Þjóðólfur - 09.03.1894, Síða 4

Þjóðólfur - 09.03.1894, Síða 4
48 á Bakarastígnum, borðað allt npp úr því þá þegar og botninn með(!!). En hvað það er smellið og sennilegt!! Það er svo ljómandi skynsamlega skrifað og svo skáldlegt og einkennilegt, að Hannes Hafstein — sem Þorlákur er að hnýta við óbein- línis — hefði alls ekki getað komið þessu svona meistaralega fyrir, og iíklega enginn nema Þorlákur einn. Þetta 4 lika bvo einstaklega vel við efnið í greininni allri, því að það er einskonar pestar- þefur af henni. Það virðist komin einhver hættu- leg pest í þingmanninn. Það skyldi þó ekki vera hundapestin? Ja, hver veit? Það væri sorglegt, ef þingmaðurinn hrykki upp af klakknum fyrir næstu þingkosningar i Árnessýslu, eða hefði ekki þrótt í sér til að smala handa sér atkvæðum þar eystra fyrir kjörfundinn. Maðurinn verður að fá cinhver meðul sem duga, svo að hann veslist ekki upp úr fárinu, því að auðsætt er, að ísafold hefur ekki tekizt að lina þrautir hans. Hún á líka nóg með sig. Sem eitt dæmi til frekari sönnunar því, að Þorlákur hefur iskyggilegt ðráð og hefur misst rænuna, er það, að hann þykist vera orðinn sprenglærður guðfræðingur og hafi átt í stækustu trúarbragðadeilum (!) við Þjóðólf. Það vantar nú nú ekki annað til að kóróna alla fásinnuna en að þingmaðurinn ímyndi sér, að hann sé orðinn annar Lúter, er sé kallaður til að leiðrétta það, sem af- laga fer í kirkjunni hér á Iandi og berjast gegn villukenningum, einkanlega gegn hinni háskalegu(!) stefnu Þjóðólfs í trúarmálum. Hver veit nema ritstj. ísafoldar hafi gefið Þorláki eitthvert umboð til þessa, því að út í marga vitleysuna má siga þingmanninum. Það hefur sýnt sig. Að endingu viljum vér geta þess, að það væri mjög leiðinlegt, ef menn fengju ekki að sjá einn pistil enn frá Þorláki í ísafold, bara einn einasta, sem áframhald af hinum, svona rétt til þess að sýna Árnesingum sérstaklega, enn greinilegar, hvílik þjóðargersemi bann sé og hve mikils þeir færu á mis við það að hafna slíkum manni, svona Ijón- skynsömum og ljónvitlausum að rita, manni, sem ávallt hefði verið ósporlatur til allra sendiferða, manni, sem hefði látið hina hljómfögru (!) rödd sína gella í öllum málum, hvort sem hann hefði haft nokkuð vit á þeim eða ekki, manni, sem ávallt hefði borið allar sorgir og áhyggjur alþýðunnar fyrir brjóstinu, þrátt fyrir alla skjalapakka og annan ófógnuð, er þar hefði sezt að í seinni tíð o. s. frv. í það óendanlega, því að Þorlákur hefur ávallt nóg af skjalli um sjálfan sig og getur talað hundrað ónytjuorð, meðan aðrir segja eitt af viti. Jafnvel þótt Þorlákur gefi í skyn, að hann sé að „missa móðinn“ og muni ekki svara oss aptur, þá er samt mjög hætt við, að hann standist ekki mátið, karlsauðurinn, og þeysi þvi enn einu sinni hingað til bæjarins með greinarstúf handa ísafold í vasanum. Það er ekki svo litill kostnaður eða lítil fyrirhöfn fyrir hann að hleypa hingað í dauðans ofboði á hverri viku, og væri það gustuk, að ritstj. ísaf. léti annaðhvort senda eptir greinunum upp að Fífuhvammi um hverja helgi eða greiddi Þorl. dálítinn ferðakostnað fyrir ómakið, t. d. 18 kr. í hvert sinn.