Þjóðólfur - 24.03.1894, Síða 3

Þjóðólfur - 24.03.1894, Síða 3
55 suður á Papós, og kvað hafa flutt inflúenzuna með á þær hafnir. Almenningi þykir liklegt að það hefði mátt stemma stigu fyrir pestinni um þessar mundir, þar sera tiltölulega fá skip eru nú á skrölti og sam- göngur við kaupstaðina með minna móti. Það er mjög áriðandi, að læknar séu árvakrir og samvizkusamir, þegar skip frá útlöndum eru á ferð, einkum þegar þau koma frá stöðum þar sem „smittandi" sjúkdómar ganga, eins og nú kvað vera i Höfn. Og það er sorglegt, að nokkur grunur skuli falla á gerðir þeirra hvað þetta snertir. Menn líða mikið við óaðgætni eða gleymsku í þessu sem fleiru; sé læknarnir farnir að ryðga í sjúkdóma- einkennum eða sóttvarnarráðstöfunum, þá er nauð- synlegt — enda sjálfsagt — að veita þeim fé til að „rifja upp“ í viðurkenningarskyni! Húsbruni. Nóttina milli 3. og4. febr. vildi það slys til á búnaðarskólanum á Eiðum, að kviknaði í fjósinu, og brann það til kaldra kola á örstuttum tima. Fjósið var vandað hús; kýrnar afþiljaðar og lopt i því öllu. En hið sorglegasta við atburð þenna var það, að maður andaðist á fjósloptinu kvöldið týrir brunann, Jón nokknr Þorfinnsson að norðan, og brann líkið ásamt húsinu. Fjögur naut brunnu inni, en þrem varð bjargað. Kl. 6 um morguninn, þegar komið var á fætur, stóð fjóBið i báli, svo eigi varð ráðið við eldinn, enda var hroða stormur á austan. Eldurinn komst i annan enda eldhÚBSins, sem var áfast við fjósið, en þá varð hann stöðvaður með þvi að rjúfa þekjuna. Skað- inn að minnsta kosti 1000 kr. virði. í vor er von á Wathne á gufubáti, gerðum til að skríða um Fljótsðsinn. Ætlar hann að bruna yfir Stoinbogann og alla leið inn að fossi. Yæri betur, að þetta heppnaðist, og Wathne þyti í eysandi „fart“ um ósinn. Það væri mikill hagur fyrir nærsveitirnar og stórt framtíðarspursmál fyrir allt Héraðið. Þegar ísinn er brotinn, þá verða jiógir til að fara í kjölfarið o: gangi allt vel. Tíðin mátti heita góð, þótt hún væri nokkuð rosasöm, fyrri part vetrarins. Þó brá algerlega um mánaðamótin nóv. og desbr.; og var snjóasamt og jarðskarpt þar til 27. desbr., þá hlánaði, og síðan var dágóð tíð til hins 19. jan., þá gekk i austan snjóburðar-veður; úr því stöðug óveður og jarðleysur. Þessi þorri hefur orðið oss Austfirðingum mjög erflður, þar sem vér höfum orðið að striða við megna sjúkdóma og vont tíðarfar. Betur góan yrði þægilegri og hrifi færri menn úr vorum fá- menna flokki. Enn um eitrun rjúpna. Af því eg er einn af þeirn, sem á þess- um vetri hef auglýst eitrun rjúpna, vil eg leyfa mér að fara nokkrum orðum um eitrunina; eg tek það fram að hér á fjall- garðinum hefur verið árum samau eitruð rjúpa með sýnilegum árangri, og eg hef að undanförnu haft á hendi eitrun fyrir Mosfellshrepp og ekki dottið í hug að auglýsa, því eg vissi að eg ekki þurfti þess. Bg eitra rjúpuna