Þjóðólfur - 24.03.1894, Side 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. jdlí.
Uppsögn, bundin við áramót,
ógild nema komi til útgefanda
fyrir 1. október.
ÞJÓÐÓLFUB.
XLVI. ftrg.
Influenza-sóttin.
Með því að influenza-sóttin er nú sezt
að hér i bænum, og mun að líkindum
dreifast héðan út um þá hluta landsins,
þar sem hún er ekki búin að koma, kynnu
nokkrar skýringar um sótt þessa og með-
ferð hennar að koma í góða þágu aptur;
eg vil því biðja yður, hr. ritstjóri, að taka
eptirfarandi stuttar athugasemdir um sótt
þessa í yðar heiðraða blað.
Yér þekkjum allir hina algengu kvef-
sótt, með hósta þeim, er henni fylgir, og
meiri eða minni lasleika um allan líkam-
ann. Influenza-sóttin er nú talsvert lik
kvefsótt; en þó ber þar margt á milli, og
það tvennt helzt, er nú skal greina og
mikils er um vert.
1) Influenza-veikinni fylgir óvenju mikið
magnleysi, slen og drungi, og þar með
talsverð hitasótt.
2) Influenza-veikin gengur eins og land-
farsótt, þ. e. leggst á mikinn fjölda lands-
fólksins í einu og færist út frá einum stað
um geysimikla víðáttu.
Á mjög mörgum mönnum fylgir veiki
þessari einnig ýms óregla í meltingarfær-
unum, í taugakerfinu og öðrum fleiri )íf-
færum.
Loks getur vel borið til, að ofan á in-
fluenza-sóttina bætist ýms önnur veikindi,
og það ekki sízt, þegar hún er nærri því
bötnuð, svo sem t. d. lungnabólga.
Þótt svo sé, sem betur fer, að influenza
verði eigi talin með mjög hættulegum sjúk-
dömum, þá verð eg að vara menn mjög
fastlega við að gera of lítið úr þessari
veiki; 0pt verða svo mikil brögð að sótt-
veikinni, magnleysinu o. s. frv., að sjúk-
lingurinn má til að Ieggjast; en eg vil
vara menn við, þótt sóttin sé heldurvæg,
að vera þá að reyna að dragast á fótum;
sjálfsagt að leggjast ætíð, ef maður hefur
hitasótt (feber). Geri maður það, að drag-
ast á ferli með hitasótt, er mjög hætt við,
að einhver önnur veikindi leggist ofan á
hina eiginlegu influenza-sótt, og sama máli
er að gegna, ef of snemma er farið á fæt-
ur og út. Optast mun nóg að liggja 1
viku í rúminu, til þess að sjúklingnum sé
nokkurn veginn óhætt.
Keyk.javík, laugardaginn 24. rnarz 1894.
Það er sjálfsagður hlutur, að gjalda
verður varhuga við því, svo sem hægt er,
að of margt sé af sjúklingum í sama her-
bergi eða of þröngt í rúmum, og lopti
þarf að halda svo hreinu. sem auðið er,
en varast þó allan súg. Gott er að halda
brjóstinu hlýju með ull eða vatnsbökstr-
um.
Bezta næringin er hafrasúpa eða bygg-
súpa; með mjólk er bezt að vera nokkuð
varasamur, þar eð margir sjúklingar fá þrá-
látlegt harðlífi af henni, en sumir aptur
undir eins niðurgang og vindbelging; eng-
inn læknir getnr sagt fyrir fram, hvernig
sjúklingur muni þola mjólk; það verður
að reyna fyrir sér með hana með gætui.
Sætsúpu, nýjan flsk soðinn, franskbrauð og
vatnsgraut má gjarnan borða, haíi sjúk-
lingurinn lyst á því, þó að hann hafi
nokkra hitasótt. Kalt vatn eða mysu má
sjúklingurinn gjarnan drekka, þó ekki í
óhófi eða of mikið í einu.
