Þjóðólfur - 30.03.1894, Blaðsíða 3
59
stakir menn hennar að láta af þessum og þyílíkum
ðsóma og enda strákskap, sem er því hryggilegri,
sem full líkindi eru til, að þetta fremji menn, sem
komnir eru af barnsaldrinum, og það menn, sem
hijðta að geta skilið, að með þessu skemmi þeir
ekki einungis fyrir þjóðinni í heild sinni, heldur
einnig fyrir sjálfum sér, og geri með þessu athæfi
henni og sér skömm og skaða. S.
Eptirmæli.
Hinn 8. fehr. síðastl. andaðist Sveinn Víkingur,
veitingamaður á Htisavík, eptir þunga og langa
legu, 48 ára að aldri.
Sveinn var fæddur á Víkingavafni í Kelduhverfi
og kenndi sig við þann stað, svo sem fleiri ætt-
menn hans, og þar ólst hann upp. Hann var son-
ur Magnúsar Gottskálkssonar — bróður Erlendar í
Ási — trésmiðs á Víkingavatni, Pálssonar, Sigurðs-
sonar. Gottskálk var ættaður og kominn auBtan
af Langanessströndum. ^
Móðir Sveins var Ólöf Bjarnardóttir, Þórarins-
sonar, Pálssonar, Arngrímssonar sýslumanns í Þing-
eyjarsýslu, Hrólfssonar, Sigurðssonar — og voru þeir
einnig sýslumenn þar — Hrólfssonar hins „8terka“
Bjarnasonar.
Sveinn nam söðlsmíð af Jóní hónda Benedikts-
syni á StóruvöIIum, og giptist hann síðan 1875
ungfrú Kristjönu Sigurðardóttur, Kristjánssonar
hónda á Illugastöðum i Pnjóskadal. Fluttu þau
sama ár að Húsavík, og gerðist Sveinn þar veit-
ingamaður og var það til dauðadags.
Þeim hjónum varð 7 harna auðið; 4 létust í
æsku, en 3 synir eru á lífi.
Svo sem framanskráð ættartala sýnir var Sveinn
kominn af ættum þeim, sem andlegt og líkamlegt
atgerfi hefur fylgt, enda var hann þrekmaður og
hafði náttúrugáfur og sjálfstæði í skoðunum um-
fram flesta menn. Hann var maður trygglyndur,
vinfastur og drengur góður, en þó kappsmaður og
vildi ekki láta hlut sinn, þegar því var að skipta
Hann hafði sveitarstörf á hendi um mörg ár, og
háru menn til hans hið hezta traust í hvivetna.
Sveinn fékk eigi þá menntun í æsku, sem gáf-
um hans var samboðin, þess vegna varð hann eigi
þjóðkunnur maður, enda hélt haun sér eigi fram.
Þó var bann lesinn maður og fróður um margt og
bókamaður mikill. Hann var eigi kirkjutrúar-
maður, en þó trúmaður og hallaðist nokkuð að
skoðunum andsjáenda. Það mun óhætt að telja
Svein heitinn með hinum merkustu og einkenui-
legustu mönnum, sem Þingeyjarsýsla hefur alið.
(G. F.j.
Pétur Pálmason hóndi á Álfgeirsvöllum i Skaga-
íirði, er andaðist úr lungnabólgu 16. febr. (sbr. 12.
tölubl. Þjóðólfs), var fæddur í Syðra-Vallholti 29.
ágúst 1819, kvæntist 1851 Jórunni HanneBdóttur,
er lifir hann, og áttu þau saman 11 börn, og dóu
3 þeirra í æsku, en 8 eru á lífi, sem öll eru talin
í 12. tölubl. Þjóðólfs. Vorið 1849 reisti Pétur bú
á eignarjörð sinni Valadal og bjó þar rausnarbúi
í 27 ár, fluttist þaðan vorið 1876 að Álfgeirsvöllum
og bjó þar til dauðadags. „Pétur sál var tæplega
meðalmaður á hæð, en þrekinn og knálegur á velli,
hraustur að afli og frækinn glímumaður á yngri
árum, iðjumaður mikill alia æíi og afkastamaður
til vinnu. Hann var einkar tápmikill og rikur i
lund, en svo stilltur, að aldrei heyrðist hann tala
eitt styggðaryrði, fáskiptinn hversdagslega en glað-
lyndur, greindur og skemmtinn, þegar hann var
tekinn tali. Hann var tryggur og vinfastur, gerði
aldrei á hluta nokkurs manns og vildi eigi vamm
sitt vita“. (Ó. B.).
