Þjóðólfur - 09.03.1894, Síða 2

Þjóðólfur - 09.03.1894, Síða 2
46 bú til kynbóta og selur hrúta þaðan, þar hefnr það líka graðhesta til að ijá mönn- um til kynbóta og styrkir einnig kynbæt- ur á kúm. Þar eru náttúrufróðir menn og búfróðir, sem iaunaðir eru af ríkinu til að gera tilraunir með, hvað útlent borgi sig í Noregi og geti átt þar við. Þar eru búnaðar umsjónarmenn í öllum grein- um jarðyrkju-og kvikfjárræktar, sem skyld- ir eru að gefafyrir ekkert hverjum bónda, sem hafa vill, upplýsingar um sérhvað, er búskapinn snertir, og hafa þeir ókeypis flutning um landið á ríkiskostnað, þegar sótt er um þá til álita í fjarlæg héruð. Þar er landbúnaðarráðanautur, sem situr í Skotlandi, sem leiðbeinir mönnum með sölu á vörum og í mörgu fleira og svona er í öllu með iögum og fjárveitingum hugsað um atvinnuvegina þar, eins og sjó- mennsku og verzlun. En hjá oss lendir allt slíkt í smákáki með styrkveitingum til búnaðarfélaga og hjálp til ullarvinnu- véla. Allt sannarlega rætið (radíkalt) vantar, sem þó er hið eina sem dugir, því frá rótum verður að taka þá hluti fyrir, sem eru grautfúnir og gagnsjúkir. Sumir kunna nú að segja, að búnaðarskólar vor- ir eigi að bæta búskap vorn, en sannast að segja, þeir ryðja engar nýjar brautir, heldur kenna búskapinn upp á gamla ís- lenzka móðinn, sem áður er þekktur, og gera engar tilraunir með neitt nýtt til breytingar, svo að sjáist, hvað hér á við og hvað ekki. Menn þurfa eigi að fara á búnaðarskóla til að vita, að gott er að veita vatni eða slétta þúfur, það vissu menn áður og geta enda lært það víðar. Bún- aðurinn þar er því líkur, sem hjá bændum almennt, stundum i nokkuð betri mynd, en stundum aptur eigi, enda búa búfræð- ingarnir ekki betur en aðrir, sem þeir þó hlytu að gera, væri um nokkra verulega umbót að ræða, því að hæfileikum eru þeir víst eigi síður öðru fólki, en hafa þar að auki menntun; á þinginu taka þeir eigi heldur öðrum fram í atvinnumálum. Það er t. a. m. dýrt og seinlegt að siétta stór og alþýfð tún með gömlu ofanafristu-aðferðinni, en gæti menn með tilraunum komist upp á að plægja þýfið í flag með grasrótinni og sá svo einhverju í það, sem væri gagnlegt og varanlegt, væri mikið unnið. Yér vit- um opt eigi, hvaða efni eru í jarðvegi þeim, sem vér yrkjum, áburðinum eða heyinu, sem þó er nauðsynlegt. Noregsmenn hafa vísinda-verkhús (laboratorium), sem gerir þetta kauplaust fyrir bændur. (Jiiíurl. næst]. Um frú Sigríði Magnússon og sýning íslenzkra hannyrða. í Lögbergi og íslenzkum blöðum hef eg lesið ýmislegt um sýningu frú Sigríð- ar Magnússon á íslenzkum munum í Chica- go, og er sýningu þessari í blöðunum mjög hallmælt; frú S. M. hefur nú reyndar í Lögbergi 20. des. 1893 fyllilega sýnt, hve ástæðulitlar þessar aðfinningar hafa verið. Samt sem áður finnst mér ekki vanþörf á að dálítið sé nánara talað um þetta mál. Það mun mörgum kunnugt, að frú S. M. hefur látið sér mjög annt um að gera ís- lenzka tóvinnu kunna í útlöndum á sýn- ingum í London og víðar. ísland hlaut gullmedalíu og Diploma of Houour í Lun- dúnum 1884 og 1887 fyrir tóvinnu, og sýnir það bezt, að frú Sigríður að eins hefur sýnt það, sem var landinu til sóma; dómendurnir mundu ekki hafa veitt hin umgetnu heiðursmerki, ef vinna sú, er þeir sáu, ekki hefði verðskuldað það. Á Chicagosýningunni hiaut hún líka verðlaun, og þá geta munir þeir, er hún sýndi, ekki hafa verið svo Iélegir, sem landar í Ame- ríku hafa sagt frá, enda sannar frú S. M. mál sitt bezt íLögbergi, er hún tilgreinir konur þær, er unnið höfðu tóvinnu þessa. Allar þessar konur eru kunnar að vand- virkni; meðal