Þjóðólfur - 02.02.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.02.1894, Blaðsíða 2
22 Útlendar fróttir. Kaupmannahöfn 15. jan. 1894. Daiimtírk. Héðan er fátt tíðinda. Allt gengur í gamla þaufinu, hvað pólitík Dana snertir. Vinstri menn eru, eins og kunn- ugt er í tveim flokkum, Hörups og Bergs- sinnar og miðlunarmennirnir með Bojesen og Hogsbro í fylkingarbrjósti. Miðlunar- flokkurinn er miklu fjölmennari og vill ná sættum við ráðaneytið. Hörupssinnar segja sem fyrri: „Þessu ráðaneyti viljum vér ekki veita neitt fé og í engu slaka til við“. Fiokkarnir gera hver öðrum það illt, sem þeir geta. — Önnur umræða fjár- laganna fer fram þessa dagana, og þykir vel að verið, því sjaldan hefur henni ver- ið lokið um undanfarin ár fyr en seint í marzmánuði. Miðlunarmenn telja sér það til ágætís, að þeir beijist fyrir umbótum í búnaði Dana, og þykir þeim Hörups- sinnar vera skrumarar miklir. Miðlunar- menn vilja auka tekjuskattinn, en vilja minnka jarðeignaskattinn. Hörupssinnar hata víggirðingarnar, og fara fram á, að stjórnin láti rífa þær niður. Segja þeir, að slíkt geti orðið stórhagur fyrir landið, því fyrst og fremst fái ríkið ærna pen- inga fyrir landsvæðið, í öðru lagi losni ríkið við stórkostleg fjárútlát á ári hverju, og loks verði víggirðingarnar aldrei til annars en að æsa nágrannana móti Dan- mörku. Miðlunarmenn fara fram á, að hergjöldin verði minnkuð, en ráðaneytið má ekki heyra slíkt nefnt. — Estrúp vill hækka brenuivínstollinn að stórum mun, 1 kr. af potti hverjum. Hann gerir ráð fyrir, að Danir muni drekka helmingi minna brennivín en hingað til, en tollur- urinn ætlast hanu þó til að nemi 7^/a króna. — Frumvarp þetta var lagt fyrir þingið í fyrra dag og ekki vita menn, hvernig þingmönnum geðjast að því. — Estrúp hefur stofnað nýtt ráðaneyti, verk- málaráðaneyticf. Áður var það allt saman kallað innanríkisráðaneytið. Ingerslev inn- anríkisráðgjafi er orðinn verkmálaráðgjafi, en formaður innanríkisdeildarinnar Hörring er innanríkisráðgjafi. Ekki vill landsþingið láta kvennfólkið fá kosningarrétt í sveitamálum, fólksþiugið samþykkti það. Enginn minnist hér á frumvarp alþingis um afnám hæstaréttar í íslenzkum málum. Það er ætlan manna, að ráðgjafi íslands hafi fylgt því til grafar. Sagt er, að Oktavius Hansen hæstaréttarmálafærsiu- maður muni gera fyrirspurn til Nellemanns um örlög frumvarps þessa, áður þingtíminn er liðinri. Stórkostlegir mannskaðar urðu á Vestur- Jótlandi 21. nóv. Menn voru almennt rónir til fiskjar, en þá skall á ofviðri, og fórust margir bátar. 49 menn drukknuðu. Blöð- in og ýmsir aðrir stofnuðu þegar til sam- skota. 13. nóv. varð skáldkonan fröken Bene- dicte Arnesen-Kall áttræð. Hún er eins og kunnugt er dóttir hins góðkunna ís- lendings, Páls Árnasonar, orðabókarhöf- undarins. Fröken Benedicte er kunn íslendingum af ferð sinni heima og ritum sínum. fslenzkir stúdentar tveir fóru heim til hennar, fluttu henni kveðju frá frænd- um hennar og kvæði. Kvæðið var á ís- lenzku. Noregur. Innflutningsbann það, sem Englendingar lögðu á norskan fénað í fýrra, var afnumið í haust. Það varð þá sannað, að klaufasýkin hefði aldrei verið í Noregi. Þó gerðu Englendingar það að skilyrði, að Norðmenn flyttu ekkert fó inn frá Svíþjóð. Þetta þykir Svíum ó- hæfa, og segja, að Norðmenn geti ekki að lögum bannað innflutning kvikfénaðar frá Sviþjóð af þeim ástæðum. Hefur rík- isráð Svía ritað stjórn Norðmanna um þessa skoðun sína á málinu. Menn búast við, að Norðmenn taki því ekki þegjandi. — Dr. Johan