Þjóðólfur - 29.12.1893, Page 1

Þjóðólfur - 29.12.1893, Page 1
Árg. (60 arklr) koatar 4 kr, Erlendls 5 kr. — Borglst fyrlr 15. júll. ÞJOÐOLFUR DppBögn.bnndin viö kramót, ögild nema koml til útgef- anda fyrir 1. október. Reykjarík, fostudaginn 29. desember 1893. XLY. árg. Áriö 1893, sem nú má kalla um garð gengið, hefur þá er á allt er litið verið gæða-ár til lands og sjávar. Yeðurátt var liin bezta frá nýári um land allt, nema í Þingeyjar- og Múlasýslum voru allmikil harðindi. Grasvöxtur var víðasthvar góður og sumstaðar ágætur, einkum á Suðurlandi, og nýting hin bezta, en haustið nokkuð umhleypingasamt. Aflabrögð voru frábærlega góð þetta ár við Faxaflóa, og víðasthvar mun hafa aflazt í meðallagi annarsstaðar á landinu og sumsstaðar betur. Verzlunin hefur hins vegar ekki verið hin ákjósanlegasta og jafnvel öllu lakari en næstliðið ár. Einkum hefur peninga- ekla verið alltilfinnanleg landsmönnum, þar eð fjárverzlunin við Englendinga og Skota varð engin önnur en sú, að ýms pöntunar- og kaupfélög sendu sauði til sölu ytra i umboði Zöllners, eins og að uudanförnu, og bætti það nokkuð um, því að verðið var nokkuð hærra en í fyrra, og er því vonandi, að það hækki betur eptirleiðis, svo að meira fjör færist í þessa verzlun, sem getur orðið landinu til mikils hag- ræðis, ef skynsamlega er að farið. Um pólitiskar hreyfingar á þessu ári er lítið að segja. Að vísu hafði alþing allmörg stórvægileg mál til meðferðar og réði flestum þeirra heppilega til lykta, en búast má við, að uppskeran verði rýr, þar eð hinn málsaðili — stjórnin — mun láta sig litlu skipta vilja þingsins í þeim málum, er mestu varða. Geta ber þess, að á næstliðnu sumri var byrjað að safna samskotum til háskóla hér á landi, í sömu andránni, sem þingið samþykkti lög um stof'uun hans. Hefur þegar safnazt ofur- lítill sjóður, er eflaust eykst smámsaman og getur orðið til allmikils stuðnings þessu málefni gagnvart stjórninni. Miklar hafa verið hamfarirnar í agent- um Kanadastjórnar til að teygja fólk héð- an af landi til Ameríku þetta umliðna ár. Þeir voru ekki færri en 5, þessir postular, þá er bezt Iét, og hver „smalaði“ í kapp við annan, svo að það var ekki furða, þótt þeir færu ekki alveg tómhentir heim aptur. Er svo talið, að um 700 manns alls hafi farið héðan á þessu ári til Vest- urheims. Allmikiili mótspyrnu mættu sendi- sveinar þessir hér og hvar og meiri én endrarnær, eins og við var að búast, með því að þetta fargan þeirra keyrði nú öld- ungis úr hófi, og hafa þeir allmjög spillt sínum málstað með þeim gauragangi. Það má og með tíðindum telja á þessu ári, hversu mikil óöld hefur átt sér stað í einni sýslu landsins — ísafjarðarsýslu — út af málaferlunum gegn Skúla sýslumanni Thoroddsen. Munu þess varla dæmi í sögu vorri síðan á Sturlungaöld, að jafnmikill ófriður, lieipt og hatur manna á milli hafi spunnizt út af einu máli. Er alls ekki séð fyrir endann á þessari óöld enn, og ó- víst, hversu víðtækar afleiðingarnar geta orðið. Með því að „Fréttir frá íslandi41 flytja almenningi greinilegt ágrip af öllum árs- fréttunum í einu lagi, virðist