annara nefnir frú Sigriður þessar: Frökenarnar Þórunni og Mörtu Stephensen systur landshöfðingja, frú Ragnh. Blöndal, frú A. Melsteð, frú Mar- íu Einarsdóttur og frú Sophiu Einarsdótt- ur, systur frú S. M. og fleiri. Hinir mis- jöfnu dómar um hina íslenzku sýningu frú S. M. í Chicago eru líklega mest sprottnir af því, að það eru karlmenn, sem hafa séð og karlmenn, sem hafa um þetta ritað; það er ekki við því að búast, að karlmenn almennt hafi vit á tóvinnu, og svo hefur þeim þótt óálitlegt að sjá vaðmál og sokkaplögg innan urn alla hina dýrðina, skraut og glingur úr öllum heimi; dóms- nefndin, sem gefið hefur verðlaun fyrir ísl. tóvinnu hefur með því sýnt, að hún ekki eingöngu virðir veglegt útlit, heldur hugsar mest um vandvirkni vinnandans og um gæði vörunnar. Ef rétt er litið á málið, þá má nærri geta, að frú Sigríður hefði ekki látið sér detta í hug, að leggja fé í sölurnar og eyða miklum tíma til þess að fara langa og erfiða ferð, með muni, sem voru bæði henni og landinu til minnk- unar. Hún gat ekki búizt við, að nokkur vildi kaupa slíka hluti og þvi síður, að hún fengi verðlaun fyrir þá, enda er óvíst, hvort sýningarstjórnin hefði viljað veita ónýtu rusli og óálitlegu viðtöku. Þegar maður hefur lesið „Chicagoför“ síra Matthí- asar, og þar kynnzt öllu því risavaxna og skrautlega, er hann skýrir frá, finnst manni heldur fátæklegt að lesa um prjónles og spjarir af gamla íslenzka búningnum, sem hann segir, að hafi verið á sýningunni; mig skal nú heldur ekki furða, þótt hon- um hafi sýnzt svo, því ein kona gat naum- ast haft eins margt í för sinni, eins og heilar þjóðir sendu á sýninguna, því mér vitanlega sendu engir neitt þangað frá íslandi, enda lítur svo út, sem íslendingar séu ekki enn komnir svo langt á framfara- stigið, að þeir hirði um veraldarsýningar eða sýningar yfirhöfuð, en það hlýtur að vera af því, að enn þá er ekki vöknuð hjá oss meðvitundin um, hversu heillamikil áhrif slíkar sýningár hafa í för með sér fyrir þjóðirnar. Það er gamalt orðtak, að íslendingar séu tómlátir, og kemur það fram í þessu eins og mörgu öðru; ef tal- að er um almennar útlendar sýningar telja allir tormerki á, að við íslendingar getum tekið nokkurn þátt í Jþeiin; menn yppta öxlum, tala um humbúg, segja slíkt sé gagnslítið og þýðingarlítið, enda sé ekk- ert fé fyrir hendi; það er eins og okkur standi alveg á sama, hvaða álit aðrar þjóðir hafi á oss, bara af því okkur þykir of mikil fyrirhöfn að raska værðinni. Yér gætum þó, ef vér bara vildum gert mikið til þess að halda uppi sóma lands vors hjá erlendum þjóðum. Ef nú einhver ein- stakur maður eða kona uppá eigin spýtur reyna til þess að gera landið kunuugt á sýningu erlendis, þá breytist máiefnið skyndilega, þá eru allar hendur á lopti til þess að kasta þungum steini og áfella, ef allt er ekki eptir því sem bezt má kjósa. Nú tekur mönnum sárt til landsins, sem enginn áður vildi liðsinna. Hvernig getur líka einstaklingurinn keppt við heilar þjóð- ir, sem leggja fram offjár löndum sínum til frægðar. Vér íslendingar ættum því miklu fremur að taka höndum saman og eptir föngum kappkosta að láta þjóð vora koma vel búua fram á leiksviðið, það gæt- um vér gert, svo við hefðum enga minnk- un af; hjá oss er svo margt einkennilegt í þjóðerni, háttum og handiðnum, að aðrar stærri þjóðir mundu furða sig á, að við þó ekki erum aptar i flokki en við erum; menn búast ekki við miklu hjá svo af- skekktri og fámennri þjóð og mundu þess fremur undrast, er þeir sæju, að hér lifði þó einhver andlegur neisti, þrátt fyrir

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.