Þjóðólfur - 22.12.1893, Síða 1

Þjóðólfur - 22.12.1893, Síða 1
Árg. (60 arkir) koetar 451ir. Erlenais 5 kr. — Borgist fyrir 15. jfllt, Dppsögn, bundln yiö 4ram6t, ógild nema komi til rttgef- anda fyrir 1. október. ÞJOÐOLFUR. XLV. árgo Reykjarík, föstudaginn 22. desember 1893. Nr. 59. Rödd úr Árnessýslu um »,fljóthugsuöu lagasmíöina“. (Niöurl.). Eg verð yfir höfuð að álíta, að eptir þessu frumvarpi verði Árnessýsla miklu harðara úti en önnur héruð, þar sem brýr væntanlega verða byggðar, því fylgi þingið sömu stefnu og það hefur gert í sumar, þá verða brýr framvegis byggðar á landssjóðs kostnað, enda er ekkert lík- legra og eðlilegra, en þó héruðnm verði ef til vill gert að skyldu að kosta gæzluna, þá verða samt Árnesingar að b'orga sinn hluta af láninu til Ölfusárbrúarinnar, sem önn- ur héruð verða laus við (að borga nokk- uð af byggingarkostnaði sinna brúa), og verður því á einhvern hátt að leggjast skattur á þá, sem eg sé ekki, að verði lagður á annað en landbúnaðinn (að miklu leyti) eptir núgildandi lögurn, og því held eg, að „Sveitabóndínn“ hefði mátt láta ó- gert að hrópa hátt til okkar Árnesinga, til að vekja okkur til meðvitundar um, hvilíka ósvinnu „Þjóðólfur“ fari fram á, þar sem hann vilji, eins og „Sveitabóndinn“ að orði kemst, „velta þessari byrði á þá eina, sem landbúnað stunda, en sleppa öllum öðrum“, því eg get ekki annað séð, en að við einir, sem liöfum einhvern land- búnað, verðum, eptir því sem nú er uppi á teníngunum, að borga „ballið“. En að landssjóður geti bæði byggt brýr, eins og landið þarfnast og kostað gæzlu á þeim í framtíðinni eða þegar þær fjölga, er ó- hugsandi, eða þá að þingið yrði að sjá að sér í einhverju tilliti, og vera sparara á „bitlingum“ til einstakra manna, en það stundum hefur verið, og álít eg það að visu engan skaða fyrir landið. Eg verð því eiildregið að hallast að þeirri aðaistefnu, sem fram kom í áminnstri „Þjóðólfs11 grein í haust, þeirri, að stofna einn sameiginlegan brúasjóð fyrir land allt, sem standi í sambandi við landssjóð, ef því yrði svo fyrir komið, að skattur þessi yrði lagður á eitthvað fleira eða annað en eingöngu landbúnað, og álít þá stefnu miklu betri en allt annað, sem komið hefur fram í þessu máli og mér er kunn- «gt um. Að skatturinn væri misjafnlega tár á héruðunum, og ef til vill sum- staðar enginn, þar sem víst væri, að eDgar brýr væru byggðar nokkurn tíma, það væri ekki nema sjálfsögð sanngirni, og væri að minnsta kosti ekki orsök til annarar eins óánægju, eins og þessi fljóthugsaða lagasmíð frá siðasta þingi er fyrir hlutaðeigendur. — Um það, í hvaða tilgangi „Þjóðólfs“-greinin í liaust muni hafa verið skrifuð, skal eg ekkert segja, og skiptir i rauninni engu. Þó að Þor- lákur i Fifuhvammi hafi lýst því yfir á kjörþinginu í fyrra, að hann væri móti brúatolli, þá var það síður en ekki ástæða fyrir Árnesinga til að hafna honum, held- ur þvert á móti, eu þá var ekki um ann- að en brúartoll að ræða; þetta lagafrumv. mun alls ekki hafa verið komið í huga hans þá, því hefði mönnum veiið kunnugt, að svo væri, þá efast eg um, að hann hefði feng- ið öll þau atkvæði, sem hann fékk, og þó Árnesingar yfirhöfuð liafi