Þjóðólfur - 24.03.1894, Side 2

Þjóðólfur - 24.03.1894, Side 2
54 sem í sannleika eru trúaðir, til að hugsa rækilega um þetta helga málefni, oggæta sín því betur. Svefn og dauði er þó verst- ur í hverri grein sem er. En þótt Sæ mundur hafi hér eigi gætt vel að því, sem úr pennanum flaut, og sé ef til vill mikils til ofblindur fyrir ókostum fortíð- arinnar, sem eru svo miklir og margir, t. d. harðýðgi og hroki hjá yfirmönnum, þrællyndi og höfðingjasleikjuskapur hjá undirmönnum, og við lofun hennar gleymi kostum nútíðarinnar, þá gerir hann það eigi af illvilja heldur af missýningu, því maðurinn vill oss vel og hann langar til að sjá framfarir í fleiru en orðunum tóm- um; hann óskar að vér náum forfeðrun- um i því, sem gott er, og komumst enn lengra, eða þannig skil eg það, að hann hvetur oss til að stunda að verða jafnfæt- is öðrum þjóðum i baráttunni fyrir tilver- unni. Raunar er það óþarft hjá honum, ef ritgerðin, eins og helzt lítur út fyrir á að vera sögulegs efnis, að fara að tala um, hvernig aðrar þjóðir séu nú. 0g aptur ef ritgerðin á að vera hugvekja til fram- fara, þá varðar oss, sem slétta landbænd- ur ekkert um hvernig áður var búið, held- ur hvernig útlendar þjóðir búa nú, og hvernig vér getum staðið á líku stígi til að lifa, hitt allt heyrir þá sagnfræðinni til. Oss varðar eigi meira um það, en sjómanninn sem slíkan um það, hvernig forfeður hans fyrir 200 árum veiddu og verkuðu fisk, því honum ríður mest á að vita hvernig keppinautar hans í sömu at- vinnu erlendis veiða hann og verka, svo að kaupendum líki vel. Hitt heyrir til visindunum. Því vér erum eins og Sæ- mundur líka segir, eigi keppinautar for- feðranna heldur samtíðarmannanna. En það getur nú verið að höfundurinn hafi ætlað sér að sameina þetta tvennt, en með því hefur hann heldur spillt en bætt. En hvað um það, hann vill feginn að efnahagur vor gæti tekið þeim framförum, að skuldafjötrarnir dyttu af oss, og það ei' eitt með öðru, sem ritgerð hans nefnir. Það er tvennt, sem er mjög athugavert, þegar verið er að koma á einhverjum breytingum í nafni frelsisins og framfar- anna. Hið fyrra er: „að þegar verið er að uppræta gamalt illgresi úr jarðvegi þjóðfélagsins, þá má engan veginn um leið rífa upp þaðan gamalt góðgresi, því fari það með, er hætta búin“. Hið annað er: „að þegar sömuleiðis er verið að gróður- setja þar nýtt góðgresi, þá ber að varast, að sá nýju illgresi líka, því sé það gert, er hagurinn tvísýnn“. Yið þessum villu- vegum ógætinna framfaramanna vill Sæ- mundur einmitt vara oss, með því að hvetja oss til að halda dauðahaldi í allt íslenzkt, sem er gott, þótt gamalt sé; og að mikið gott sé enn þá í landinu og þjóðinni, ját- ar hann, og getur því, þrátt fyrir lof sitt á liðinni tíð, eigi talizt meðal postula upp- blásturskenningarinnar. Það er vafalaust, að þjóðfélag vort þarf að snúa á nýjar brautir, já þarf endurfæðingar við bæði í andlegum og líkamlegum efnum, því síð- an 1874 eða um 20 ár hefur það snúizt ruglað kringum „stjórnarskrána frá 5. jan“. Þessa endurfæðingu vill víst Sæmundur eins og eg, það er að eins munurinn, að hann horfir heldur mikið aptur en eg vil horfa fram, og að eg held, að stjórn vor geti flýtt fyrir þessari umbót með því að veita oss meira stjórnfrelsi, og að þingið geti stutt hana hjá þegnunum með vitur- legum ráðum. Sæmundur segir í grein einni í „ísafoId“, að oss vanti kunnáttu og þekkingu á við aðrar þjóðir í stundun at- vinnu vorrar og kunnum eigi að nota hin algengustu áhöld menntaðra þjóða. Þetta er rétt, en hvernig stendur á þessu? Auð- vitað af því að Iand vort er afskekkt og fjarlægt öðrum löndum, vér sjáum því fátt fyrir oss, og umbætur útlendinga í atvinnuvegum og aðförum berast því seint til vor, já, margar aldrei. En þetta má eigi lengur svo til ganga, ef vér eigum að kasta ellibelgnum eins og frændþjóðir vorar. Hér á þing og stjórn að koma til hjálpar með góðum ráðum og