Þjóðólfur


Þjóðólfur - 12.01.1894, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 12.01.1894, Qupperneq 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. PJÓÐÓLFUR Uppsögn, bundin vi8 áramöt, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. oktöber. XLYI. árg. t Helgi lektor Hálfdánarson, er lézt 2. þ. m., eins og getið var í síð- asta blaði, var fasddur á Rúgsstöðum í Eyjafirði 19. ágúst 1826, en þar bjuggu þá foreldrar hans: Hálfdan stúdent Einars- son, er síðast var prestur og prófast- ur á Eyri í Skutuisfirði (f 1865) og Álf- heiður dóttir hins mikla gáfumanns séra Jóns Jónssonar lærða í Dunhaga. Yoru þau hjón Hálfdan og Álfheiður systkina- börn, því að séra Einar aðstoðarprestur í Múla (f 1801) faðir Hálfdans og Helga kona séra Jóns lærða voru systkin, en foreldrar þeirra voru: séra Tómas Skúla- son á Grenjaðarstað (f 1808) og Álfheið- ur Einarsdóttir prófasts á Kirkjubæjar- klaustri Hálfdanarsonar systir hins lærða fræðimanns mag. Hálfdans Einarssonar skólameistara á Hólum. Kona séra Ein ars Tómassonar en föðurmóðir Helga lekt- ors var Guðrún Björnsdóttir sýslumanns í Þingeyjarþingi Tómassonar systir Þórðar sýslumanns í Garði, er var orðlagður gáfu- maður sem faðir hans og Steinunnar móð- ur Karls Andersens skálds. — Fjögra ára gamall fluttist séra Helgi með foreldrum sínum vestur að Kvennabrekku í Dölum, því að faðir hans var þá prestvígður þangað. Þar andaðist Álfheiður móðir hans 1833, en séra Hálfdan fékk litlu siðar Brjáns- læk (1835) og kvæntist aptur Guðrúnu Vernharðsdóttur prestsekkju, er reyndist hinum ungu stjúpbörnum sínum sem bezta móðir og minntist hinn framliðni hennar jafnan með ást og virðingu. Faðir hans kenndi honum skólalærdóm að mestu leyti, en einn vetur var hann til kennslu hjá Páli Melsteð (síðar sögukennara), er þá bjó á Brekku á Álptanesi. 1844 fór hann í Bessastaðaskóla og var þar hina tvo síð- ustu vetur, er skólinn var haldinn þar, en því næst aðra tvo í Reykjavíkurskóla og var útskrifaður þaðan 1848 með bezta vitnisburði, um leið og dr. Jón Þorkelsson rektor lærða skólans. Sigldu þeir báðir til háskólans s. á. og bjuggu jafnan sam- an á Garði. Munu fáir íslenzkir stúdent- ar á þeim árum hafa stundað nám sitt með meiri alúð og áhuga en þeir tveir félagar, enda leystu þeir öll háskólapróf Reykjavík, föstudaginn 12. janúar 1894. sín af hendi með 1. einkunn. Hélzt ein- læg vinátta með þeim jafnan síðan. Þá er séra Helgi hafði tekið embættis- próf í guðfræði í janúar 1854 fór hann um vorið eptir heim til föður síns að Eyri við Skutulsfjörð og dvaldi hjá honum um sumarið, en veturinn eptir (1854—55) hafði hann á hendi barnakennslu í Reykjavík. 7. apríl 1855 fékk hann veitingu fyrir Kjalarnesþingum og var prestvígður 10. júní en kvæntist 15. s. m. Þórhildi dóttur merkismannsins Tómasar próf. Sæmunds- sonar og Sigríðar Þórðardóttur frá Garði; voru þau hjón þremenningar að frændsemi. Séra Helgi þjónaði Kjalarnesþingum 3 ár og bjó að Hofi á Kjalarnesi. 