Þjóðólfur - 06.02.1894, Page 2
26
til þess, að samkynja fréttaþráðakerfi kvísl-
ist um heim allan. Hið alþjóðlega félag
til eflingar bókmennta og iista setur sér
fyrir markmið að vernda eignarrétt rit-
höfunda og listamanna utan ættjarðar
þeirra og það vill leggja nýja þýðingu í
hið gamla uafn: „lýðveldi vísinda og lista“.
Hið alþjóðlega járnbrautafélag mun að
líkindum hafa einna mest áhrif i öllum
hreyfingum þessara tíma, er lúta að því
að efla og tryggja ríkjafriðinn í Norður-
álfunni. Það hefur þegar komið því tii
leiðar, að nú er unnt að flytja vörur og
afurðir einhvers lands í eigin vögnum þess,
nálega hvert sem vera skal yfir járnbrauta-
línur landa þeirra, er á millum liggja.
Það ákveður auk þess skilyrðin og borg-
unina fyrir þessa alþjóðlegu vöruflutninga,
og mun útvega þeim þjóðum, er í þetta
samband ganga, enn meiri hagnað og hag-
ræði, eptir því sem fram líða stundir.
Skrifstofa þessa félags, sem er hið yngsta
allra allsherjarfélaga, hefur nýlega verið
opnuð undir forustu Numa Droz, er áður
var alþýðuskólakennari, en er nú forseti
svissneska lýðveldisins og líklega einhver
hinn mesti stjórnvitringur þar í landi nú
sem stendur.
Hingað tii hafa félög þau, er hér verða
talin, fengið styrk og góðar undirtektir
hjá Svisslendingum: félög til að varna illri
meðferð á skepnum, félög til að varna út-
breiðslu vínlúsarinnar („phylloxera41) félög
til verndunar ungra stúlkna, félög til að
varðveita einkarétt á iðnaðarvörum, og fé-
lög til að koma á samkynja hegningar-
löggjöf. 1886 gerði Sviss samning við
Bandaríkin í Norður-Ameríku um, að deil-
ur, er rísa kynnu millum þessara tveggja
lýðvelda næstu 30 ár, skyldu til lykta
leiddar með gerð, en ekki með ófriði.
t»að er svo gott skipulag á verkmanna-
stéttinni í Sviss, að hún hefur ekki að
eins mikil áhrif á stjórn landsins (sem
sönnun þess má taka til dæmis samþykkt
lagafrumvarps um almenna ábyrgð gegn
slysum og veikindum, sem stjórnin hefur
í hyggju að lögleiða), en hún hefur einnig
þröngvað stjórninni til að viðurkenna þetta
skipulag að svo miklu leyti, að skrifari
eða fulltrúi verkamanna, er þeir velja
sjálfir, fær ei að síður laun hjá stjórninni.
Staða þessa fulltrúa (verkmannaskrifarans),
er alleinkennileg. Hann er valinn af hinu
svonefnda „svissneska verkamannasam-
bandi“, sem er stórt samsafn úr öllum
verkamannafélögum landsins. Nefnd, sem
er skipuð verkamönnum einum, hefur á
hendi aðalumsjón yfir starfi fulltrúans, sem
er fólgið í því, að skýra öllum verka-
mönnum frá réttindum þeirra og sérstöku
hlunnindum, að gera rannsóknir og gefa
út skýrslur og hagfræðilegt yfirlit yfir þau
mál, er einkum snerta verkamannastétt-
ina, og í stuttu máli að styðja í öllum
greinum verkamannasambandið í öllu land-
inu.
Að svo miklu leyti sem séð verður,
virðast Svisslendingar ekki að eins hafa
tekið framförum í „pólitiskum11 þroska og
gert hugmyndina um kristilegt bræðrafélag
að sannreynd framar öðrum þjóðum, held-
ur virðast þeir einnig geta haft betri von-
ir en aðrir um að standast þær hættur og
freistingar, sem vofa yfir þjóðafélaginu í
heild sinni. Þeir hafa þegar tekið alvar-
legar ráðstafanir gegn drykkjuskaparósiðn-
um, með því að veita stjórnínni eiuni leyfi
til að brugga og selja áfenga drykki, og
hefur á þann hátt stórum minnkað nautn
þeirra eptir meðaltali á hvern einstakling.