fjárframlög- um t. d. með fyrirmyndarbúum og með því að kosta duglega bændur til utanferð- ar, einkum til Noregs, til að vinna þar og kynnast búnaðarháttum. Það er und- arlegt að höfundurinn skuli hvergi tala um það, hvernig vor fátæka alþýða á að fá kunnáttu sína í þessu efni. Þetta er þó mikilsvert atriði. Það er satt, þótt hart sé, að það er af blindri hendingu, að skozku ljáirnir eru komnir til íslands. ís- lenzkur maður rekst til Skotlands og sér þar af tilviljun verkfæri þessi, það hittist svo á, að þetta er skynsamur maður, svo honum dettur í hug að Ijáirnir verði not- aðir hér á landi. En eigi í öllum grein- um að bíða eptir slíkum höppum úr heiðu lopti, þá getum vér verið vissir um að framfarir vorar verði seinar. Ráðsmenn þjóðarinnar ættu að sjá um að framtíð landsins væri eigi lengur komin undirsvo óvissum atburðum, sem þessum eina t. d. Sæmundur vill framfarir, en sýnir eigi ljós- lega, hvernig þeim verði náð. Með því að löggjafarþing vort legði af alhuga rækt við atvinnuvegina, myndi vantrúin á gæði Iandsins þverra. Þessi vantrú, sem bæði er í andlegum og líkamlegum efnum of- almenn, er komin af vaxandi hálfmennt- un, einskisfylgis- (nihilismi) öldu frá Kaup- mannahöfn og Ameríkugyllingum, en með aukinni framtaksemi og sannri andans menntun mun hún hverfa. En undirstað- an undir voru líkamlega og andlega lífi hér á jörðu er góður efnahagur, því má aldrei gleyma. Því án matar og fata deyj- um vér út. Atvinnuvegunum ríður því mest á að hlynna vel að, en svo þegar auður vex í landi, spretta upp af honum, menntun og manndáð, vísindi og listir. Þannig hefur það gengið í útlöndum og þannig hlýtur það líka að ganga á ís- landi. Norður-Múlasýslu 12. febr.: „Heiðraði Djðððlfur! Bg fékk oigi að sjá þig nú með síð- asta pðsti, sem er nýkominn, og þðtti mér það því leiðinlegra, sem þú ert mér kærstur allra blaðanna. Þetta mun vera sökum „misvisniugar" í póstsend- ingu blaðsins, en ekki af vangá útgefandans. Gott þykir mörgum Austfirðingum að heyra, að herra sýslum. Skúli Thoroddsen er eigi dæmdur frá embætti í landsyfirrétti; sá eltingaleikur er orðinn nógu langur og hefur verið helzt til harð- sóttur. Fátt gott get eg sagt þér i fréttum, en helzt of mikið af hinu. Influenza geisar hér um allar sveitir, og deyð- ir fólk unnvörpum, svo að elztu menn muna eigi annan eins manndauða á jafn stuttum tíma; á nokkr- um bæjum 3 dánir. í Kirkjubæjarsókn í Hróars- tungu standa uppi 22 lik, í Eiðasókn í Suður-Múla- sýslu 7, í Útfellum 6, sem frétzt hefur um, og líkt mun vera víðar. Á Urriðavatni önduðust hjónin; konan ól 10. barnið skömmu fyrir andlátið. t>essi veiki hefur þegar gert hér um slóðir stórtjón, og er þó eigi séð fyrir endann á því, og heldur eigi frétt lengra að. Sýkin hefur verið svo áköf á sumum bæjum, að skepnur hafa eigi orðið hirtar með reglu, sumstaðar orðið að standa málþola 2—3 og jafnvel fleiri daga. AUir hafa legið í rúmunum, eða skriðið á fætur með veikum burðum, og eigi þolað að fara út í kulda og óveður, er gengið hafa að undanfórnu. Nú er pestin beldur i rénun. Einn af þeim, er dáinn er í Kirkjubæjarsókn, er barnakenn- ari Jón Snorrason frá Dagverðargerði, gáfað og vel látið valmenni; að honum er mikill mannskaði. __ Hörmulegt er, ef eptirlitsleysi eða vanrækslu Uelcnanna mætti að nokkru kenna útbreiðslu sótt- arinnar. Svo stóð á, að „Waagen“ kom á Seyðis- flörð skömmu eptir nýárið. Skipverjar höfðu verið eitthvað lasnir; Scheving lækni kvað hafa farið út á skip til að gæta að, hvort hætta væri á ferð. Sagt að hann hafi eigi álitið hættu á ferðum, og leyft skipverjum í land. Nokkrir ferðalangar sögðu, að hann hefði álitið þetta „bara kvefsnert". Eptir þetta fór veikin að stinga sér niður á Seyðisfirði, og fluttist þaðan von bráðara upp i Héraðið. Af Seyðisfirði fór Waagen til Eskifjarðar, og dró verzlunarskipið „Diana“, er þar lá ósjófært,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.