Þjóðólfur - 30.03.1894, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 30.03.1894, Blaðsíða 4
60 GrOtt nertoergí í miðjum bænum fyrir einhleypan mann fæst tii leigu frá 14. maí næstk. Ritstj. vísar á. „Chicago-för mín 1893“ eptir síra Matth. Jochumsson fæst i bókaverzlun Sif/urðar KriJjánssonar. Á næstliðnu hansti var mér dregin hvíthyrnd ær fullorðin með mínu marki: Hvatt og gat hægra, hvatrifað vinstra og ólæsilegu brennimarki. Getur réttur eigandi vitjað andvirðisins til mín fyrir 30. sept. næstkomandi og borgi hann auglýsingu pessa. Stafni í Svartárdal 26. febr. 1894. Eyjólfur Eansson. Þjóðólfur á Suðurnes er ávallt send- ur í einu lagi til hr. P. J. Petersen í Keflavík, og geta kaupendur blaðsins þar syðra vitjað þess hér í bænum, eins og að undanfornu, hjá hr. verzlunarmanni ólafi Arinbjarnarsyni í Eyþórsbúð, er annast um sendingu þess þangað suður. Kaupendur Þjóðólfs í Hafnarfirði og á Yatnsleysuströnd vitji hans hjá hr. kaupm. B. Leví Oudmundssyni hér í bænum, eða verzlunarm. Pétri Jónssyni í Hafnarfirði. Þeir kaupendur hér í nánd við Reykja- vík, er áður hafa sótt biaðið í „Apótekið", geta vitjað þess eptirleiðis á skrifstofu þess í Veltusundi nr. 3, nema Kjalnesing- ar, er taki það í Knudtzons-búð. Hinn eini ekta Brama-Ijífs-Ellxlr. (Heilbrígðis matbitter). í þau 20 ár, sem almenningur hefur notað bitter þennan, hefur hann rutt sér í fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim. Honnm hafa hlotnazt liæstu verðlaun. Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður. eykst öllum líkamanum þróttur og þol, sálin endurlifnar og fjörgast, maður verður gladlyndur, hugrakkur og starffús, skiln- ingarvitin verða nœmari og menn hafa meiri ánœgju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefur sýnt betur að hann beri nafn með rentu en Brama-lífs- elixír, en sú hylli, sem liann hefur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis- nýtra eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akureyri: Hr. Carl Höepfner. Raufarhöfn: Gránufélagið. ----Gránufélagið. Sauðárkrókur:---- Borgarnes: Hr. Johan Lanye. Seyðisfjörður:--- Dýrafjörður; Hr. N. Chr. Gram. Siglufjörður:---- Húsavik: Örum & Wulff’s rerzlun. Stykkishólmur: Hr. N. Chr. Gram. Keflavík: H. P. Duus verzlun. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. ----Knudtzon’s verzlun. Vík í Mýrdal: Hr. Halldór Jónsson. Reykjavik: Hr. W. Eischer. Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlögsson. ----Hr. Jón O. Thorsteinson. Einkenni: Blátt Ijón og gullhani á einkennismiðanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, hinir einu, sem búa til hinn verðlaimafia Brama-lífs-Elixír. Kaupmannahöfn, Nörregade 6. Frímerkja-blað fæst ókeypis hjá Gunnlaugi Jónssyni á Seyðisflrði. Hafl einhverjir kaupendur „Þjóðólfs“ fengið ofsend bl'o'ð af þessum árgangi, eru þeir heðnir að endursenda þau sem allrafyrst, einkum 7., 8., 9. og 10. töiubl. Fundur í stúdentafélaginu verður haldinn annad kveld kl. 9 á hótel Island. Eigandi og ábyrgðarmaðnr: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiój an. 14 Hann hélt niðri í sér andanum og hlustaði — nei, guði sé lof, það var að eins sjávarniðurinn og gargið í máf- unum, er styggðust við skotið. Jú, það heyrðust kvein- stafir inn í þokunni. Henning fleygði sér flötum til jarðar, grúfði sig niður í iyngið og hélt fyrir eyrun. Honum virtist, að hann sæi greinilega hið samankypraða andlit, krampateygjurnar í líkamanum og rautt blóðið, er bunaði í óstöðvandi straumum út úr brjóstinu, knúið fr m við hvert högg, er hjartað sló, hann þóttist sjá það renna niður á lyngið, seytlast eptir greinum og stofnum og sýjast nð lokum burtu meðal lyngrótanna. Hann hóf upp böfuðið og hleraði; enn heyrðist veinið, en hann þorði ekki að ganga á hljóðið, nei, nei, hann reif í lyngið með tönnunum og boraði höndunum ofan í hinn lausa jarðveg, svo sem til þess að fela sig. Hann velti sér á ýmsar hliðar sem vitstola maður, en ekki var enn komin kyrð á inn í þokunni. Hann heyrði enn veinið. Loksins varð allt hljótt. Hann lá lengi hreyfingar- laus og hlustaði og skreið því næst ofurhægt á fjórum fótum inn í þokuna. Það leið á Iöngu, áður en hann sæi nokkuð, en svo fann hann Niels ioksins neðan und- ir hæð einni lítilii. Hann var steindauður. Skotið hafði hitt hann beint í hjartaholið. Henning tók líkið í fang sér og bar það þvert yfir 15 Reynirinn niður í bátinn, er þeir höfðu komið á, þreif árarnar og reri í land. Jafnskjótt sem hann hafði séð líkið varð hann rólegri, og það hvíldi eins konar kyr- lát, dapurleg angurbliða yfir svip hans. Hann hugsaði um hverfulleik lífsins og um það, hvernig hann skyldi flytja heimafólkinu sorgarfregn þessa með sem væg- ustum orðuro. Þá er hann var kominn í iand gekk hann til bónda- bæjar nokkurs til þess að fá vagn. Bóndinn spurði hann, hvernig slys þetta hefði að höndum borið og það varð ekki erfitt fyrir Henning að leysa úr því. Hann sagði, að Níels liefði skriðið þvert yfir hæð nokkra þar út frá að vestanverðu með byssuna í hendinni, haninn hefði eflaust verið í hálfspennu og eitthvað komið við hann, svo að skotið hefði riðið af. Henning kvaðst hafa heyrt af hljóðinu, að þeir voru skammt hvor frá öðrum og hefði þá kallað á Níels, en er hann hefði ekkert svar fengið, kvaðst hann hafa orðið órólegur og gengið í áttina þangað, sem hann heyrði hveliinn, og fundið hann þá liggjandi neðan undir hæðinni, en þá hefði hann þegar verið dauður. Hann skýrði frá þessu öllu saman ofur stillilega með lágri, sorgbitinni rödd, og fann alls enga sök hjá sjálfum sér meðan hann var að lýsa þessu, en þá er líkið hafði verið hafið í vagninn og það sökk niður í

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.