Þjóðólfur


Þjóðólfur - 16.02.1894, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 16.02.1894, Qupperneq 2
34 hláka 2. í jólum, og svo staðviðri milli jóla og nýárs. Á nýársdag hófst hlákan aptur og var þýtt nótt og dag fyrstu dag- ana af janúar. Gerði þá öríst að heita mátti; upp úr hlákunni gerði stiilingar með mjög vægu frosti og hélzt það til c. 20. jan. Síðan hafa verið hríðar með köflum og talsvert frost, stundum 16—18° E. Við ís varð vart hér á firðinum á jólaföstunni, en hann rak aptur til hafs, þegar sunn- anáttin hófst með sóistöðunum. Þó eru menn hálfhræddir um, að sá voðagestur sé eigi alveg skilinn við okkur Norðlend- inga nú í þetta sinn. Vonandi er, að bænd- ur hér í sveit séu nokkuð byrgir með hey, þótt heyskapur yrði ekki meir en í meðal- lagi í sumar, sökum rigninganna síðara hluta sumarsins, og þar af leiðandi hey- skemmda. Jörð hefur hér alltaf verið nóg og góðí vetur handa útigangspeningi, og vona bændur, að hann komi ekki til muna á hey; en verði að taka hross hér í hús og hey, er mörgum voði búinn, þótt það sé engan veginn gott afspurnar. Kaupfélagsshapnum ætla Skagfirðingar að halda áfram, og liressti það mjög hugi manna, að féð seldist nú góðum mun bet- ur en í fyrra. Menn eru þollitlir, þegar í raunirnar rekur, og vilja margir hætta við nauðsynja fyrirtæki, þegar allt gengur ekki upp á hið æskilegasta, en lifna svo við aptur, þegar betur Iætur. Kaupfélagið hélt aðalfund sinn í Ási í Hegranesi um miðjan þennan mánuð. Félagið hafði af- gangs pöntunum nær 15000 kr., og var það afhent deildarstjórunum á fundinum, þar sem deildirnar áttu inni í félaginu, en það voru ekki nærri allar, því að sumar skuld- uðu talsvert, og stafaði það af því, að þær gátu ekki staðið við fjárloforð sín o: sauðirnir reyndust of léttir. Heyrzt hef- ur, að fundurinn hafi ákveðið, að leita samninga við stórkaupmann Muus um kaup á verzlunarhúsum hans hér á Sauðárkrók, og væri það óefað ávinningur fyrir kaup- félagið, ef góð kjör fengist. Eg sagði, að hugir manna hefðu nú allmjög snúizt í kaupfélagsáttina í vetur, en þó er það eius um þessa nýbreytni, sem allar aðrar, að hún á marga audmælendur, og eru kaup- menn þar auðvitað fremstir í flokki. Menn telja kaupfélaginu það einkum til foráttu, að það drepi niður sauðaraörkuðum, og getur vel verið eitthvað hæft í því. En auðvitað væri skemmtilegast að selja sauði sína hér fyrir peninga og kaupa svo apt- ur nauðsynjar sínar fyrir peningana. Og langt virðist mér það muni eiga í land, að kaupfélag hér í Skagafirði verði að eins almennum notum og markaðarnir voru, einkum síðustu áriu, 1889 og 1890 og veldur því sumpart (og mest) léttleiki fjár- ins í sumum sveitum og svo hræðsla manna og óbeit á þessari verzlun, sem í sjálfu sér er mjög afsakanlegt. Pólitishar hreyfingar eru hér engar, það eg veit, um þessar mundir. Það heyr- ist ekki einu sinni nefnt á nafn, hverja kjósa skuli á vori komanda. Eg þykist samt mega telja það vist, að gömlu þing- mennirnir okkar muni bjóða sig fram, og þá má alveg ganga að því vísu, að Ól. Briem verði endurkosinn. Og mér fyrir mitt leyti finnst vér eigum einnig að end- urkjósa kand. Jón Jakobsson. Eg sé ekki, hvar vér eigum völ á betra þiugmannsefni hér innan héraðs að minnsta kosti. í sam- bandi við þetta skal eg geta þess, að okk- ur sumum Skagíirðingum virðist það hafa verið misráðið af þinginu i sumar að veita fé til brúargerðar á Austurvötnin, af þeirri ástæðu, að þar sem brúarstæðið er ákveð- ið, er fremur lítil umferð yfir Héraðsvötn- in, sem hverjum manni er auðsætt, þar sem allar austur og útsveitirnar, að Akra hreppi undanskildum (en hann getur ekki notað brúua) reka verzlun í Hofsós — og á sumarkauptíðinni sutftar þeirra á Kolku- ós. — Auðvitað var mest þörf á að fá brú á Héraðsvötnin um miðbik sveitarinn- ar, þar sem umferðin er svo ákaflega mik- il. En það tjáir ekki að sakast um