nýskotna með því að láta eitrið með hnífsoddi í munn henni, geri svo stungu undir væuginn oglætþar inn eitur, læt síðan rjúpuna stirðna og fer svo með hana þegar mér þykir hent- ugt veður í frosti og legg hana sem fjærst bæjum í holur eða urð, þar sem hrafninn ekki getur náð henni. Eg auglýsti í vet- ur til að sýna, að hægt er að auðkenna rjúpuna svo að enginn geti tekið hana í ógáti, og þeim, sem trúandi er fyrir eitr- inu, er lika trúaudi fyrir að aðkenna, og það eitt er nóg til að taka burt allan ótta hjá þeim, sem nokkurt skyn bera á mál- efnið. Að auglýsa eitrun rjúpna finnst mér vera fásinna, auglýsingin gefur í skyn að hætta geti verið og vekur grun, að mínu áliti þarflaust, því eg veit að undir eins og mér er feugið eitrið, hef eg ábirgð á að ekki geti hlotizt tjón af. Við vit- um að margir Iesa ekki blöðin. Eins og áður er lýst legg eg rjúpuna í holur langt fjærri bæjum, þar sem hrafninn ekki get- náð henni, og enginn maður fundið hana, nema eg vísi á; þarna fær nú rjúpan að liggja fyrst nokkrar vikur, því tóan er svo þefvís og tortrygg, að hún snertir ekki við nýlögðu æti, hún finnur lyktina af fórun- um, og það er ekki fyr en frost og hláka til skiptis er eins og búið að matreiða fyrir hana ætið, að hún étur það, helzt ef hún getur krapsað það upp úr snjó. Það mun varla eiga sér stað, að eitur, sem lagt er fyrir jólaföstu, sé étið af tóu fyr en um miðjan vetur, nema ef menn geta lagt eitur í kind án þess að hreifa hana, sem tóan er þegar farin að éta. Þetta hef eg sjálfur reynt og hvað rjúp- una snertir er ómögulegt að nokkur geti hirt hana í ógáti, þó ekki sé nema viku- gamla eptir eitrun, sem tóa hefur rifið upp úr snjó, því hún er orcíin slcemmd.. Hræðsla við rjúpna eitrun stafar af ókunn- ugleik, og þeir hræddastir, sem minnst vita, en gera sér í lund allrahanda grýlur, og eg ætla mér ekki að skrifa svo að þær grýlur hverfi, heldur fyrir þá, sem með skynsemd geta litið á málefnið. Hræddur maður hefur misst nokkuð af dómgreind sinni. Hvað viðvíkur grein Sigurðar læknis, þá finnst mér hún ekki svara verð, hann þarf að gera grein fyrir hvernig eitraðar rjúpur geti „flutzt heim til bæja og orðið soðnar eða steiktar til matar“, þetta er dáfalleg grýla. Elliðakoti 18. marz 1894. GufJm. Magnússon. Influenzunni er enn ekki aflétt hér í bænum, og þótt fáir hafi dáið, hafa marg- ir verið mjög þungt haldnir. Henni hefur fylgt stöðugt svefnleysi hjá sumum, og margir hafa fengið lungnabólgu upp úr henni. Nú hefur húu breiðzt út um allt suðurland og vaidið miklu verktjóni, eiuk- um við sjó, er ekki hefur orðið stundaður svo sem skyldi. Nokkrir hafa látizt úr henni, lieizt gamalmenni. einkum á Stokks- eyri og Eyrarb kka, að því er frétzt hefur. Auglýsing um seldan óskilafénað í Bangárvallasýslu haustlð 1893. Áshreppur. 