Þjóðólfur - 16.02.1894, Page 3

Þjóðólfur - 16.02.1894, Page 3
83 enda mun hún að miklu leyti rituð fyrir áeggjan þeirra. Við íljótau yfirlestur höf- um vér komizt að raun um, að séra M. er enn ungur og fjörugur í anda. Það eru alls engin ellimörk á rithætti hans. Meðferð efnisins er einkar skemmtileg og allvíða mjög skáldleg, eins og ætla má, ef til vill um of sumstaðar, að því leyti, að höf. virðist klæða landa sína þar vestra í fremur glæsilegan hátíðabúning rneð gull- hlað um enni, spennandi megingjarðar framfaranna og frelsisins um lendar þeirra. Vér efumst ekki um, að séra M. hafi skýrt svo frá hag landa sinua vestanhafs og lífi þeirra, eins og honurn kom það fyrir sjónir, og það er auðséð, að haun vill gjarnan rita lilutdrægnislaust um það, en þess ber að gæta, að hann hefur séð fólkið í sparifötunum, á gleðisamkomum og mál- fundum, og það er þessi ytri, bjartari hlið, sem eingöngu er lýst í bókinni. Lýsingin á (kostum) Kanada eptir ensku bændurna (bls. 116—128) á miður vel við, og hefði sá kafli gjarnan mátt rýrna sæti fyrir öðru merkara, þar eð hann virðist allmjög öfga- blandinn. Hinsvegar er lýsingin á Cliicago- sýningunni snilldarleg, þótt stutt sé. Dáist höf. mjög að þeim furðuverkum, er þar gat að líta, og sýnir hann lesendunum, eins og í spegli, hina dýrðlegu, stórkost- legu fegurð sýningarinnar, enda tekst séra M. hverjum manni betur að lileypa lífi og anda í það sem hann ritar um. En öllum agentaprédikunum hefði hann átt að sleppa í þessari bók. Þær skemma hana til muna. Hagur manna í Kanada og víðar í Ameríku hefur verið allbágur uæstliðið ár. Atvinnuleysi mjög mikið, verzluu afarill og uppskerubrestur. Jatnvel Winnipeg hlöðin íslenzku draga ekki dulur á, að á- stand almennings sé hið ískyggilegasta. Það er því ekki líklegt, að miklir vestur- flutningar verði héðau af landi þetta ár, ef menn annars eru með réttu ráði og ekki örvita af þessum óstjórnlega Ame- ríkuhug, sem vonandi fer dálítið að hjaðna úr þessu. Einn agentinn (Sveinn Bryu- jólfsson) var samt lagður af stað hingað frá Winnipeg í nýjan leiðangur, þá er síð- ast fréttist og mun hauu fyrst ætla sér að „vísitera“ Austfirði. Fyrlrlestur um sveitalífið og Iteykja vikurlífið hélt húsfrú Bríet Bjarnhéðins- dóttir hér í bænum 11. þ- m. Áheyrend- ur hátt á 3. hundrað. Var fyrirlestur þessi allvel fluttur og fjörugur og orðavalið víða allsmellið. Að því er meðferð efnisins anertir mun sumuiu hafa þótt litið meira á lýti eu kosti Beykjavíkurlífsins, en apt- ur á móti í lýsingu sveitalif'sins dregið fram það, er betur særadi, eu yfir höfuð verður þó ekki annað sagt, en að lýsingar höf. hafi farið nokkurn veginn nærri sanni, það sem þær náðu, því að það er auðsætt, að svona lagaðir fyrirlestrar hljóta ávallt að vera takmarkaðir, þar eð efni þetta er svo umfangsmikið, að um það mætti rita stóra bók og yrði þó trauðla tæmt. Með því að fyrirlestur þessi verður eflaust prentaður sérstaklega, verður hér ekki tekið neitt ágrip af lionum, enda yrði það hvorki heilt rié hálft í stuttri blaðagrein. Búnaðarfélag suðuramtsins hélt fyrri ársfund sinn 10. þ. m. Forseti (H. Kr. Fr.) skýrði frá efnahag félagsins. Inneign þess við árslok 28.050 kr. Félagsmenn um 290. Forseti gat þess, að amtsráð vestur- amtsins og amtsráð norður- og austuramts- ins hefðu hafnað tilboði