Þær þjóðarmeinsemdir, sem standa í sam-
bandi við óþrifnað og glæpi, eru tiltölu-
lega fáar í Sviss. Þar fæðast og tiltölu-
lega fá lausaleiksbörn og hjónaskilnaðir
eru ekki tíðir, og hvorttveggja þetta fer
minnkandi, eptir því sem fólkinu fjölgar í
landiuu. Baráttan millum auðvaldsins og
verkalýðsins er ekki náudarnærri svo áköf
sem í öðrum löndum. Vextir af pening-
um eru lágir og viunulaunin há að minnsta
kosti í samanburði við vinnulauu í ná-
grannalöndunum. Hinir „pólitisku“ leið-
togar framfaraflokkanna og foringjar lýðs-
ins eru venjulegast ekki mótstöðumenn
kristilegrar trúar og fyrirlíta ekki kristi-
legt siðgæði, eins og opt á sér stað meðal
slíkra manna í öðrum löndum Norðurálf-
unnar. Það er markvert tákn tímanna,
að gegnum hina pólitisku árbók Svisslend-
inga gengur sem rauður þráður alvarlegri
og sannkristilegri andi, en gegnum hina
pólitisku annála annara ríkja í Norður-
álfunni.
Frú Sigríður Magnússon á Chicago-
sýningunni. Af bréfi frá Chicago til rit-
stjóra Þjóðólfs, dags. 28. des. f. á., er hér
birtist lesendum blaðsins, má sjá, að ísland
hefur haft fremur heiður en vanvirðu af
sýningarmunum frú Magnússon. Bréfið er
svo látandi:
„Það varð talsvert aðfall af íslending-
ingum hingað í lok sýningarinnar; all-
flestir voru þeir úr Winnipeg, sumir úr
Dakota. Meðal þeirra voru prestarnir séra
Friðrik Bergmann og séra Hafsteinn Pét-
ursson. Við messu, sem hinn síðari hélt,
voru meðal íslendinganua hér flestir hinna
aðkomnu landa. Samskot voru gerð til að
koma ritstjóra Jóni Ólafssyni til sýningar-
inuar. Séra Hafsteiun skrifaði ferðasögu
sína í „Lögberg“ og getur þar meðal ann-
ars sýningar frú Magnússon, sem eg skrif-
aði Þjóðólfi áður um. Segir hann sýning-
una vera íslandi til skammar. Greinar í
sama anda hafa verið skrifaðar af islenzkri
konu í enskt blað hér í bænum. Frú
Magnússou hefur skrifað á móti öllum þess-
um greinum og þykir flestum hún bera
vel af sér sakir þær, sem hún er ákærð
fyrir, enda stendur hún vel að vígi, því
að fólk það, sem unnið hefur ullarvinnuna,
er kunnugt fyrir vandvirkni, og til sanu-
indamerkis um það, að hún sé íslandi til
söma hefur Islandi verið veittur heiðurs-
peningur fyrir hana af sýningunni. Sömu-
leiðis fékk frú Magnússon heiðurspening
fyrir fornt silfur, sem hún hafði á sýn-
ingunni. Annars hefur hún kornið fram
hér íslandi til heiðurs bæði á samkomum
þeim, sem hún hefur verið við innan um
merkasta fólk bæjarins, og einuig á fund-
um þeim, sem hún hefur „representerað“
ísland á, og er óhætt að segja, að sú
kona hefði verið vaudfuudiu, sem betur
hefði gert. Stefna hennar er öllum kunn,
og er það ekki laust við, að það sé skort-
ur á gestrisni íslendinga hér, að veita
henni slíkar viðtökur“.
Strandferðir þær, sem þingið veitti
kapt. Jónasi Randulff 25,000 kr. ársstyrk
til að halda uppi, farast líklega íyrir að
þessu sinni, þar eð „Ernst“, sem aðallega
var ætlaður til þessara ferða, hefur verið
matinn ófuilnægjandi samkvæmt skilyrð-
um þingsins, en ekki nægur tími til að
útvega aunað skip. Tilboði frá Wathne
um að halda uppi ferðunum með miniia
skipi en „Ernst“ varð stjórnin að hafua.
f 25. nóv. f. á. andaðist að Steinsholti
í Eystrihrepp prestsakkjan Sesselja ísleifs-
dóttir (bónda á Seljalandi Gissurarsonar)
systir Sigurðar heit. á Barkarstöðum og
þeirra systkina, um 93 ára að aldri. Hafði
hún verið ekkja nál. 40 ár, því að 1855
missti hún mann sinn, séra Guðmuud
Lassen, er síðast var prestur á Stóranúpi.
Áttu þau eina dóttur, Ingibjörgu að nafni,
sem er dáin ógipt fyrir nokkrum árum.
„Sesselja heit. var góð kona, gáfuð, glað-
lynd, tápmikil og dugleg“. (V. B.).