Þjóðólfur - 12.01.1894, Side 4

Þjóðólfur - 12.01.1894, Side 4
12 með 39 atkv., H. Kr. Friðriksson yflr- kennari með 35 atkv. og dr. J. Jönassen með 30 atkv. Þrír hinir síðasttöldu voru endurkosnir. Nýr aukalæknir. 30. des. f. á. veitti landshöfðingi Sigurdi Hjörleifssyni cand. med. styrk sem aukalækni í Háls- Grýtu- bakka- og Ljósavatnshreppum fyrst um sinn til eins árs. Aukalæknisembætti eru nú sex óveitt, þar á meðal aukalæknisembættið á Skipa- skaga, er Björn Ólafsson augnalæknir hafði á hendi, en í hans stað hefur verið settur þar til bráðabirgða cand. med. Ólafur Fin- sen (sonur Ó. Finsens póstmeistara). Jarðarför séra Helga Hálfdanarsonar fer fram á morgun. Arinbj. Sveinbjarnarson bókbindari tekur bækur til bands og heptingar með sanngjörnu verði. Bækur gyltar í sniðum, ef æskt er. Yinnustofa: Skólastræti 3. Fundur í stúdentafélaginu verður haldinn annad kveld kl. 9 á hötél Island. Þeir kaupendur útlendra blaða og á- skriptarrita, er skulda bókaverzlun minni, eru vinsamlega beðnir að borga skuldir sínar hið allra fyrsta. Öll útlend blöð og tímarit eiga að borgast fyrirfram (sbr. auglýsingu mína í ísafold 4. jan. 1892). Útlendar bœkur og blöð verða héðan af ekki pöntuð fyrir aðra en skilvísa við- skiptamenn mína, nema fyrirborgun fylgi pöntuninni. Reykjavík 3. jan. 1894. Sigfús Eymundsson. Þeir sem skulda bókaverzlun minni, eru vinsamlegast beðnir að borga skuldir sínar sem allra fyrst: Reykjavíkurbúar fyrir lok yfirstandandi mánaðar, en þeir, sem fjær búa, ekki síðar en með marz- póstum þetta ár, eða að minnsta kosti að semja við mig um borgun skuldanna, því að annars mun eg gera ráðstafanir til að fá þær innkallaðar á annan hátt. Reykjavík 3. jan 1894. Sigfús Eymundsson. Þjóðúlfur á Suðurnes er ávallt send- ur í einu lagi til hr. P. J. Petersen í Keflavík, og geta kaupendur blaðsins þar syðra vitjað þess hér í bænum, eins og að undanförnu, hjá hr. verzlunarmanni Ólaft Arinbjarnarsyni í Eyþórsbúð, er annast um sendingu þess þangað suður. Kaupendur Þjóðólfs í Hafnarfirði og á Yatnsleysuströnd vitji hans hjá hr. kaupm. B. Leví Quðmundssyni hér í bænum, eða verzlunarm. Pétri Jónssyni í Hafnarfirði. Þeir kaupendur hér í nánd við Reykja- vík, er áður hafa sótt blaðið í „Apótekið“, geta vitjað þess eptirleiðis á skrifstofu þess í Veltusundi nr. 3, nema Kjalnesing- ar, er taki það í Knudtzons-búð. Ekta anilínlitir bö •*H fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og t«r 80 NH í verzlun & s fl s8 Sturlu Jónssonar K Aðalstræti Nr. 14. h— **• W i-j • Hár-ellxír, sem eykur hárvöxtinn og varðveitir lit hársins, er ný- kominn aptur í verzlun Sturlu Jönssonar. Eigandi og á,byrgSarmaftnr : Hannes Þorstelnsson, cand. theol. Félagsprentsmiftjan 2 niður á rniðjan burknablómsveiginn; voru sumir burkn- arnir iðgrænir, en flestir þó bliknaðir og héldu þeir al- veg lögun sinni, því að þeir voru hvorki skrælnaðir né skorpnir, en græni liturinn á þeim var horfinn, og gat þar að líta í hans stað alls konar gular og brúnar lit- breytingar allt frá hinum daufasta hvítgula lit til hins sterkasta rauðbrúna litar. Við gluggann sat maður nokkur hér um bil hálf- þrítugur að aldri og starði á hina fjölbreyttu liti. Dyrn- ar á næsta herbergi voru opnar á gátt og þar inni sat íturvaxin, ung stúlka og lék á hljóðfæri, er stóð nálægt opnum glugga. Var gluggakistan svo lág, að stúlkan gat séð út á grasflötina og veginn, en þar úti fyrir var ungur maður nokkur í fremur skrautlegum reiðfötum að temja skjóttan hest. Riddari þessi var unnusti henn- ar, Niels Bryde að nafni, en hún var dóttir húsbóndans og átti sjálf skjótta hestinn, en maðurinn, sem sat í anddyrinu var frændi hennar, sonur Lind jarðeiganda í Begtrup, er var föðurbróðir hennar og hafði dáið í fá- tækt og stórskuldum. Hafði aldrei verið sagt neitt gott um Lind þenDan í lifanda lífi, og það átti hann heldur ekki skilið. Lind í Stavnede hafði tekið Henning son hans til sín og annazt uppeldi hans, þó ekki betur en rétt í meðallagi, því að þótt Henning væri vel gáfaður og hefði mikla löngun til bóknáms, var hann samt tek- 3 inn úr latínuskólanum, jafnskjótt sem búið var að stað- festa hann og látinn fara heim til Stavnede til að læra landbúnað. Nú var hann einskonar ráðsmaður á bú- garðinum, en réð þó ekki sérlega miklu, þar eð Lind gamli gat ekki stillt sig um að skipta sér af hverju einu. Staða Hennings var yfir höfuð mjög óþægileg. Bú- garðurinn var í niðurníðslu, og það var ekki auðið að ráða bót á því sakir fjárskorts. Það var ekki til að hugsa að geta staðið nágrönnunum á sporði, hvað þá heldur fylgzt með tímanum. Það varð allt að vera í gamla horfinu, alveg eins og það hafði verið um langan aldur, óvíst hve lengi. Að hafa sem mest upp úr öllu en leggja þó sem minnst í kostnað, það var um að gera. í hörðum árum varð þess vegna ekki komizt hjá því að selja jarðarskika frá eigninni, til þess að geta þó ein- hverutíma séð skildinga. Það var yfir höfuð mesta búskaparbasl þarna í Stavnede og leiðinlegt fyrir ungan mann að verja tíma sínum og kröptum til þessa. Þar við bættist og, að Lind gamli var mjög uppstökkur og vandsetinn, og af því að hann hafði veitt Henning hinar fyrnefndu vel- gerðir, áleit hann, að hann þyrfti ekki að taka neitt tillit til hans í neinu. Hann hikaði því ekki við, er honum mislíkaði eitthvað, að segja upp í opið geðið á

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.