Þjóðólfur - 06.02.1894, Side 3

Þjóðólfur - 06.02.1894, Side 3
27 Til „ Sameiningar “ -ritstj órans. Það hefur nú ræzt, sem vér renudum grun i, er vér rituðum ávarpsorðin til séra Jóns í Þjóðólfi 17. okt. f. á., að hann mundi taka munninn fullan í „Sam.“ fit af þeirri grein. í desembernr. „Sam.“ hirtist alllöng klausa til vor frá ritstjóranum, en ekki er hún jafn fruntalega rituð, sem litla athuga- semdin í ágústnr. Klausa þessi er sérlega mark- verð að þvi leyti, að hún er að miklu leyti að eins hártoganir einstakra orða og setninga í Þjððólfs- greininni, er höf. snýr við eptir eigin geðþekkni. Hann leitast okki við með einu orði að færa sönn- ur á hin ósæmilegu ummæli sín í ágústnr., eða sleggjudóminn um hin skaðlegu áhrif Þjóðólfs á kirkju og kristindóm hér á landi, enda var þess ekki að vænta, að bann gerði það, því að þaOget- ur hann alls eklci. Hins vegar heldur hann eins- konar lofræðu um sjálfan sig: að hann fari ekki í manngreinarálit, láti ekki stjórnast af persónu- legri viuáttu, eða óvináttu og að engar óhreinar hvatir hafi ráðið i dómi sínum um blað vort o. s. frv. Þar sem vér í grein vorri minntumst á, að Þjóðólfur hefði alls ekkert til saka unnið við „Sam.“ pá þykist rítstj. skilja það svo, að átt sé við hann persónulega með þeim orðum, og er það nokkuð undarlegt, þá er það sést bersýnilega af greininni, að það er máletni kristindómsins, sem vikið er að með þeim orðum, þvi að einmitt sakir þess, að E’jóðólfur hefur aldrei farið óvirðulegum orðumum trúarmál, því óvæntara kom frumhlaupið frá leið- toga kirkjunnar vestanhafs og aðalmálgagni henn- ar „Sam.“, enda hafa allir, sem á það hafa minnzt furðað sig stórum á því. Hin einstöku orð og setningar i grein vorri, sem sr. J. B. leitast við að fetta fingur út í, er fyrst og fremst það, að vér minntumst á yfirskin trúarvandlætingarinnar, er stýrði penna hans einn- ig í þeim málum, er ekkert ættu skylt við kirkju og kristindóm. Getur ritstj. borið það af sér, að hann hafi ekki opt einmitt í trúarinnar nafni slett sér fram í, eða skipt sér af ýmsum ókirkjulegum málum, og það fremur hranalega opt og einatt? Það yrði skrítið að sjá þá afsökun. En hvað er þá athugavert við orð vor? Jú, það er líklcga orðið „yfirskin11 (!) Það getur verið, að það sé of hart gagnvart svo stóru ljósi kirkjunnar, sem séra Jóni. — í öðru lagi virðist ritstjórinn ekki skilja, hvað meint sé með því orðalagi í grein vorri, að hann (sr. J. B.) hafi í einhverju ofstækisóráði sykr- að biað sitt með athugasemdinni um Þjóðólf. Hef- ur ritstj. „Sam.“ aldrei séð, eða aldrei brugðið fyr- ir sig óeiginlegum orðatiltækjum, sem svo eru köli- uð? Það er kátlegt af séra Jóni, að hanga svona hégómlega í einstökum orðum, sem öllum skynbær- um mönnum eru fullkomlega ljós. — í þriðja lagi segir ritstjórinn, 'að vér höfum kallað hann illa vaninn og illa „upplýstan" drenghnokka, og að vér höfum tekið þau orð eptir séra Ólafi í Arnarbæli (úr húsvitjunarfyrirlestri), en það er annað- hvort vísvitandi mishermi eða rangminni, þv íað séra Ólafur hefur hvergi nefnt sr. J. B. því nafni. Hann minnist að eins á, að ísl. prestarnir í Ame- ríku tali sem æðisgengnir drengir. Svo þykir J. B. voðaleg ósamkvæmni í því, að hann sé jafnframt kallaður „patríarki" og talar ofur gorgeirslega um þá fjarstæðu. En hér er sá mikli munur, að þótt vér segjum: „Patríarkinn (sr. J. B.) ritar stund- um, svo sem hann væri illa upplýstur „drengur“, þá segjum vér alls ekki með því, að patriarkinn sé = illa „upplýstur" drengur. Það er sitt hvað. Það má t. d. segja um gamlan mann, að hann tali eins og barn og hegði sér sem barn o. s. frv. Séra J. B. skilur vist, hversu mikill munur er á þessu tvennu. Það geta verið menn i hárri og veglegri stöðu (t. d. patríarkar), er einhverntíma gera sig seka í ungæðislegum strákskap, annaðhvort í orði eða verki. Það er annars undarlegt, hversu séra Jóni eru mislagðar hentíur að rita. Það er ekki ávallt sér- lega mikill fyrirmyndarstíll á greinum hans (sbr. orðavalið og íslenzkuna á litlu athugasemdinni um Þjóðólf, sem eitt islenzkt blað hefur tekið orðrétta, sem dæmi upp á „hrognamál"). Greinin gegn oss í „Sam.