Þjóðólfur - 06.10.1893, Blaðsíða 3
187
kjöti því orðið fremur lágt nfl. 15—17 a.
pd.; mör og gærur 20—25 a. pd.
Hreiim marmari. „Austri“ getur
þess í 22. tölubi., 22. ágúst, að steinafræð-
ingur sænskur hafi fundið hreinan marmara
millum Kolfreyjustaðar og Höfðahúsa í
Fáskrúðsfirði.
Um sýslufund Ísíiröinga.
Herra ritstjóri! 142. tölubl. blaðs yðar, á bls. 168,
standa þau umrnæli um sýslunefndarfuudinn, sem
haldinn var í ísafjarðarsýsiu 14.—15. ág., að „lík-
legt þyki, að bann hefði ekki komizt á, ef þetta
mál (o: um skipting sýslunnar í 2 sýslufélög) hefði
ekki verið á dagskránni11.
Af því að eg er sýslunefndarmaðr í vesturhluta
ísafjarðarsýslu, þá er mér það kunnugt, að þessi
tilgáta er ekki rétt. Til að sauna það, nægir að
telja þaö eitt, að sumir af sýslunefndarinöunum
vestursýslunnar voru hikaudi við, að ‘þetta mál
yrði tekið til meðferðar að þessu sinni, og einn
þeirra^kvað jafnvel á fundinum upp úr með þá til-
lögu, að málið væri tekið út af dagskrá fundarins,
þar eð norðanmenn ættu eigi kost á að greiða nú
atkvæði um það. Svona langt er frá því, að það væri
ósk vestanmanna, að vilja sæta lagi til að fjalla um
málið í fjarvist norðanmauna, enda eru allmiklar
líkur til, að mál þetta hefði nú gengið fram eins
fyrir það, þótt norðanmenn hefðu setið fundinn,
svo að vestanmenn töldu sig ekki hafa að óttast
af norðanmönnum í þvi efni.
í sambandi við þetta vil eg geta þess, að þar
sem i 58. tölubl. „ísafoldar“, bls. 230, er minnzt
á þennan sama sýslunefudarfund, og látið liggja að
því, að hann hafi tekizt af því, að Skúli Thorodd-
sen var eigi nærri til að æsa menn til ólöghlýðni,
þá mun einnig þetta ástæðulaus tilgáta. Eg
tel vÍBt, að allir þeir sýslunefndarmenn, er fundinn
sóttu, hefðu gert það eins fyrir það, þótt Skúli
hefði verið hjer vestra. Eg hygg, að allir sem
sóttu fundinn, hafi gert það af því, að þeim væri
ljóst, að það væri sýslufélagi voru til vansæmdar
og vanþrifa, að ekki yrði uppi lialdið löglegri sveit-
arstjórn.
Viljið þér gera svo vel, að ljá línum þessum
rúm í heiðruðu blaði yðar?
Söndum 11. sept. 1893.
Kristinn Daníelsson.
Húnavatnssýslu 22. sept.: „Tíðarfarið
spilltist seinni partinn í ágúst, eða um liinn 20.,
með norðaustan stormviðrum, en svo byrjuðu stór-
felld úrfelli, sem stóðu svo að segja látlaust yfir
i hálfa aðra viku. Gerði svo uppstyttu nokkra
daga, en svo komu óþurkarnir aptur nokkra hríð.
Hiun 18. þ. m. og aðfaranótt hins 19., kom hér
það afspyrnu norðaustan-veður, að menn þykjast
tæploga muna aunað oins eða meira. Úrfelli var
talsvert með á sumum stöðum. Um tjón af veðri
þessu hefur litið frétzt, en það má ganga að því
vísu, að það hafi verið töluvert, auk þess, sem
þegar er auðséð, svo sem framúrskarandi hrakn-
ingur á mönnum og skepnum í göngunum, sem
einmitt á þessum tíma hafa alstaðar staðið yfir,
svo og rnikið verri tjárheimtur og heyfok og hrakn-
ingur, því víðast eða alstaðar hafa hey verið úti
að mun. Á Skagaströnd t. d. feykti fiskiskipi yfir
timburhús og kom ofan á mann hinumegin, en
hann lenti innan i bátnum og hélt því lifi lítt meidd-
ur. Þetta óstöðuga og óþurkasama tiðarfar hefur
fjarska mikið dregið úr þeim góða heyafla, sem út-
lit var fyrir. Mun nú naumast heyafli almennt
meiri en í meðallagi11.
