Þjóðólfur - 06.02.1894, Page 1

Þjóðólfur - 06.02.1894, Page 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendi8 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. PJÓÐÓLFUR. Uppsogn, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLVI. árg. Reykjarík, þrlðjudaginn 6. febrúar 1894. Nr. 7. Frá Chicagosýningunni. Eptir P. M. Clemens.1 Herra ritstjóri Þjóðólfs! Þér báðuð mig í sumar að skrifa yður nokkur orð um sýninguna og helztu við- burði hér. Eg hef sent yður nokkra fréttakafla, en í bréfum minum hef eg alveg sneitt hjá að gefa nokkra lýsingu á sýn- ingunni. Mér fannst það efni svo um- fangsmikið, að ekki gæti vel úr hendi farið nema með svo langri iýsingu, að hún væri Þjóðólfi ofvaxin. En nú hafa Winnipeg-blöðin sýnt og sannað, að þetta er ekki aftökumál fyrir þau, og vil eg því verða við hón yðar, enda þótt verkinu niegi þykja áfátt í mörgu. I. Svæðið, sem sýningin stendur á, tekur yfir eina enska ferhyrningsmílu. Áður en byrjað var á að byggja sýninguna var þetta svæði mestallt skógi vaxin mýri; að eins lítill blettur hafði verið ræktaður sem skemmtigarður fyrir Chicagobæjarbúa, og var hann kallaður „Jackson-parku. Um- breytingin, sem gerð hefur verið, er í raun og veru hið mesta furðuverk sýning- arinnar. Þar sem fyrir fjórum árum var eintóm mýri og foræði er nú hinn fegursti blettur í heimi: rennisléttar flatir og reglu- lega myndaðir balar, stöðuvötn og skurðir sumstaðar með þráðbeina bakka og sum- staðar eins ójafna og þeir væru eptir náttúruna sjálfa, tré og blóm úr öllum beimsálfum, veglegar hallir í öllum hugs- an'egum byggingarstýl, stórar og smáar myadastyttur, feikist.órir gosbrunnar, og ratmagnsljóg, 8em 8ntia n^tt j (jag_ jjm 300 ^yggingar standa á staðnum auk fjölda smærri húsa, Svo nú er þetta fríð og fall- eg borg. Og þetta hefur allt veriðgert á eirium þrem árum. Auðvitað hefur eitthvert feiknarlegt afl verið á bak við þetta gífurlega fyrir- tseki, til að koma því 4 stað og }iai(ja þvl /) Böfundur þessi er ungur íslendingur, Páll elsteð, sonur Jðns Þorkelssonar snikkara í Eeykja- vík og Ingibjargar Jðnsdðttnr frá Elliðavatni. Flutt- íst hann ungur frá Eeykjavík til Chicago með for- eldrum síuum um 1880. Hann er nú við nám á fjöllistaskðla par í borginni. við, en það var hvorki meira né minna en allur hinn menntaði heimur með Banda- ríkin í broddi fylkingar; þó að kostnaður- inn væri því mikill, kom hann hvergi þungt niður. Peningar þeir, sem lagðir voru í hend- ur sýningarstjórninni, voru nálægt 20 millj. doll.; frá Chicagobæjarbúum komu fyrst 10,553,761 doll., frá Bandarikjastjórn 2*/^ millj. doll. í minnispeningum, en þá átti að selja fyrir tvöfalt verð; varð því úr þeim 5 millj. doll.; auk þess voru seld hlutabréf fyrir 4,094,500 doll. Fyrir þetta fé átti að endurbæta staðinn, byggja aðal- byggingarnar, búa til myndastyttur og því um líkt, og borga öllum sem ynnu við sýn- inguna allt til enda; Ekki sýnir þetta þó fullkomlega, hve mikið kostaði að byggja sýninguna, því flestöll ríki Bandaríkjanna og fjöldi hinna framandi ríkja byggðu sér- stakar byggingar fyrir sig. Framandi stjórnir lögðu samtals til sýningarinnar 5,829,198 