“ er ein þessara ritsmiða, sem virðist frem- ur af vanefnum ger, með því að aðalmergur henn- ar er fólginn i misskilningi og hártogunum, cins og þegar hefur verið ljóslega skýrt frá. Menn skyldu ætla, að jafn skýr maður og jafn æfður ritari, sem séra J. B. þyrfti ekki að beita svona lélegum vopnum, en það verður heldur ekki varið, að hann hefur allmjög „flaskað" á þessari „Sam.“ grein. Það er annars ekki erfitt að rekja ræturnar að þessu áhlaupi sr. J. B. á Þjóðólf, því að það stafar af engu öðru, en stefnu blaðsins í vestur- flutningamálinu og afskiptum þess af „agentum Kanadastjórnar“. Séra Jón ætlaði nfl. að verða alveg hamslaus í sumar, þá er það fréttist vestur, að agentafrumvarpið væri komið inn á þingið, og ritaði hann þá langa skammagrein um það í sitt kirkjulega blað „Sam.“. Vér getum alls ekki séð, aó þetta mál snerti sr. J. B. að nokkru frá trúar- legu sjónarmiði, nema ef vera kynni að því leyti, að hann vilji fá sem flesta íslendinga vestur, eink 8 niður í sorpið og gengið yfir hana, eins og það væri dauður hlutur, en ekki mannleg sál, er veik af hamingju- þrá kvaldist og kveinaði af þessari ást, „Nú er hann líklega bráðum kominn til Borreby“, mælti Henning og leit út um gluggann. „Nei, hann ætlaði til Hagestedgaard“, svaraði húu. „Já, en hitt er ekki svo langt úr vegi“. „Hvað er að tarna? Það er alls ekki í leiðinni". „Nei, það er það í sjálfu sér ekki — kemur liann þangað enn sem fyr?“ „Hvert?“ „Til Borreby að sjálfsögðu, til skógarvarðarins". „Það er mér alls ókunnugt um, eða hvert erindi skyldi hann hafa þangað?“. »0! það er sjálfsagt þvaður — þú veizt, að þau hjón eiga fríða dóttur“. »0g hvað svo ?“ „Nú, hvað er þetta! Það eru ekki allir karlmenn munkar“. „Er nokkuð sagt?u „Ojá, það er eitthvað sagt um alla, en hann gæti gjarnan verið dálítið varkárari“. „En hvað er þá sagt? Hvað er sagt? „0 — stefnumót og ... þetta, eins og vant er“. 5 manni í augum hennar á þann hátt, að hún taldi h.nm í öðrum og lægra. flokki en sjálfa sig, ekki að því er tign snerti, eða sakir þess, að hann var fátækur, heid- ur af þvi, að hann hefði minni sómatilfinningu, að hann skeytti síður um skömrn og heiður en hún. Svo trúlofaðist hún Bryde Jitlu síðar. Hinu þuuga hugarstríði Hennings þeunan tíma, er þau Bryde voru að draga sig sarnan, verður ekki með orðum lýst, og þó fór hann ekki burtu. Hann gat ekki slitið sig frá þeirri hugsun, að hann kynni ef til vill að vinna ástir hennar. Hann gerði sér vonir um, að eitthvað nmndi breytast, eitthvað koma fyrir, og þó var það í rauniuni engin von. Hann ímyndaði sér svona út í bláinn, að einhverjir óvæntir atburðir myndu gera enda á trúiof- uninni, en hanu bjóst ekki við, að þessi keilaspuni sinn rættist. Hann þurfti að liafa einkverja ástæðu til að vera kyr í Stavnede. „Agata!“ kallaði Bryde úti fyrir um leið og hann stöðvaði hest sinn við opna gluggann, „þú lítur alls ekki á okkur, og þó tekst okkur svo ágætlega". Agata leit um öxl út að gluggauum, hneigði sig fyrir Bryde og mælti um leið og hún liélt áfram að leika á liljóðfærið: „Eg horfi víst á ykkur, þið voruð næstum dottnir þarna við tréð“, og svo lét hún glymja hæstu tóua hljóðfærisins.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.