1. Svartsokk. ær 2. v. m: hamarsk. biti fr. h., sneitt a. lögg fr. v. 2. Svört g. 1. sama m. 3. Hv. hr. 1. m: heilr. h., sneitt a. biti fr. v. 4. Hv. g. 1. m: sýlt h., hvatt v. 5. Hv. hr. 1. m: stýft h., sneitt a. v. 6. Hv. geld. 1. m: hvatrif. h., tvístýft biti tr. v. 7. Hv. geld. 1. m: heilr. h., sneitt fr. biti a. v. 8. Hvít g. 1. m: hvatr. h., tvístýft a. biti fr. v. 9. Svört g. 1. m: sýlt h., sneitt a. biti fr. v. 10. Hv. g. 1. m: sama. Holtahreppur. 1. Hv. sauður 1. v. m: stýft stfj. fr. h., hálfur st. a. biti fr. v. 2. Hv. g. 1. m: heil- rifað 2 stfj. a. h., stfj. fr. lögg a. v. Landm.hr. 1. Hv. sauður 5. v. m:- hvatt gagnlaggað h., tví- stýft a. stfj. fr. v. 2. Sv.bíld. sauður 2. v. m: hamarsk. h., tvístýít a. rifa í h. stúf, biti fr. v. 3. Hv. geld 1. m: stýft gat biti a. h., gat biti a. v. 4. Sv. geld 1. m: tvístýft fr. hnífsbr. a. h., sýlt stfj. a. v. 5. Hv. hr. 1. m: tvístýft a. stfj. fr. h.,. tvístig fr. v. 6. Hv. geld 1. m: miðbl, h.^blaðst. stfj. a. v. 7. Hv. sauð. 1. v. m: hvatt h., tvístýft a. stfj. fr. v. Rangárv.hr. 1. Hv. sauð. l.v. m: geirst. h., sýlt gagnb. v. 2. Grár hr. 1. m: stýft biti a. h., sýlt í ham. v. 3 Hv. hr. 1. m: sneiðr. fr. stig a. h., blaðst. fr. biti a. v. Vestur-Land- eyjahr. 1. Hv. ær 1. v. m: blaðst. biti a. h. miðhl. stfj. fr. v. 2. Svartkrún. g. 1. m: stúfr. h., stýft biti a. v. 3. Hv. g. 1. m: blaðst. fr. biti a. h., geirst. v. 4. Hv. hr. 1. m: blaðst. fr. biti a. h., stúfr. stfj. fr. v. 5. Gráfl. g. 1. m: tvistýft a. biti fr. h., 2 stfj. a. v. 6. Hv. g. 1. m: sama. Austur- Landeyjahr. 1. Hv. g. 1. m: hvatt h., hálft af a. 2 stfj. fr. v. 2. Hv. hr. 1. m: blaðst. fr. h., blaðst. stfj. fr. v. 3. Hv. hr. 1. m: 2 stfj. fr. h., stýft v. Vestur-Eyjafjallahr. 1. Hv. hr. 1. m: sneitt fr. bæði, biti a. bæði. 2. Gráháls. hr. 1. m: hamarsk. h., gagnstfj. v. 3. Fl. g. 1. m: 2 bitar a. h., stfj. fr. v. 4. Hv. g. 1. m: stýft biti fr. h., sýlt v. 5. g. 1. m: tvístýft fr. h., sýlt í blaðst. a. v. 6. Hv. geld. 1. m: sneiðr. fr. h., hófb. fr. v. Austur- Eyjafjallahr. 1. Hv. g. 1. m: sneiðr. fr. h., heilr. v. 2. Hv. g. 1. m: tvírif. i stúf biti fr. h., sneitt fr. á hálftaf a. biti fr. v. 3. Vell. g. 1. m: blaðst. fr. h., (heilt v.). Fljötshlíðarhr. 1. Hv. geld 1. m: miðhl. h., stýft gat v. 2. Vell. geld. 1. m: hálfur st. fr. stfj. a. h., tvírif. i stúf v. 3. Hv. hr. 1. m: sneiðr. a. h., (heilt v.). 4. Grá g. 1. m: sneiðr. a. hangfj. fr. h., sneitt fr. oddfj. a. v. 5. Hv. g. 1. m: blaðst. stfj. fr. h., hvatt v. 6. Hv. geld. 1. m: stýft h., sýlt v. 7. Vell. geld. 1. m: tvístig. fr. h., hamarsk. v. 8. Hv. geld. 1. m: stýft stfj. fr. h., sttj. fr. v. 9. Sv.háls. g. 1. m: heilr. h., hamarsk. biti fr. v. 10. Hv. hr. 1. m: tvístýft a. h., heilr. v. 11. Hv. hr. 1. m: gagnfj. h., miðhl. biti a. v. — Eyvindarholti 23. febr. 1894. t umboSi sýslunefndarinnar Sighv. Amason.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.