1858 voru honum veittir Garðar á Álptanesi, þá er Árni stiptprófastur Helgason sagði því brauði af sér, en 22. maí 1867 var hann skipaður fyrsti kennari við prestaskólann og forstöðumaður hans 1. okt. 1885. Hann var sæmdur riddarakrossi dannebrogsorð- unnar 1879 og heiðursmerki dannebrogs- manna 1892. Hann sat á alþingi 1863 sem (vara)þingmaður Gullbringu- ogKjósar- sýslu og á þingunum 1865, 1867 og 1869 sem þingmaður Vestmanneyinga. Með konu sinni átti séra Helgi 13 börn, og dóu 5 þeirra mjög ung en 2 nokkuð stálpuð: Hálfdan efnilegur piltur, er dó í skóla 1879 19 ára og Guðrún, er dó 1881 17 ára. Sex eru enn á lífi: Sig- riður kona séra Skúla Skúlasonar í Odda, Tómas læknaskólakandídat, Jón háskóla- kandídat í guðfræði, dvelur nú í Danmörku, séra Ólafur á Stóra-Hrauni, Álfheiður og Þórdís. Að lýsa hinu mikla lífsstarfi séra Helga nokkurn veginn rækilega yrði hér of langt mál, enda gerist þess síður þörf, með því að séra Valdimar Briem hefur allítarlega lýst starfsemi hans í 1. árg. Sunnanfara nr. 12. Er það í alla staði sönn og rétt lýsing á hinum þýðingarmiklu, heillaríku áhrifum, er séra Helgi hefur haft á kirkju og kristindóm þessa lands. Það er ekki á einn veg, sem þessi áhrif hafa átt sér stað, heldur á ýmsa vegu. en einkum þó á þrennan hátt: með barnalærdómsbókinni, sálmabókarstarfi sínu og kennslustarfinu við prestaskólann. Xr. 3. Barnalærdómskver séra Helga er, þá er á allt er litið, mjög vel samið, sem vænta mátti, stuttort og efnisríkt. Kenn- ingu Lúters er hvívetna stranglega fylgt, eins og auðvitað er, og niðurskipun efnis- ins mjög nákvæm og bundin óhagganlegum trúfræðilegum skorðum, svo að framsetning- in verðurjafn vel sumstaðar um of vísindaleg. í 7 manna nefnd þeirri, er skipuð var 1878 til að endurskoða sálmabókina var séra Helgi formaður, og vann hann ötul- lega að því starfi, sem öðru, er hann tókst á hendur, því að hann var manna óhlífn- astur við sjálfan sig, og lá aldrei á liði sínu í þjónustu kirkjunnar. Nefndin lauk störfum sínum á 7 árum og 1886 var hin nýja sálmabók fyrst prentuð. Mætti með réttu kenna hana við séra Helga, — eins og séra V. B. kemst að orði, — bæði sak- ir þess, hve mikinn áhuga hann sýndi í því, að leiða verk þetta farsællega til lykta og sakir hins mikla fjölda sálma, sem hann á í bókinni. Eru þeir alls um 210 að tölu, bæði þýddir og frumkveðnir, þó fieiri þýddir. Séra Helgi var lipurt sálmaskáld, og eru allir sálmar hans vel ortir og vandaðir að frágangi, þótt þeir séu ekki klæddir í jafnháfleygan, skáld- legan búning, sem sálmar séra Valdemars og séra Matthíasar. Sem kennari við prestaskólann meir en fjórðung aldar hefur séra Helgi getið sér þann orðstír, er ei mun fyrnast í brjóstum hinna mörgu lærisveina hans, og það má óhætt fullyrða, að íslenzka kirkjan ber menjar kenninga hans langa hríð eptir að allir þeir, er kennslu hans nutu, eru komnir undir græna torfu. Hann var kennari með lífi og sál. Hann gekk ekki að því starfi, sem einhverju óþægilegu, óhjákvæmilegu skyldustarfi, sem opt eru leyst miður vandlega af hendi, heldur var honum ljúft að vinna að þessu aðalverki köllunar sinnar, því að hann hafði brenn- andi áhuga á því og gerði sér allt far um að rækja það sem dyggilegast. Hann lét og heldur ekki staðar numið við þá guð- fræðismenntun, er hann hafði aflað sér við háskólann, heldur las hann öllum stund- um erlend guðfræðisrit og fylgdist ágæt- lega með tímanum í öllu, er þá visinda- L

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.