doll.; af þeim var Þýzkaland fremst með 800,000 doll. og eyjar Dana í Vestindíum minnst með 1,200 doll. Stjórn- irnar í ríkjum Bandaríkjanna lögðu til 6,060.350 doll. Kostnaðurinn verður því ærið mikill, þegar allt er upptalið, þvi hér bætist við tilkostnaður sérstakra manna og félaga (verksmiðjueigenda. kaupmanna o. s. frv.). Hið fyrsta verk, sem gert var á sýn- ingarstæðinu, var auðvitað að höggva trén og þurka mýrina; en um leið voru grafn- ar tjarnir og skurðir, auk þeirra sem áður voru í Jackson-park — þetta var gert til prýða staðinn, og einnig fyrir skemmti- báta, sem þannig gætu flutt fólk á vatni innan um alla sýninguna. Vatninu var auðveldlega veitt úr Michiganvatni, sem liggur eins og stórt úthaf fyrir framan sýninguna. En þessi vatnaskurður var ekki gerður af handa hófi, því í tilhögun- inni á honum lá aðalhugmyndin fyrir skipulagi því, sem siðan átti að ráða. — Þessu næst voru byggingarnar fengnar í hendur byggingarmeisturunum, sem marg- ir eru hinir beztu í Bandaríkjunum, enda hafa sumar byggingarnar þegar orðið frægar fyrir fegurð sína og fullkominn byggingarstýl. Það er ekki auðvelt að gefa lýsing á stað án uppdráttar, en af því hér er ekki hægt að hafa uppdrátt með, vil eg reyna að lýsa sýningarstaðnum, eins vel og mér er unnt. Vötnin, sem mynduð hafa verið, eru fjögur; þrjú eru samanhangandi; af þeim er miðvatnið langstærst; í því miðju er trjá- vaxin ey, sem kölluð er Viðey; austur úr þessu vatni er skurður út í Michiganvatn, en norður úr því er annað vatn, sem kall- að er Norðurtjörn, suður úr því er annar skurður og liggur hann inn í aflanga skál eða ker, og gengur langt inn í landið hinu megin, svo að kerið og skurðurinn mynda þannig réttan kross; lengsta álma krossins, skálin sjálf, liggur austur að Michiganvatni. Fjórða vatnið heitir Suður- tjörn, það er syðst og er skurður úr því út í Michiganvatu. Sviss sem fyrirmyndarríki. [Eptir grein i norska timaritinu nKringsjaa“ (Hringsjá)J. Sviss er alþjóðleikans land. Mannkynið hefur nú þegar í reyndinni tekið að bind- ast i félagsskap sem eitt allsherjar lýðveldi. Og miðbik þessarar félagsskipunar er í Sviss, því landi, sem venjulega hefur ver- ið forkólfur þessarar stefnu. Sviss hefur grundvallað hið stórkostlega allsherjar- póstsamband um heim allan, og auk þess eru aðrar svipaðar alþjóðlegar stofnanir, er Svisslendingar hafa fyrstir komið á fót, og eru skrifstofur þessara stofnana í Bern, höfuðborg Svisslands. Hin alþjóðlega frétta- þráðanefnd, hið alþjóðlega bókmennta- og listafélag og hið alþjóðlega járnbrautafélag hafa öll aðaiaðsetur sitt í Bern, og það er stjórnvitringum þessa litla lýðveldis að þakka, að félög þessi hafa myndazt. Kom- andi kynslóðir munu ef til vill telja þessi allsherjarfélög og skrifstofur sem lítinn vísi eða undirstöðu almenns lagakeríis og mannfélagssambands yfir heim allan. Hin alþjóðlega fréttaþráðanefnd mun innan skamms fastákveða reglubundinn og sam- kynja taxta á hraðskeytisfregnum í Norð- urálfunni og mun starfsvið hennar, þá er fram líða stundir, vafalaust spenna jafn- stórt svæði sem póstsambandið, og leiða

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.