eru
margir 25 aurarnir látnir fyrir lakari rit-
Iinga en kver þetta, sem fæst í bókaverzl-
un Sigurðar Kristjánssonar.
Staí'rófskvcr eptir Eirík Briem (presta-
skólakennara). Kostnaðarmaður Sig-
urður Kristjánsson. 48 bls. 12. Kost-
ar 25 aura.
Nafn höfundarins, sem er kunnur að
vandvirkni og nákvæmni í öllu, er liann
leggur hönd á, er fyllilega næg meðmæli
með þessu nýja stafrófskveri og nægileg
trygging fyrir því, að það sé hentugt í
alla staði og við barnanna hæfl.
urflutuing þetta ár úr Yopnafirði, einmitt þar sem
Sveinn Bryujólfsson hafði beikistöðu sína, eða úr
Mývatnssveit, þar sem Sigurður Kristófersson sat
lengst. Skyldu þeir hafa orðið jafnmiklir, hefðu
agentar þessir aldrei þangað komið?