Fritzner, norrænufræðingur- inn og orðbókarliöfundurinn alkunni, and- aðist 19. des. 81 árs að aldri. Hann hef- ur, eins og kunnugt er, samið hina stærstu og beztu íslenzka orðabók sem til er. Frakkland. Dupuy ráðherrastjóri og ráðaneyti hans veltist úr völdum. Eptir- maður hans er Casimir Perier. Hann var forseti í fulltrúadeildinni. Ráðaneyta- breytingar á Frakklandi eru svo tíðar, að óþarfi er að spyrja um orsakir. Frakkar kunna ekki víð að hafa sama ráðaneytið beilt ár í senn. Ef maður ætti í þetta skipti að nefna nokkrar ástæður, þá mundi það vera ósamlyndi í sjálfu ráðaneytinu. England. Loks er deilunum milli kolanámueigenda og verkmannanna lokið, að minnsta kosti í bráð. Það mega menn þakka Gladstone og ráðaneyti hans. Glad- stone bauð hvorumtveggja málsaðilum að koma sættum á, og var það þegið. Utan- ríkisráðgjafanum, Rosberry lávarði, var falið starfið á hendur, og leysti hann verkið svo vel af hendi, að verkamenn lofuðu að taka til námuvinnu þegar í stað, ef þeir fengju sama kaup sem áður, og því lofuðu námueigendur. Skuldbind- ingin nær til 1. febrúar. Til þess að út- kljá deiluna var nefnd skipuð þá þegar (17. nóv.) og sitja hana fulltrúar beggja máls- aðila. Vænta menn nú, að fullar sættir fáist. Gladstone hefur komið fram með ýms- ar réttarbætur fyrir Englendinga. Eitt af þeim frumvörpum, sem neðri málstofan hefur samþykkt er um skaðabætur frá verkeigendum, ef verkamenn þeirra verða fyrií' slysum. Annað frumvarp, sem Glad- stone hefur fengið samþykkt, er um rým- kun á sveitarstjórnarvaldinu í sveitamál- um. Mótstöðumenn Gladstones reyndu cpt- ir megni að drepa niður frumvörp þessi með alls konar vífilengjum. Það hefði verið svo einstaklega þægilegt fyrir þá, ef til- raunir þeirra hefðu tekizt, að nota það sem sleggju á Gladstone, að hann verji öllum tímanum í óþarfa roas um heima- stjórn íranna, en hirti ekki um réttarbæt- ur á Englandi. En Gladstone þekkti mót- stöðumenu sína, og sagði þeim hreint út, þegar í haust, að ef frumvörpum þessum yrði ekki lokið fyrir jól, þá mundi hann halda fund í janúar, og það efudi hann. Nú er Gladstone 84 ára. Hann varð það 29. desember. Úr öllum áttum komu hamingjuóskir til hans, jafntfrá vinum sem óvínum. Times flytur mjög vingjarnlega ræðu um hann, en segir þó, að honum muni verða sæmilegast að hvíla sig það sem eptir er æfinnar. Furðu sætir það, að Labouchere tekur í sama strenginn, en flestir af fylgismönnum hans óska þess að hann sitji á þingmannabekkjum enn í mörg ár. Nú hefur hann gefið neðri mál- stofunni mánaðarhvíld til 12. febrúar. Sjálfur fór hann með konu sinni til meg- inlandsins til þess að hressa sig upp. Ítalía. Bankanefndin hefur nú skýrt frá gerðum sínum. Hún ber ráðgjöfunum illa sögu, sakar þá um trassaskap. Þeir hafi ekkert eptirlit haft á bankanum í 8 ár, frá 1880—88. Þá voru rannsakaðir reikningarnir, en Crispi þagði. Hann var hræddur um, að ástandið í bankanum spillti lánstrausti landsins. Uppreisn er hafin á Sikiley. Stjórnin hefur sent þang- að her manns, og hefur að mestu tekizt að bæla uppreisnina niður. Stjórnin lieimt- ar, að uppreisnarmenn selji öll vopn og verjur af hendi. Giolittis-ráðaneytið varð að víkja úr vegi fyrir Crispi. Það hlauzt af bankamálinu. Nefndin skýrði frá því, að Iögregluliðið hefði brennt ýmislegt af skjölum Toulongós baukastjóra, og var Giolitti kennt um. Rússland. Keisari hefur nýlega gcfið út það boð, að Gyðiugum skuli heimil vera í ríki sínu til 1. júní 1894. Fylkjastjór-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.