Þjóðólfur - 22.09.1893, Side 2
178
Maimtjóu. í þessum mánuði hafa 4
menn drukknað í sjó hér nærlendis, nefnil.
2 á Vatnsleysuströnd 5. þ. m. (Sveinn Kristj-
ánsson bóndi í Hausthúsum og Magnús
vinnumaður Lárusar homöopatha á Sjónar-
hól) og 2 á Miðnesi 16. þ. m., unglings-
piltar, annar frá Stöðulkoti, hinn frá Tjarn-
arkoti. Þeir voru á uppsiglingu úr fiski-
róðri, en veður hvessti skyndilega.
Yeðurátta hefur verið allköld næstliðna
viku. 19. þ. m. varð alsnjóa sem um há-
vetur og frost nóttina eptir. Hefur hey-
skapur orðið allendasleppur hér sunnan-
lands sakir rigninga og hretviðra allan
þennan mánuð, en verður þó líklega í
meðallagi víðast hvar sakir góðrar gras-
sprettu og öndvegis-tíðar til ágústloka. Á
Norðurlandi (t. d. í Húnavatnssýslu og
Skagafirði) hefur nýting orðið hin bezta>
því að ekki hafði þar rignt tii muna nema hér
um bil vikutíma snemma í þessum mán-
uði, og náðust því liey í garð lítt skemmd
nú fyrir réttirnar, en hér syðra, eiukum í
Borgarfirði, eiga margir enu úti hér um
bil 3—4 vikna heyskap. Nú kominn þurk-
ur og bezta veður.
Niðurjöfnunarnefnd lieykjavíkur. í
haná voru kosnir 15. þ. m. 3 menn til 6
ára: Steingrímur Johnsen söngkennari
(endurkosinn), séra Jöliann JÞorkelsson
dómkirkjuprestur og Magnús Benjamínsson
úrsmiður. Kjörfundur mjög illa sóttur.
Helgríma sú, er Þjóðvinafélagið hefur
til sölu, ætti að vera á hverju einasta
sveitaheimili og við allar verzlanir, er taka
fé til slátrunar. Virðist það ekki óþarft
að brýna það nú fyrir mönnum áður en
aðalsláturtíminn byrjar, að leggja nú nið-
ur hina gömlu, svaðalegu skurðaraðferð,
er hlýtur að valda skepnunni kvalafulls
dauða. Að murka lífið úr henni með hníf
í stað þess að rota hana í einni svipan,
virðist vera svo harðneskjuleg og hroðaleg
aðferð og bera svo Ijóslega vott um algert
tilfinningarleysi gaguvart hiuurn skynlausu
skepnum, að menn ættu að sjá það sjálf-
krafa, hve óhæfileg hún er, og neita hreint
og beint að viðhafa hana. Það er hvorki
mikill vandi né heldur mikil tímatöf að
setja helgrímuna rétt á kindina. Helgríma
sú, er hr. Tryggvi Gunnarsson hefur til
8ölu, er nú einriig endurbætt svo, með því
að gaddurinn hefur verið lengdur, að kind-
in hlýtur að rotast á augabragði með einu
höggi, ef ekki er því klaufalegar að farið.
Norðurströnd Frakklands sígur í
sjó. Tveir frakkneskir verkvélafræðingar
Hugo og Lallemand, er unnið hafa að hall-
amælingum á Frakklandi nokkur undan-
farin ár, taka fram í skýrslum sínum, að
þeir hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að
suðurhluti landsins einkum suður við Pyr-
eneafjöll hækki smátt og smátt en að norð-
urhluti þess, einkum kringum borgina
Lille, verði aptur á móti lægri ár frá ári, og
hafa þeir reiknað út, að lækkun jarðvegs-
ins í París sé hér um bil */8 þumlungs á
ári og samkvæmt því stæði Notre-Dame-
kirkjan á sjávarbakkanum að 3000 árum
liðnum.
Dýrasala. Á hverju ári er flutt til
Evrópu allmikill fjöldi tágætra dýra einkum
frá Asíu og Afríku, og hafa einstakir menn
sölu þessa fyrir atvinnu; þeir kaupa dýrin
þaðan, sem þau eiga heima, annast um
flutning þeirra og selja þau aptur háu
verði einkum í dýragarðana, en opt til
einstakra manna. Verö hinna ýmsu dýra
er, eins og nærri má geta, allmismunandi
og breytist ár frá ári, eptir því hve eptir-
spurnin eptir vissum tegundum er mikil,
og eptir því, hve erfiðleikarnir eru wiklir
að fá þær. Nú sem stendur er gíraffinn
langdýrastur allra og alls ekki til sölu í
Evrópu. Fyrir nokkrum árum mátti fá
hann keyptan fyrir 360 krónur bæði karl-
dýrið og kvenndýrið, en nú fást þau ekki
þótt 36,000 kr. séu boðriar, sakir þess, að
dýr þetta er orðið svo fágætt í Mið-Atríku,
þar sem það á heima, að menn eru hrædd-
ir um, að það deyi alveg út, þá er landið
tekur að byggjast. Auk þess er mjög erfitt
að flytja dýr þetta hina löngu landleið úr
frumskógum Mið-Afríku til sjáfar, og þótt
það komist lilandi til Evrópu er það mesti
vonargripur, því að gíraffinn þolir illa
loptslagið, jafnvel í heitustu löndum álfu
vorrar. Næst gíraffanum er nashyrning-
urinn og vainaliesturinn í hæstu verði,
þetta frá 9,000—12,600 kr. livor. Ljónið
kostar aptur á móti sjaldau meira en
4,500 kr., þótt 8,460 kr. hafi verið borg-
aðar fyrir eitt eintak. Fæði handa
„konungí dýranna" kostar heldur ekki
nema 3 kr. 60 aura á dag, en fæði ým-
issa annara dýra um 5 kr. eða meira.