búnaðarfélagsins í fyrra, um að gera það að búnaðarfélagi fyrir allt landið, en fundurinn samþykkti, að þessu máli skyldi haldið vakandi, og að stjórnin tilkynnti amtsráðunum nyrðra og vestra, að þeim stæði enn opið að sæta þessum tilboðum félagsins. Samþykkt var að veita félagsstjórninni heimild til að verja af félagssjóði 1500 kr. til búfræðiuga þetta ár, þar á meðal 200 kr. handa Grímsues- ingum til að launa búfræðingi, veitt með sérstöku tilliti til framkvæmda þeirra og dugnaðar í jarðabótum. Styrkbeiðni frá Vigfúsi bónda Þórarinssyni á Ytri Sólheim- um í Mýrdal til að veita Hólmsá yfir Sólheimasand var synjað. Tvær ritgerðir um húsabyggingar höfðu borizt félaginu í verðlaunaskyni, önnur eptir Björn alþm. Bjarnarson í Reykjakoti, og hin eptir Sigurð bónda Guðmundsson í Vetleifsholts- helli í Holtum. Var samþykkt að láta ritgerðir þessar bíða dóms til næsta nýárs 1895, svo að fleirum gæfist kostur á að keppa um verðlauniu (100 kr.) til þess tíma. Dáin 9. þ. m. að Kópavogi ekkjan Margrét Ouðlaugsdóttir (bónda á Heiga- felli í Mosfellssveit Ólafssonar), föðursystir séra Þórðar Óiafssonar á Gerðhömrum í Dýrafirði, 75 ára að aldri.. Hún missti mann sinn, Árua Arnórsson í Skildinga- nesi, 1846 (í mislingum). Synir þeirra eru Árni bóndi í Kópavogi og Guðlaugur bóndi á Helgafelli. Margrét sál. var merk kona, að vitni þeirra, er hana þekktu. Jarðar- för. heunar fer fram á morgun. Fyrirspurnir og svör. 1. Er löglegt (eða leyfilegt) að hafa gjaldþrota mann fyrir hreppstjðra. aem ekkert geldur til al- menningsþarfa, og má slíkur maður vera sátta- nefndarmaður, eliegar i nokkurri opinborri stöðu? Ef þetta er ólöglegt, hver ber þá ábyrgðina? Eða er skylt að taka slíkan mann til greina sem hrepp- stjóra og sáttanefndarmann ? Svar: Dað virðist í alla staði óviðurkvæmilegt, að gjaldþrota maður, sem ekkert geldur til sveitar- þarfa, sé hreppetjóri, og munu hreppsbúar geta mótmælt því eða krafizt, að hann segi af sér hrepp- stjórninni, en hius vegar virðist ekkert á móti því, að hann sé sáttanefndarmaður, með því að það starf er allt annars eðlis en hreppstjórastarfið. Að gera nokkra beina lagalega ábyrgð gildandi gegn manni þessum eða öðrum getur ekki verið um að tala í þessu falli. 2. Eru ekki allir foreldrar og niðjar, giptir sem ógiptir, frjálsir að hafa samtíund, ef þeir eiga bú saman? Svar: Jú, sbr. 10. gr. í lögum um lausafjár- tíund 12. júlí 1887. 3. Eru eigendur félagsbús skyldir að greiða nokk- ur opinber gjöld af' því, fremur en einn maður væri eigandi þess? Svar: Nei. Nr. 8 Gothersgades Materialhandel Nr. 8 í Khöfn, stofuuð 1865, selur í stórkaupum og smákaupum allar niaterial- og kolonial- og delikatesse-vörur, ágætlega vandaðar og fyrir vægt verð. M. L. Meyer & Möller. Kauprnannahöfn K. ✓ «5» bragðbetra annað kaffi. ægte Normal-Kaffe (Fabrikkeu (,,Nörrejylland“) sem er miklu ódýrra. og hollar.i en nokkuð Ein skólaskýrsla frá Bessastöðum (1841—42) og tvær skélaskýrslur frá Reykjavikurskóla (1847—48 og 1850—51) verða keyptar háu verði á skrifstofu Þjóðólfs. • Ekta anilínlitir fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og •r* í verzlun & SJ P aS Sturlu Jónssonar a Aðalstræti Nr. 14. Kirkjuréttur, 2. útg. aukin og endurbætt, er til sölu á skrifstofu Djóðólfs.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.