ávallt borið gott traust til hans, sem þingmanns, þá efast eg um, að hann fái nú við næstu kosn- ingar öll þau atkvæði, sem hann fékk síðast. Eg þykist nú hafa leitt rök að þvi, að einn af þeim þremur vegum. sem „Sveita- bóndinn“ talar um, að séu sanngjarnir, þegar um gæzlu á stórbrúm er að ræða, verði eptir lagafrumvarpinu optuefnda mjög ósanngjarn, hvað Árnessýslu snertir að minnsta kosti, og skal eg í sambandi við það geta þess, að eg þykist liafa skoðað þetta mál hlutdrægnislaust, því eg á heima sunnanmegin við Ölfusá og þarf því opt að brúka brúna á henni. Árnesingur. * * * Vér ætlum nú að lofa ritstj. ísafoldar að hugga sína sárþjáðu sál með þessum ofanrituðu línum, enda mun það ærin hugraun fyrir hann, að Árnesingar skuli yíirhöfuð ekki hafa jafn einhliða og tak- markaðar þrákálfaskoðanir, eins og hann sjálfur liefur, bæði í þessu máli og fleir- um. Ritstj. Landsyfirréttardómur í máli Skúla sýslumanns Thoroddsen var uppkveðinn 18. þ. m., og undiriéttardómurinn ónýttur að því leyti, að landsyfirrétturinn komst að þeirri niðurstöðu, að hr. Skúli Thorodd- sen hefði ekki gert sig sekan í neinu, er varðaði embættismissi; en undirréttardóm- arinn hafði dæmt hann frá embættinu fyrir brot gegn ýmsum greinum hegning- arlaganna. En fyrir smávegis vanrækslu eða athugaleysi við einstök atvik, sektaði yfirrétturinn hr. Thoroddsen um 600 kr. til landssjóðs og skyldi hann jafnframt greiða allan af málinu löglega leiðandi kostnað, þar á meðal hinum skipaða sækjanda við yfirréttinn, cand. jur. Hannesi Thorsteinson 40 kr., og verjendunum: Páli Einarssyni málaflutningsmanni (nú sýslumanni í Barða- strandarsýslu) og Eggert Briem málaflutn- ingsmanni, 30 kr. liinum fyrnefnda og 10 kr. hinum síðarnefnda. Ekki er það ósennilegt, að sumir mót- stöðumenn Skúla Thoroddsen uni þessum málalokum í yfirrétti allilla, og telji dóra- inn allt of vægan, en hins vegar mun allur þorri manna gleðjast yfir því, að ekki varð meira úr þessu högginu, er svo hátt var reitt. Sektir, þótt háar séu, eru lítilsvirði í samanburði við sakamanna- fangelsi eða embættismissi. Úrslit þessi sýna Ijóslega, að Skúli Thoroddsen hefur alls ekki gert sig sekan í sviksamlegri embættisfærslu, eða í neinu því, er geti svipt hann heiðri og mannorði, og það er aðalmergurinn málsins. Það má einnig hér um bil ganga að því vísu, samkvæmt þeim ástæðum, er yfirrétturinn liefur byggt dóminn á, að hæstiréttur herti ekki á honum, þótt málinu yrði áfrýjað þangað, sem er mjög óvíst, að gert verði. Af því að sundurliðun og lýsing máls þessa fyrir yfirrétti eða dómsástæðurnar .eru harla eptirtektaverðar og marga mun fýsa að heyra þær, getur verið, að vér sjáum oss fært að flytja lesendum blaðs vors innan skamms dóminn í heild sinni. Frá setudóiuaramiin í ísfirzku kæru- málunum, Birni sýslumanni Bjarnarson, hefur oss verið send til birtingar svo lát- andi grein: Herra ritstjóri! Eg sá í þessari svipan 3. tölubl. blaðs þess, sem byrjað er að koma ftt hér og „Grettir" nefnist, og sá í því grein, er snerti mig. Eg bið yður því að taka þessar iínur, sem eg hripa í mesta flaustri, í blað yðar.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.