Nýung þótti það við jarðarför Sveins Víkings
á Húsavík 20. febr., að leikmaður talaði yfir gröf-
inni blaðalaust í fjórðung stundar hér um bil og
þótti rnælast prýðis-vel. Þessi maður var Guð-
mundur Friðjónsson, sá hinn sami og séra Jón
Bjarnason veltir sér yfir í „Sameiningunni“ út af
kristniboðsmálinu og vildi, að rekinn hefði verið af
Möðruvallaskólanum „með háðuug“.
Aheyrandi.
í næstliðnum apríimánuði var í Sveinsstaðahreppi
í Húnavatnssýslu seld grá hryssa á 4. vetri með
hrossamarki mínu, sem er hangfjöður aptan vinstra,
en þessa meri átti eg ekki; óska eg því að eigandi
merarinnar gefi sig fram og semji um markið við
mig innan loka næstkomandi októbermánaðar, að
öðrum kosti fellur andvirði merarinnar í sveitar-
sjóð.
Auglýsing þessi dregst að sjálfsögðu frá mer-
arverðinu.
Staddur á Blönduós 2. marz 1894.
Þorvaldur Bjarnarson
frá Mel i Miðfirði.
Eg undirskrifaður fékk í haust tvö lömb úr
eptirleit með mínu marki: sýlt hægra, sneitt fram-
an vinstra og gat, en á ekki lömbin. Eg bið
þann, sem tekið hef'ur upp mark mitt, að gefa sig
fram og semja við mig.
Galtastöðum í Gaulverjabæjarhr. 29. nóv. 1893.
Sveinn Þorláksson.
16
hálminn, féll höfuð þess út á aðra hliðina og slóst ofur-
lítið við vagnþiljurnar og þá Iá við sjálft, að Henniug
félli í órnegin og honum var mjög þungt um hjartaræt-
urnar, meðan verið var að aka líkinu frá Borup til
Hagestedgaard.
Þá er hann hafði afhent líkið datt honum fyrst. í
hug að hlaupast burtu og það var með mestu herkjuin,
að hann gat fengið það af sér að vera kyr, þangað til
jarðarförin væri um garð gengin. Það var eins konar
sóttveikis ókyrð i framgöngu hans um þetta leyti, og
hugsanir hans svo undarlega flóttalegar, að hann gat
ekki fest hugann á neinu, heldur hvarflaði frá einu til
annars. Það iá við sjálft, að þessi óþrotlega þyrlan og
hringferð hugsananna, er hann gat ekki ráðið við. mundi
gera hann vitstola, og þá er hann var eiusamall, tók
hann að þylja upp tölur eða raula eitthvað fyrir munni
sér og fylgja hljóðfallinu með fætinum, til þess að halda
hugsunum sínum sem bundnum á þann hátt og sporna
við því, hann þyrlaðist inn í þetta óttalega, þreyt-
andi iðukast þeirra.
Loksins fór jarðarförin fram.
Daginn eptir var Henniug kominn áleiðis til timb-
urkaupmannsins, frænda síns og hafði ásett sér að beið-
ast atvinnu við verzlun hans. Hann hitti svo á, að
frændi hans var í mjög döpru skapi, því að gamla ráðs-
13
veikur af ástardraumum. Það var svo rólegt, það var
næstum sæla að sitja þarna grafkyr og stara út í geim-
inn í eir,s konar drungadvala, að hugsa sér veröldina
liggja langt í burtu í afarmikilli fjarlægð og sér óvið-
komandi og láta stundirnar deyja hverja eptir aðra. Þá
ómaði glaðlegur og fjörugur söngur í þokunni:
í Hörpu leiði eg heim mína brúði,
þá hýrustu blómrós í liljuskrúði.
Sönginn glatt lát gjalla!
Með laufi skal hattinn sinn skóguriun skreyta
og skarta mun túnið með blómagnótt.
í gleðidanzi skal sólin sig sveita
og svo verður tunglið fullt þá nótt.
í loptinu hamingju-gaukur skal gneggja
og glatt dýrðast lóan um heill okkar beggja.
En sorgin skal hýrast heima.
Þetta var sungið með hinni skæru rödd Nielsar Bryde.
Henniug spratt á fætur, og hatrinu laust sem elding
niður í hjarta lians. Það braun heiptareldur úr augum
hans og hann hló kuldahlálur. Svo lagði hann byssuna
við kinn sér.
„En sorgin skal hýrast heima“
hljómaði aptur fyrir eyrum hans; hann miðaði á hljóðið
inn í þokunni og við hvellinn dvínuðu og dóu siðustu
orðin. Því næst var allt hljótt sem fyr.
Henning varð að styðja sig við rjúkandi byssuna.