óþarft að skýra ítarlega l'rá þeim í blöðunum. + Tómas Hallgrímsson læknaskólakennari andaðist hér í bænum á aðfangadag jóla (24. þ. m.) eptir langa og þunga legu i sullaveiki. Skorti hann að eins einn dag til að fylla ðl.aldursár, því að lianu var fæddur á sjálfan jóladag- inn 1842 að Hólmum í Reyðarfirði. Voru foreldrar hans: Hallgrímur prófastur Jóns* Bon (f 1880) einn hinna nafnkennduReykja* hlíðarsystkina og kona hans Kristrún (f 1881) Jónsdóttir prests á Grenjaðarstað Jóussonar. 1858 settist Tómas í Reykja* Víkurskóla og var útskrifaður þaðau 1864 með 2. einkunn, sigldi skömmu síðar til háskólans og tók að lesa lækuisfræði, lauk embættispróíi í þeirri grein sumarið 1872 með 2. betri einkunn (skorti að eins eitt stig til að ná 1. eink.), fékk veitingu fyrir héraðslæknisembættinu í Árnes-Rangár- valla- og Vestur-Skaptafellssýslu 1874 og hafði aðsetur á Eyrarbakka, en 1876 var honum veitt kennaraembættið við lækna- skólann, og flutti hann þá til Rvíkur. Árið eptir var hann um tíma settur til að gegna Nr. 60. læknisstörfum í Árness- og Rangárvalla- sýslu, og kannaði þá ásamt fleirum eldgosið í Hekluhraunum veturinn 1878. Síðar (1881—82) var hann og settur héraðslækn- ií í 1. lækuishéraði og læknir við sjúkra- húsið í Reykjavík, meðan dr. Jónassen var settur landlæknir. Kona Tómasar læknis, sem lifir mann sinn, er Ásta Júlía dóttir Guðmundar Thorgrímsen fyrv. verzlunar- stjóra á Eyrarbakka, og eru 3 börn þeirra á lífi: einn sonur, nú í lærða skólanum, og tvær dætur. Tómas Hallgrímsson var einkar siðprúð- ur maður, spaklyndur og stiiltur í fram- göngu, og ávann sér hvervetua hylli og virðingu. Hann var vel að sér í sinni mennt og stundaði embætti sitt með hinni mestu alúð og samvizkusemi. Jafnvel þótt hann samkvæmt embættisstöðu sinni væri eigi skyldur að gegna læknisstörfum, leit- uðu hans samt margir og þáðu af honum ráð og hjálp, og þótti optast vel gefast. Hafði liann því á síðari árum allmikla atvinnu við lækningar hér í bænum og olii því ekki sízt hin frábæra hugulsemi hans, nákvæmni og mannúð við hina veiku. Það eru þvi ekki að eins hinir nánustu ættingjar og viuir hins látna, er lengi munu minnast hans með söknuði, heidur margir aðrir út í frá, er einhver kynni hafa af honum haft. Yerið getur, að einhver fjölhæfari eða atkvæðameiri læknir en hann skipi sæti hans, en trauðla aunar betri og samvizkusamari maður í öllum greinum, en hann var. Safnaðarfundur var haldinn hér í bæn- um 17. þ. m., aðallega til þess að ræða um afnám danskrar guðsþjónustu í dóm- kirkjunni, og hafði sókuarnefudin áður gert ráðstafanir í því máli. Gengu tillögur hennar í þá átt, að afnema þessar skyldu- messur á dönsku, og voru fundarmenn því samþykkir. Því næst urðu allmiklar um- ræður um það, hvort lærisveinar lærða skólan8 hefðu nokkra heimild til að hafa sérstök sæti í kirkjuuni við kirkjugöngu. Var Kristján Þorgrímsson kaupmaður máls- hefjandi og taldi slíkt ólög ein, er sóknar- fólkið gæti ekki lengur búið undir, og mundi því ef til vill verða tekið til alvar-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.