Þjóðólfur - 12.01.1894, Page 2
10
grein snertir. Og af þessum mikla lær-
dómi sínum miðlaði hann lærisveinum sínum
örlátlega, ekki að eins í sjálfum kennslu
stundunum, heldur og utan þeirra, því að
hin guðlegu sannindi voru jafnan hið kær-
asta umtalsefni hans. Fyrirlestrar hans
voru mjög skipulegir og að öllu vandaðir,
en það sem einkum einkenndi kennslu hans
og gerði hana svo áhrifamikla var hinn
óbifanlegi trúar- og sannfæringarkraptur,
er lýsti sér í orðum hans. Pað var auð-
heyrt, að kristindómurinn samkvæmt hreinni
lúterskri játningu var hjartans mál hans,
hann var hið mesta áhugamál lífs hans,
það málefni, sem hann helgaði krapta sína
alla og óskipta. Hann var liprasti kenni-
maður, eldheitur í anda og viðkvæmur í
prédikunum sínum. Gáfur hans voru mikl-
ar og fjölhæfar og hann var yfir höfuð
mjög vel að sér í mörgu, auk guðfræð-
innar. Hann var mikill alvörumaður og
þéttur í lund og lét ekki leiðast af öðrum,
en var þó lipurmenni í umgengni, skemmt-
inn og glaðvær í viðræðum. í hegðun
allri var hann fyrirmynd, og vildi ekki
vamm sitt vita. Vér lærisveinar hans
munum jafnan minnast þessa læriföður
vors með virðingu og þakklæti, ekki að
eins þeir af oss, er þegar hafa gengið í
þjónustu kirkjunnar, heldur einnig vér
hinir, sem tekizt höfum öunur störf á
hendur.
Séra Helgi var óhraustur til heilsu
mestan hluta æfi sinnar. Á síðustu árum
þjáðist hann af kvalafullum, ólæknandi
magasjúkdómi, og þverruðu þá líkams-
kraptar hans óðum, en hann bar þennan
þunga veikleika sinn harðmannlega og
heyrðist ekki mögla. Sigldi hann til Kaup-
mannahafnar til að leita sér lækninga í
marzmán. f. á., en kom heim aptur í júní-
mánuði og hafði enga bót fengið meina
sinna, lagðist svo algerlega rúmfastur
næstl. haust og var optast sárþjáður; þó
bráði dálítið af honum með köflum og las
hann þá jafnan eitthvað guðlegs efnis sér
til skemmtunar og huggunar. Um jólin
dró meir og meir af mætti hans, unz hann
loks fékk hina lengi þráðu hvíld að kveldi
2. þ. m. kl. 8, eptir trúlega unnið æfistarf
guðs ríki til eflingar.
Af Rosmhvalanesi 1. jan.
[AílabrögS. Hagur almennings. Heilsufar. Sjónleikir. FáséJ
blöð á jólaföstunni. Formannafundur, Kaupfélagsverzlun m. 11.].
Haustvertíðiu er talin í betra lagi, þótt
gæftirnar hafi verið stirðar. Hjá þeim
sem bezt hafa fiskað mun vera 5—6 skpd.
í hlut, en hjá mörgum er mjög lítill hlut-
ur. Gæftirnar voru allt af stirðar, svo
þeir sem fáliðaðir voru urðu útundan. í
Kefiavík eru sagðir jafnari hlutir, þar gaf
optar á sjó heidur en út með. Hagur al-
mennings er með bezta móti; flestir munu
hafa nægilegt til þess að lifa á, þótt verð-
ið hafi orðið lágt á fiskinum. Margir hafa
grynnt á skuldum. Þó eru þær svo mik-
ið böl í þessum byggðarlögum, að fátt
stendur velmeguninni jafnmikið fyrir þrif-
um. Hér hef’ur gengið hálsbólga og ó-
kennileg bólguveiki á þessu hausti, en fáir
hafa dáið. Einn gamall maður, sem marg
ir þekktu hefur látizt: ísleikur Porsteins-
son frá Útskálum; hann bjó mörg ár í
Núpakoti uudir Eyjafjöllum. Lítið er um
andlegt lif og fjör á þessum útkjálkum;
það eru helzt Good t. reglurnar, sem láta
dálítið á sér bera. í Garðinum hafa „Útilegu-
mennirnir“ verið leiknir nokkrum sinnum af
Goodtemplurum og hefur aðsókn verið góð,
enda eru aðgöngumiðar að eins 50 aura. Auk
þeirra kvað eiga að leika tvö „stykki“:
| „Fólkið í húsinu" og „Nei“. Það er furða,
hve vel er leikið, þegar þess er gætt, að
leikendurnir eru flestir sjómenn, sem verða
að hlaupa frá lóðarbeitingunni að æfa sig
og aldrei hafa séð leikið á æfi sinni. Á
Miðnesi höfðu skólabörnin leikið nýtt Ieik-
rit: „Gamlárskveldið“. Það kvað vera í
tveimur þáttum. — Það hefur verið fátt
af blöðum hér um slóðir á jólaföstunni.