orð- inn hlut, og auðvitað er það ekki mein- ing mín, að hin fyrirhugaða brú sé alveg ónauðsynleg, en það hefði verið mikiu brýnni þörf á brú á aðalvötnunum, og okkur þykir verst, ef þetta brúartildur þarna út í Hegranesi skyldi um lengri tima hindra framgang þess nauðsynjamáls. Án þess, að eg viiji fara að ympra á neinni hreppapólitík, þá er það einkenni- legt við allar þessar brýr, sem Skagfirð- ingar eru svo frægir fyrir, að þær eru í austur- og útparti sýslunnar. Við hér í sveitinni, í þéttbýlinu höfum lítið að segja af þessum samgöngubótum, siðan Vala- gilsárbrúin datt úr sögunni, hérna í haust- rigningunum um árið. Að brúargerð í Skagafirði er komin í það horf, sem hún er komin, er sjálfsagt að mestu leyti að þakka okkar raikla ágætismanni Einari bónda Guðmundssyni á Hraunum. Við Skagfirðingar teljum okkur það til gildis í menningar og framfara-áttina, að eiga hjá okkur búnaðarskólann á Hólum. Búfræðingarnir þaðan varpa um þúfunum í túnunum hjá okkur á sumrin, grafa skurði o. s. frv., en á veturna fræða þeir börnin okkar, og þó þeirri fræðslu sé að mörgu leyti ábótavant, sem eðlilegt er eptir öllum ástæðum, þá verður að hlíta því í bráðina. Mest hygg eg þó sé í það varið fyrir framtíðina, að skólastjórinn á Hólum sýnir lærisveinum sínum og öðrum með eigin dæmi, hversu affara- sælt það sé að fara vel með skepnur sín- ar og bera velvild til þeirra. Allir, sem eg hef talað við, ljúka upp einum munni um, að í því tilliti sé skólabúið sönn fyrir- mynd, og það er gleðilegt að hugsa til þess, hvern árangur það muni hafa f'yrir búskapinn framvegis enda breiðist nú óðum út sá hugsunarháttur, að það sé synd og tjóa að fara illa með skepnurnar. Eg tek þetta fram, af því að mér þykir það svo merkilegt bæði í hagsmunalegu og sið- ferðislegu tilliti". Eyjafirði (Akureyri) 29. jan.: „Tíðin hefur það sem af er vetrinum verið mjög umhleypinga- söm, en að öllu Bamanlögðu heldur góð. Jörð opt- ast verið næg; heybirgðir góðar, svo Eyfirðingar hafa engu að kvíða, verði vorið ekki því verra. Dað sem verst er hér er vorzlunin. Yæri pöntun- arfélag, sem er að flestu leyti mjög gott, ekki hér, væri hún alveg óþolandi, þvi það virðist eins og kaupmanna „ideal“ hér sé einokun. Það er ekki nóg með það, að kaupmenn hér fá viðskiptamenn sína til að skuldbinda sig til að leggja allt inn hjá sér, þ. e. verzla eingöngu við sig, þó þeir viti, að þeir séu skuldugir við aðrar verzlanir, heldur skuld- binda þeir þá einnig til, að borga 6% í samnings- rof, ef samningur er rofinn. £>ó gera þetta ekki nema 2 kaupmenn. En um það koma allir kaup- menn sér saman, þó samheldnin sé eigi mikil í öðrum málum, að taka 6% af hverjum eyri, sem út er látinn í peningum, og þessir 6% eru reiknaðir af upphæðinni fyrir allt árið, þó öll skuldin sé borguð rétt á eptir. Peningavandræði eru því hér almenn, því menn skirrast við að fá peninga upp á þessa kosti, og ef sparisjóðurinn á Akureyri væri eigi jafn öflugur, eins og hann er, mundi horfa til vandræða. Dorrablót var haldið hér á Akureyri, og nú á að fara að leika gleðileiki. Yflr höfuð má það segja, að Eyttrðingar séu einhverjir hinir mestu gleði- menn og snyrtimenn. Pundafélag það, sem Eyfirð- ingar hafa stofnað, er mjög skemmtilegt, og fundir vanalega vel sóttir; eru þar rædd ýms landsmál og einkum innanhéraðsmál. Dað, sem nú er efst uppi á teningnum, er að koma á tóvinnuvélum, og kemur það fyrir sýslunefnd, og má búast við góð- um undirtektum þar. Tóvinnuvélarnar eiga að standa á Oddeyri, og er óhætt að fullyrða, að eng- inn staður er heppilegar valinn en þar. Heilsufar manna er yfir höfuð gott. Um pólitík er lítið talað enn“. Ný bók: Matthías Jochumsson: (Jlil- cago-för mín 1893. Prentuð á Akureyri. 160 bls. 8. Bók þessi kom hingað suður nú með pósti fyrir 2 dögum. Hefur höf. tileinkað hana löndum sínum í Ameríku,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.