Séu mikil brögð að magnleysinu, slen-
inu og drunganum, og sjúklingurinn geti
eigi nærzt á öðru, þá er mikið gott að bragða
á víni (sherry eða portvíni,) svo sem einni
matskeið 4—6 sinnum á dag. Sé aptur of
mikiðgert að vínnautninni, verðurhún mjög
skaðleg, eins hér sem jafnan endranær.
Af eiginlegum meðulum má einkum gera
sér von um gagn af sótteyðandi lyfjum,
svo sem antifebrín og kínín. Antifebrín
skal taka í xls grams skömmtum þrisvar
til fjórum sinnum á dag. Hafi sjúklingur-
inn mikinn höfuðverk og þar af leiðandi
svefnleysi, er antifebrín opt gott meðal,
en sumir sjúklingar verða þá að fá stærri
skammt, */, gr. eða dálitið meira í einu,
áður hrífur.
Sumir, t. d. þeir, sem hafa einhverja
hjartveiki, þola ekki vel antifebrín; getur
því verið gott, að byrja ætíð á litlum
skammti U/g gr.) áður en tekið er meira.
Kínín er bext að taka í */4 gr. skömmt-
um og brúka 2—3 eða 4 skammta á dag.
Sé þess kostur, er sjálfsagt að leita
reglulegs læknis og vera ekki að káka
með skottulækningar; einkum skal varast
að láta taka sér blóð öðruvísi en með
læknisráði; því blóðtaka getur opt gert
mikið illt í þessari sótt og er mjög sjald-
íír. 14.
an tiltækileg, og það því að eins, að sér-
staklega standi á, en á því hafa læknar
einir vit.
Eg leyfl mér að endingu að mælast til,
að almenningur hagnýti sér rækilega þenna
litla leiðarvísi, og vildi eg óska, að sótt
þessi yrði væg hér á landi, og tálmaði
sem minnst vinnu manna um bjargræðis-
tímann.
Eeykjavík, í marz 1894.
Sehiertoeek.
Hvaö vill Sæmundur Eyjölfsson?
Eptir
íséra Jöhannes L. L. Jöhannsson á Kvennabrekku.
(Niíurl.). En þótt þingið hugsaði meira
um atvinnuvegina en hingaðtil og bún-
aðarskólar vorir væri bættir, þá ríður
samt jafnframt á því, að hver einstakling-
ur hugsi sem mest um að verða sjálfstæður
og nýtur raaður, með iðni og atorku,
sparsemi og hagsýni, því að eigi gagnar neitt,
þótt meira sé aflað, ef að því skapi er
meira eytt, og þetta er einmitt það, sem
Sæmundur vill alvarlega brýna fyrir oss,
en sem ýmsir, er á móti honum rita, eigi
hafa gert sér Ijóst, því þeir hafa eigi
spurt sjálfa sig: „Hvað vill maður þessi
með því, er hann skrifar?“ Sæmundur
er þjóðrækinn maður og honum er því
sárt um að nokkuð íslenzkt, sem er gott,
deyi út, og fyrir þetta á hann þakklæti
vort og virðingu skilið, enda hefur ætt-
jarðarástin hingað til verið álitin dyggð.
En það er öfugt hjá honum, að segja að
framfaramennirnir vilji vekja fyrirlitningu
á því, er stendur á gömlum merg og hæð-
ist að góðum þjóðsiðum. Getur nú Sæ-
muudur eða nokkur skynsamur maður
kallað þá, sem slíkt gera, ef þeir eru
nokkrir, „framfaramenn?“ Eg segi nei. Það
er líka rangt hjá honum að kenna blaða-
mönnunum um vantrú þjóðarinnar á at-
vinnuvegum hennar. Það er líklega helzt
ritstjóri „Fjallkonunnar", sem átt er við,
en eg man ekki eptir neinu slíku hjá
honum. Hitt veit eg, að hann í trúarmál-
um hefur látið í ljósi frávíkjandi skoðanir,
en eg held hann hafi ekki gert svo illt
með því, heldur miklu fremur vakið þá,