Tígrisdýr kostar hér um bil 1440 kr.', jagúar
helmingi minna, en leopardar ekki nema
450 kr. Höggormar eru einnig furðu ó-
dýrir. Indverskur „pýþóns“-höggormur 30
þumlungar ummáls og 15 fet á lengd var
seldur fyrir skömmu á Englandi fyrir 22
kr. 50 a. og „cobra“-höggormur fyrir 9 kr.
Hvítabirnir eru og mjög ódýrir, um 100 kr.
eintakið eða tæplega það. En verðhæð
dýranna for ekki eingöugu eptir því, hve
fágæt þau eru, heldur eptir kostnaðinum
við flutning þeirra. Nú sem steudur má
t. d. fá ungan fil keyptan á Indlandi
fyrir hér um bil 180 kr. en 360 kr. kost-
ar flutningurinn á honum sjóveg til Ev-
rópu. Er þess getið í enskurn blöðum, að
skipstjóri noklcur hafi samið við stjórnar-
völdin í Rangún að kaupa fíla, er séu ó-
hæfir til viunu fyrir 270 lcr. hvern og
flytji hann þá svo til Evrópu og selji þá
þar í Marseille, Triest eða Hamborg fyrir
3600 kr. livern, og er það laglegur gróðí,
enda þótt greiddar séu 360 kr. í fiutningsgjald
fyrir hvern og nokkrir hrökkvi stundum upp
af á leiðinui.
Meðal fuglanua er strútsfuglinn lang-
dýrastur allra eða 7,200 kr. „parið“. Það
eru að eins fá sýnishorn af þeim í Evrópu,
með því að einstakir auðmenn í Afríku
sækjast mjög eptir þeim og ala þá til að
selja fjaðrirnar, sem fluttar eru til Eng-
lands og seldar þar dýrum dómutn. Jafn-
vel hinar fágætustu tegundir af uglum
kosfa sjaldan meira en 180 kr., en svart-
hálsaða svani má selja fyrir 540 kr.
Eptirniæli.
Jón Þöröarson, bóndi á Auðólfsstöðum í Langa-
dal, andaðist 9. ágöst. Eiuu nágrauua hans hefur
sent „Þjóðólfi“ svolátandi dánarminningu jiessa
merkisbónda:
„Hann var fæddur 1841 að Stóruborg í Víði-
dal. 1866 giptist hann Guðrúnu Kristmundsdóttur
frá Kolugili í sömu sveit. Þeim hjónum varð 8
barna auðið, af þeim dóu 2 i æsku, en 6 eru á
lífi: 4 piltar og 2 stúlkur, öll uppkomin og hin
maunvænlegustu, er nú ásamt móður sinui harma
sárt ástríkau eiginmaun og umhyggjusaman föður.
Fyrstu 5 búskaparár sín bjó Jón sál. í Víðidal.
Þaðan flutti haun búferlum upp í Langadal, fyrst
að GunnBteinBBtöðum og bvo að Auðólfsstöðum, og
bjó þar samflcytt 19 ár með miklum sóma og dugn-
aði. Það má óhætt telja Jón sáluga einn hinn
merkasta bónda þessa héraðs sakir atorku hans og
mannkosta. Haun var að náttúrufari gæddur góð-
um hæfilegleikuin, þótt hann væri ekki settur til
monnta i æskunni; sem þá var ekki siður, uuni
hann allri sannri menntun og framförum, enda spar-
aði liann ekkert til að mennta börn sín, samkvæmt
stöðu sinui í mannfélaginu. Hann var maður liinn
gestrÍBiiasti, og bar margt til þeas, að gestir dróg-
ust mjög að garði hanB: svo sem snyrtimannleg
umgengni utanhúss og innau, er óvíða mun eiga
sinn líka, hinn ríflegi beini, og umfram allt hið
ljúfmannlega viðmót húsbóndans, er ætíð hafði
fjörgandi spaugsyrði á vörum, og loitaðist á allau
hátt við að gera gestum sínum allt tii þægiuda og
skemmtunar. í framgöngu hans lýsti sér hvívetua
bróðurleg velvild og innileg hluttekuing í annara
kjörum, og var haun í því sönn fyrirmynd. Hanu
var fjör- og starfsmaður hinn mesti, hreinskilinu í
luud og viufastur. Hauu var hagur vel á tré og
járn, enda var liönd hans ætíð reiðubúin að hjálpa