Mannalát. Guðríin Davíðsdóttir, kona Dor-
steins bónda Ólafssonar i Görðum á Akranesi, and-
aðist 13. sept. næstl., 34 ára gömul. Hún var
fædd og uppalin í Reykholtsdal, af góðu fólki kom-
in, giptist i maí 1892, fluttist að Görðum sama ár,
ól andvana bnrn með miklum harmkvælum 19. ág.,
og lézt af afleiðingum þess eptir miklar þjáuingar.
„Trú og dyggð og siðprýði voru hennar lífs ein-
kunnir, en með þolinmæði og von vann hún sitt
dauðaetrið". 26/o ’93. S.
r W1 tiis ky ! <4
Old Seotch á 1.50 fiaskan. ^
H The „Edinburgli“ Old highl. W
Í á 1,50 flaskan H'
'2 er nýkomið í ®
r verzlun Eyþórs Felixsonar. F
V W1 hisky! !1
Heilflöskur eru keyptur í verzlun
Eyþórs Felixsonar fyrir 10—15 aura
stykkið.
70
foreldrar hennar stóðu mjög á móti því, að þau næðu
sarnan og faðir hennar hafði jafnvel einu sinni hótað
að gera haua arflausa, ef hún ætti hann, en hún hafði
sagt Jens, að hún ynni honum, og hann var ungur,
hraustur og sterkur og þar að auki duglegur og ósér-
hlífinn til allrar vinnu. „Að vísu er kaupmannssouur-
inn Jað draga sig eptir henni“, hugsaði Jens, „en eg
skal vissulega stritast við að vinna mér svo mikið inn,
að eg geti byggt nýtt hús í stað ganila hússins lians
föður mín8. Ætli nokkur þurfi að illskast við mig, þótt
eg fái hana, fyrst hún gefur mér sjálf jáyrði siti?
Jens situr nú heirna í stofu hjá foreldrum sínum,
sem eru við vinnu sína í stofunni. Allt i eiuu er hurð
inni lokið upp og inn kemur sendimaður frá sýslumanni
og á að sækja Pétur á hans fund. Gestur þessi kom
þeim öllum mjög óvænt og Jens og móðir hans störðu
á hann forviða, og furðuðu sig á því, að yfirvöldin
skyldu vilja finna hann, en það leit svo út, sem Pétur
skildi þetta ögn betur, því haim varð uáföiur.
Grunur Péturs rættist. Haun var sakaður um þjófn-
að. Sýslumaðurinn sagði, að hann væri grunaður um
að hafa stolið úr hjalli kaupmannsins. Það var haldið
próf, og Pétur játaði. Tveim mánuðum síðar var
hann látinn í hegningarhúsið.
Þetta var þung þraut, fyrir Jens, og hvers vegna
97
tárin runuu niður eptir kinnum liennar, og hún tók að biðja
til guðs af heilum hug. Þá heyrði húu allt í einu ein-
hvern skarkala i svefnherberginu. Hún gekk óðar inu,
og varð bæði glöð og forviða, er hún sá mann sinn vera
að klæða sig í mesta snatri.
„Ætlarðu að fara?“ spurði hún.
„Já“, svaraði hann stuttlega, „samvizkan, þessi ó-
tætis kvalari, lætur mig ekki hafa neinn frið. Eg ætl-
aði að sofna aptur, en þá beyrði eg ávallt einhverja
rödd kalla til mín : ,Farðu Heim! Verið getur, að líf
fátæku konunnar sé í hættu'. Hvað á eg þá til bragðs
að taka?“
Hann var fljótur að klæða sig, og tók hatt sinn og
staf, hálf-önugur. Þjónninn bar verkfæri hans, og þar
eð hann vissi, hvar iðuaðarmaðurinn bjó, hröðuðu þeir
göngu sinni þangað, sem mest þeir máttu.
Eins og geta má nærri, gat hin göfuglynda kona
læknisins ekki farið að sofa, þar eð þetta atvik hafði
haft svo mikil áhrif á tilfinningar hennar. Að einni
stuudu liðinni kom Heim aptur, svo votur, að varla var
þur þráður á honum, en í langan tíma hafði kona hans
þó ekki séð hann jafn ánægjulegan á svipinu sem nú.
Hann hafði fataskipti, bað uxn heitt tevatn, og þegar
hann var að drekka það, sagði hanu við konu sína:
„Það var gott, að þú vaktir mig; annars hefði konan