(!) auk sæmilegra ritlauna, sem karltetrið á sannarlega skilið fyrir þennan mokstur og pestar- pistla, sem hljóta að vera ritstj. ísaf. einkar kær- komnir. Hann telur varla eptir sér að krukka eitthvað í þessar ritgerðir, áður en þær eru af- hentar prentaranum. Niðarlagning kirkna. Landshöfðing- inn hefur 31. jan. veitt leyfi til þess, að kirkjan að Hofíelli í Hornaíirði sé iögð niður og sóknin lögð ti! Bjarnaness, enn- fremur, að kirkjan á Hjaltabakka í Húna- vatnssýslu verði lögð niður sem kirkja, en ný kirkja reist fyrir sóknina á verzl- unarstaðnum Blönduósi, þó þannig, að kirkjugarðurinn verði eptirleiðis eins og til þessa á Hjaitabakka og að hin gamla kirkja sé látin standa þar sem líkhús, er söfnuðurinn haldi i sómasamlegu ástandi. Myndasýning. Hr. Sigfús Eymundsson sýndi á hótel ísland 6. þ. m. rúmar 40 myndir í töfra- skuggsjá af ýmsum byggingum og furðuverkum á Chicagosýningunni, og þótti það allgóð skemmtun. Hann ætlar að sýna fleiri nýjar myndir innan skamms. r „Piano“-verzlun „Skandinavien“, verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22, Kjöbcnhavn. Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum. Birgðir af Orgel-Harmoniuin. Er allt selt með 5 °/0 afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. Gtömui hljóðfæri tekin í skiptum. Verðskrá send ókeypis. Hið bezta kaffl geta menn fengið, með því að brúka Fineste skandinavisk Export Caffe F. Hjorth & Co. í Kaupmannahöfn, er fæst hjá kaupmönnum. G-ott útney, livort held- ur handa hestum eða kúm, fæst til kaups. Ritstj. vísar á. Undirskrifaöur hefur til sölu talsvert af tilbúnum skófatnaði af flestum tegundum og stærðum. Jón Brynjólfsson skósmiður. 12. Bankastræti 12. ZV gO ægte Normal-Kafie e? (Fabrikkeu („Nörrejylland41) jy sem er miklu ódýrra, bragðbetra og hollara en nokkuð annað kaffi. „Chicago-för mín 1893“ eptir síra Matth. Jochumsson fæst í hólcaverdun Sigurðar Kridjánssonar. Fjárrnark Jóns Bjarnasonar á Brekku í Biskupstungum er: tvíetýft apt., lögg fr. h.; tví- stýft apt., biti fr. v. Eigi nokkur sammerkt, gefi hann sig fram hið fyrsta. Fundarboð. Fundur verður haldinn í hinu „íslenzka kvennfélagi" mánudaginn 12. þ. m. ki. 5 e. h. í Goodtemplarahúsinu. — Umræður um háskólamálið o. fl. Æskilegt er, að koriur þær, er gengið hafa í þennan fé- lagsskap, m.eti Forstöðunefndin. Duglegir reiðhestar á hezta aldri og reiðhestaefni (folar) 4—5 vetra fást til kaups á næstkomandi sumri á Seljcdandi nndir Eyjafjöllum. Hjá undirskrifuðum eru í óskilum siðan í hauat 3 hross (nú á húsi og heyi). 1. Rauðblesótt hryssa 5—6 vetra mark: sneiðrifað fr. fjöður apt. v. 2. Gráskjóttur foli 3. vetra mark: fjöður fr. h. 3. Brúnt mertrippi veturgamalt mark: hiti fr. h.; sneiðrifað fr. bit apt. v. Eigendur þessara hrossa geta vitjað þeirra til min fyrir 14. maí næstkomandi með þvi móti að borga allan áfallinn kostnað til þessa tíma. Eptir 14. maí verða hrossin seld við uppboð. Oddstöðum 16. fehr. 1894. Árni Sveinbjarnarson hreppstjóri. Fiindur í stúdentafélaginu verður haldinu annað kveld kl. 9 á hótel Island. Singers saumavélar, bezta tegund, komnar aptur i verzlnn Stnrlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiójan.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.