Reykjavíkurblöðin frá desember og síðari
| part nóvember komu fyrst í hrúgu á gaml-
árskveld í Garðinn og Miðnesið. Margir
eru óánægðir með þessa útsendingu og hafa
í heitingum að kaupa að eins útkjálka-
blöðiu. Þau koma þó reglulega með póst-
um. — Nýiega héldu flestir formenn í
Garði fund og komu sér saman um að hætta
næturróðrum og róa allir jafnsuemma. Á ýms-
um stöðum í plássinu eru dregnar upp veifur
þá daga, sem sjóveður er, og má enginn
róa fyr en veifan kemur upp. Betur að þessi
samþykkt væri lög sem giltu allan veturinn,
því hér er hörmulega mikið af lóðastuldum á
haustin, þegar sem flestir hrúgast í Garðsjó
inn; en þeir stafa af næturróðrunum. Hin nýja
lóðasamþykkt hefur knúð Garðmenn til
þessara samtaka. — Margir hafa verzlað
í kaupfélagi Rosmhvalanesshrepps og láta
vel yfir. Smáfiskur hefði orðið 40 kr. netto
og salt 3kr.; er það allmikill hagur. Marga
fýsti að sjá áætlanir landpóstanna og strand-
ferðaskipanna fyrir næsta ár, en hvorug
sást á bréfhirðingarstaðnum; það hefur víst
gleymzt að senda hana með síðasta pósti.
Maður varð úti nóttina milli 21. og
22. des. f. á., Gunnar Gunnarsson tómt-
húsmaður á Eyrarbakka ættaður frá Kraga
á Rangárvöllum. Hann kom úr Þorláks-
höfn með öðrum manni, varð veikur á leið-
inni, því að liann var heilsutæpur og fá-
tæklega útbúinn, en gaddbylur kom á og
færð var hin versta. Samferðamaður hans
bar hann meðan honum entist orka til,
lagði hann síðan í snjó, fór til bæja og
fékk menn að leita hans, en nótt var og
bylur og fundu þeir hann ekki. Morgun-
inn eptir fannst hann og var fluttur til
Eyrarbakka og reynt sem mátti að lífga
hann, en árangurslaust.
Mannalát.
Hinn 15. sept. f. á. andaðist úr lungnabóigu
Guðni Baldvinsson trésmiður á Minna-
Hofi í Gnúpverjahreppi á fertugs aldri.
Hann var fæddur og uppalinn í Holtasveit
í Rangárvallasýslu, þar átti hann móður-
kyu, en faðir hans var norðlenzkur að
ætt. Guðni sál. var vel greindur maður,
smiður góður, vandvirkur og vandaður í
öllu. (Br. J.).
29. okt. í haust andaðist Gísli Þórðar-
son í Unnarholtskoti í Hrunamannahreppi.
Hann var fæddur 1809, og hafði búið í
Unnarholtskoti nær 50 ár, en var nú lát-
inn af búskap fyrir 6 árum og dvaldist
hjá syni sínum, er við búi tók þar eptir
hann. Hann kvæntist tvisvar. Fyrri kona
hans hét Kristín Guðmundsdóttir, dóttur-
dóttir Ámunda „smiðs“. Þau áttu 3 börn;
lifir ein dóttir þeirra, er Þorbjörg heitir,
gipt Ögmundi Ögmundssyni frá Hrafnkels-
stöðum, og fór með honum til Vesturheims
fyrir 5 árum. Með síðari konu sinni Guð
rúnu Ketilsdóttur frá Skálholti, sem erin
lifir, átti hann 10 börn; eru 3 þeirra á
lífi, Guðmundur að Tjörn og Ketill í Unnar-
holtskoti, efnilegir bændur, og Guðrún ó-
gipt. Gísli sál. var fjörmaður mikill og
glaðlyndur, sögðu það þeir, er þekktu
hann, hvort heldur á æskuárum hans eða
elliárum, að varla gæti lundbetri mann.
Hann var iðjumaður mikill alla æfi og af-
kastamaður til vinnu; sléttaði og græddi
út tún á ábýlisjörð siuni og átti jafnan
gott bú og gagnsamt. Hann var tryggur
og vinfastur og manna áreiðanlegastur í
orðum og viðskiptum, og því vel virður
og vinsæll af þeim, er kynni höfðu af
honum. Hann var hraustur og heilsugóð-
ur og bar vel elli sina, en blindur var
hann hin síðustu árin. Hann varð nær því
bráðkvaddur. (M. H).